Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 Útlönd Áhrifamikill fyrrum bandarískur þingmaöur dæmdur til fangavistar fyrir póstsvik: Misnotaði aðstöðu sína á ósvífinn hátt Alríkisdómari i Bandaríkjunum dæmdi Dan Rostenkowski, fyrrum fulltrúadeildarþingmann demókrata, í sautján mánaöa fang- elsi í gær eftir að hafa veitt honum ofanígjöf fyrir aö misnota aðstöðu sína. Rostenkowski, sem var þingmað- ur fyrir Chicago og veitti einni áhrifamestu nefnd þingsins for- mennsku um langt árabil, játaði á sig póstsvik í réttarsal andspænis þinghúsinu í Washington þar sem hann var eitt sinn lykilmaður. „Sekur,“ sagði Rostenkowski lágt þegar hann var spurður hverju hann svaraði tveimur ákæruatrið- um um glæpsamlegt athæfi. Norma Holloway Johnson dómari féllst á sektaryfírlýsingu þing- mannsins fyrrverandi, sem stóð heldur brúnaþungur fyrir framan hana, og dæmdi hann til sautján mánaða fangavistar eins og kveðið var á um í samkomulagi Rosten- kowskis við saksóknara. Johnson ávítti Rostenkowski harðlega fyrir að svíkja kjósendur sína, sem kusu hann til þingsetu frá 1959 til 1994 þegar hann náði ekki endurkjöri. „Þú misnotaðir þér aðstöðu þína á ósvífinn hátt,“ sagði dómarinn og benti á hversu afbrot þingmannsíns fyrrverandi hefðu verið víðtæk. Hún sagði að byrði hans yrði sú að vita að þingmannsferill hans hefði verið svertur. Dómarinn fyrirskipaði Rosten- kowski að mæta i fangelsi innan þrjátíu daga til að afplána dóminn. Rostenkowski viðurkenndi að hann hefði vitað að einhverjir starfsmanna sinna í þinginu hefðu gert persónulega eða pólitíska greiða i trássi við reglur þingsins. Dan Rostenkowski var heldur niður- lútur í réttarsalnum í gær. Símamynd Reuter Hann sagðist einnig hafa vitað að vörur, sem voru keyptar fyrir opin- bert fé í ritfangaverslun þingsins, hefðu verið gefnar vinum og kunn- ingjum. Það er einnig í trássi við reglur þingsins. Samkomulagið sem hinn 68 ára gamli Rostenkowski gerði við sak- sóknara kveður á um að hann greiði 100 þúsund dollara í sekt en frá þeirri upphæð dragast 82 þús- und dollarar sem hann hafði þegar endurgreitt þingversluninni. Sak- sóknarar féllust á að falla frá öðrum ákærum á hendur þingmanninum fyrrverandi gegn sektaryfirlýsingu hans. Fyrir utan þinghúsið lýsti Rosten- kowski ekki yfir neinni hryggð yfir því sem hann hafði gert og sagði að væru tæknileg brot. Hann sagðist hafa verið valinn úr til að vera öðr- um víti til varnaðar. Reuter Rob Stein, fyrrum starfsmannastjóri í bandaríska viðskiptaráðuneytinu, haliar sér hér að líkkistu Rons Browns við- skiptaráðherra sem fórst í flugslysi í Króatíu fyrir páskana. Kistunni var komið fyrir í ráðuneytinu í gær þar sem menn gátu vottað Brown virðingu sína. Alls fórust 34 i slysinu, þar á meðal framámenn í bandarísku viðskiptalífi. Símamynd Reuter Svonefndur Unabomber handtekinn í kofa í Montanaríki: Sönnunargögn tengja hann sextán sprengjutilræðum Vísindamaður myrtur og bút- aður í smátt Lögreglan i New Jersey í Bandaríkjunum hefur borið kennsl á líkamsleifar sem settar höfðu veriö í plastpoka og kastað í á um helgina. Líkið, sem hlutað var niður í smá- stykki, þar á meðal eyru, varir, nef og fingur, er af Jakobi Gluzman, 48 ára gömlum rúss- neskum vísindamanni sem fluttist til Bandaríkjanna 1970. Hann gat sér góðan orðstír fyrir rannsóknir sem sýndu þátt erfða i myndun krabbameins. Annar rússneskur innflytj- andi hefur verið handtekinn, grunaður um morðið. Sá er frá- skilinn. Er fyrrum konu hans ákaft leitað en taliö er að morð- ið eigi rætur að rekja til ástar- þrihyrnings. Líkamsleifunum hafði verið komiö fyrir í 10 plastpokum. Talið er að hinn grunaði hafi ekki verið einn að verki. Finnland: Ríkinu lokað vegna verk- falla Flestar áfengisútsölur voru lokaðar í Finnlandi i gær vegna eins dags verkfalls starfsmanna til aö mótmæla hugsanlegum uppsögnum vegna áforma stjómvalda um að auka frjáls- ræðið í dreifingu áfengis. Talsmaður áfengiseinkasöl- unnar sagði að aðeins fimmtán af 250 verslunum hefðu verið opnar. Alræmdur barna- níðingur biður um geldingu Bamaníðingur í Texas, sem fluttur var í frjálslegra fangelsi á mánudag, óttast að hann muni drepa næsta fórnarlamb sitt þegar hann verður látinn laus eftir tvö ár. Hefur hann þvi ósk- að eftir að verða geltur hið fyrsta. Fangelsisyfirvöld segja að þrátt fyrir flutninginn í „mildara“ fangelsi verði níðing- urinn undir sérstakri gæslu all- an sólarhringinn. Ekki er vitað hvernig tekið var í ósk níðings- ins um geldingu en hann segist hafa misnotkun á yfir 200 böm- um á samviskunni. Reuter Fulltrúar bandarísku alríkislög- reglunnar kemba nú afskekktan kofa í Montanaríki þar sem Theodore Kaczynsky, fyrrum stærð- fræðiprófessor, hefur búið einn í 25 ár. Hann hefur verið handtekinn, grunaður um að standa að 16 sprengjutilræðum síðastliðin 18 ár sem orðið hafa þremur að bana og sært 23. Theodore er grunaður um að vera svokallaður Unabomber en þaö gælunafn er til komið þar sem tilræðunum hefur verið beint að há- skólum (universities) og flugfélög- um (airlines). Talsmenn lögreglunn- ar segjast hafa fundið fjölda sönnun- argagna í kofa Theodores sem tengi hann við umrædd tilræði. Þar á meðal er tilbúin sprengja, margar ókláraðar sprengjur og búnaður til sprengjugerðar auk minnisblaða. Lögreglan notar röntgenbúnað við leitina vegna ótta um að gildrur hafi verið lagðar fyrir óboðna gesti í kofanum. Þá hefur lögreglan kom- ist yfir gögn sem sýna að ferðir Theodores eru í samræmi við tíma- setningu og staðsetningu tilræö- anna. Lögreglan er sannfærð um að Theodore sé hinn svonefndi Una- bomber og hefur óháð rannsókn bróður hans leitt til sömu niður- stöðu. Fulltrúi alríkislögreglunnar segir að í bréfum til fjölskyldunnar komi fyrir sama orðalag og hug- myndir og í 35 þúsund orða stefnu- skrá Unabomber sem birt var í dag- blöðum í fyrra. Þá hefur lögreglan komist yfir fjölda bréfa sem Theodore sendi mexíkönskum bónda á sjö ára tíma- bili. Þar lýsir hann nákvæmlega einveru sinni í skógum Montana. Theodore er í haldi í öryggisfang- elsi en ákveðið verður í næstu viku hvort hann verður ákæröur fyrir tilræðin. Reuter Stuttar fréttir i>v Eldur í olíu Miklir eldar loga í olíuhreinsi- stöð í Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu, eftir að óþekktir menn skutu að henni. Viðurkenna afganginn Bretar tilkynntu í gær að þeir ætluðu að viðurkenna afganginn af Júgóslavíu gömlu og er það talið mikilvgt skref í þá átt að binda enda á einangrun Serba. 11 Peng í París Li Peng, forsætisráð- herra Kína, er í París þar sem hann ræðir við ráðamenn í dag. Frakkar eru sakaðir um að láta orðspor sitt sem verjendur lýð- réttinda víkja fyrir viðskiptum upp á tugmilljarða króna. Múslímum sleppt Bosníu-Serbar slepptu þremur múslímum úr haldi í gær og lögðu fram skjöl um aðra sem sakaðir eru um stríðsglæpi. Spenna við landamæri Mikil spenna er við landmæri ísraels og Líbanons eftir að skæruliðar skutu 14 flugskeytum inn í norðurhluta ísraels. Deilur í beinni Fimm ítalskir flokksleiðtogar deildu hart í beinni sjónvarpsút- sendingu í gærkvöld í tilraunum sínum til að heilla kjósendur. Pelé á von á barni Brasilíska knattspymu- stjarnan Pelé og síðari eig- inkona hans eiga von á bami en hann á þrjú börn fyrir. Konan var gerð ófrísk með nýjustu tækni þar sem Pelé var tekinn úr sam- bandi fyrir 17 árum. Aurskriöa drepur Óttast er að allt að þrjátíu manns hafi týnt lífi í aurskriðu sem lenti á kofahreysum í La Paz, höfuðborg Bólivíu. Tekin alvarlega Háttsettur herforingi í Suður- Kóreu segir að hótunin um stríð við norðanmenn sé tekin alvar- lega. SÞ hlustar Fulltrúar SÞ eru í Nígeríu til að hlusta á kvartanir um ofríki og kúgun af hálfu öryggissveita í olíuhéraöinu Ogoniland. Carter gegn tóbaki Jimmmy Carter, fyrr- um Banda- ríkjaforseti, sagði í gær að auknar reykingar um allan heim væm hræðOegt heilsuvandamál og mesta ógnin sem steðjaði að ungmennum i þróunarlöndunum. Hann gagn- rýndi tóbaksfyrirtæki fyrir aug- lýsingar í þriðja heiminum þar sem látið er í það skína að reyk- ingar séu smart. Tekinn af lífi Morðingi var tekinn af lífi með eitursprautu í Missouriríki í Bandaríkjunum í nótt. Höfuðpaurarnir Saksóknarar sögðu í gær að Timothy McVeigh og Terry Nichols hefðu verið einu höfuð- paurarnir í sprengjutilræðinu við alríkisbygginguna í Okla- homa sem varð 168 að bana í fyrra. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.