Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1996, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 15 Fjármálaráðherra 1. apríl Aprílgabbið hjá ríkissjónvarp- inu að þessu sinni var ódýrar ferð- ir til Túnis. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra tók þátt í grín- inu. Hann kom fram í „fréttinni" og sagði að sjálfsagt væri að stuðla að því að landinn kæmist ódýrt til sólarlanda. Og ferðaskrifstofu- menn lögðu einnig hönd á plóginn. En þjóðin skildi ekki grínið. Sami fjármálaráðherra hafði nefnilega nokkrum dögum áður látið ráðherrabílstjórann í fjár- málaráðuneyti keyra út sérstakt bréf, undirritaö af ráðherra, með meðmælum um úrvalshótel i Tún- is. í bréfinu var hvatt til þess að ferðaskrifstofur tækju upp við- skipti við umrætt hótel. Þetta var ekki 1. apríl. Og ekki var þetta gert í gríni. Einokunarmenn og samkeppni En 1. apríl var önnur frétt í sjónvarpinu. í henni kom fjármál- aráðherra einnig við sögu. Hún fjallaði um nauðsyn þess að stuðla að meiri samkeppni í íslensku samfélagi. Skortur á samkeppni innan almannaþjónustunnar, í skólum og sjúkrahúsum, á sviði samgöngumála, í raforkumálum og víðar stæði íslensku samfélagi fyrir þrifum. Við hlið fjármálaráðherrans sat forstjóri eins stærsta fyrirtækis landsins, Flugleiða, sem stundum hefur verið orðað við einokim. Forstjóri Eimskips kom einnig að málinu. Einn nefndarmaðurinn í þessari samkeppnisnefnd fjármálaráðu- neytisins sagði I umræddri sjón- varpsfrétt að við gætum fundið önnur tilbrigði við einkavæðing- una en til dæmis Bretar. Annað gæti átt við hér á landi. Ekki sagði hann okkur frá þeirri miklu óáran sem einkavæðing almannaþjón- ustunnar hefur kallað yfir breskt þjóðfélag. En látum það nú vera. Ef ekki fyndið, þá hiægilegt Menn gerðu engar sérstakar kröfur til þessara sérfræðinga fjár- málaráðherra í fréttum þetta apr- ílkvöld. Það héldu nefnilega flestir að þessi síðari uppákoma væri aprílgabb sjónvarpsins. Og flest- um fannst vel hafa tekist til. Sum- um fannst þetta meira að segja af- spymufyndið að fá fulltrúa fá- Kjallarinn Ögmundur Jónasson alþingismaður, form. BSRB keppninnar á markaði til að álykta um þörf á samkeppni í skólastofum og á sjúkragöngum. Alla vega hlægilegt. Mörkin á milli gríns og alvöru eru að verða æði óglögg þegar rík- isstjórn íslands á í hlut. Menn þurfa að hafa sig alla við til að átta sig á hvenær verið er að spauga og hvenær alvara er á ferðum. Ótrú- legustu yfirlýsingamar virðast þó byggjast á ásetningi, ef þær á ann- að borð verðskulda svo háfleygt orðalag. Það er því miður hvorki fyndið né skemmtilegt. Ögmundur Jónasson „Mörkin milli gríns og alvöru eru að verða æði óglögg þegar ríkisstjórn íslands á í hlut. Menn þurfa að hafa sig alla við til að átta sig á hvenær verið er að spauga og hvenær alvara er á ferðum.“ * mm' Fundað á Kaffivagninum með fjármálaráðherra og samkeppnisnefnd. Æskilegir eiginleikar forseta Þegar þessar línur eru ritaðar hafa 4 aðilar tilkynnt ákvörðun sína um að bjóða sig fram til for- seta íslands. Öll höfum við marga jákvæða eiginleika og ég get séð hvert og eitt okkar fyrir mér á Bessastöðum og hef jafn góða til- finningu fyrir því hver sem það væri af okkur sem að lokum hlyti kosningu, því það er á endanum þjóðin sem ræður hvem hún kýs yfir sig sem forseta. Á hærra svið Ég hef lengi litið þannig á að í forseta, sem og embættinu öllu, eigi að felast sem flest af því æðsta sem við sjáum fyrir okkur sem æskilega eiginleika þjóðar. Segja má að í gegnum tíðina hafi emb- ættið þróast frá miklum þunga af formfestu á meðan þjóðin var að taka sín fyrstu skref á vegi sjálf- stæðis yfir í undraverðan léttleika í tíð Vigdísar forseta. Áherslurnar hafa þannig færst frá lagalegum aga og yfir í bjartar hugsjónir. Þaö sem ég hef áhuga á að vita er hvort hægt sé að þróa embættið á enn hærra svið, með því að í embættinu væri einstaklingur sem frá morgni til kvölds er að íhuga hin æðstu lífsgildi og reyna að öðlast þau með markvissum æf- ingum í þá átt. Með því getur slík- ur einstaklingur verið lifandi fyr- Kjallarinn Guðmundur Rafn Geirdal væntanlegur forsetaframbjóðandi irmynd, öðrum til hugsanlegrar eftirbreytni. Hin lagalega festa er áfram nauðsynleg, en hægt er að tryggja. að hún viðhaldist með áframhald- andi veru vel þjálfaðs starfsfólks, svo og vel menntaðra sérfræðinga og ráðgjafa. Forsetinn gæti síðan haft rúman tíma til að íhuga, lesa sér til, ræða við þá sem mest vita á hverju sviði, til dæmis prófess- ora á háskólastigi og veita þá þekkingu síðan frá sér með ræð- um, ávarpi, umræðum og í ritum. Með því myndar hann leiðandi fordæmi, og það auðveldar þjóð- inni að feta í þann farveg. Uppeldisstöðin HÍ Ég er ekki viss um að forsetinn þurií að vera svo framkvæmda- samur, þó það sé vissulega góður eiginleiki, heldur gæti það farið betur í höndunum á athafnasöm- um einstaklingum, sem gætu framfylgt óskum forsetans. Einnig er ég ekki viss um að það skipti máli hvort forsetinn sé karlkyns eða kvenkyns, því það er búið að sinna vel þörfinni fyrir jafnrétti kynjanna og nýlegar kannanir hafa sýnt að landsmenn eru jafnvel enn jafnréttissinnaðri en margar nágrannaþjóðir okkar. Meginatriðið er að forsetinn hampi ekki öðru kyninu meira en hinu, heldur taki jafnt tillit til beggja kynja, svo og þeirra eigin- leika sem gjarnan eru tengdir við þau. Einnig tel ég ekki skipta megin- máli hver aldur forseta sé, megin- málið er að hann sé meövitaður og hafi sterka þrá til að leita eftir og öðlast það sem æðra er. Einnig tel ég ekki skipta megin- máli hvort hann sé háskólamennt- aður eður ei, heldur fyrst og fremst að hann hafi öðlast þroska í gegnum sína þekkingaröflun. Það er athyglisvert að öll höfum við fjögur gengið í gegnum Há- skóla íslands, þó mislangt sé, þannig að svo virðist sem hann sé mikil uppeldisstöð fyrir hugsanleg forsetaefni, og er það vel. Að lokum tel ég vera stórt atriði að forseti sé góður í að túlka tíðar- andann hverju sinni, með hóflegri skírskotun til fortíðar og skýrri framtiðarsýn. Með því getur hann verið leiðarljós fyrir framtíð okk- ar sem þjóðar. Megi svo vera. Guðmundur Rafn Geirdal „Meginatriðið er að forsetinn hampi ekki öðru kyninu meira en hinu, heldur taki jafnt tillit til beggja kynja, svo og þeirra eiginleika sem gjarnan eru tengdir við þau.“ Með og á móti RLR lögð niður í núver- andi mynd Sigurður Tómas Magnússon, hjá dómsmálaráðu- neytinu. Milliliðum hjá lögreglu fækkað „Ég er hlynntur því að RLR verði lögð niður í nú- verandi mynd en þó því að- eins að slíkt verði gert í tengslum við stofnun emb- ættis ríkislög- reglustjóra. Rökin eru þau að brýn þörf er á að koma á sterku embætti ríkislögreglu til að annast samræmingu á störf- um lögreglunnar allrar í land- inu. Það er ekki pláss fyrir tvær stofiianir af þessu tagi - slíkt yrði of kostnaðarsamt. Rökin fyrir þessari hugmynd eru líka þau að það er heppilegt að færa mörg af verkefhum RLR tfl ein- stakra lögreglustjóra þannig að betri tenging náist á mflli hinna almennu lögreglumanna og þeirra sem annast rannsóknir - fækka millUiðum og einfalda fer- il málanna frá fyrstu afskiptum lögreglu þangað til þau eru af- greidd til dómstóla. Þetta er líka brýnt til að virkja hinn almenna íögreglumann betur og gera hann þátttakanda í rannsókn á málum brotamanna. RLR hefur sannað gUdi sitt í gegnum tíðina. Ég tel hins vegar að viðhorfs- breytingar hafi orðið og brjóta þurfi niður múra mUli lögreglu- liöa og lögregludeflda með því að færa starfsemi RLR tfl lögreglu- embættanna. Það er þörf á nán- ari samvinnu. Ég tel síðan þörf- ina mikla að koma á embætti ríkislögreglustjóra. Þannig mun það annast flóknustu brotamál- in, eins og skatta- og efnahags- brot. Þar er sérhæfingar er þörf. Einnig er brýnt að tryggja að sú þekking sem byggð hefur verið upp hjá RLR glatist ekki.“ Skemmdar- verk „Ég er al- gjörlega and- vígur því að RLR verði lögð niður. Ég tel að með nýju frum- varpi tU laga um lögreglu hafi ekki verið sýnt fram á að þeir annmark- ar, sem nú eru hjá lögregl- Bjarnþór Aðal- steinsson rann- sóknarlögreglu- maöur. unni, verði leystir með því að leysa upp RLR. Helsti vandi lög- reglunnar í dag er að hún virkar ekki sem ein heild. Það er skoð- un mín að ef RLR verður lögð niður og þeirri þekkingu og reynslu, sem þar er fyrir hendi, verður dreift sé um bein skemmdarverk að ræða. Kostn- aður við þessa breytingu, ef af verður, er auk þess augljóslega mjög vanmetinn. Þá þyrftu að liggja fyrir tölfræðUegar úttektir á þörfinni fyrir rannsóknarlög- reglu hjá lögregluembættunum áður en mönnum er skipað nið- ur með þeim hætti sem frum- varpið gerir ráð fyrir. Það eru tU margar leiðir aðrar en þær sem felast í frumvarpinu tU þess að betrumbæta skUvirkni lögregl- unnar í landinu verulega. GrundvöUur fyrir því að árang- ur náist er aö markmiðin séu unnin innan frá, þ.e. af hálfú sjálfra embættanna - ekki utan- aðkomandi aðila sem þekkja ekki hlutina tU hlítar.“ -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.