Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 3 Fréttir Sænsk sjónvarpskona varö fyrir vonbrigðum með Vigdísi: Minnti meir á Margar- et Thatcher en hjarta- hlýja landsmóður Vigdís úrill! er fyrirsögnin á við- tali sænska blaðsins Skaraborgs Láns Tidning við sjónvarpsþátta- gerðarkonuna Malou von Sivers sem birtist 4.apríl síðastliðinn á einni af dagskrársíðum blaðsins. í upphafi viðtalsins segir að Malou von Sivers hafi tekið viðtöl við ýmsa þekkta Svía og útlendinga. Erfiðast hafi verið að taka viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur, forseta ís- lands. „Vigdís Finnbogadóttir minnti meir á Margaret Thatcher en hjarta- hlýja íslenska landsmóður," segir sjónvarpskonan í viðtalinu og bætir því við að hún hafi orðið fyrir svolitlum vonbrigðum því litið sé á Vigdísi sem fyrirmynd annarra kvenna. TVár prcsídcnt! en intenjv me4 SUíoa von Sivers vés&k htfðMÍskð presxfenten Vígýts ftmbogáécPJt en ovsnt&d siaa. Hf eöaúasm.ú INTERVJU “Nyhct-«morgmh' pnjgram- - vi haáé ju aldrig iraífats tidjgard Á | ledaru Malou vor» Sivers har intery^u- aníira stíjan, aiia kar, ju ha un dálig dag | at átffkilHga m'cmktt och iniemationei' och áet ar mn>hgt ati dei ár den enkb ía kándisar genom áren« lopp forklarmgcn tíll tnstállning, * . Mýsiázmim Viodiv snenw vtm Sivcrs. VRESIG VIGDIS! Frétt Skaraborgs Láns Tidning af viðtali sænskrar sjónvarpskonu við for- seta íslands. Malou von Sivers hitti Vigdísi í Reykjavík og segist svo frá fundin- um: „Ég held að enginn hafl komið mér jafn mikið á óvart. Ég hafði afl- að mér margra upplýsinga á fslandi áður en ég tók viðtalið og íslending- ar báru lof á Vigdísi. Sjálf hafði ég séð fyrir mér vingjarnlega og hlýja manneskju. En í staðinn fann ég fyrir kulda og fjarlægð. Hún hóf fund okkar með orðunum: „Þetta er virkilega það neikvæða við starfið mitt. Til hvers er þetta viðtal?“ Auð- vitað varð ég undrandi - við höfð- um jú aldrei hist fyrr. Hins vegar geta allir átt slæman dag og það er mögulegt að slíkt sé skýringin á við- horfi hennar," segir Malou von Si- vers í viðtalinu við Skaraborgs Láns Tidning. Hún segir að spurningar sínar um einkalif forsetans hafi einnig vakið gremju. „Að viðtalinu loknu tók hún það fram að það væri hræðilegt að spyrja um einkalíf hennar, meðal annars hvernig það væri að starfa sem forseti samtímis því sem hún væri fráskilin og ein- stæð móðir. Það er mögulegt að þarna hafi orðið árekstur tveggja menningarheima. Við Svíar erum kannski vanir að spyrja beinni og persónulegri spurninga," segir Malou von Sivers í blaðaviðtalinu. Hún greinir frá því að Vigdís virðist mjög þjóðrækin og hafi lagt á það áherslu í sjónvarpsviðtalinu að ísland sé alls ekki sérstaklega einangrað land. „Fjöll geta einangr- að meir en haf,“ á Vigdís að hafa sagt. Þess er jafnframt getið í blaðavið- talinu að í maí verði Vigdís formað- ur ráðstefnu í Stokkhólmi sem al- þjóðlegir kvenleiðtogar sækja. Með- al þátttakenda verða Benazir Bhutto frá Pakistan og Gro Harlem- Brundtland frá Noregi. -IBS Hafnsögumennirnir Torfi og Vignir - í stýrishúsinu - ásamt Sturlaugi Þor- steinssyni bæjarstjóra um borð í Lóðsinum eftir lagfæringarnar. DV-mynd Júlía Höfn: Straumhnútur á hafnsögubátinn DV, Höfn: Hafnsögubáturinn Björn lóðs fékk á sig straumhnút í Horna- fjarðarósi 13. apríl en báturinn var á leið út með hafnsögumann til að ná í skip þegar óhappið varð. Það var þriðja ferð bátsins út þennan daginn. Gluggi framan á stýrishúsi stjórn- borðsmegin brotnaði en hafnsögu- mennina tvo, Vigni Júlíusson og Torfa Friðfinnsson, sem voru um borð, sakaði ekki. Vignir, sem stóð ísland á 60 mínútum í dag og tvo næstu þriðjudaga standa málefnanefndir Sjálfstæðis- flokksins fyrir fundaröð um sam- keppnisstöðu íslands undir yfir- skriftinni „ísland á 60 mínútum". Fyrsti fundurinn verður í dag á Hót- el Borg og hefst hann kl. 17.15. Um- ræðuefnið er íslenskt viðskiptaum- hverfi og samkeppnisstaða íslensks atvinnulífs. við gluggann, náði að forða sér áður en brotið lenti á bátnum. Töluverður sjór kom í brúna og flæddi niður í íbúðir og vélarúm. Við það drapst á annarri vélinni sem þó komst í gang aftur fyrir til- stilli áhafnar. Einhverjar skemmdir urðu á tækjum og búnaði í stýris- húsinu. Báturinn þurfti þó enga að- stoð og eftir nokkrar lagfæringar í landi var hafnsöguferðum haldið áfram. -JI DANMÖRK Verð frá kr. hvora leið með flug- vallaskatti 9.900 f Sala: Wihlborg Rejser, Danmörk^ s. 00-45-3888-4214 L Fax 00-45-3888 4215 A REYKJAVÍK IAUGAVEGI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.