Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1996, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996
11
I>V
Fréttir
Flöskuskejrti frá Bandaríkjunum til íslands:
Búin að svara stúlkunni
sem sendi skeytið
- segir Kristín Jóhannsdóttir frá Hvolsvelli
DV, Hvolsvelli:
„Við vorum bara í fjölskylduferð
þarna á Skógasandinum þegar ég
fann flöskuna. Hún var ekkert farin
að mást eða rispast þótt hún væri
búin að vera ár í sjónum. Ég fann
hana ofarlega á sandinum þannig að
hún hefur verið búin að liggja þar
einhvern tíma,“ sagði Kristín Jó-
hannsdóttir frá Hvolsvelli í samtali
við DV. Hún fann flöskuskeyti frá
Bandaríkjunum á Skógasandi um
síðustu mánaðamót.
Flöskuskeytið er frá 12 ára gam-
alli stúlku, Rose Stellu, og hljóðar
þannig:
„Desember 1994. Nafn mitt er
Rose Stella. Ég er 12 ára gömul.
Þessari flösku var hent í sjóinn
nærri Oregon í Norður-Karólínu í
Bandaríkjunum. Ef þú finnur þetta
skeyti þá vinsamlegast skrifaðu
mér. Með þökk, Rose Stella. Og síð-
an er heimilsfang hennar.
Kristín segir að svo vel hafi verið
gengið frá tappanum í flöskunni að
ekki var hægt að losa hann og varð
því að brjóta flöskuna til að ná
skeytinu.
„Ég er búin að svara skeytinu en
það er svo stutt síðan ég sendi bréf-
ið að ég er ekki búin að fá svar,“
sagði Kristín Jóhannsdóttir.
-Jón Ben/S.dór
Kristín Jóhannsdóttir með flöskuskeytið sem hún fann á Skógasandi. Flösk-
unni var hent í sjóinn skammt frá Oregon í Norður-Karólínufylki í Bandaríkj-
unum. Þegar skeytið fannst var liðið á annað ár frá því að því var sleppt við
strendur Bandaríkjanna. DV-mynd Jón Ben
'Ðecemúer 1994
íMý name is %í>se Steíía.
I am lZyears oCd. Hus
6ottk was tfirown in the
ocean near Oregon InCet
Jíprtk Carolina, ZIJ.A.
Ifyoufimí this note
píease maiCit to me.
Thanllyou.
Kpse SteCCa
200 Captains court
‘EhzaCetfi City, %C.
27909
íisa.
Kristín Jóhannsdóttir finnur
flöskuna í Skógarsandinum viö
Hvolsvöll í mars 1996
Rose Stella hendir flöskunni í sjóinn
nálægt Oregon Inlet í Noröur-Karolínu
í desember 1994
BYKO færir út kvíarnar:
Kaupir Habitat
BYKO hefur keypt húsgagna- og
heimilisverslunina Habitat af Hjalta
Geir Kristjánssyni og fjölskyldu. Að
sögn Jóns Helga Guðmundssonar,
framkvæmdastjóra BYKO, keypti
fyrirtækið aðeins reksturinn en
ekki húsnæðið við Laugaveg þar
sem Habitat er nú til húsa. Kaup-
verð fæst ekki uppgefíð.
Habitatverslunin verður fyrst um
sinn rekin í húsnæðinu við Lauga-
veginn en í október í haust veröur
hún flutt í 800 fermetra framtíðar-
húsnæði í Borgarkringlunni.
Habitat verslanakeðjan starfar
eftir svipaðri hugmynd og IKEA, en
bæði fyrirtækin leggja áherslu á
ódýr en góð húsgögn, innréttingar
og hvers konar smávörur til heimil-
ishalds og heimilisnota. Habitat-
keðjan hefur fyrir nokkru skipt um
eigendur og kaupendurnir eru hinir
sömu og eiga og reka IKEA. Habitat-
verslanir eru mjög víöa í Bretlandi
og Frakklandi og víðar í Evrópu-
löndum.
„Ég bind vonir við þessi kaup.
Habitat hefur verið í vexti erlendis
að undanfórnu og ég tel að það sé
hægt að gera heilmikið fyrir þetta
hér á landi líka,“ segir Jón Helgi
Guömundsson.
-SÁ
Ekkert vatn fyrir vegfarendur í borginni:
Vatnshana vantar
- segir Sylvia Briem í bréfi til borgarráðs
„Víst er vatnið gott en hafið þið
hugleitt hvað það er óskaplega óað-
gengilegt fyrir hinn venjulega veg-
faranda sem á leið um borgina,"
segir í bréfi frá Sylviu Briem til
borgarráðs Reykjavíkur. í bréfinu
hvetur Sylvia til þess að borgin láti
koma upp drykkjarhönum sem við-
ast um borgina, bæði í byggingum
borgarinnar, á almannafæri og á
útivistarsvæðum.
Sylvia segir að ótrúlega erfitt sé
að nálgast vatnssopa á almannafæri
i borginni sem sé á skjön við dásöm-
un íslenska vatnsins í flestum ferða-
mannabæklingum og landkynning-
arritum. Sylvia, sem starfar í upp-
lýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavík-
ur, segist fyrst hafa hugsað um að
borgin þyrfti að láta setja upp
drykkjarhana í ráðhúsinu fyrir
bæði gesti og starfsmenn, en síðan
áttað sig á að æskilegast væri að þá
væri að finna sem víðast um borg-
ina og gera þyrfti okkar frábæra ís-
lenska vatn aðgengilegt á almanna-
færi. Boða mætti í þessu sambandi
til samkeppni um útlit og hönnun
vatnshana og einhvers konar slag-
orð.
Borgarráð hefur samþykkt að
vísa erindi Sylviu Briem til stjórnar
veitustofnana. -SÁ
Vélarvana á
grásleppu
Sjómaður á grásleppubát lenti í einn um borð, setti út rekakkeri
vandræðum út af Akranesi á ann- og beið síðan aðstoðar annarrar
an í páskum. Eitthvað hafði lent i trOlu sem dró hann í land. Veður
skrúfu bátsins sem varð vélar- var stillt og gott á þessum slóðum
vana og stefndi upp í fjöru út af í gær.
svokallaðri Flös. Maöurinn var -sv
Sigluúörður:
Henti sér
í sjóinn
Lögreglan i Siglufirði hafði af-
skipti af manni þar í bæ aðfaranótt
mánudags þegar hann henti sér í
sjóinn. Lögreglan taldi manninn
vera að reyna að stytta sér aldur.
Hann hafði verið á dansleik og var
nokkuð við skál. Stillt var í sjóinn
og fylgdist lögreglan með því er
maðurinn kom sér sjálfur á land á
ný. -sv
Bruni í bílskúr
á Álftanesi
Eldur kviknaði í bílskúr að
Bjarnastaðavör 4 í Bessastaða-
hreppi í fyrrakvöld. Samkvæmt
upplýsingum slökkviliðsins í
Hafnarfirði var opið inn á milli-
loft yfir bílskúrnum og inn yfir
íbúðarhús og þar fór upp mikill
hiti og reykur. Einhverjar
skemmdir urðu á sperrum en
slökkviliðinu tókst að afstýra því
að þær yrðu eldinum að bráð.
Enginn eldur komst í íbúðarhúsið
en talsverður reykur. Eldsupptök
voru mönnum ekki ljós í fyrra-
kvöld en mest hafði brunnið í
kringum rafmagnstöfluna. -sv