Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 16. APRIL 1996 27 Erlend myndsj á Jóhannes Páll páfi skrapp í heim- sókn til Túnis um helgina þar sem hann hvatti múslíma og kristna menn til að vinna saman að friði. Hér hlustar hann á þýðingu á ræðu Túnisforseta. Símamyndir Reuter Rússneski þjóðernisöfgamaðurinn Vladimír Zhírínovskí hafði það gott þegar hann ræddi við fréttamenn á skrifstofum kjörstjórnar í Moskvu vegna fyrirhugaðra forsetakosninga í vor. Ungviðið vekur alltaf mikla athygli, hvort sem það eru dýr eða menn. Það vita þeir sem stjórna dýragarðinum í Belgrad í Serbíu en sérstakur barnadýragarð- ur var opnaður í aðaldýragarðinum þar um helgina. Þar fá ung börn tækifæri til að klappa dýraungum af ýmsu tagi, eins og litla simpansanum á þessari mynd. Þúsundir foreldra komu með börnin sín í þennan nýja garð fyrsta daginn. Vísundar og naut eru ekkert betri í hitasvækjunni en mennirnir, að minnsta kosti ekki þessi dýr sem halda til í einu úthverfi Dhaka, höfuðborgar Bangladess. Dýrin stungu sér ofan í mýrina til að kæla sig. Veðurfræðingar búast við einhverri úrkomu næstu daga. Pekingbúar eiga þess nú kost að virða fyrir sér vindmyllur og túlíp- ana á mikilli hollensk-kínverskri sýningu sem opnuð var í gær. Sýn- ingunni er ætlað að stuðla að auk- inni vináttu Kínverja og Hollend- inga. Þessi bosníska múslímakona er að gráta son sinn sem féll í borgarastyrjöld- inni í Bosníu og er grafinn í kirkjugarði í gamla hluta Sarajevo. Fjögur ár eru nú liðin frá því her Bosníustjórnar var stofnaður. Símamynd Reuter Þessi heljarfiskur vegur hvorki meira né minna en 250 kíló og er talinn vera 200 ára gamall. Fisksali í Hong Kong var heilan hálftíma að skera hann nið- ur í góða bita tii steikingar. Ung kambódísk stúlka biðst fyrir í búddamusteri í Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu, í tilefni þess að nýja árið er að ganga f garð, samkvæmt tímatali þarlendra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.