Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafraen útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og f gagnabönkum án endurgjalds. Bannað að reikna Fjármálaráðuneytið hefur reynt að banna fólki að reikna. Þessi misheppnaða tilraun er í nýrri reglugerð, sem bannar fólki að vinna úr álagningar- og skattskýrsl- um, svo sem að áætla tekjur út frá gjöldum og að fram- reikna upphæðir til líðandi stundar. Ekki mun neinn taka mark á reglugerðinni. Mun hver sem er reikna eins og honum sýnist, enda mun ráðuneyt- inu ekki takast að koma reglugerðinni til framkvæmda. Það getur alveg eins bannað mönnum að lesa og skrifa eins og að reikna eða reynt að banna jólin. Fjármálaráðuneytið neyðist til að draga reglugerðina til baka eftir að hafa orðið fyrir hæfilegu athlægi, enda stenzt hún hvorki lög né stjórnarskrá, fjölþjóðlega dóm- stóla né almennt siðferði. Hún verður ekkert annað en minnisvarði um bjálfa í fjármálaráðuneytinu. Reglugerðin var samin að beiðni hagsmunaaðila úti í bæ, Verzlunarráðs íslands, að fenginni jákvæðri umsögn Tölvunefndar, annarrar ríkisstofnunar, sem oft kemur af fjöllum. Reglugerðin er tilraun til að hindra umræðu fjöl- miðla um skatta fyrirtækja og áhrifafólks. Reglugerðin er eins konar harmsaga um ástandið í fjármálaráðuneytinu, sem hefur leitt til þess, að ráðu- neytið hefur orðið afturreka með ýmis mál, til dæmis eft- ir áminningar og háðsyrði forsætisráðherra, sem auðvit- að hafa beinzt að fjármálaráðherranum sjálfum. Hina misheppnuðu reglugerð var ekki hægt að fram- leiða nema saman færi heimska og hroki í nægilega miklum hlutföllum. Hrokinn er landlægur í ráðuneytun- um, en hefur einkum fengið að geisa í fjármálaráðuneyt- inu í tíð núverandi ráðherra, sem er liðtækur á því sviði. Heimskan á rætur í þeirri staðreynd, að 265.000 manna þjóð getur ekki mannað alla þjóðfélagspósta á frambæri- legan hátt. Við slíkar aðstæður er óhjákvæmilegt að ýms- ir þeir, sem ekki eru færir um að vinna fyrir sér, lendi á ríkisjötunni og dundi sér þar á lágu kaupi. Ýmsir bjálfar lenda í stöðum í ráðuneytum út á lágt kaup eða pólitík og komast þar smám saman í áhrifastöð- ur vegna aldursreglna um framaferil manna. Ýmsar reglugerðir og lagafrumvörp stjómvalda draga dám af þessu ástandi, sem byggist á fámenni þjóðarinnar. Ráðherrar og ráðuneytisstjórar bera auðvitað ábyrgð á því, sem kemur úr ráðuneytunum. Þeim bera að haga mannahaldi þannig, að sem minnstur skaði verði af óhæfum millistjórnendum. En þeir geta það ekki, nema þeir skilji vandann og viðurkenni tilvist hans. Bezta leiðin til að koma í veg fyrir tjón af völdum van- hæfra embættismanna og ráðherra er að draga úr þörf á nýjum lögum og reglugerðum. Annars vegar má gera það með því að nota hliðstæða erlenda vinnu, til dæmis frá Norðurlöndunum og Evrópusambandinu. Hins vegar má gera það með því að draga úr notkun reglugerða sem innviða í þjóðfélaginu, til dæmis með því að auka vægi sjálfvirkra lcgmála á borð við markaðslög- málin. Því fleira sem verður sjálfvirkt í þjóðfélaginu, þeim mun minni hætta er á mannlegum mistökum. Við erum svo fámenn þjóð, að við getum ekki mannað alla pósta á sama hátt og milljónaþjóðirnar geta. Þess vegna þurfum við að gera þjóðfélagsgerðina eins einfalda og framast er unnt og beita sjálfvirkni sem allra mest, en leggja niður sem flestar geðþóttaákvarðanir. Tilraun bjálfa fjármálaráðuneytisins til að banna fólki að reikna er góð ábending um, að þjóðfélagið ber að reka á annan hátt en með reglugerðum úr ráðuneytum. Jónas Kristjánsson Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra. - Hún beri gæfu til að skapa íslensku heilbrigðiskerfi heilbrigðar leik- reglur, segir greinarhöfundur. Lof og last um störf heilbrigðisráðherra Dæmi um þá kreppu sem heil- brigðis- og tryggingamál eru kom- in í er þegar ráðherra stendur að lækkun heimilisuppbótar um 2000 krónur. Slíkt smápot leysir engan vanda. Hins vegar kæmi til greina að fella heimilisuppbót alfarið nið- ur, enda hefur mér ekki fundist að flest vottorðaskrif vegna heimilis- uppbótar leiði af sér meira rétt- læti. - Það sama mætti segja um bensín- og bílastyrki. Nútímastjórnarhættir Mörg vottorða, sem rituð eru vegna heimilisuppbótar, eru vegna þess að gamalt fólk vill fá fellt niður afnotagjald útvarps og væri hægt að fella það niður hjá örorku- og lífeyrisþegum án þess að til vottorðaskrifa þyrfti að koma. Þeir sem búa við mikla fötlun og hreyfihömlun og veikindi, sem krefjast útgjalda vegna lyfja, ættu að fá örorkubætur, sem taka mið af fötluninni, og mikinn lfyja- kostnað má endurgreiða. í stað þess að beina kröftum sín- um í að krafsa í bakkann hér og þar, þá ætti ráðherrann að beina kröftum sínum í að leggja línur í stórum dráttum og koma á heil- brigðum leikreglum. Þá er ekki tjaldað til einnar nætur, heldur mun þetta geta haft áhrif löngu eftir að viðkomandi ráðherra hef- ur kvatt stjórnarráðið. Gott dæmi um slíka nútíma- stjórnarhætti er þegar ráðherra lét almenningi eftir að velja ódýrasta samheitalyf eða borga verðmis- muninn úr eiginn vasa. Það úr- ræði reyndist mun virkara en það sem fyrrrennarinn hafði fundið upp (að Sighvati ólöstuðum). Hann um snærum. Reyndar hefur lyfja- verð nú lækkað meira, á nokkrum 'vikum, en dæmi eru til í sögu lyf- sölu hérlendis, og þó víðar væri leitað. Hagfræðiteg lögmál gilda Heilbrigðiskerfið er ekki sama og fyrirtæki á borð við Eimskip og ekki er hægt aö beita sömu aðferð- um við rekstur þess og við rekstur fyrirtækis. Engu að síður gOda hagfræðileg lögmál um bæði fyrir- bærin og hvort tveggja er háð vit- rænu umhverfi. Ég vil enda grein mína á því að óska ráðherra þessa málaflokks, Ingibjörgu Pálmadóttur, velfarn- aðar í vandasömu starfi, að hún beri gæfu tO að skapa íslensku heilbrigðiskerfi heilbrigðar leik- reglur. Ég vona að hún fái tO þess Kjallarinn Sigurður Gunnarsson læknir „í stað þess að beina kröftum sínum í að krafsa í bakkann hér og. þar, þá ætti ráð- herrann að beina kröftum sínum í að leggja línur í stórum dráttum og koma á heilbrigðum leikreglum.“ fékk lækna til að merkja lyfseðla með S eða R, eftir því hvort sam- heitalyf átti að afgreiðast eða ekki, og reyndist spara nokkuð. En í þessu var falinn hags- munaárekstur milli sjúklings, sem vildi „finni“ frumlyf, og ríkisins sem vildi spara útgjöld tO lyfja- mála. Ef þessir hagsmunir eru látnir falla saman, þá er hinn al- menni borgari miklu virkari í sparnaði en forsjárhyggja, þótt hún hafi sprenglærða lækna á sín- stuðning þings og samráðherra sinna og þrýstihópum takist ekki að leggja stein í götu hennar. Nýlegt dæmi um starf þrýsti- hóps stendur ráðherranum nærri, þegar hjúkrunarfræðingum tókst að viðhalda „eign“ sinni á sjúkra- liðum, en þeir síðarnefndu höföu fengið loforð stjórnvalda að fá að starfa einnig undir stjórn lækna og sjúkraþjálfara, eftir langt og strangt verkfall. Sigurður Gunnarsson Skoðanir annarra Búrókratar í Brussel „Það er afar undarlegt að samband, sem á að ýta undir frjálsa verslun og viðskipti, skuli vera jafn undirlagt af miðstýringar- og reglugerðaráráttu og ESB.... Reglugerðaráþjánin er aOt að drepa og þetta er ekki tO þess fallið að stuðla að frjálsum viðskipt- um. Hinir ungu evrópsku hugsjónamenn ættu að forðast eins og heitan eldinn þennan reglugerðar- haug sem vex með ótrúlegum hraða. Evrópusam- bandið hefur aldrei skapað varanlega atvinnu, nema fyrir búrókrata í Brussel." Davíð Oddsson forsætisráðherra í Mbl. 14. aprO. Kínverjar í boði Alþingis „I vikunni var stödd hér á landi kínversk sendi- nefnd í boði Alþingis íslendinga. Sendinefnd þessari var tekið með kostum og kynjum hvar sem hún fór. . . . Viöbrögðin hér heima nú við komu kínversku sendinefndarinnar eru ekkert í líkingu við það, sem þau voru í fyrra, þegar íslenska sendinefndin með forsetann og utanríkisráðherrann í fararbroddi fór út til Kína. í eðli sínu er þó um svipaða atburði að ræða. Yfirvegunin er meiri nú og mótmælin, sem sett hafa verið fram, markvissari. Það er ánægjuleg breyting." Úr forystugrein Tímans 13. apríl. Morgunblaðiö og afmælisgreinarnar „Ég hefi áður í Mbl. gagnrýnt það, að sakamenn fái Fálkaorðuna, en ennþá hjákátlegra er það, þegar sakamenn eru mærðir í höfuðmáli einkaframtaks- ins. Það er tímabært að hætta þessari vitleysu, sem afmælisgreinarnar eru. Minningargreinarnar munu lifa áfram, þótt menn verði að gera sér ljóst, að það er í hæsta máta ósmekklegt, að nánasta fólk sé að rita um t.d. feður sína og mæður. Það var óþekkt hér á fyrri árum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.