Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1996, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1996, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 25 Fréttir Kynbótahrossadómarar verða framvegis hver í sínu dómhúsi og dæma hrossin sjálfstætt. Hér sjást þeir Kristinn Hugason og Þorkell Bjarnason við dóma. DV-mynd E.J. Kynbótahrossa- dómarar aðskildir - hver í sínu dómhúsi framvegis Fyrir skömmu samþykkti hrossaræktarnefnd nýjar reglur um kynbótahrossadóma sem taka gildi strax. Kynbótahrossadómarar veröa þrír sem fyrr og nú algjörlega sjálf- stæðir og vinna hver í sínu dóm- húsi, jafnt við byggingardóma sem hæfileikadóma. Þó geta þeir unnið í sama dóm- húsi ef mótshaldarar óska þess, en þá mega mótshaldarar leggja til trúnaðarmann í dómhúsið sem sér um að reglum um sjálfstæða dóma sé framfylgt. Dómarar munu gefa einkunnir í heilum og hálfum og verður reiknað meðaltal einkunna fyrir hvert at- riði. Á yfirlitssýningum verða dómar- ar þó saman í vinnuhópi. Ef hross hækkar í einkunn á yfhiitssýningu verður sú einkunn gefin í heilum og hálfum. „Takmarkið með þessu nýja fyrir- komulagi er að gera hvern dóm óháðan fyrri dómum og hvern dóm- ara óháðan öðrum," segir Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur. „Hvort tveggja er jákvætt fyrir tölfræðilegar niðurstöður. Ég æski þess að aðstaða verði sem víðast fullnægjandi í sumar. Þessi nýja vinnuaðferð krefst aukins fjölda rit- ara og hugsanlega taka dómar lengri tíma, en sett verðúr sú við- miðunarregla að dæma flest fjörtíu og fimm hross á dag í stað fimmtíu og fimm áður. Ég mun láta hanna nýtt forrit í tölvur fyrir dómara, því tæknilega hliðin má ekki tefja okkur. Við munum prenta út dóma hvers hross eftir dóma á hverju móti og afhenda umsjónarmanni viðkomandi hross. Þar munu koma fram meðaltals- einkunnir hvers atriðis og upplýs- ingar um aðrar athugasemdir dóm- ara sem þeir hafa krossað við. Ef vel tekst til með þessa nýjung verða jafnvel enn stórtækari breyt- ingar á næstu árum. Þess má geta að við stefnum að því að vera með risaskjá á fjórðungsmótinu á Hellu þar sem allir dómar koma fram,“ segir Kristinn að lokum. -E.J. Menning Tónlist Áskell Másson Caput-hópurinn. Saga dátans var fyrst flutt í Laus- anne í Sviss árið 1918. Verkið er skrif- að fyrir sögumann og hljómsveit, en hefur stundum verið sviðsett og þá per- sónur sögunnar leiknar. Verkið hefur nokkrum sinnum áður verið flutt hér á landi. Saga dátans er byggt á rússneskri þjóðsögu, þar sem segir frá viðskiptum hermanns nokkurs við sjálfan djöfsa. Dátinn er á heimleið í stutt tveggja vikna orlof frá vígvellinum, en sest niður á leiðinni til þess að hvíla sig. Hann finnur m.a. gamla fiðlu á botni bakpoka síns og hefur að leika á hana. Þá kemur kölski og býður honum skipti á fiðlunni og forláta bók. Bókin á að reynast hreinasta gullnáma þeim, sem kann með hana að fara. í fyrstu er dátinn uppnuminn yfir skiptunum, en brátt renna á hann tvær grímur. Gengur mikið á áður en viðskiptum þeirra dátans og kölska lýkur. Sjö hljóðfæraleikarar eru í verkinu og er það skrif- að í léttum dúr, yfirleitt dansandi eða hratt, og þótt músíkin liggi vel fyrir hljóðfærin þá eru sumar radd- irnar erfiðar í leik. Felix Bergsson fór með textann og gerði bæði geysi- vel og skemmtilega. Það var að sjálfsögðu valinn mað- ur í hverju rúmi hjá Caput og fluttu þau verkið allt af snilld undir ágætri forystu Bernharðs Vilkinssonar. Er ástæða til þess að vona að hópurinn hljóðriti verk- ið fyrir geislapötu sem fyrst. Þetta voru sérlega skemmtilegir tónleikar. dátans Tónleikar i tónleikaröð Borgarleik- hússins voru haldnir í síðustu viku og kom þar fram Caput-hópurinn undir stjórn Bernharðs Wilkinssonar. Verkefnið var aðeins eitt að þessu sinni, en það var Saga dátans eftir Igor Stravinsky og með hlutverk sögu- mannsins fór Felix Bergsson. Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 STÓRA SVIÐ KL. 20.00: KVÁSARVALSINN eftir Jónas Árnason Leikstjóri: Inga Bjarnason, Leikmynd og búningar: Steinþór Sigurðsson. Tónlist: Leifur Þórarinsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Leikhljóð: Baldur Már Arngrímsson. Aðstoðarleikstjóri: Gunnar Gunnsteinsson. Sýningarstjóri: Jón S. Þórðarson. Leikendur: Guðrún Ásmundsdóttir, Jóhanna Jónas, Margrét Ólafsdóttir, Rúrik Haraldsson, Sigurður Karlsson, Soffía Jakobsdóttir og fl. Frumsýn. föd. 12/4, fáein sæti laus, 2. sýn. sud. 14/4, grá kort gilda, 3. sýn. mið. 17/4, rauð kort gilda. HIÐ UÓSA MAN eftir íslandsklukku Halldórs Laxness i leikgerð Bríetar Héðinsdóttur 8. sýn. laud. 20/4, fáein sæti laus, brún kort gilda, 9. sýn. föd. 26/4, bleik kort gilda. ÍSLENSKA MAFÍAN eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson. Fös. 19/4, fáein sæti laus, Id. 27/4, Sýningum fer fækkandi. Stóra sviðið kl. 14.00 LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Sud.14/4, sud. 21/4, Einungis 3 sýn. eftir. VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Laud. 13/4, fid. 18/4. Þú kaupir einn miða, færð tvo! Samstarfsverkefni við Leikfélag Reykjavíkur: Alheimsleikhúsið sýnir á Litla sviði kl. 20.00: KONUR SKELFA toilet-drama eftir Hlín Agnarsdóttur. Fid. 11/4, fáein sæti laus, fös. 12/4, kl. 20.30 uppselt, Id. 13/4, örfá sæti laus, mid. 17/4, fid. 18/4, föd. 19/4, fáein sæti laus, Id. 20/4, fáein sæti laus. Barflugurnar sýna á Leynibarnum. BAR PAR eftir Jim Cartwright Fös. 12/4, uppselt, Id. 13/4, kl. 20.30, örfá sæti laus, fid. 18/4, föd. 19/4, kl. 23.00. Fyrir börnin: Línu-bolir og Linupúsluspil. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20, nema mánudaga frá kl. 13-17, auk þess er tekið á móti miðapöntunum i sima 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00: TRÖLLAKIRKJA eftir Ólaf Gunnarsson í leikgerð Þórunnar Sigurðardóttur. 9. sýn. föd. 12/4, sud. 14/4, Id. 20/4, föd. 26/4. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Fid. 11/4, nokkur sæti laus, Id. 13/4, uppselt, fid. 18/4, nokkur sæti laus, föd. 19/4, uppselt, fid. 25/4, nokkur sæti laus, Id. 27/4, uppselt. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Ld. 13/4 kl. 14.00, uppselt, sud. 14/4 kl. 14.00., örfá sæti laus, Id. 20/4, kl. 14.00, uppselt, sud. 21/4, kl. 14.00, nokkur sæti laus, sud. 21/4, kl. 17.00, nokkur sæti laus., fid. 25/4, sumard. fyrsti kl. 14.00, Id. 27/4, kl. 14.00, sud. 28/4, kl. 14.00. LITLA SVICIÐ KL. 20.30. KIRKJUGARÐSKLÚBBURINN eftir ívan Menchell Föd. 12/4, uppselt, sud. 14/4, uppselt, Id. 20/4, sud. 21/4, mvd. 24/4, föd. 26/4, sud. 28/4. Cjafakort í leikhús - sígila og skemmtileg gjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! sýnir í Tjarnarbíól sakamálaleikinn PÁSKAHRET eftir Árna Hjartarson, leikstjóri Hávar Sigurjónsson. 4. sýn. föd. 12. apríl, 5. sýn. fid. 18. apríl., 6. sýn. lau. 20. apríl, 7. sýn. mið. 24. apríl. Sýningar hefjast kl. 20.30. Miðasala opnuö kl. 19.00 sýningardaga. Miðasölusími 5512525, símsvari allan sólarhringinn. Tilkynningar Frá framkvæmdanefnd um Hátíð í Hornafirði 1996 Eins og undanfarin ár verður Hátíð í Hornafirði haldin í sumar. Hátíðin hefst fóstudaginn 5. júlí og stendur fram á sunnudag 7. júlí. Þetta verður fjórða skipti sem hátíðin er haldin og hefur aösókn aukist ár frá ári. Undir- titill hátíðarinnar er Humarhúsið. All- ar nánari uppl. veitir Haukur H. Þor- valdsson í síma 478-1827, 478-1500 og 478-1922 (faxnúmer). t Elskulegur ástvinur minn og faðir okkar Sveinn Björnsson stórkaupmaður lést að morgni páskadags. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 12. apríl kl. 13.30 Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Sjúkrahús Akraness. Rannveig Böðvarsdóttir Kristín Sveinsdóttir Björn Sveinsson Guðbjörg Sveinsdóttir Ólafía Sveinsdóttir Ingvar Sveinsson - tengdabörn og barnabörn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.