Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 Fréttir íslendingarnir af Vitunas í Litháen vinna að mannránskæru og að fá togarann keyptan: Yfirvöld ráða ekki ferð- inni hér heldur bandíttar - segir Alfreð Steinar Rafnsson - íslenskur lögfræðingur til Litháens í dag „Við vorum teknir sem gíslar og fluttir nauðugir hingað. Rannsókn hefur staðið yfir á þriðju viku og verður meiri og meiri skrípaleikur eftir því sem lengra líður. Hlutirnir fara ekki eftir eðlilegum leiðum. Það er allt reynt tO að málinu verði vísað frá. Það virðist ekki vera mannréttindabrot og stela gíslum hér í Litháen,“ sagði Alfreð Steinar Rafnsson, einn íslensku fjórmenn- inganna sem siglt var með nauðuga viljuga um borð í togaranum Vit- unas frá írlandi til Litháen í mars. Alfreð Steinar var í Vilníus í gær. Jens Albertsson félagi hans er hins vegar ásamt hinum tveimur íslend- ingum í Klaipeta. Jens sagði við DV í gær að þó að fjórmenningarnir hefðu ekki beinlínis verið læstir inni í klefum skipsins hefði þeim verið skipað að halda sig þar inni - um mjög alvarlegt mál hefði verið að ræða. Hann hefði sent út neyðar- kall þegar hann náði sambandi við fjölskyldu sína. „Við ætlum að fá það í gegn hér að það verði farið í gegnum þau mál sem við teljum mannrán - kannski eru menn að vakna upp við að það núna að það var framið mannrán.“ Alfreð Steinar sagði að mannrán- Svart- fuglinn kominn Veiðimenn hafa beðið langeygir eftir svartfuglinum sem loksins er kominn. Flóinn er að fyllast af fugli og tvær skyttur náðu 600 fuglum í síðustu viku. Undanfarið hefur lítið verið um fugl því loðna hefur ekki komið nógu nálægt landi. Leyfilegt er að veiða svartfugl til tíunda maí en veiðitíminn var styttur um níu daga í fyrra. Veiðimenn eru mjög ósáttir við það og segja þessa níu daga vera þá happadrýgstu. Fuglinn er nú fyrir utan Sandgerði á leið út á Garðskaga og ættu skyttur að nota tímann vel. -em skæra hefði verið lögð fram til sak- sóknara í Klaipeta. „Yfirheyrslur fram að þessu hafa verið skrípaleikur og það hefur ekki verið talin ástæða til að kalla til vitni sem geta borið um hvað gerð- ist á leið frá írlandi til Klaipeta,“ sagði Alfreð. „Ég var hins vegar að fá það í óstaðfestum fréttum rétt í þessu að nokkrir skipverjar hefðu sjálfir lagt fram í morgun skriflega skýrslu.“ Saksóknari mun bráðlega leggja fram mat á hvort um sakamál sé að ræða. Alfreð sagði að löglærður að- ili á vegum íslenska utanríkisráðu- neytisins kæmi til Litháens í dag til að fylgjast með málinu. „Það er mikill styrkur fyrir okk- ur. Við fáum ekki að fara um borð til að sækja okkar persónulegu muni þó svo að það eigi að vera ský- laus réttur okkar. Það er álit bæði lögfræðinga og saksóknara. Hins vegar var kyndugt þegar saksóknari sagði að hann teldi það rétt okkar að fara um borð en hann taldi samt rétt að hringja í forstöðumann Bún- aðarbankans, sem er raunverulegur eigandi skipsins, til að spyrja hvort það mætti. Hann fékk neitun og þar við situr. Það er greinilegt að yfir- völd ráða ekki ferðinni. Það eru bara bandíttar." Alfreð Steinar sagði að hann og fleiri aðilar hefðu gert eigendum togarans kauptilboð í febrúar sem hefði verið samþykkt með undir- skrift. Það hefði verið lagt fram á ný. „Boltinn er því hjá þeim núna,“ sagði Alfreð Steinar. íslendingarnir höfðu leigt Vit- unas og ætluðu að vera með skipið á Reykjaneshrygg. Áður en þeir voru sviknir um efndir leigusamn- ingsins sagði Jens að mikið hefði verið búið að leggja í togarann hvað varðar viðhald og annað. -Ótt Gæs aflífuð: Reynum að sýna tillitssemi - segir aðstoðaryfirlögregluþjónn „Það er ávallt reynt að gæta þess að sýna eins mikla tilitssemi og kostur er þegar dýr eru aflífuð á starfssvæði lögreglunnar í Reykjavík," segir Ómar Smári Ár- mannsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, en DV birti í gær viðtal við konu sem ásamt þremur börnum var áhorfandi að því þegar lögreglumaður aflífaði særða gæs á svæðinu við BSÍ. „Gæsin var særð. við nánari eft- irgrennslan virtist hún vera væng- brotin. Reynt var að handsama hana en án árangurs. Því var ákveðið að aflífa hana á staðnum. Einu haglaskoti var helypt af á u.þ.b. 50 metra færi og dó gæsin samstundis. Vegn góöviðris berg- málaði hvellurinn um svæðið," segir Ómar og bætir því við að á hverju ári þurfl lögreglumenn að aflífa eða láta aflífa u.þ.b. 160 dýr. -pp Dagfari Súru berin hans Davíðs Er það ekki merkilegt hvað margir sækjast eftir forsetaemb- ættinu miðað við hversu lítilfjör- legt það er? Forsætisráðherra hef- ur lýst því á skilmerkilegan hátt að forseti Islands sé í mesta lagi topp- figúra sem ekki hafi nein völd mið- að við völdin sem forsætisráðherra hefur. Forsætisráðherra hefur bent á að frambjóðendur þeir sem nú þegar hafa gefið kost á sér geri lít- ið úr embættinu og ekki sé á það bætandi og þetta endar sennilega með því að embættið verður lagt niður, segir Davíð. Einn frambjóðendanna ætlar að vera eins konar farandsendiherra, segir ráðherrann. „Ég sé ekki fyrir mér þjóðhöfðingja íslands sem far- andsendiherra. Embættið er ekki til að imponera útlendinga". Um annan frambjóðanda segir forsætisráðherra að sá hafi það sér til ágætis að vera á móti húsum. Væntanlega mun sá hinn sami frambjóðandi hætta að vera á móti húsum ef hann eða hún nær kjöri. Þannig að forsetaembættið er einskis nýtt í augum forsætisráð- herra, hvort heldur til að imponera útlendinga eða til að vera á móti húsum. Og hvað er þá eftir? Jú, ráðherr- ann felst á að forsetinn geti verið öryggisventill og gripið inn í þegar þjóðin þarf á kjarki að halda. Þetta er allt og sumt og raunar er Davíð þeirrar skoðunar að það eigi ekki að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu út af svona litlu embætti sem hefur í rauninni engin völd. Sennilega er best að láta forsætis- ráðherra skipa í embættið, svo hann geti einn ráðið því hver verð- ur forseti, úr því að forsætisráð- herra er sjálfur ómissandi í sínu eigin embætti og nennir ekki að taka að sér að vera forseti. Samt er það svo að líklegum frambjóðendum fjölgar með hverj- um deginum. Það skemmtilega við þetta framboðstal er að nú koma fram í dagsljósið margvíslegir ís- lendingar sem aldrei hafa áður sést eða heyrst til nema af afspurn. Þjóðin þekkir ekki þessa væntan- legu forseta sína og er ákaflega glöð yfir því hversu margir vilja taka að sér þetta embætti sem er einskis virði þegar upp er staðið. Hættan er sú að þeir haldi að þeir geti orðið forsetar tfl að vera á móti húsum eða imponerað útlend- inga, enda birtast nú í framboðs- hugleiðingum tveir eða þrír kandídatar úr utanríkisþjónust- unni. Þeir hafa lítið dvalist á ís- landi á undanförnum árum og eru ókunnir meðal almúgans en til hvers 'eiga forsetar að vera þekktir meðal landa sinna þegar hitt er mikOvægara að imponera útlend- inga? Að minnsta kosti þangað til þeir verða forsetar. Dagfara finnst að forsetaskrifstofan eigi að gefa út upplýsingabækling undir heitinu „Hver er maðurinn?“ til að fólk átti sig betur á frambjóðendunum sem ekki hafa komið fyrir almennings- sjónir fyrr en nú. Að vísu hafa nokkrir frambjóð- endur helst úr lestinni, einkum vegna þess að þeir hafa ekki efni á að taka þátt í kosningum til for- seta. Það er mikil synd og margur góður maðurinn missir af búsetu á Bessastöðum sem þangað ætti ann- ars örugglega erindi, eingöngu vegna þess að hann er blankur. En sem betur fer finnast aðrir og fleiri sem hafa auraráð og er þar fremstur í flokki fyrrverandi for- maður Alþýðubandalagsins sem lætur ekki peningana verða sér til trafala. Þeir eru ekki blankir aOa- ballarnir. Davíð forsætisráðherra mælir með því að kosið verði sem allra sjaldnast um forseta lýðveldisins. Af svona kosningum er ekkert nema ónæði. Samkvæmt þessari kenningu á þjóðin að kjósa sér ungan og hraustan forseta sem endist lengi við að gera ekki neitt og láta fara nógu lítið fyrir sér. Forsetinn ræður hvort sem er engu. Þetta eru súr ber, segir Dav- íð. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.