Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 5 I>V Fréttir Deilur stjórnar og stjómarandstöðu um vorþingið: Þetta eru átök um alger grundvallarmál - segir Svavar Gestsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins „Ríkisstjórnarflokkarnir hafa mikinn meirihluta á Alþingi og auð- vitað ræður meirihlutinn. Setjum svo að ríkisstjórnin setti allt á fullt hér í þinginu til að keyra þessi um- deildu frumvörp í gegn þá getur hún það. Stjórnarandstaðan getur ekki ekki ein og sér stöðvað það. Hins vegaf er það svo að átök um grundvallarmál smita út frá sér hér í þingstörfunum. Þingmenn verða mjög varir við að það er mikil hreyfíng úti í þjóðfélaginu vegna þeirra. Viö erum hluti af þeirri hreyfingu. Og við lítum á það sem skyldu okkar að sýna það með ein- hverjum hætti að Alþingi sé ekki bara tilfinningalausir múrar og að við séum heyrnarlaus og blind,“ sagði Svavar Gestsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, um þann óróa og þau átök sem virðast vera í uppsiglingu á Alþingi. Hann sagði að það væri gríðar- lega mikill þrýstingur á þingmenn og ríkisstjórn vegna frumvarpanna, enda væru þau hættuleg. „Það hættulegasta við þau er að það er verið að gera tilraun til að skipa félagsstarfsemi með lögum - innri málum félaga. Þetta er svona eins og ef blaðamenn stæðu frammi fyrir því að allt í einu væru komin lög sem gerðu ráð fyrir því að kjósa ætti formann félagsins með tiltekn- um hætti sem ríkisvaldið skipaði fyrir en ekki ákvörðun Blaða- mannafélagsins. Þetta er ekkert annað en íhlutun um frelsi fólks til að vera í félögum og að skipa sínum málum sjálft. Þess vegna gengur þetta ekki upp og þess vegna ætlar stjórnarandstaðan að beita sér af al- efli gegn frumvörpunum," sagði Svavar Gestsson. -S.dór Skólahljóm- sveit í tón- leikaferð DV, Hvammstanga: Skólahljómsveit Mosfellsbæjar heimsótti Grunnskóla Hvamms- tanga um helgina og lék þar undir stjórn Birgis D. Sveinssonar á ferð sinni um Norðurland. Einnig var leikið á Blönduósi og Akureyri. Hljómsveitin er skipuð 40 ungmenn- um á aldrinum 13-18 ára og lék vandaða tónlist við allra hæfi. Hljómsveitin var stofnuð 1963 og hefur Birgir stjórnað henni frá upp- hafi. Hátt á annað hundrað ung- menni starfa innan hennar, allt frá átta ára aldri til tvítugs. -ST .. . ' /a^-. Hljómsveitin og stjórnandi í félagsheimilinu á Hvammstanga. DV-mynd ST > HYUIlDni 1LADA Greiðslukjör til allt að 36 mánaða án átborgunar RENAULT GOÐIR NOTAÐIM BILAR Mazda 626 2000 ‘93, ssk., 4 d., ek. 47 þús. km. Verð 1.580.000 Nissan Patrol dísil ‘91, beinsk., d-grár, ek. 152 þús. km. Verð 2.550.000 Daihatsu Feroza 1000 ‘90, beinsk., 3 d., vínr., ek. 77 þús. km. Verð 890.000 Daihatsu Applause 4x4 1600 ‘91, beinsk., 4 d., grár, ek. 68 þús. km. Verð 860.000 Daihatsu Applause 1600 ‘93, 5 g., 5 d., rauður, ek. 59 þús. km. Verð 890.000 Isuzu Trooper 2600 ‘91, beinsk., 5 d., rauður, ek. 118 þús. km. Verð 1.740.000 Honda Civic 1400 ‘91, beinsk. 4 d., grár, ek. 98 þús. km. Verð 740.000 Lada Lux ‘92, beinsk., 4 d., blár, ek. 30 þús. km. Verð 340.000 Hyundai Sonata 2000 ‘93, ssk., 4 d., blár, ek. 92 þús. km. Verð 1.090.000 Renault Clio RT1400 ‘93, ssk., 5 d., rauður, ek. 46 þús. km. Verð 890.000 Renault 19 RT 1800 ‘93, ssk., 4 d., vínr., ek. 40 þús. km. Verð 1.110.000 Daihatsu Charade ‘92, beinsk., 3 d., hvítur, ek. 73 þús. km. Verð 550.000 MMC Colt GLi ‘94, beinsk., 3 d., hvítur, ek. 55 þús. km. Verð 860.000 Renault19RN, 1400 ‘94, beinsk., grár, ek. 53 þús. km. Verð 910.000 MMC Galant 2000 ‘89, ssk., 4 d., hvítur, ek. 87 þús. km. Verð 850.000 Opid virka dnga frá kl. 9 - 1 fi, laugarda$a 10 - 14 i 9 <íiíí)íö'íi?N VISA NOTAÐIR BÍLAR SUÐURLANDSBRAUT 12, SÍMI: 568 1200, BEINN SiMI: 581 4060

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.