Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 'tilveran,, færi undir 50 þúsund. Hér kemur svo útreikningurinn en inn í hann vantar skó og e.t.v. nærfót á brúð- gumann. Einnig gefur Dóra 10% afslátt af vörunum ef kjóllinn er leigður hjá viðkomandi og dragast þá tæpar 1.400 krónur frá heildarverðinu. Dæmi um útgjöld Brúðarkjóll: 20.000 Kjólföt: 4.200 Brúðarmeyjarkjóll: 4.000 Föt á brúðarsvein: 2.900 Korselett: 5.900 Blúndunærhuxur á brúði: 1.900 Sokkar við korselett: 1.600 Eyrnalokkar: 1.600 Hálsfesti: 2.900 Samtals: 45.000 kr. -ingo Textílhönnuður og Ijósmyndari sem giftu sig um páskana: Sá sjálf bæði um kjólinn og veisluna „Ég hef alltaf haft óljósar hug- myndir um hvernig kjól ég vildi gifta mig í, þ.e.a.s. hvað varðar snið og útlit þó að endanleg útfærsla hafi ekki orðið til fyrr en rétt fyrir brúð- kaupið. Ég vildi t.d. ekki gifta mig í hefðbundnum brúðarkjól heldur frekar látlausum," sagði Unnur Hilmarsdóttir textílhönnuður sem giftist Arnaldi Halldórssyni Ijós- myndara laugardaginn fyrir páska. Unnur íklæddist ísbláum brúðar- kjól úr silkiefni sem hún sá sjálf um að lita. Hún sá einnig um að hanna sniðið en föðuramma hennar, Unn- ur Malmquist saumakona, sá um saumaskapinn. Veislan skipulögð „Ég var alltaf ákveðin í að sjá um veisluna sjálf því ég hef alltaf haft gaman af því að elda og undirbúa veislur. Við erum þrjár mæðgurnar og við höfum alltaf hjálpast að við slíkan undirbúning. Það má segja að við höfum verið u.þ.b. tvo mán- uði að undirbúa brúðkaupið, þann fyrri að skipuleggja og þann seinni að framkvæma," sagði Unnur. Þau buðu upp á „heimilislegt“ hlaðborð með girnilegum smárétt- um sem m.a. samanstóð af paté, pitsubitum, sveppahálfmánum, mis- munandi brauðbollum, smjördeigs- höttum með laxamús, reyktu kalkúnabrjósti með aspas, gráð- ostarönd með brauðstöngum, osta- bitum, grænmeti, ávöxtum og að- keyptum snittum. I eftirrétt var frönsk súkkulaðiterta, kransakaka sem tengdamóðir Unnar sá um, kransakökubitar og marengstoppar, allt heimagert. „Það sem hægt var að frysta út- bjuggum við með einhverjum fyrir- vara en svo þurfti að kalla út vinnu- flokk morguninn sem brúðkaupið fór fram til að skera niður, smyrja og skreyta," sagði Unnur sem sjálf mætti um morguninn til að skreyta salinn með birkigreinum úr garðin- um og ferskum ávöxtum. Aðspurð sagðist hún ekkert hafa verið þreytt eftir alla þessa vinnu en vissulega væri það léttir að veisl- an væri yfirstaðin. „Ég gerði ekki kröfur um að veislan væri mjög formleg heldur hugsaði frekar um hana eins og hvert annað fjölskyldu- boð. Sem slík tókst hún mjög vel.“ -ingo Unnur og Arnaldur tóku sig vel út á brúðkaupsdaginn. 20 sí5na aukabla5 um SÆNSKA DAGA Aukalilað þetta verður helgað Svíþjóð og sænsku atvinnu- og mannlífi. Auk þess verður fjallað um það sem í lioði verð- ,Sænskum döguma í Kringlunni og víðar 17.-21. apríl. ur a fylgir DV á morgun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.