Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 Útlönd DV Ekkert lát á sprengjuárásum Israela á Líbanon í nótt og í morgun: Gerðu eldflaugaárás á búðir Palestínumanna Þrír særðust alvarlega þegar Isra- elskar herþyrlur gerðu eldflauga- árás á búðir Palestínumanna í Suð- ur-Líbanon í nótt, þar af kona og þriggja ára sonur foringja í róttæk- um armi PLO. Er þetta í fyrsta sinn sem ísraelar ráðast á búðir Palest- ínumanna frá því árásir þeirra á Lí- banon hófust á fimmtudag. Ekkert lát var annars á árásum Israelsmanna á þorp og bæi í Líban- on í gærkvöldi, í nótt og í morgun, utan hvað árásum var hætt um stund í nágrenni hafnarborgarinnar Tyros svo fólk hefði tækifæri til að flýja. Um miðnætti fórst kristinn maður í árás á Bekaa-dalinn og fjölskylda hans særðist. Snemma í morgun voru síðan gerðar endurteknar el- flaugaárásir á þorp og bæi i Bekaa- dalnum, á svæði þar sem talið er að Hisbollah-skæruliðar haldi til. Að minnsta kosti 24 hafa farist í árásum ísraelsmanna á Líbanon undanfarna VIGTARMENN Námskeið til löggildingar vigtarmanna verður haldið á Akureyri dagana 22., 23. og 24. apríl 1996 og í Reykjavík dagana 6., 7. og 8. maí 1996. ef næg þátttaka fæst!!! Námskeiðinu lýkur með prófi. Skráning þátttakenda og allar nánari upplýsingar á Löggi I d i nga rstofu n n i. Sími 568 1122 Löggildingarstofan UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Strandgötu 52, Eskifirði, föstudaginn 19. apríl 1996 kl. 10.00, á eftirfarandi eignum: Hlíð 13, Djúpavogi, þingl. eig. Reynir Amórsson, gerðarbeiðandi Bygging- arsjóður verkamanna. Hlíðarendavegur 6b, e.h., Eskifirði, þingl. eig. Kristrún H. Amarsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyrissjóður Austur- lands. M/b Guðmundur Kristinn SU-404, þingl. eig. Sjávardýr hf., gerðarbeið- andi Grandi hf. Austurvegur 21, (3. áfangi), Reyð- arfirði, þingl. eig. Melkom hf., gerð- arbeiðendur Gjaldheimta Austur- lands, Iðnþróunarsjóður og Sýslu- maðurinn á Eskifirði. Stekkjarbrekka 8, Reyðarfirði, þingl. eig. Friðjón ÓIi Vigfússon, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Gjaldheimta Austurlands, Lífeyris- sjóður Austurlands og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. Búland 14, Djúpavogi, þingl. eig. Regína Margrét Friðfinnsdóttir, gerð- arbeiðendur Byggingarsjóður verka- manna, Djúpavogshreppur og Vá- tryggingafélag íslands. Búðareyri 15, Reyðarfirði, þingl. eig. Óskar Alfreð Beck og Sveinsína E. Jakobsdóttir, gerðarbeiðandi Gjald- heimta Austurlands. Strandgata 10, Eskifirði, þingl. eig. Eskfirðingur hf., gerðarbeiðendur Vátryggingafélag íslands og íslands- banki hf. , Sæberg 15, Breiðdalsvík, þingl. eig. Fjóla Ákadóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Sýslu- maðurinn á Eskifirði. Búðareyri 33, eignarhl. 2, Reyðarfirði, þingl. eig. B-33 sf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Gjaldheimta Aust- urlands. Tollvömgeymsla, Reyðarfirði, þingl. eig. Tollvörugeymsla Austurlands hf., gerðarbeiðandi Gjaldheimta Austurlands. Búðavegur 24, Fáskrúðsfirði, þingl. eig. Ingólfur Sveinsson, gerðarbeið- andi Lífeyrissjóður Austurlands. Geymsla, Reyðarfirði, þingl. eig. Markús Guðbrandsson, gerðarbeið- andi Gjaldheimta Austurlands. Grjótárgata 6, Eskifirði, þingl. eig. Jó- hanna Sölvadóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Lands- banki íslands. Tungufell, Breiðdal, þingl. eig. Björg- ólfur Jónsson, gerðarbeiðandi Ólíu- verslun íslands hf. Árgata 7, Reyðarfirði, þingl. eig. Agn- ar Bóasson, gerðarbeiðandi Gjald- heimta Austurlands. SÝSLUMAÐURINN Á ESKIFIRÐI Simon Peres, forsætisráðherra ísra- els, vonast til að hernaðaraðgerð- irnar styrki stöðu hans fyrir kom- andi þingkosningar. Símamynd Reuter daga og um 130 hafa særst, aðallega óbreyttir borgarar. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði um átökin yfir landamæri Líbanons og ísraels í gærkvöldi en komst ekki að neinni niðurstöðu. Sendiherra Libanons krafðist þess að árásum ísraela yrði hætt, þær fordæmdar og ísraelar neyddir til að draga herlið sitt frá hernumdu svæðunum syðst í Líbanon. En full- trúi ísraela sagði þá vera að verjast eldflaugaárásum Hisbollah-skæru- liða á norðurhéruð ísraels. Óttast er að átökin stofni friðar- umleitunum í Mið-Austurlöndum í hættu. Bill Clinton Bandaríkjafor- seti sagði, þar sem hann var stadd- ur í Suður-Kóreu, að mikil vinna væri lögð í að reyna að stöðva átök- in. Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, var í síma- sambandi við utanríkisráðherra Sýrlands og forsætisráðherra Lí- banons, Rafik al-hariri. Þá hélt ut- anríkisráðherra Frakka til átaka- svæðanna í gær, í tilraun til að stöðva átökin. Al-Hariri sagði að árásir ísraela gerðu það eitt að styrkja stöðu His- bollah-skæruliða og endurtók kröfur sendiherra síns hjá Öryggisráði SÞ. Mubarak Egyptalandsforseti hvatti Öryggisráðið til að aðstoða Líbana og lina þjáningar óbreyttra borgara. Sagði hann ísraela hafa komið átökunum viljandi af stað en ríkisstjórnin hugsaði fyrst og fremst um að ná auknu fyklgi fyrir þing- kosningarnar 29. maí. Möguleikar á að átökin hætti þykja ekki miklir þar sem öflugt orðaskak og harðorðar yfirlýsingar komu úr herbúðum beggja vegna landamæranna. Þannig hótuðu Hisbollah- skæruliðar að halda eld- flaugaárásum sínum á norðurhéruð ísraels áfram og hóta að ráðast á ísraela hvar sem þeir eru í heimin- um. Reuter Franski byltingarsinninn Regis Debray, t.v., ræðir hér við Marcos, yfirmann mexíkósku skæruliðahreyfingarinnar Zapatista. Debray er í heimsókn í her- búðum Zapatista til að kynna sér baráttu skæruiiða og verður þar í viku. De- bray er gamalreyndur byltingarmaður en hann slóst í lið með Che Guevara í frumskógum Bólivíu 1967. Símamynd Reuter Rán og gripdeildir á götum Monróvíu: Vopnaðir unglingar hafa tekið völdin Vopnaðir unglingar í stolnum bif- reiðum hjálparstofnana hafa tekið öll völd á götum Monróvíu, höfuð- borgar Afríkuríkisins Líberíu, án þess að foringjar stríðandi fylkinga eða friðargæsluliðar Vestur- Afríku- ríkja skipti sér af þeim. „Þeir koma og hefja skothríð við byggingar en skjóta aðallega upp i loftið til að hræða fólk svo byssu- mennirnir geti rænt og ruplað,“ sagði einn af síðustu erlendu ríkis- borgurunum sem enn eru í Monróv- íu. Friðargæslumennirnir eru aftur komnir út á götur Monróvíu en ekk- ert lát er á gripdeildunum sem hafa sett svip sinn á borgina að undan- förnu. Vígamenn og ræningjar þurftu þó að leita skjóls í gærkvöldi þegar hitabeltisúrhelli gerði mönn- um lífið leitt. Vígamenn á bandi herstjórans Roosevelts Johnsons, sem er á flótta undan réttvísinni, eiga í höggi við stuðniugsmenn Charles Taylors og Alhajis Kromahs. Taylor og Kromah hafa oft eldað grátt silfur en þeir sitja báðir í rík- isráðinu sem fer með völd i landinu og hafa sameinað krafta sína í bar- áttunni gegn Johnson og hans mönnum. Foringjarnir tveir fóru í eftirlitsferð um Monróvíu síðdegis í gær til að fullvissa íbúana um að þeir hefðu tögl og hagldir. Þegar Kromah reyndi að sann- færa áheyrendur sína um að rán og gripdeildir yrðu ekki liðin þustu hjá unglingar í stolnum hjálparstofn- anabilum fullum af stolnum varn- ingi. Reuter Madonna á von á barni með þjálfaranum Bandáríska söng- og leik- konan Madonna er kona ekki einsömul, að því er blaðafull- trúi hennar sagði í gær, og hún er yfir sig hoppandi ham- ingjusöm. Hún á ekki böm fyrir. Bamsfaðir stjörnunnar er leik- fimikennarinn hennar, Carlos Leon, sem hún hitti í New York fyrir hálfu öðru ári. Þau voru búin að reyna barneignir um alllangt skeið og tilraunirnar báru greini- lega árangur. Madonna er nú í Ungverjalandi við upptökur á kvikmyndinni Evitu. Ebólaveiran í öpum í Texas Heilbrigðisyfirvöld hafa lokað apræktunarstöð í suðurhluta Tex- as eftir að tvö dýr þar drápust af völdum afbrigðis hinnar banvænu ebólaveiru. Starfsmenn stöðvar- innar em undir eftirliti. Reuter Stuttar fréttir Hjálp og refsing Háttsettur bandarískur emb- ættismaður sagði að auðveldara væri að viðhalda refsiaðgerðum gegn stjórn íraks ef landinu yrði jafnframt veitt mannúðaraðstoð. Til í eftirlit Muammar Gaddafi Lí- býuleiðtogi sagði að hann mundi fallast á, með skilyrð- um þó, að hóp- ur alþjóðlegra eftirlitsmanna fengi að skoða verksmiðju þar sem grunur leik- ur á að efnavopn séu framleidd. Ráðist á löggustöð Vinstrisinnaðir uppreisnar- menn eru taldir bera ábyrgð á árás á mikilvæga lögreglustöð í Bogota, höfuðborg Kólumbíu, þar sem miklar skemmdir urðu. Öryggi aukið Lögregla í Oklahomaborg hef- ur aukið öryggisviðbúnað sinn vegna ársafmælis sprengjutil- ræðisins sem varð 168 að bana. Dóp og fátækt Eiturlyf og fátækt voru helstu umræðuefnin á fundi embættis- manna frá Rómönsku Ameríku og Evrópusambandsins um leið- ir til að auka efnahagsleg og póli- tísk samskipti. Finnar áhyggjufuiiir Finnsk stjórnvöld hafa áhyggj- ur af því að Rússar muni telja Eystrasaltslöndin innan áhrifa- svæðis síns verði þau ekki með í stækkun NATO til austurs. Flatara skattakerfi Bob Dole, væntanlegur forsetafram- bjóðandi repúblikana, gagnrýndi skattastefnu Clintons Bandaríkja- forseta í gær og hvatti til að komið yröi á flat- ara kerfi til að létta undir með millistéttinnni. 700 munir teknir Alríkislögreglan FBI hefur lagt hald á rúmlega 700 muni í kofaræksni mannsins sem grun- aður er um að vera sprengju- vargurinn „Unabomber“.Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.