Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 9 Utlönd Elísabet drottning fagnar sjötugsafmæli meö matarboði: Díönu og Fergie ekki boðið með Díana prinsessa og Sarah Fergu- son, Fergie, hafa veriö útilokaðar frá afmælisveislu Elísabetar drottn- ingar. Hún fagnar sjötugsafmæli sínu með kvöldverðarboði fyrir fjöl- skylduna í Windsor-kastala á sunnudag. í bresku dagblaði er haft eftir ónefndum meðlimi konungs- fjölskyldunnar að það væri gersam- lega útlokað og út í hött að fyrrum eiginkonum Karls og Andrésar, elstu sona Elísabetar, yrði boðið með. Sagði blaðið að Elísabet hefði ákveðið að halda ekki upp á afmæli sitt með neinum hátíðahöldum vegna deilna og mikillar umfjöllun- ar sem skilnaðir sona hennar hefðu fengið. Óttaðist drottningin að það mundi ekki falla í góðan jarðveg meðal þjóðarinnar ef ijármunum og tíma yrði eytt í hátíðahöld meðan skilnaðarmálin væru enn óleyst. Heimildir innan hirðarinnar segja Elísabetu afar svekkta yfir þeim töfum sem orðið hafa á skiln- aði Díönu og Karls. Hafa fróðir menn tjáð henni að hún megi teljast heppin ef skilnaðurinn nær í gegn fyrir jól. Enn sem fyrr er tekist á um nafnbót heimilisfang, peninga- greiðslur og aðgang Díönu að son- um sínum. En Elísabet getur þó huggað sig við orð Johns Majors forsætisráð- herra sem hann lét falla í gær. Hann taldi konungdæmið stöðugt eins og klett og að flestir Bretar styddu það þrátt fyrir alla þá neikvæðu umfjöll- un sem konungsfjölskyldan hefði fengið. Reuter Jessica Dubroff, sjö ára stúlka sem fórst þegar hún reyndi að verða yngst til að fljúga þvert yfir Bandaríkin og til baka, var borin til grafar í gær. Var hún jörðuð í Pescadero um 50 km suður af San Francisco. A myndinni bera ætt- ingjar og vinir kistu Jessicu. Móðir hennar, Lisa Hathaway, er önnur frá hægri. Símamynd Reuter Clinton Bandaríkjaforseti í Japan í dag: Ræðir öryggismál við japanska Bill Clinton Bandaríkjaforseti kom til Japans í dag til viðræðna við þarlenda ráðamenn um öryggis- mál í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu á komandi árum. Bandaríkjamenn hafa sagt að fundur leiðtoga ríkj- anna tveggja sé hinn mikUvægasti frá lokum heimsstyrjaldarinnar síð- ari. Clinton kom tU Japans frá Suður- Kóreu þar sem hann skoraði á stjórnvöld í Kína og Norður- Kóreu að taka þátt í viðræðum um varan- legan frið á Kóreuskaga. Japönsk stjómvöld hafa mikinn áhuga á frið- samlegum samskiptum kóresku ríkjanna þar sem Japan er í skot- færi flugskeyta Norður-Kóreu- manna. Miklar öryggisráðstafanir eru í Tokyo vegna komu Clintons en lög- reglan á ekki von á miklum mót- mælaaðgerðum. Bæði er að efna- hagsmál, sem hafa lengi verið þrætuepli Bandaríkjanna og Jap- ans, verða ekki í brennidepli í við- ræðum leiðtoganna og tUkynnt hef- ur verið um fækkun í herafla Bandaríkjamanna á japönsku landi. raoamenn Bill Clinton og Hillary fá sér göngu- ferð í Suður-Kóreu. Símamynd Reuter Þá var úrheUisrigning í Tokyo í morgun, skömmu áður en Clinton kom þangað. WiUiam Perry, landvarnaráð- herra Bandaríkjanna, tilkynnti um niðurskurö bandarísks herafla í Japan í gær og þar kom m.a. fram að 20 prósent þess lands, sem Bandaríkjamenn hafa hersetið á eyjunni Okinawa, verða látin aftur í hendur þarlendra landeigenda. Reuter Suður-Afríka: Tárin runnu við vitnaleiðslur Fyrstu fórnarlömb kúgunar og ofbeldis á timum aðskilnaðar- stefnunnar sögðu sögu sína við svoköUuð sannleiksréttarhöld í Jóhannesarborg í Suður-Afríku I gær. Er tUgangur vitnaleiðsln- anna að græða þau sár sem aðs- Unaðarstefnan olli og draga fram í dagsljósið þau ofbeldisverk sem kunna að hafa verið framin en ekki hefur verið sagt frá. Voru vitnaleiðslurnar stöðvaðar í hálf- tíma vegna sprengjuhótana en gengu annars ótruflaðar. Var mikið af pappírsklútum til stað- ar enda féUu mörg tár við frá- sagnir vitnanna. Ekkja manns sem lést i varð- haldi 1976 sagði frá raunum sín- um en hún var margsinnis yfir- heyrð og pyntuð vegna aðUdar manns hennar að samtökum blakkra. Tjáði hún viðstöddum hvemig hún hafði verið barin og brennd og pínd með rafstuðum og látin játa að hún væri hryðju- verkamaður. Sagðist hún ekki trúa því að maður hennar hefði notað gallabuxur tU að hengja sig I klefa sínum og sannleikur- inn yrði að koma í ljós. Reuter Svíar skera niöur í velferðarkerfinu Sænsk stjórnvöld ætla að skera niður framlög til heilsugæslu og atvinnuleysisbóta á næsta fjár- hagsári, samkvæmt fjárlagafrum- varpinu sem Erik Asbrink fjár- málaráðherra kynnti í gær. Þá verður aðstoð við erlend ríki skor- in verulega niður. Svíar ætla að skera niður ríkis- útgjöld um nálægt tvö hundruð milljarða íslenskia króna á næstu þremur árum til að koma böndum á gífurlegar skuldir ríkisins, sem áætlaðar eru um þrettán þúsund milljarðar íslenskra króna á þessu ári. Niðurskurðinum er ætlað að koma jafhvægi á ríkisfjármálin árið 1998. Stjórnvöld gera ráð fyr- ir því í spám sínum að lánsþörf ríkisins verði þá komin niður í um tuttugu milljarða íslenskra króna, samkvæmt nýja fjárlaga- frumvarpinu. Göran Persson forsætisráð- herra, sem gegndi embætti fjár- málaráðherra í ríkisstjórn Ingv- ars Carlssonar, hefur látið að því liggja frá því hann tók við völdum í fyrra mánuði að frekari niður- skurður á útgjöldum ríkisins væri nauðsynlegur. Erik Asbrink, fjármáiaráðherra Svíþjóðar. Jafnaðarmannaflokkurinn lof- aði fjárlagasparnaði upp á nærri 1200 milljarða íslenskra króna þegar hann sigraði í kosningun- um 1994 en áhrifa þessa er ekki enn að fullu farið að gæta hjá al- menningi. Atvinnurekendur munu þurfa að taka á sig verulegan hluta nið- urskurðarins á sumum sviðum. Atvinnurekendur munu t.d. verða ábyrgir fyrir öllum kostnaði vegna veikra starfsmanna fyrstu fjórar vikurnar frá árinu 1997, í stað tveggja eins og nú er. Reuter ^„Det N0dvendige Seminarium” í Danmörku^ Á síðastliðnum þremur árum höfum við tekið á móti íslenskum námsmönnum á öllum svið- um. Við viljum sömuleiðis á þessu ári bjóða íslenskum námsmönnum að hefja nám hjá okk- ur 1. september. 4 ára alþjóðlegt kennaranám: Alþjóðlegt nám, 4 mánaða námsferð til Asíu, 6 mánaða starfskennsla við danska skóla, 8 mánaða starfskennsla í Afríku þar sem þú munt taka þátt í að þjálfa nýja kennara til starfa við grunnskóla í Mósambík eða Angóla. Að auki er kennsla í öllum undirstöðufögum kennaramenntunarinnar: Samfélagsfræði. náttúrufræði, danska, evrópsk tungumál, listir, tónlist, íþróttir, leiklist, kennslufræði, sálfræði. Námsmenn frá átján mismunandi löndum. - Allir námsmenn búa í skólanum. Upplýsingafundur í Reykjavík: sunnudaginn 21. apríl kl. 141 Norrcena liúsinu. Hringið eða sendið okkur fax til að nálgast bæklinga: Sími 00 45 43995544. Fax: 00 45 43995982. Det Npdvendige Seminarium, 6990 Ulfborg, Danmörku. ARMORCOAT-ÖRYGGISFILMAN breytir venjulegu gleri í öryggisgler og gerir það 300% sterkara. Filman fæst bæði glær og lituð og virkar þá jafnframt sem sólar- vörn. Báðar gerðir úti- loka nánast alla UV- geisla og því verður engin upplitun. í fyrsta sinn er boðin SÓLAR- & ÖRYGGIS- FILMA FYRIR BÍLA sett á með hita af fag- mönnum. Filman dregur úr hita og birtu inni í bílnum. Jafnframt því sem öryggi eykst og upplitun hverfur. Filman setur glæstan svip á bifreiðina auk þess sem minni hætta er á innbrotum. Armorcoat-umboðið hjá Skemmtilegt hf. BHdshöfða 8, sími 567 4727

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.