Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVl'K, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér réll til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Tuð leysir gæzlu af hólmi Eftir tveggja sólarhringa eftirför og varöstöðu Land- helgisgæzlunnar fyrirskipaði dómsmálaráðherra í sam- ráði við forsætis- og utanríkisráðherra, að hún hætti af- skiptum af rússneskum togara, sem staðinn var að ólög- legum veiðum innan íslenzku fiskveiðilögsögunnar. íslenzku gæzluskipin eru svo lítil í samanburði við rússneska togarann, að taka hans af sjó þótti ekki ráðleg. í staðinn ætlaði Landhelgisgæzlan að láta menn síga úr þyrlu til að taka við stjóm hans. En ráðherrarnir þrír gripu í taumana, þegar þar var komið sögu. í staðinn ákváðu ráðherrarnir að láta utanríkisráðu- neytið tuða um málið við rússneska sendiherrann, sem nýtur slíkra vinsælda þar á bæ, að ráðuneytið tekur að sér útréttingar fyrir hann, svo sem að tuða við fjölmiðla um, að ekki megi segja satt um Rússlandsforseta. Hvorki sendiherrann né aðrir aðilar í Rússlandi hafa lofað að koma í veg fyrir, að rússnesk landhelgisbrot verði endurtekin. Staða málsins er því sú, að send hafa verið til umheimsins skilaboð um, að íslendingar séu búnir að gefast upp á að gæta fiskveiðilögsögunnar. Nokkur aðdragandi er að niðurlægingu þessari. Um langt árabil hefur skort pólitískan vilja til að halda uppi virkri gæzlu í 200 mílna fiskveiðilögsögu landsins. Þetta kemur einkum fram í minnkandi fjárveitingum til fjár- festingar og rekstrar Landhelgisgæzlunnar. Afleiðingin er, að skip og tæki gæzlunnar hafa smám saman verið að ganga úr sér og að ekki er rekstrarfé til að halda úti nema tveimur af þremur gæzluskipum. Raunar er ekki fjármagn til sérstakra aðgerða á borð við þær, sem gæzlan reyndi að stunda í dymbilvikunni. Þjóðin hefur að vísu ekki sérstaklega verið spurð um, hvort hún vilji eða vilji ekki fjármagna gæzlu fiskveiði- lögsögunnar. En hún hefur stutt stjórnmálamenn, sem hafa staðið að fjársvelti gæzlunnar allar götur síðan frið- ur náðist um 200 mílna fiskveiðilögsögu landsins. Hún hefur haldið áfram að styðja þessa stjórnmála- menn, þótt áður hafi komið í ljós, að Landhelgisgæzlan hefur ekki burði til að halda uppi öryggisþjónustu við ís- lenzk fiskiskip á alþjóðlegum hafsvæðum á borð við Smugu, Svalbarðamið, Síldarsmugu og Reykjaneshrygg. Ákvörðun Davíðs Oddssonar, Halldórs Ásgrímssonar og Þorsteins Pálssonar er aðeins endapunkturinn á lang- vinnri niðurlægingu. Hún er raunar eðlileg afleiðing fyrri ákvarðana um, að ekki skuli haldið uppi virkri gæzlu hinnar nýlega fengnu 200 mílna fiskveiðilögsögu. Á síðustu árum hefur verið að koma í ljós, að við þurf- um aftur virka gæzlu fiskveiðihagsmuna okkar. Aukizt hefur sókn í stofna, sem eru utan 200 mílna fiskveiðilög- unnar. Um þessa sókn eru stundaðar milliríkjaviðræður og gerðir Qölþjóðlegir samningar. Samningaferlið bendir til, að við höfum sem strandríki og fiskveiðiþjóð hagsmuna að gæta langt út fyrir 200 mílna fiskveiðilögsöguna. Athafnasvæði Landhelgisgæzl- unnar ætti því að vera orðið mun stærra en áður, ef allt hefði verið með felldu í fjármögnun hennar. Þátttaka íslenzkra stjórnvalda í milliríkjaviðræðum og -samningum um fiskveiðar á undanförnum árum hefur ekki leitt til aukinnar löggæzlu af okkar hálfu. Því er ekki unnt að búast við, að fiskimenn annarra ríkja taki mark á tuðinu, sem íslenzkir ráðamenn temja sér nú. Þótt Landhelgisgæzlan hafi sýnt lífsmark í dymbilvi- kunni, er niðurstaða málsins sú, að ráðherrar telja áfram, að hún sé næsta óþörf á tímum tuðs að hætti Hall- dórs. Jónas Kristjánsson „í eöli sínu eru ákveðin störf láglaunastörf," segir Kristjón m.a. í grein sinni og bendir á alls konar snúninga og störf í stórmörkuðum. Afskipti hins opin- bera af markaðinum Hin opinberu afskipti af mark- aðinum eru öllu víðtækari en menn gera sér almennt grein fyrir. Þrátt fyrir fjórþaétt frelsi er varðar vinnuafl, fjármagn, vörur og þjón- ustu setja ríki og sveitarfélög regl- ur er skerða athafnir á markaði. Nægir í því sambandi að benda á reglugerðasafn Evrópska efna- hagssvæðisins sem einatt orkar tvímælis þar sem ekki verða allir steyptir í sama mót án tillits til staðhátta. Tvenn afskipti hafa ver- ið til umfjöllunar að undanförnu, annars vegar vinnulöggjöf og af- skipti hins opinbera á vinnumark- aði og hins vegar-matvælaeftirlit. Sviðahausar Nú gerðist það fyrir stuttu að upp kom bifstafssýking sem átti rætur sínar að rekja til lamba- sviða. Til þess ráðs var gripið að banna sölu óþveginna sviðahausa. Þessi aðgerð er að nokkru leyti- undarleg þar sem ekki er ljóst að með einfóldum þvotti verði bifstafssýking skoluð úr kjötmeti. Slíku smiti verður eytt með suðu og alkunnugt er að til að forðast smit ber að koma í veg fyrir að verkfæri og áhöld sem hafa verið notuð við hrátt kjöt komist í snert- ihgu við soðið kjöt. Annað sem vekur furðu er að hráir óhreinsaðir sviðahausar eru tæpast óhollasta neysluvara sem seld er í almennum matvöruversl- unum. Vart finnast dæmi þess að sviðaneysla stytti aldur neytenda um allt að tólf ár og hingað til hafa sviðahausar ekki verið taldir helstu orsakavaldar átumeins í munni, lungum og í öðrum líffær- um líkamans né heldur verða hjartasjúkdómar raktir til sviða- hausa í rikum mæli. Kjallarinn Kristjón Kolbeins viðskiptafræðingur Enginn á Islandi Annað nýlegt dæmi um afskipti af matvælamarkaði eru viðbrögð við hugsanlegu sambandi á milli kúariðu og Creutzfeld-Jacobssjúk- dómsins. Viöbrögð ríkja við út- flutningi nautakjöts frá Bretlandi virtust einkennast af tæknilegum viðskiptahindrunum, þar sem hið banvæna samband er ósannað, eggjahvítuefnið sem sjúkdóminum veldur er í heila og mænu dýra en ekki í vöðvum og hreinar græn- metisætur hafa greinst með CJ- sjúkdóminn. Samkvæmt heimildum er talið sannað að á íslandi hafi enginn smitast af CJ-sjúkdómi af riðu- veiku fé. Aftur á móti hefur tekist að smita tilraunadýr með því að sprauta þau með heilafrumum riðusjúklinga. Láglaunastörf í eðli sfnu Frumvarp um stéttarfélög og vinnudeilur hefir valdið fjaðra- foki. Hér er í mörgum tilvikum um að ræða atriði sem aðilar vinnumarkaðar ættu að geta samið um sín á milli eða hreinlega einstakir launþegar og vinnuveit- endur. Lög um lágmarkslaun geta viðhaldið atvinnuleysi. Eullyrð- ingar um að atvinnuleysi gegn fús- um og frjálsum vilja sé ónauðsyn- legt falla í grýttan jarðveg þegar þær eru rökstuddar á þann hátt að enginn ætti að vera án vinnu ef hann telur launin sem honum bjóðast meira virði en frítíma sinn. í eðli sínu eru ákveðin störf lág- launastörf. Nægir að benda á alls konar snúninga og störf pokara stórmarkaða. Lög um lágmarks- laun geta þannig komið í veg fyrir að slík störf skapist. Laun í Banda- ríkjunum eru svéigjanlegri niður á við en laun innan Evrópusam- bandsins, og eru talin eiga ríkan þátt í að skýra hvers vegna at- vinnuleysi er verulega miklu meira innan ES en þar. Kristjón Kolbeins „Lög um lágmarkslaun geta viðhaldið at- vinnuleysi. Fullyrðingar um að atvinnu- leysi gegn fúsum og frjálsum vilja sé ónauðsynlegt falla í grýttan jarðveg ...“ Skoðanir annarra Samkeppnin úr sögunni? „Frá samkeppnislegu sjónarmiði er ástæða til að óttast að olíufélögin sofni á verðinum nú þegar er- lend samkeppni er ekki lengur yfirvofandi. í því sambandi má benda á að olíufélögin þrjú tóku um áramótin upp samvinnu um flutninga á öllu elds- neyti til landsins. . . . Það yrðu óneitanlega mikil vonbrigði ef deyfð færöist yfir samkeppnina að nýju eftir brotthvarf Irving-feðga.“ KB í Viðskiptabl. Mbl. 4. apríl. Aöhald á ómenningu „Hér í blaðinu sagði frá því . . . að Kvikmynda- skoðun hefði ekki leyft sýningar á tiltekinni kvik- mynd sem einu kvikmyndahúsanna barst í innkau- papakka sínum. Limlestingar og morðsenur mynd- arinnar voru á þann veg að ekki þótti hæft að sýna myndina á almannafæri hér á landi. Kannski var ís- land þar eitt á báti meö bannfæringu. En það gildir einu. Það er djarft og gott framtak hjá þessu eftirlits- fyrirtæki að stöðva óþverrann og án efa mætti þetta gerast oftar.“ Jón Birgir Pétursson í Timanum 4. apríl. Heima og heiman „Flestir sem starfsmenntun hafa hlotið hafa kosið aö snúa aftur heim þótt kaupið sé lægra á íslandi og vinnutíminn lengri en í mestu velmegunarlöndum heimsins. Fjölskyldubönd hafa verið sterk, ættjarð- arástin heit og fámennið hefu sína kosti. En lágt kaup og aðstöðuleysi hlýtur að höggva skarð í fjölda þeirra sem aftur snúa þegar til lengdar lætur. Mér sýnist t.d. að menn í framhaldsnámi í læknisfræði og náttúruvísindum eigi mun erfiðara með að kom- ast heim en fyrir 10-20 árum síðan." Guðmundur Magnússon prósfessor í 13. tbl. Vísbendingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.