Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 14
i4 tuveran ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 33 "W Brúðarkjólaleigurnar um val á brúðarkjólum: Prinsessukjólar alltaf vinsælastir s 1 - minni tískusveiflur þar en í öðrum fatnaði Anna og útlitið ráðleggur verðandi brúðum: „Flestar vilja þær hefðbundnu, amerísku, hvítu prinsessukjólana með löngum slóðum en þó má segja að það sé allt í tísku í dag. Á erlendum sýningum ber mikið á látlausum kjólum úr hrásilki en þær falla ekki endi- lega fyrir þeim,“ sagði Guðrún Gunnarsdóttir hjá Brúðar- kjólaleigu Katrínar Óskars- dóttur þegar við spurðum hana hvað væri mest tekið hjá henni. Flestir eru kjólarnir úr satíni en hrá- silkið er grófara og með yrjum. Guðrún sagði flestar velja kjóla m.t.t. hvað færi þeim best en sumar vildu jafnframt að kjóllinn væri þægilegur svo hægt væri að dansa í honum. Dóra Skúladóttir hjá Brúðarkjóla- leigu Dóru tók í sama streng. „Það koma inn nýir kjólar allt sumarið en þær velja þá ekki endilega heldur það sem klæðir þær best.“ Hjá báðum leigunum er mjög erilsamt þessa dagana því kvenfólkið er þegar far- ið að velja sér kjól þó brúðkaupið sé ekki fyrr en í sumar eða jafnvel næsta sumar eða haust. Bar þeim Guðrúnu og Dóru saman um að ekki væri þörf á því að vera svo tímanlega því alltaf væru að koma inn nýir og nýir kjólar. En þó búið sé að velja kjólinn er ekki öll sagan sögð. Blúndukorselett og blúndusokkar eða falleg blúndunærföt er eitthvað sem verður að fylgja. Einnig sokkaband, satínskór, slör og hárskraut. Hvað herrana varðar eru íslenski þjóð- búningurinn og breskur cjaket komnir í harða samkeppni við kjólföt og smóking sem hingað til hafa mest verið tekin. Við háðum Dóru að taka saman hvað það kostaði að leigja föt á brúði, brúðguma, brúðarmey og svein og kaupa það sem upp á vantaði. Hún sagðist ekki halda að það Ég myndi ráðleggja þeim sem eru að fara að gifta sig að fara fyrst í svolitla naflaskoðun, þ.e. horfa eftir því hvað sé jákvæðast í fari þeirra og svo hvað betur mætti fara,“ sagði Anna Gunnarsdóttir, lita- og fata- stílsfræðingur (Anna og útlitið), þegar við báðum hana að ráðleggja væntanlegum brúðum við val á brúðarkjól. „Gott er að byrja á því að velja hvort áherslan er á bak eða bringu. Ef bringan er ekki falleg leggur maður áherslu á bakið með flegnum kjól í bakið og e.t.v. slaufu þar sem fláinn endar. Ef þær vilja helst vera í kjól með flegnu hálsmáli má fela bringuna með því að vera með gagn- sætt siffon yfir bringuna. Sé konan með grannar axlir og áberandi bringubein er mjög fallegt að bera axlirnar. Vöxturinn skiptir máli Ef konan er mjaðmamikil á hún að velja kjól með púffermum því þær vega upp á móti mjöðmunum nema hún sé mjög herðabreið. Ef hún er með stór brjóst og svera handleggi á hún ekki að velja sér stutterma kjól og ef hún er með stóran maga á hún að velja kjól með V-saumi niður að framan sem dreg- ur úr maganum. Ef hún er lágvaxin á hún helst ekki að velja sér prinsessukjól því það minnkar hana enn frekar að vera breið fyrir neðan mitti. Til að vega upp á móti því má þó velja hárgreiðslu og slör sem hækkar hana,“ sagði Anna. Hún sagði að lágvaxnar konur sem ekki væru grannar ættu helst að velja beint snið og sítt. „Konur sem eru búnar að eiga böm eru oft með meira formaðan líkama, þ.e. mjaðmir og mitti, og mér finnst þær frekar mega leyfa sér að vera í aðskornum kjólum. Prinsessukjóllinn er svona meira öskubuskudæmi," sagði Anna. Skór og undirföt „Veljið skó sem passa vel og eru með þægilegum hælum, 5-8 sm háum. Ef skórnir þreyta brúðina sést það strax á andlitinu. Best er að eiga tvenna og skipta til að hvíla kálfavöðvana. Einnig er hægt að kaupa piparmyntukrem í apóteki sem frískar upp á fæturna. Undirfötin verða að passa. Þegar valinn er brjóstahaldari á stykkið sem er á milli skálanna að liggja upp við húðina. Þá passar skála- stærðin og brjóstin eru framstæð- asti parturinn og maginn virðist fyrir bragðið minni. Litir og förðun „ Það má ekki velja dökkan vara- lit á þunnar varir því allt dökkt dregur saman og mattir litir minnka líka. Fjólubláir litir og app- elsínugulir magna upp gulan tón í tönnunum. Hægt er að fá varalita- festi, t.d. frá No.7, sem er kossekta allan daginn. Einnig er hægt að fá krem, Transloosen Complexion Base, sem sett er yfir rakakrem, áður en farðað er, sem gerir það að verkum að förðunin haggast ekki þó langt sé liðið á kvöldið. Einnig geta og skrauti þær sem roðna auðveldlega, og þetta á líka við um herrana, keypt sérstakt grænt krem sem sett er undir meikið svo roðinn sjáist ekki. Góð fórðun á þó ekki að sjást, brúð- urin á að vera náttúruleg. Blómvöndurinn Litirnir í blómvendinum eiga alltaf að vera í stíl við varalitinn svo það borgar sig að velja það sam- an. Vöndurinn má hvorki vera of lítill né of stór en það fer eftir hæð brúðarinnar. Sé hún undir 167 sm á hann að vera lítill, meðalstór ef hún er á bilinu 167-173 sm og virkilega stór ef hún er yfir 173 sm. Svaramenn eiga að vera með sama lit á blómi í barminum og er í brúðarvendinum og fallegt er að vera með linda í stíl, ef þeir hafa vöxtinn í það. Brúðarmeyjar fylgja litum brúðarinnar. Skartgripir „Ef kjóllinn er mjög skreyttur er nóg að vera bara með eyrnalokka. Ef hann er látlaus er gott að hafa fallegan hring, eyrnalokka og fallegt hálsmen. Ef konur eru breiðar fyrir neðan mitti eiga þær ekki að bera armband, það dregur athyglina að mjöðmunum. Ef þær eru með stutt- an háls eiga hálsmenin að vera lafandi en ef hálsinn er langur á hálsmenið að vera stutt. Gætið þess að lafandi lokkar undirstrika undir- höku ef hún er til staðar. Konur sem eru með lítið höfuð eiga að gæta þess að vera ekki með mikið höfuðskraut því þá hverfur andlitið. Sé höfuðið stórt má skrautið vera afgerandi. Sé konan með gleraugu ætti hún að gæta þess að taka þau niður á brúðkaupsmyndinni, eða nota lins- ur, því þau gætu verið úrelt eftir 10 ár og þ.a.l. eyðilagt myndina. Einnig er gott að eiga tvenn gleraugu, spari og hversdags, og nota sparigleraug- un á myndinni," sagði Anna að lok- um. -ingo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.