Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 11 Fréttir Gámur er góð geymsla sem getur fallið vel að umhverfinu Margar gerðir af notuðum gámum til sölu eða leigu. Venjulegir stálgámar, frystigámar, hálfgámar, einangraðir gámar, opnir o.fl. Gámur getur verið ódýr og hentug lausn á ýmsum geymsluvan- damálum, t.d. fyrir byggingastarfsemi, fiskverkendur, flutningabíl- stjóra, bændur og hvers konar aðra atvinnustarfsemi. Einnig fyrir tómstundastarf, t.d. við sumarbústaði, golfvelli, hestamennsku o.fl. Gámar þurfa ekki aö stinga í stúf við umhverfið: Það er hægt að fella þá inn í landslag, mála og skreyta á ýmsan hátt. Leigjum einnig út vinnuskúra og innréttaða gáma til lengri eða skemmrí tíma. « HAFNARBAKKI V/Suðurhöfnina, Hafnarfirði sími 565 2733, fax 565 2735 Karlakórinn ásamt einsöngvaranum Dagnýju og stjórnandanum Jerzy Tosik-Warszawiak. DV-mynd Olgeir Hugbúnaöarfyrirtækið Menn & mýs: Nýr netmiðlari fyrir Macintosh á markað Sigurður Asgeirsson hjá Mönnum & músum, aðalhönnuður netmiðlarans Quick DNS Pro 1.1. DV-mynd GVA Hugbúnaðarfyrirtækið Menn & mýs í Tæknigarði hefur sett á mark- að nýja útfærslu fyrir Macintosh- tölvur á netmiðlaranum QuickDNS Pro 1.0 sem nefnist einfaldlega QuickDNS Pro 1.1. Netmiðlarinn getur m.a. tengt eitt fyrirtæki við Internetið þar sem notaðar eru margar tölvur í einu. Að sögn Pét- urs Péturssonar, framkvæmdastjóra Manna & músa, hafa viðbrögð við netmiðlaranum verið góð en frá for- ritinu er greint í víðlesnu frétta- bréfi á Internetinu um tölvunýjung- ar sem nefnist TidBITS. Aðalhönn- uður QuickDNS Pro hjá Mönnum & músum er Sigurður Ásgeirsson. „Til að tengja heilt fyrirtæki við Internetið þarf þrjú forrit. Það eru vefmiðlari, póstmiðlari og netmiðl- ari eða „domain net server“ á enskri tungu. Fyrirtæki hafa verið að ryðjast inn á Internetið á síðustu árum og hingað til hefur þurft Unix- tölvu til að setja upp þessi þrjú for- rit. Það sem er að breytast núna er að menn eru farnir að nota til þess Macintosh og Windows-tölvur. Við erum að koma með vel skilgreint forrit fyrir Macintosh-tölvur," sagði Pétur. Menn & mýs keppa við nokkur önnur fyrirtæki á heimsmarkaði sem framleiða netmiðlara af þessu tagi fyrir Macintosh-tölvur. Starf- semi fyrirtækisins snýst fyrst og fremst um markaðssetningu miðlar- ans en alls starfa 5 manns hjá fyrir- tækinu. „Það er þörf fyrir forritið en margir eru um hituna þannig að það verður að koma í ljós hvort þetta lifir eða deyr,“ sagði Pétur en búast er við að 99% af sölu forrits- ins verði á erlendum mörkuðum. Annað helsta verkefni Manna & Borgarfjörður: Söngbræður á ferðinni DV, Borgarbyggö: Karlakórinn Söngbræður úr Borgarfirði hefur haldið nokkra tónleika að undanfórnu en kórinn hefur æft sérstaka dagskrá tileink- aða sænska tónskáldinu Carl Michael Bell, sem var uppi á 18. öld. Félagar í kórnum sömdu leikþátt í því sambandi sem fer að mestu fram á krá og koma þar fram marg- ar þekktar persónur Bellmans. Dagskrá kórsins er íjölbreytt því hún samanstendur af kórsöng, ein- söng, tvísöng og fjórsöng. Auk Bell- mans-dagskrárinnar er blönduð efn- isskrá sönglaga úr ýmsum áttum. Einsöngvarar eru Dagný Sigurð- ardóttir sópran og Snorri Hjálmars- son tenór en stjórnandi kórsins er Jerzy Tosik-Warszawiak. Dúettinn skipa Gunnar Guðmundsson og Snorri og kvartettinn er skipaður Jóni og Snorra Kristleifssonum, Halldóri Sigurðssyni og Guðmundi Péturssyni. Kórfélagar eru 34. Karlakórinn kemur næst fram á Hótel íslandi í Reykjavík 26. aprU og í Logalandi í Borgarfirði í byrjun maí. -OHR músa er að þjóna flestum skólum landsins sem keypt hafa forrit frá fyrirtækinu fyrir nemendabókhald og stundatöflugerð. -bjb AÐALFUNDUR SOKNAR Aðalfundur Sóknar verður haldinn í Sóknarsalnum fimmtudaginn 18. apríl n.k. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Onnur mál Kaffiveitingar Stjórn Starfsmannafélagsins Sóknar Framtíð ISLA IDS á 60 mínútum í dag VlBSKlPTAUMSfVERFl OG SAMKEPPNISSTAÐA ÍSBJENSKS ATVINNUIÍFS kl. 17:15 á Hótel Borg Frummælendur: Friörik Sophusson, fjármálaráðherra Margrét Guðmundsdóttir, forstöðumaður markaðssviðs Skeljungs hf. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf. Fundarstjóri: Halldóra Vífilsdóttir, varaformaður SUS SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Notaðir gámar á góðu verði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.