Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 Afmæli Edda Sigrún Ólafsdóttir Edda Sigrún Ólafsdóttir lögmaö- ur, Skólavörðustíg 3, Reykjavík, verður sextug á morgun. Starfsmaður Edda fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk prófum frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1953, lauk stúdentsprófi frá öld- ungadeild MH 1974 og embættis- prófi í lögfræði frá HÍ 1979. Hún öðlaðist hdllögmannsréttindi 1981. Edda var fulltrúi á málflutn- ingsstofu Hjartar Torfasonar hrl. og Eyjólfs Konráðs Jónssonar hrl. 1979-81 en hefur starfrækt eigin lögmannsstofu í Reykjavík, nú að Skólavörðustig 3, frá 1981. Edda var varaformaður Nem- endasambands Kvennaskólans í Reykjavík 1964-66, sat í stjóm Kvenstúdentafélags íslands 1975-82, var varaformaður Nem- enda- og kennarafélags Hvassaleit- isskóla 1978-84, varaformaður i Reykjavíkurklúbbi nr. 1 innan Soroptimistasambands íslands 1983-84 og hefur sinnt ýmsum nefnda- og trúnaðarstörfum á veg- um Kvenfélagsins Hringsins í Reykjavík. Fjölskylda Edda giftist 25.9. 1955 Helga Hreiðari Sigurðssyni, f. 5.2. 1934, úrsmíðameistara. Hann er sonur Sigurðar Jónassonar, f. 24.12.1901, d. 19.2. 1975, ritsímavarðstjóra, og Júlíu Óskar Guðnadóttur, f. 30.7. 1907, d. 3.2. 1996, húsmóður. Böm Eddu og Helga, sem öll eru búsett í Reykjavík, eru Sig- urður, f. 27.4. 1955, heilsugæslu- læknir, kvæntur Rannveigu Hall- dórsdóttur, sálfræðingi og snyrti- fræðingi, og eru synir þeirra Hall- dór Haukur, Helgi og Matthías Þór; Grétar, f. 14.1. 1958, úrsmið- ur, en kona hans er Erla Jónsdótt- ir, BA í frönsku og dönsku og starfsmaður við Morgunblaðið, en böm þeirra eru Linda Rún, Hild- ur Edda, Helga Lára og Daníel; Helgi Hafsteinn, f. 10.1.1969, læknanemi, en kona hans er Fjóla Grétarsdóttir íþróttakennari og eru börn þeirra Ásta Karin og tví- buramir Haukur Steinn og Lilja Dögg; Edda Júlía, f. 28.1. 1970, kennari frá KHÍ, en maður henn- ar er Bjarni Jóhann Árnason húsasmiður og er sonur þeirra Andri Már; Sigrún Gréta, f. 8.9. 1971, íþróttakennari, en maður hennar er Albert Magni Ríkarðs- son, nemi og bifreiðarstjóri. Systkini Eddu, sem öll eru bú- sett í Reykjavík, era Elín G. Ólafsdóttir, f. 28.11. 1933, aðstoðar- skólastýra við Langholtsskóla í Reykjavík, var gift Matthíasi Har- aldssyni, yfirkennara við Lang- holtsskóla, sem er látinn; Katrín Margrét, f. 21.2. 1942, bankastarfs- maður, gift Matthíasi Matthí- assyni, skipstjóra hjá Eimskipafé- lagi íslands; og Guðjón Eiríkur Ólafsson, f. 10.4. 1945, sérkennari og starfsmaður Fræðsluskrifstofu Suðurlands, kvæntur Hildi Stef- ánsdóttur hjúkrunarfræðingi. Foreldrar Eddu vom Ólafur Hafsteinn Einarson, f. 1.8. 1908, d. 16.10. 1988, kennari við Gagn- fræðaskóla Austurbæjar, og Gréta Sigurborg Guðjónsdóttir, f. 4.11. Edda Sigrún Ólafsdóttir. 1910, d. 23.5. 1993, verslunarmaður og húsmóðir í Reykjavík. Þau Edda, Helgi og börn þeirra vonast til þess að sjá sem flesta vini og vandamenn í Akogessaln- um að Sigtúni 3, Reykjavík, á morgun, 17.4., kl. 18.00-20.00. Málfríður Stefánsdóttir í afmælisgrein sem birtist í páskablaðinu um Málfríði Stefáns- dóttur húsmóður brengluðust heimildir um börn hennar og barnabörn. Greinin er því birt hér leiðrétt. Málfriður Stefánsdóttir húsmóð- ir, Hrafnistu í Hafnarfirði, varð níræð þann 6.4. sl. Starfsferill Málfríður fæddist í Æðey í ísa- fjarðardjúpi en ólst upp í Súðavík í Álftafirði. Hún hefur auk húsmóðurstarfa verið í flskvinnu, aðallega í Hafn- arfirði, og starfað hjá Félagsmála- stofnun Hafnarfjarðar. Hún veitti heimilishjálp Hafnaifjarðarbæjar forstöðu um nokkurt skeið og var í tuttugu ár formaður Mæðra- styrksnefndar þar í bæ. Málfríður hefur alla tíð verið virk í félagsmálum, m.a. verið fé- lagi i Slysavarnafélaginu, Verka- kvennafélaginu Framtíðinni og í Soroptimistaklúbbi Hafnarfjarðar og Garðabæjar en hún er heiðurs- félagi hjá Soroptimistum og Verkakvennafélaginu Framtíð- inni. Fjölskylda Málfríður giftist 4.8. 1928 Axel Schiöth Gíslasyni, f. 16.10. 1896, d. 28.1. 1976. Axel var sonur Gísla Gíslasonar sjómanns og Kristínar Þórðardóttur húsmóður. Málfríður og Axel eignuðust sjö böm. Þau eru Sigríður Oddný Ax- elsdóttir, f. 21.1. 1925, d. 14.7. 1990, var gift Baldri Jónssyni, lækni á Akureyri, og átti með honum sex börn en barnaböm hennar eru flórtán og langömmubörnin sex; Stanley Ágúst Axelsson, f. 17.1. 1927, ógiftur og barnlaus; Magnús Axel Axelsson, f. 28.10. 1929, d. 1930; Kristjana Stefanía Axelsdótt- ir, f. 22.7. 1930, d. 1931; Garðar Þór Axelsson, f. 23.12. 1933, hafnsögu- maður í Stokkhólmi, kvæntur Evu Maríu og eiga þau fiögur börn en barnabörnin eru þrjú; Kristín Björk Axelsdóttir, f. 11.6. 1944, gift Matthíasi Einarssyni kaupmanni og eiga þau fiögur börn og sex barnabörn; Brynja Axelsdóttir, f. 3.7. 1946, gift Birni Halldórssyni kaupsýslumanni og eiga þau þrjú börn og eitt barna- barn. Málfríður átti tvö hálfsystkini. Þau voru Petrína Stefánsdóttir, fluttist til Ameríku 1907, nú látin, og Haraldur Stefánsson, var bú- settur í Bolungarvík, nú látinn. Foreldrar Málfríðar voru þau Stefán Pétursson sjómaður og Kristjana Pálína Kristjánsdóttir, húsmóðir og verkakona. Þau voru búsett á ísafirði. Fósturforeldrar Málfríðar voru Magnús Guðbrandsson sjómaður Málfríður Stefánsdóttir. og Sigriður Oddný Hagalínsdóttir húsmóðir. Þau bjuggu í Súðavík. Til hamingju með afmælið 16. apríl 90ára_____ 50 ára Haraldur Guðnason, Kríunesi við Vatnsenda, Kópa- vogi. 75 áxa Bjarni Sigurðsson, Hvanneyrarbraut 78, Siglufirði. 70 ára Sigurjón Jóhannesson, Ketilsbraut 19, Húsavík. Ríkharður Kristjánsson, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Sigrún Þorleifsdóttir (Dúdú), Álftamýri 8, Reykjavík. Hún er að heiman. 60 ára Þorbjörg Bjömsdóttir, Túngötu 6, Eskifirði. Valdís Samúelsdóttir, Skerjabraut 9, Seltjarnarnesi. Ármann Ármannsson, Gmndartúni 14, Akranesi. Sjöfh Gunnarsdóttir, Breiðuvíkurstekk, Eskifirði. öm Reynir Pétursson, Neðstaleiti 4, Reykjavík. 40 ára Kristján Gíslason, Sæviðarsundi 96, Reykjavík. Auður Jónsdóttir, Hróaldsstöðum, Vopnafiarðarhreppi. Erla Sveinsdóttir, Hraunási 13, Hellissandi. Kjartan Páll Einarsson, Sjávarflöt 1, Stykkishólmi. Þórdís Guðmundsdóttir, Sörlaskjóli 60, Reykjavík. Þorsteinn H. Þorsteinsson, Fögrukinn 19, Hafnarfirði. Borghildur Magnúsdóttir, Þingvallastræti 2, Akureyri. Fréttir S ER SMÁAUGL ÝSINGA- BLAÐIÐ Olafur G. Einarsson, forseti Alþingis, og Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra tóku í gær á móti undirskriftarlistum framhaldsskólanema um hert viðurlög gegn brotum á fíkniefnalöggjöfinni. Nær 29 þúsund manns skrifuðu undir. DV-mynd GS Leoncie telur að pósturinn sinn misfarist: Samgönguráðuneytið kannar málið Leoncie Martin, söngkona og skemmtikraftur, hefur kvartað við samgönguráðuneytið undan þjón- ustu Pósts og síma sem hún telur að hafi glatað póstsendingum til sín. Hún krefst þess af ráðuneytinu að það rannsaki málið og gefi sér skýr- ingar á hvað valdi þessu. Talsmaður samgönguráðuneytis- ins staðfestir að ráðuneytinu hafi borist erindi frá Leoncie. Málið sé í rannsókn og verði Leoncie tilkynnt um niðurstöðuna þegar hún liggi fyrir. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.