Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 37 Eitt af verkum Gunnars Á. Hjaltasonar á sýningunni. Málverka- sýning Gunnars Gunnar Á. Hjaltason sýnir málverk í útibúi Sparisjóös Hafnarfjaröar í Garðabæ, Garðatorgi 1. Sýningin verður opin á afgreiðslutíma Spari- sjóðsins alla virka daga frá kl. 8.30 til 16.00. Málverk Bergs Bergur Thorberg sýnir 9 olíu- og akrýllistaverk á Ara í Ögri, Sýningar Ingólfsstræti 3. Verkin eru öll unnin á striga og byggjast á mörgum litalögum sem lista- maðurinn flysjar síðan og flettir og skoðandinn á greiðari leið inn í verkin. Þetta er þriðja einkasýning Bergs á íslandi. Framtíð skóla- mála í kvöld klukkan 20.00 heldur stjórn hverfafélags sjálfstæðis- manna í Nes- og Melahverfi op- inn fund um framtíðaráætlanir í umhverfis- og skipulagsmálum skóla í vesturbæ. Frummælend- ur verða Egill Guðmundsson arkitekt, Árni Sigfússon borgar- fulltrúi og Einar Magnússon skólastjóri. Fundarstjóri verður Glúmur Jón Bjömsson, formað- ur Heimdallar. Að loknum fram- söguerindum munu frummæl- endur svara fyrirspurnum. Nám í kvennafræðum Nýtt nám í kvennafræðum viö Háskóla íslands verður kynnt á rabbfundi í dag kk 12-13 í stofu 202 í Odda. Dagný Krist- jánsdóttir dósent, Rannveig Traustadóttir lektor og Sigríður Samkomur Dúna Kristmundsdóttir dósent munu segja frá fyrirkomulagi og námsframboði. Aðalfundur Aðalfundur Kvenréttindafé- lags íslands verður haldinn kl. 17.30 í dag í kjallara Hallveigar- staða. Á fundinum fer fram stjórnarkjör auk þess sem full- trúar verða kjörnir á landsfund félagsins. Minjar og saga Næsti fræðslufundur Minja og sögu verður haldinn I Þjóð- minjasafni íslands í dag kl. 17.15. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur flytur fyrir- lestur um rannsóknir sínar á Þórisárkumlinu í Skriödal. Gaukur á Stöng: Sól Dögg með lög af væntanlegri plötu Hljómsveitin Sól Dögg leikur á Gauki á Stöng í kvöld. Hljóm- sveitin er þessa dagana í Stúdíó Sýrlandi að leggja síðustu hönd á geislaplötu með frumsömdum lögum sem kemur út í vor, en landsmenn hafa fengið smjör- þefinn af henni með laginu Loft sem töluvert hefur verið leikið á útyarpsstöðvunum úndanfarið. Búið er að hljóðsetja nýja útgáfu af því lagi stm dreift var á út- varpsstöðvamar fyrir helgina. Skemmtanir Hljómsveitin Sól Dögg leikur dansvæna tónlist, diskó, rokk og fleiri gerðir tónlistar. Meðlimir sveitarinnar era Bergsveinn Ar- elíusson sögur, Ásgeir Ásgeirs- son gítar, Eiður Alfreðsson bassi, Baldwin A.B. Aien trommur og Stefán Henrýsson sem leikur á hljómborð. Hljómsveitin Sól Dögg leikur lög af væntanlegri geislaplötu. yfirleitt færir Allir helstu þjóðvegir landsins eru færir. Hálka er á Holtavörðu- heiði og á Hálfdán en þungfært á Steingrímsfjarðarheiði. Leiðin við Færð á vegum Eyrarfjall er ófær vegna snjóa og ekið fyrir Reykjanes í stað þess. Öx- arfjarðarheiöi og Dynjandisheiði eru ófærar vegna snjóa. Á Skál- holtsvegi þarf að sýna aðgát vegna vegavinnu. 0 Hálka og snjór ® Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir Lokað'rStÖÖU ^ Þungfært (£) Fært fjallabílum Myndarlegt meybarn Þetta myndarlega meybam fædd- ist klukkan 22.28 sunnudaginn 7. apríl síðastliðinn. Búið er að nefiia Barn dagsins stúlkubarnið Bertmari, en hún reyndist 52 cm að lengd og vó 3655 grömm. Foreldrar hennar eru Marites og Bertram Ramirez og er Bertmari fyrsta bam þeirra. Svínið Babe er haldið þeirri grillu að það sé fjárhundur. Kvik- myndin Babe Sam-bíóin sýna ástralsk- bandarísku myndina Babe sem var ein allra vinsælasta mynd síðasta árs. Myndin hlaut 5 til- nefningar til óskarsverðlauna. Myndin er nokkuð óvenjuleg því aðalpersónan er ekki maður heldur svín sem leyfir sér að vera öðruvísi en önnur svín því það hefur tekið í sig að það sé fjárhundur. Flestir þeir sem Kvikmyndir berja myndina augum eru agn- dofa yfir því sem hægt er að fá dýrin í myndinni til að gera. Leikstjóra myndarinnar, Chris Noonan, þykir hafa tekist sérlega vel upp, en hann hafði aldrei áður leikstýrt kvikmynd. Hann hefur samt mikla reynsla af kvikmyndum, því hann hefur starfað í um aldarfjórðung við framleiðslu heimildakvikmynda. Framleiðandi myndarinnar er öllu þekktari, en það er leikstjór- inn George Miller, sem meðal annars leikstýrði Mad Max- myndunum. Það er ábyggilegt að enginn verður svikinn af því að sjá þessa hugljúfu fjölskyldumynd sem hæfir öllum aldurshópum. Gengið Almennt gen< 16. aoríl 199 gi LÍ nr. 74 6 kl. 9.15 Einina Kaup Sala Tollnengi Dollar 66,860 67,200 66,630 Pund 100,840 101,360 101,200 Kan. dollar 49,310 49,620 48,890 Dönsk kr. 11,4670 11,5280 11,6250 Norsk kr. 10,2600 10,3170 10,3260 Sænsk kr. 9,9310 9,9860 9,9790 Fi. mark 14,1240 14,2080 14,3190 Fra. franki 13,0430 13,1180 13,1530 Belg. franki 2,1549 2,1679 2,1854 Sviss. franki 54,2900 54,5900 55,5700 Holl. gyllini 39,6000 39,8400 40,1300 Þýskt mark 44,2600 44,4900 44,8700 lt. líra 0,04256 0,04282 0,04226 Aust. sch. 6,2910 6,3300 6,3850 Port. escudo 0,4312 0,4338 0,4346 Spá. peseti 0,5299 0,5331 0,5340 Jap. yen 0,61550 0,61920 0,62540 írskt pund 104,930 104,570 104,310 SDR/t 96,38000 96,96000 97,15000 ECU/t 82,9700 83,4700 83,3800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Krossgátan Lárétt: 1 hagfellda, 8 líf, 9 ofn, 10 hnjóðsyrði, 11 skepna, 12 afkom- andi, 14 eljusamur, 16 kúgun, 17 grip, 18 ákafi, 20 keröld, 21 morar. Lóðrétt: 1 hrósaði, 2 formóðir, 3 meninu, 4 rústir, 5 snúin, 6 hávaði, 7 frægðarverki, 13 hratt, 15 næsum, 16 mundi, 17 leyfis, 19 gyltu. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 fólk, 5 ára, 7 úrelt, 8 ók, 10 lak, 11 atti, 12 geitur, 15 ar, 16 strút, 17 áni, 18 armi, 20 siðlát. Lóðrétt: 1 fúlga, 2 óra, 3 leki, 4 klatta, 5 áttur, 6 rót, 9 kistil, 13 emi, 14 rúmt, 16 sið, 17 ás, 19 rá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.