Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996
Fréttir
DV
Skipherra í á þriðja áratug finnast störf Landhelgisgæslunnar einskis metin:
Hoskuldur segir upp sem
skipherra vegna óánægju
- að rússneska togaranum var sleppt er slíkt hneyksli að ég á ekki til orð
„Mér finnst þetta allt orðið svo
vonlaust. Mér finnst að gæslustörf
séu einskis metin. Það er eiliflega
skorið niður og nú eru aðeins tvö
skip gerð út. Varðandi rússneska
togarann var það alveg eftir öðru.
Það var slíkt hneyksli að ég á ekki
til orð. Ég get hvorki grátið né hleg-
ið. Þar voru allar hefðir brotnar og
skipið látið veiða áfram. Það var
ekki einu sinni skorin varpan aftan
úr því. Svo var honum sleppt. Það
var ekki gerð minnsta tilraun til að
stöðva hann. Þetta er ekki í fyrsta
skipti sem störf okkar eru vanvirt.
Hér áður var skotið á viðkomandi
skip eftir að það hafði fengið
viðvörun og lausum skotum verið
skotið," sagði Höskuldur Skarphéð-
insson, skipherra til áratuga hjá
Landhelgisgæslunni, í samtali við
DV í gær.
Höskuldur hefur sagt upp starfi
sínu vegna óánægju með hvernig
stjórnvöld búa að Landhelgisgæsl-
unni. Hann sagðist reyndar hafa
hugsað sér að hætta fyrir löngu.
Höskuldur er að taka út orlof og frí-
daga á uppsagnarfresti sínum og
segist því ekki munu stjóma skip-
um Gæslunnar meira.
„Það er eilíflega skorið niður,“
sagði Höskuldur. „Nú eru aðeins
tvö varðskip gerð út. Síðan er vaðið
inn í landhelgissjóð og teknir út
fjármunir til að reka þyrluna, vara-
hlutir fyrir 20 milljónir. Ég held að
flestir hafi talið að þó að þyrla yrði
keypt þá þyrfti líka að skaffa henni
rekstrarfé.
Mér finnst að Landhelgisgæslan
hafi misst tilgang sinn. Störf
Gæslunnar núna em aðeins þjón-
ustustörf þyrlunnar við Pétur og
Pál uppi í öræfum og víðar.
Gæslan var upphaflega stofnuð sem
landhelgisdeild," sagði Höskuldur.
Hann sagðist jafnframt hafa sagt
upp í bróðerni við Hafstein Haf-
steinsson, forstjóra Landhelgisgæsl-
unni. Höskuldur sagði Hafstein
greinilega hafa vilja til að fá ýmsu
áorkað fyrir Gæsluna en ráðamenn
hlustuðu ekki á hann. „Hann hefur
gert kröfur til ráðherra og fjárveit-
inganefndar en ekki fengið áheym,“
sagði Höskuldur.
Höskuldur segir það „ómerkileg-
an málílutning" þegar verið er að
stofna byggingamefnd vegna nýs
varðskips á meðan ekki fáist fjár-
magn til að reka þau sem fyrir eru.
„Ég veit ekki um hvað menn eru að
tala,“ sagði Höskuldur.
-Ótt
Plastflaska með bréfi rataði til vinkonu á Hjaltlandseyjum:
Þótti flöskuskeyti
mjög spennandi
- segir Helga Yngvinsdóttir sem fékk svar eftir nær tvö ár
„Ég var búin að gleyma að ég
sendi flöskuskeytið. Svo fæ ég allt í
einu bréf frá stelpu sem heitir Jocy
Jameson og býr á eyjunni Burra á
Hjaltlandseyjum," segir Helga Yng-
vinsdóttir, 12 ára stúlka í Grafar-
vogi. Hún hefur nú fundið vinkonu
í fjarlægu landi og það fyrir tilvilj-
anir og duttlunga hafstrauma og
náttúruafla.
Um eyjuna Burra og stelpuna
Jocy vissi Helga nákvæmlega ekk-
ert þar til svar við flöskuskeytinu
kom nú eftir páskana. Helga ætlar
að svara bréfinu og svo er að sjá
hvort framhald verður á þessum
sérstæðu bréfaskiptum.
Helga sendi skeyti sitt út í óviss-
una þann 21. ágúst árið 1994. Hún
var þá stödd með fjölskyldu sinni í
Breiðafjarðarferjunni Baldri á leið
út í Flatey á Breiðafirði. Bréfinu
var komið fyrir í hálfslítra plast-
flösku. Raunar voru tvær flöskur
sendar af stað en hin er ófundin
enn.
Líklegast er að skeytið hafi rekið
norður fyrir land með hafstraumum
og þaðan suður á bóginn á ný uns
það hafnaði á Hjaltlandseyjum.
„Ég gerði fyrst tilraun til að
senda flöskuskeyti úr Grafarvogin-
um þetta sama sumar. Vinkona min
hafði þá fundið flöskuskeyti
skömmu áður. Það hafði verið þrjú
ár í sjónum og okkur þóttu svona
skeyti afskaplega spennandi," segir
Helga.
Helga sýndi kennaranum sínum
bréfið og hann sýndi öllum bekkn-
um hvaða leið skeytið hefði farið og
ekki síst hvar í veröldinni
Hjaltlandseyjar og smáeyjan Burra
eru.
„Ég átti ekkert frekar von á að
skeytið kæmi nokkru sinni að landi
og varð alveg steinhissa þegar svar-
ið kom,“ segir Helga. -GK
Leið flöskuskeytisins
Helga Yngvinsdóttir sendi
flöskuskeytið úr ferjunni
Baldri 21. ágúst 1994.
Jocy Jameson fann
skeytiö í vor á eyjunni
Burra á Hjaltlandseyjum.
Helga Yngvinsdóttir, 12 ára úr Grafarvoginum, fékk svarbréf við flöskuskeyti
sem hún sendi sumarið 1994. Skeytið kom að landi á Hjaltlandseyjum. Kort-
ið sýnir leið flöskuskeytisins. DV-mynd GS
- - - 'r fi
Fjórðungsafsláttur af veigunum í Rfkinu var nóg til að draga að fjölda fólks í gær. Áfengisverslunin ákvað að efna til
rýmingarsölu á vínum sem Iftil eftirspurn er eftir og eins ósóttum pöntunum. Allt rann þetta út á skömmum tíma og
fengu færri en vildu. DV-mynd S
Stuttar fréttir
Ekki ved í kvóta
Kvóti er ekki veðhæfur sam-
kvæmt nýgengnum héraðsdómi.
Réttaróvissa ríkir um óbein veð
banka og sjóða í kvótum útgerðar-
fyrirtækja. Þetta kom fram á
RÚV.
Vörubíistjórar ábyrgir
Vörubílstjórar eru ábyrgir
gagnvart lögum um stjóm fisk-
veiða. Samkvæmt RÚV var vöru-
bílstjóri dæmdur í sekt fyrir
kvótamisferli þegar hann var með
meiri fisk á bílnum en vigtarnót-
ur gáfu til kynna.
Óeðlilegir vextir
Félagsmálaráðherra telur óeðli-
legt að Húsnæðisstofnun skuli
taka vexti af húsnæðislánum frá
því kauptilboð eru undirrituð.
Samkvæmt RÚV vill hann að
vextirnir reiknist frá því lánið
fæst afgreitt.
-bjb
Pétur Kr. Hafstein:
Tilkynnir
líklega
framboð í
dag
Pétur Kr. Hafstein, hæstaréttar-
dómari og fyrrum sýslumaður á
Vestfjörðum, hefur boðað til blaða-
mannafundar í dag þar sem hann
tilkynnir ákvörðun sína um hvort
hann fari í forsetaframboö eður ei.
Samkvæmt heimildum DV era allar
líkur taldar á að Pétur ætli í fram-
boð.
Hann hefur í vetur verið sterk-
lega orðaður í framboð til embættis
forseta íslands. Hann hafði reyndar
gefið afsvar um framboð en mun
hafa tekið þá afstöðu til endurskoð-
unar eftir að Davíð Oddsson hætti
við. -bjb
Stuttar fréttir
Jakob tilnefndur
Ráðherranefnd Evrópuráðsins
hefur tilnefnt Jakob Þ. Möller, rit-
ara mannréttindanefndar SÞ í
Genf, til setu í mannréttindaráði
Bosníu-Hersegóvínu.
Vaxtalækkun spáð
Birgir ísleifur Gunnarsson
seðlabankastjóri spáir vaxtalækk-
unum á næstu vikum sökum pen-
ingaflæðis inn í landið að undan-
förnu. Stöð 2 greindi frá þessu.
Kaupir Eymundsson
Penninn hefur keypt þrjár
verslanir Eymundssonar auk inn-
flutnings á bókum og blööum sem
Eymundsson hefur sinnt. Mbl.
greindi frá þessu.
Dýr fiöla lánuð
Sotheby’s ætlar að lána Lista-
hátíð í Reykjavík 15 milljóna
króna fiðlu í sumar af gerðinni
Amati, samkvæmt Mbl. -bjb