Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 13 Fiskmarkaðir voru framfaraspor Fyrir skömmu sat ég ársfund Fiskmarkaðar Breiðafjarðar hf. Þar kom fram að sala um markað- inn hefur aukist með hverju ári, en árið 1995 er fjórða starfsár fé- lagsins. Afkoma félagsins er mjög góð og veitir markaðurinn mikil- væga þjónustu sem eflir rekstur sjávarútvegsfyrirtækja á Snæfells- nesi í harðri samkeppni um hrá- efni og hagstætt verð á sjávar- fangi. Það var Héraðsnefnd Snæfell- inga sem stóð fyrir stofnun Fisk- markaðar Breiðafjarðar hf. í lok ársins 1991 en þá hallaði mjög und- an fæti í sjávarúvegi á Snæfells- nesi. Mikið var flutt af fiski á markaði á höfuðborgarsvæðinu og kom sáralítið til baka í vinnslu. Margir útgerðarmenn höfðu kom- ist á bragðið með sölu á mörkuð- um. Kjallarinn Sturla Böðvarsson alþingismaður fyrir Sjálfstæðis- flokkinn fiskverði sem að vísu hefur á stundum verið ótrúlega og sumir segja óeðlilega hátt á mörkuðum. En þar gilda markaðslögmálin og verðið helgast af eftirspurninni og framboðinu hverju sinni. Tilætlaður árangur Því hefur verið haldið fram að hærra verð á mörkuðum stafi ekki síst af því að meðferð aíla hafi batnað með sölu á markaði þar sem kaupendur leggja mat sitt á gæði þegar þeir bjóða í aflann. Við undirbúning að stofnun Fiskmarkaðar Breiðafjarðar hf. var lögð áhersla á það að markað- urinn væri með starfsstöð í öllum höfnunum. Og þess vegna eru starfsstöðvar á Arnarstapa, Rifi, Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkis- hólmi. Markaðurinn hefur aukið hlutdeild sína í sölu jafnt og þétt úr um 10 þúsund tonnum fyrsta starfsárið í tæp 18 þúsund tonn á síðasta ári. Hlutdeild fiskvinnslu- fyrirtækja á Snæfellsnesi er 1/3 af sölunni. Ég minnist þess núna að ýmsir úr röðum sjávarútvegsins höfðu vantrú á frumkvæði héraðsnefnd- ar þegár stofnun Fiskmarkaðar Breiðafjarðar hf. var undirbúin þótt margir væru þar einnig í for- ystu og sýndu vilja sinn 1 verki. í dag er Fiskmarkaður Breiðafjarð- ar hf. meðal öflugustu fyrirtækja í sjávarútvegi á Snæfellsnesi og skilar góðum hagnaði og sinnir mikilvægri þjónustu við flotann og fiskvinnsluna. Frumkvæði héraðsnefndar hef- ur því skilað tilætluðum árangri við að efla atvinnulífið á svæðinu. í ljósi þeirrar reynslu ættu sveit- arfélögin ekki einungis á Snæfells- nesi, heldur Vesturlandi öllu, í samstarfi við hagsmunaaðila að taka til við aðrar atvinnugreinar þar sem vaxtarvon er. Þar mætti nefna ferðaþjónustuna, þessa stærstu atvinnugrein veraldar. Með öflugu kynningarátaki og skipulegum samræmdum aðgerð- um við að bæta þjónustu við ferða- menn á Vesturlandi mætti lyfta grettistaki í greininni um leið og samgöngur verða bættar. Þar er verk að vinna, ekki síst á sviði markaðsmálanna sem er lykillinn að góðum árangri hvarvetna í at- vinnulífinu. Sturla Böðvarsson „í dag er Fiskmarkaður Breiðaflarðar hf. meðal öflugustu fyrirtækja í sjávarútvegi á Snæfellsnesi og skilar góðum hagnaði og sinnir mikilvægri þjónustu við flotann og fiskvinnsluna." Reynir á samkeppni Héraðsnefnd Snæfellinga, sem er samstarfsvettvangur sveitarfé- laganna, var stofnuð 1989 eftir breytingar á sveitarstjórnarlög- gjöfmni og niðurlagningu sýslu- nefnda. Á vegum Héraðsnefndar Snæfellinga var á árinu 1990 og 1991 unnin mjög ítarleg skýrsla um stöðu sjávarútvegs á svæðinu. Skýrslan var unnin í samstarfi við Atvinnuráðgjöf Vesturlands, sem hefur unnið margvísleg verkefni á sviði atvinnuþróunar og ráðgjafar við einstaklinga og félög sem stunda rekstur. í kjölfar kynning- ar á skýrslunni um stöðu sjávarút- vegs á Snæfellsnesi og umræðuna um hana var gerð athugun á hag- kvæmni þess að reka fiskmarkað á Snæfellsnesi. Sveitarfélögin höfðu frumkvæði við undirbúning en til samstarfs komu einnig forsvarsmenn sjávar- útvegsfyrirtækja. Var tilgangur- inn ekki síst að leitast við að hamla gegn því að allur fiskur sem færi á markað væri fluttur tO vinnslu af svæðinu og leitast við að snúa vörn og mjög óhagstæðri þróun í atvinnulífmu, og þá eink- um sjávarútvegi, til sóknar á sem flestum sviðum sjávarútvegs, en sjávarútvegur gegnir lykilhlut- verki í atvinnulífmu á Snæfells- nesi. Skemmst er frá því að segja að starfsemi Fiskmarkaðar Breiða- flarðar hf. hefur sannað sig ræki- lega. Lögð var áhersla á dreifða eignaraðild en sveitarfélögin lögðu fram hlutafé, auk einstaklinga og fyrirtækja. Fiskmarkaður Breiða- fjarðar hefur haft verulega sam- keppni frá Fiskmarkaði Snæfells- ness í Ólafsvík sem var stofnaður um svipað leyti í samstarfi við Fiskmarkað Suðurnesja. Á bæði fyrirtækin hefur reynt í samkeppni um að veita þjónustu og viðskipti og þau hafa innleitt nýja hætti í viðskipti útgerða og fiskvinnslufyrirtækja til hagsbóta fyrir alla, ekki síst sjómenn sem njóta þess í hlut sínum með hærra anNNFSDRR U'ODUR: Fiskmarkaöur Snæfellsness í Ólafsvík var stofnaður í samstarfi við Fiskmarkað Suðurnesja. ÍFHX 6!S22 Lífshættulegir Ijósastaurar „Þessir níðsterku ljósastaurar, sem búnir eru til úr þykku járni, eru stórhættulegir. Þeir þola vel ákeyrslu og standa lítið skemmdir eftir.“ Venjulegur ljósastaur virðist saklaus, þar sem hann stendur gráleitur rétt við akbraut. Svo er þó ekki. Það sýnir reynslan okkur. Of algengar eru þær fréttir í dag- blöðum t.d. DV að bifreið hafi lent á ljósastaur. Þá er voðinn vís. Þessir níðsterku ljósastaurar, sem búnir eru til úr þykku járni, eru stórhættulegir. Þeir þola vel ákeyrslu og standa lítið skemmdir eftir. Á hinn vóginn eru bílfarþegar venjulega slasaðir, stundum lífs- hættulega. Sterkur járnstaurinn hreinlega sker bílinn í sundur og gengur oft inn í miðjan bU. Samt sér varla á ljósastaurnum. Stór trukkur Fyrir nokkrum dögum lenti 12 tonna trukkur utan í ljósastaur við Ártúnsbrekku. Staurinn stóð of nálægt vegkanti. Þessi óvark- árni í gatnagerð kostaði þarna slys og mikið eignatjón. Trukkurinn endaði utan vegar mikið skemmd- ur. Þarna varð -ekki tjón á fólki fyrir heppni. Svona þungur trukk- ur leggur venjulegan fólksbíl hreinlega alveg saman, ef hann Kjallarinn Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður lendir á honum. Þá eru bílfarþeg- ar í lífshættu. Þarna gat farið illa. Alvarlegt slys Ofan við Ártúnsbrekku hafa nokkrir ljósastaurar verið settir alveg í vegkant eöa jafnvel á milli akbrauta. Það er raunverulega spurning um tíma hvenær þeir valda alvarlegu slysi. Engu má muna svo bíll lendi ekki á þeim. Þetta gerðist fyrir 2-3 mánuðum. Þá varð þarna dauðaslys vegna áreksturs á ljósastaur. Nú er það svo að slysagildrur valda ekki alltaf slysum. Þá er það fyrir hreina heppni. En hættunni er boðið heim með því að setja níðsterka járnstaura alveg ofan í akbrautir. Erlendis valda stór tré við akvegi oft slys- um. Við höfum ekki slík tré, en setjum þá þessa járnstaura í stað- inn. Úrbætur Hægt er að framleiða ljósa- staura úr léttu efni, sem gerði þá ekki eins hættulega og járn- staurarnir eru. Staurinn léti þá undan við árekstur, en bíllinn skemmdist minna. Bílfarþegarnir væru væntanlega oftast heilir eða alla vega ekki lífshættulega slasað- ir. Svo má setja högghlíf neðst um staurana, sem myndi bæði verja þá og draga úr högginu ef slys verður. Þetta þarf ekki að vera svona. Um leið og þetta er skrifað skýrir útvarpið frá því að verið sé að flytja bílfarþega á sjúkrahús, en bíll með honum lenti í hálku á Ijósastaur í Keflavík. Umferðarráð og nefndir svo og yfirvöld gatnamála þurfa að taka til hendinni, þarna má margt gera betur. Þá fækkar slysum af þess- um níðsterku járnstaurum. Þau eru daglegt brauð, sbr. dæmið úr Keflavík þegar hálka er á vegum. Lúðvík Gizurarson Með og á móti Ræktunarmál íslenska fjárhundsins í Hundarækt- arfélagi íslands f ólestri Engir fagmenn „Það sést á þessum rúm- um aldarfjórð- ungi sem Hundaræktar- félag íslands hefur starfað að það veldur ekki þessu verkefni. ís- lenski fjár- hundurinn úr- Jóhanna Haröar- dóttlr, formaöur Fjára. kynjast meira og meira og rækt- un hans er í ólestri. Það er ekk- ert skrýtið þar sem engin fag- mennska er innan Hundaræktar- félags íslands, engir fagmenn. Til eru ræktunarmarkmið en engin stefna til að ná takmark- inu. Það er verslað með rætkun- armarkmiðið. Fáeinar mann- eskjur taka sér það vald að breyta ræktunarmarkmiðum og aðferðum. Ræktunin er þar af leiðandi handahófskennd. Það sést best á sýningum félagsins, þar eru fáeinir gerólíkir hundar í hverjum flokki. Dómararnir eru útlendingar sem þekkja ís- lenska fjárhundinn lítið eða ekk- ert og þeir meta hann sjónrænt án þess að þekkja tegundina. Það eru engir raunverulegir ræktun- ardómar til á hundum og félagið berst gegn því í vanþekkingu sinni. Dæmi um það hvernig Hundaræktarfélagið stendur að ræktunarmálum íslenska fjár- hundsins er að það afskráir hreinræktaða hunda ef því líkar illa við eigendurna. Það er einnig bannað samkvæmt lands- lögum að vísa fólki úr félagi þó það sé í öðru félagi. Fjári vinnur ekki gegn Hundaræktarfélaginu, heldur að sama markmiði, verndun íslenska fjárhundsins, þótt Fjári kjósi að fara vísinda- legar leiöir." Staðlausir stafir „Ég mótmæli þessu sem vit- leysu og stað- lausum, stöf- um. Hunda- ræktarfélag ís- lands var stofn- að fyrir 26 árum í þeim til- gangi að vemda og varð- veita íslenska fjárhundinn og það hefur verið aðalmarkmiö félagsins síðan. Fyr- ir 16 árum var stofnuð deild ís- lenska fjárhundsins þegar félag- inu var skipt upp í rætunardeild- ir. Síðan hefur það verið mark- mið deildarinnar að bera ábyrgð á ræktun hundsins. Deildin hefur sinnt þessu með miklum sóma síðan. í dag er verið að koma á al- þjóða samstarfl um ræktun ís- lenska fjárhundsins og þær þjóðir sem vOja fara í þetta samstarf eru Danir, Norðmenn, Svíar, Finnar og Hollendingar. í þessum lönd- um fer fram mikil og blómleg ræktun og áhugi er mikill. Sam- tals eru í þessum löndum 3000 hundar á meöan við erum með 3-400 hunda hér. Þetta samstarf á að byggjast á faglegum og vísinda- legun grunni þar sem ísland, sem heimaland hundsins, verður í for- svari. Markmið samstarfsins er að vemda hundinn og rækta, vernda heilbrigði, vinnueigin- leika og útlit. Við verðum í sam- starfi við innlenda og erlenda erfðafræðinga. Það er von okkar að með þessu átaki verði íslenska hundinum borgið. Mið munum leita samstarfs við erfðanefnd bú- fjár, doktor Stefán Aðalsteinsson og norræna genbankann." -ÞK Guðrún Guðjohn- sen, formaöur deildar íslenska fjárhundsins í Hundaræktarfélag- Inu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.