Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.04.1996, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 Sviðsljós Hakakross á Hollywood- stjörnuna í hefndarskyni Marlon Brando kallaöi heldur betur yfir sig reiði með ummæl- um sem hann lét falla í samtali við sjónvarpsmanninn Larry King í þætti hans á CNN á fbstu- daginn langa. Þar sagöi Brando að gyðingar réðu öllu í Hollywood og fordæmdi um leið starfsaðferð- ir þeirra. Einhver varð svo til þess að klístra svörtum haka- krossi á stjörnu stjörnunnar á frægðargangstéttinni á Vinestræti, rétt viö Hollywood- ' breiðgötuna. Réttir aðilar brugðust skjótt við og afmáðu hakakrossinn hið snarasta. Lögreglan er ekki að rannsaka málið þar sem ekki hef- ur verið borin fram nein kvörtun. í sjónvarpsviðtalinu fór Brando hörðum oröum um hvemig kvik- myndaiðnaöurinn ýtir undir staðlaðar imyndir eða stereótípur fólks af öðrum litarhætti en hvít- um. „Gyðingar stjórna Hollywood, gyðingar eiga borgina og þeir ættu aö vera nærgætnari," sagði Brando og hvatti til þess að sam- skipti Hollywoodvaldsins viö hina ýmsu kynþætti yrðu bætt. Samtök gyðinga í Bandaríkjun- um brugðust ókvæða við orðum Brandos, sögðu hann vera fjand- mann gyðinga og hvöttu hann til að likja eftir þöglu myndunum, nefnilega að þegja þunnu hljóöi. Leikkonan Cybill Shepherd var áður fyrirsæta og þykir enn sem fyrr augnayndi. Hún leikur í vinsælum framhalds- þáttum á NBC-sjónvarpsstöðinni sem bera nafn hennar og lífið virðist leika við hana. Hún kom fram íspjallþætti Jays Lenos á sömu sjónvarpsstöð um páskahelgina og lék þar á als oddi. Hún hló síðan ógurlega þegar henni var færð- ur þessi sérstaki brjóstahaldari. Símamynd Reuter Hollywoosdstjarnan hans Mar- lons Brando orðin hrein og fín á ný. Símamynd Reuter Playboy-kóngurinn Hugh Hefner fagnar sjötugsafmæli sínu: Finnst kynlíf jafn gott og fyrir fj örutíu árum boy-tímaritsins fyrir 43 árum. Hann segist ekki skynja mikinn mun á sér frá því hann byrjaði útgáfuna 1953. Hann segist vera sami strákur- inn og þá og eiga sér svipaða drauma. Hef segist ekki sakna hins villta lífs sem hann lifði fyrr á árum. „Það er hálf tilgangslaust að endurtaka þá hluti sem ég hef þegar reynt. Ég hef fullnægt óskum mínum og draumum og get litið til baka með ánægju." En líf Hefners hefur ekki verið eintómur dans á rósum. 1985 fékk hann heilablóðfall, lamaðist að hluta og missti málið. Hann náði sér þó fljótlega á strik en leit hlut- ina öðrum augum upp frá því. Christie, dóttir Hefs frá fyrsta hjónabandi, sér nú um Playboy-stór- veldið, það er útgáfu tímaritsins, rekstur kapalstöðvar, útgáfu mynd- banda og framleiðslu og sölu fatnað- ar og fylgihluta. En Hef fylgist þó enn grannt með tímaritinu. Hann velur enn leikfang mánaðarins og fylgist með útlitshönnun þeirra síðna sem lagðar eru undir þær fógru stúlkur. Christopher 1 ræðuhug Leikarinn Christopher Reeve vakti mikla athygli fyrir hjart- næma ræðu sem hann flutti við afhendingu óskarsverðlaunanna á dögunum. En eins og allir muna, lamaðist leikarinn í fyrravor þegar harrn féll af hest- baki. Nú hefur verið ákveðið að Christopher flytji ávarp á sér- stakri hátíðarskemmtun MS- samtakanna í Rochester í New York ríki í desember næstkom- andi. Belmondo reiður bíó- húsaeigendum Franska stórleikaranum Jean- Paul Belmondo fmnst undir- lægjuháttur dreifmgarfyrir- tækja kvikmynda í Frakklandi gagnvart ofurvaldi Hollywood vera farinn að keyra úr hófi fram. Belmondo er um þessar mundir að kynna nýjustu mynd- ina sína, svefnherbergisfarsann Gimd, og kvartar sáran undan áhugaleysi dreiíingarfyrirtækja í heimalandmu. Myndin er að- eins sýnd í rúmlega tuttugu kvikmyndahúsum í Frakklandi öllu en á sama tíma er verið að sýna Leikfangasögu Disneys í um 500 bíóum. „Það er jafn gott að gera það og þegar ég var þrítugur,“ sagði Hugh jlefner, stofnandi og aðaleigandi karlatímaritsins Playboy, í tilefni af sjötugsafmæli sínu sem var í gær. Hann horfði síðan á mynd af eigin- konu sinni og bætti við: „Þegar maður er ástfanginn skiptir aldur- inn engu máli fyrir kynlífið, þá er alltaf jafn gott að gera það.“ Hefner eða Hef ætti að vita um hvað hann er að tala en hann hefur verið umkringdur mismunandi mikið nöktum konum frá þvi hann hóf útgáfu Playboy-tímaritsins árið 1953. I viðtali viðurkennir hann að hafa sofið hjá flestum stúlkunum sem sýndu nekt sína í opnu blaðsins en þó ekki öllum. Stúlkurnar, sem kallaðar eru leikfang mánaðarins, umkringja hann þó ekki í sama mæli og áður þar sem Hef féll kylli- flatur fyrir einu leikfanginu 1988. Kimberley Konrad, 34 árum yngri, var ekki lengi að hugsa sig um og sagði já þegar Hef bað hana að gift- ast sér. Nær átta árum síðar eru þau enn hamingjusamlega gift og eiga tvo stráka. Hef varð valdur að kynlífsbylt- ingu þegar hann hóf útgáfu Play- Hugh Hefner og eiginkona hans, Kimberley Konrad. Kurt Russell í endurvinnslu Kurt Russell, eiginmaðurinn hennar Goldie Hawn, er kominn á þann aldur að endurvinnslan er farin að höfða til hans. Ekki bara endurvinnsla í þessum vistvæna skilningi, heldur end- urvinnsla hlutverkanna sem hann hefur leikið í gegnum tíð- ina. Þannig er hann búinn að dusta rykið af persónu Snakes Plisskens úr Flótta frá New York j nýrri mynd, Flótta frá LA. Þá segist Kurt hafa áhuga á að endurnýja kynni sín af öðr- um gömlum og góðum persón- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.