Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 Iþróttir ______________________________________________________________________ dv Úrslitakeppni íslandsmótsins í handbolta í 5. flokki kvenna: Stjarnan, Fram og ÍR tóku gullverðlaunin Svigmót Reykjavíkur Skíðamót Reykjavíkur í svigi í flokki 13-14 ára pilta og stúlkna fór fram 12. apríl í Kóngsgili í Bláfjöllum. Skíðadeild Víkings sá um mótið en vegna slæmra aðstæðna á skíðasvæði Víkings í Sleggjubeinsskarði var það flutt í Kóngsgilið í Bláfjöllum. Skráðir voru 44 drengir og 35 stúlkur til keppni og voru veitt- ar viðurkenningar fyrir 6 efstu sætin. Úrslit urðu sem hér segir. Úrslitakeppni íslandsmótsins í handbolta stúlkna í 5. flokki fór fram um síðustu mánaðamót í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Stjarnan sigraði í keppni A-liða. í keppni B-liða unnu Framstúlkurnar og ÍR sigraði í keppni C-liða. Leikir Umsjón Halldór Halldórsson stúlknanna voru margir hverjir mjög spennandi og þá ekki hvað síst úrslitaleikirnir. Úrslit þeirra urðu eftirfarandi: Keppni A-liða. 1.-2. Valur-Stjarnan 11-12 3.-4. KA-Fylkir 12-11 5.-6. Grótta-Fjölnir 12-10 7.-8. FH-ÍR íslandsmeistari: Stjarnan. 16-6 Keppni B-liða. 1.-2. Fréim-Stjarnan 17-10 3.-4. KA-ÍR 8-5 5.-6. Fylkir-Fjölnir 11-10 7.-8. Víkingur-FH íslandsmeistari: Fram. 8-6 Keppni C-liða. Stjarnan varð íslandsmeistari í handbolta A-liða í 5. flokki kvenna 1996. Aftari röð frá vinstri: Karsen Ýr Lárusdóttir, Steinunn Ó. Geirsdóttir, Sigrún L. Pétursdóttir, Signý Rún Björgvinsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir þjálfari. - Fremri röð frá vinstri: Elfa Björk Erlingsdóttir fyrirliði, Sigrún Birgisdóttir, Kristín Jóhanna Clausen og Guðrún Viðarsdóttir. DV-myndir Hson Svig drengja, 13-14 ára: Arnar G. Reyniss., ÍR........1:27,70 Orri Pétursson, Á ......... 1:28,60 Kristján Á. Kristjánss., Á.. .. 1:34,93 Björn Birgisson, Á...........1:36,77 Andri Gunnarsson, Vik........1:37,68 Kristján G. FengerVik........1:39,94 Svig stúlkna, 13-14 ára: Heiðrún Sjöfn, Vík. .........1:27,06 Sæunn Birgisdóttir, Á........1:27,78 Lilja Kristjánsd., KR........1:29,52 Hildur Valdimarsd., Vík .... 1:30,15 Helga Árnadóttir, Á..........1:30,93 Ólöf Ágústsdóttir, Á.........1:31,81 Gígja Kristinsdóttir, fyrirliði ÍR í 5. flokki C-liða, fagnar íslandsmeist- aratitli. 1.-2. Fram-ÍR . 8-13 Mörk ÍR: Sigrún Sverrisdóttir 5, Hjördís Sigurðardóttir 5, Bettý Sig- urðardóttir 2 og Hildur B. Þorsteins- dóttir 1 mark. Fyrirliði A-liðs Stjörnunnar í 5. flokki kvenna, Elfa Björk Kristinsdóttir, hampar íslandsbikarnum. Mörk Fram: Sandra Björnsdóttir 3, Katrín Jónsdóttir 2, Hrefna Guð- jónsdóttir 1 og Tinna Guðjónsdóttir 1 mark. 3.^1. Víkingur-Stjarnan 9-7 5.-6. FH-Fylkir 12-10 íslandsmeistari: ÍR. Bjóst ekkert frekar við sigri Fyrirliði 6. flokks Stjörnunnar, Elfa Björk Erlingsdóttir, var mjög ánægð með frammistöðu liðsins. „Jú, við höfum orðið íslands- meistarar í 6. flokki en samt kom sigurinn núna alla vega mér frekar á óvart því að Valsliðið er sterkt. Við æfum allar bara handbolta nema ein sem er líka í fótboltan- um,“ sagði Elfa. Erfitt til að byrja með Fyrirliði B-liðs ÍR í 5. flokki, Gígja S. Kristinsdóttir var hress eft- ir sigur í úrslitaleiknum við Fram: „Við höfum tapað tvisvar fyrir þessum stelpum í vetur og var úr- slitaleikurinn mjög erfiður til að byrja með en eftir því sem á leið fór þetta að ganga betur hjá okkur. - Mér fannst vörnin mjög góð hjá okkur í þessum leik,“ sagði Gígja. Handboltinn er skemmtilegur - segja Gróttustelpurnar Guöný og Gerður Guðný Vala Dýradóttir, 14 ára, og Gerður Björk Wendel, 13 ára, báðar i 5. flokki Gróttu í hand- bolta, voru ekki í neinum vand- ræðum með að upplýsa hvaða íþrótt væri skemmtilegust. „Við erum mjög ánægðar með hvernig okkur hefur gengið í hand- boltanum í vetur. Besti árangur okkar var 3. sætið í fjölliðamóti. Við byrjuðum að æfa handbolta í haust en voru áður í frjálsum íþróttum og fimleikum. Handbolt- inn er að okkar mati langskemmti- legasta íþróttin og sjáum við ekki eftir því að hafa skipt yfir í þá íþrótt - og svo eru handboltaþjálf- ararnir alveg frábærir. í Gróttu er líka mjög gott félags- starf, við erum aldrei í vandræð- um með hvað við eigum að gera við frítímana; auðvitað að mæta á æfingar eða bara hittast," sögðu þær Guðný og Gerður. Tvær ánægðar Gróttustúlkur, frá vinstri: Guðný Vala Dýradóttir og Gerð- ur Björk Wendei. íslandsmeistarar Fram í 5. flokki kvenna í handbolta B-liða 1996. Guðrún Gunnarsdóttir þjáifari, Vilborg Anna (13), Freyja (5), Hrafnhildur (6), Berta Björk (11), Nína Margrét (3), Guðrún Þóra (4), Þórey (2), Kristín Brynja fyrirliði (7), Brynja (12), Stefana Kristín (14), Hildur (9) og Hekla Daða- dóttir liðsstjóri. Framstúlkurnar unnu ÍR, 17-10, í úrslitaleik sem voru meiri yfirburðir en reikn- að var með þvf að búist var við jöfnum leik. íslandsmeistarar ÍR í 5. flokki C-liða kvenna 1996. Aftari röð frá vinstri: Sævar Þór Ríkarðsson þjálfari, Jóhanna B. Sveinbjörnsdóttir, Sigrún L. Sverrisdóttir, Hjördís Sigurðardóttir, Bettý Sig- urðardóttir og Hrafnhildur Sighvatsdóttir liðsstjóri. - Fremri röð frá vinstri: Abra D. Hallgríms- dóttir, Ásta M. Guðbergsdóttir, Gígja S. Kristinsdóttir fyrirliði, Hildur B. Þorsteinsdóttir, Anna M. Ævarsdóttir og Þórdís Þórsdóttir. Lukkubangsinn heitir Rósa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.