Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1996, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1996, Síða 9
FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1996 9 Utlönd Stuttar fréftir Norðmenn í hel- greipum gullæðis Christopher far- inn að sjá ár- angur erfiðisins Svo virðist sem endalaus ferðalög War- rens Christoph- ers, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, milli ísraels og Sýrlands muni fæða af sér sam- komulag um að stöðva átökin milli ísraelsmanna og Hizbollah skæruliða í Líbanon. Christopher fór til ísraels frá Damaskus snemma í morgun eftir mjög ár- angursríkan fund með Assad Sýr- landsforseta, að sögn bandarískra embættismanna. ísraelsmenn héldu áfram árás- um sínum á Líbanon í morgun, sextánda daginn í röð. Allsherjarþing SÞ hvatti í gær til þess að átökin í Líbanon yrðu stöðvuð þegar í stað, fordæmdi árásir ísraelsmanna á óbreytta borgara og sagði að ísrael ætti að borga skaðabætur. Ályktunin var samþykkt með 64 atkvæðum gegn tveimur en 65 ríki, þar á meðal ís- land, sátu hjá. Áfram slegist um eigur Jackie Munir úr búi Jacqueline Kenn- edy Onassis héldu áfram að selj- ast fyrir metfé á uppboðinu í New York í gær, jafnvel gerviskart- gripirnir runnu út eins og heitar lummur. Golfkylfur, sem John F. Kennedy forseti átti, seldust t.d. á rúmlega 40 milljónir íslenskra króna. Alls seldust munir í gær fyrir á 5. hundrað milljónir króna. Reuter Gullæði hefur nú gripið um sig í Noregi eftir að töluvert magn gulls fannst í Eikesdal, þröngum dal í Romsdalshéraði í miðhluta lands- ins. Gullleitarfyrirtækið Pro Auro hefur fundið 3,8 kíló af hreinu gulli í hverju tonni af grjóti en það er jafnvel meira en fæst í Suður-Afríku og Rússlandi, helstu gullfram- leiðslulöndunum, að sögn jarðfræð- inga. „Við þurfum þó að gera frekari rannsóknir og boranir til að ákvarða hvort þetta borgar sig,“ sagði Kjell Olav Sjöll, forstjóri Pro Auro. Frekari gullgröftur krefst fjárfest- inga upp á milljónir dollara og Pro Auro er nú að leita að samstarfsað- ilum sem hafa það fé sem til þarf. Pro Auro hefur tryggt sér einkarétt til gullvinnslu á 2.400 hektara svæði. Margir umhverfisverndarsinnar óttast að mikil spjöll kunni að verða á náttúrunni. „Gullævintýri í ætt við Klondike mun leiöa af sér umhverfisspjöll og við vörum við umfangsmiklum gull- grefti," sagði Heide Sorensen, for- maður norsku umhverfisverndar- samtakanna, í gær. „Farið varlega. Gullið mun ekki hverfa og verð- mæti þess mun ekki minnka eftir því sem tíminn líður.“ Dregiö úr spennu Jeltsín Rússlandsforseti er kominn til Shanghaí í Kína til að undirrita samning við Kínverja og þrjú fyrrum Sovétlýðveldi um að draga úr spennu á sameiginleg- um landamærum. Ráðist á Rússa Uppreisnarmenn í Tsjetsjeníu réðust á rússneka herfylkingu, drápu tvo hermenn og særðu sjö í fyrstu stórárásinni frá því Dúda- jev leiðtogi þeirra var drepinn. Til atlögu gegn Bandido Vopnaðir menn réðust inn í fangelsi norðan við Kaupmanna- höfn í morgun og skutu á félaga úr Bandidos vélhjólagenginu og særðu hann, þó ekki lifshættu- lega. Tsjernobýls minnst Þúsundir manna söfnuðust saman nærri Tsjernobýl kjarn- orkuverinu í Úkraínu til að minn- ast þess að tíu ár eru frá kjam- orkuslysinu mikla sem varð þús- undum að bana og eyðilagði líf milljóna. Hann átti afmæli Rússneski þjóðernisöfga- maðurinn Vladímír Zhírínovskí hélt upp á fimmtugsaf- mælið sitt í gær með miklum glæsibrag og fékk margar góðar gjafir. Gonzaiez hreinsaður Felipe Gonzalez, fráfarandi for- sætisráðherra Spánar, hefur verið hreinsaður af öllum áburði um að hafa átt þátt í að skipuleggja ólög- lega herferð gegn aðskilnaðar- sinnum Baska. Reuter Mikið uppistand varð meðal öryggisvarða í Peking í gær þegar þessi rússneska blaðakona ruddist að Jeltsín Rúss- landsforseta og faðmaði hann þar sem hann sat fund með kínverskum ráðamönnum. Ekki er annað að sjá en Jeltsín kunni þessu vel. Símamynd Reuter MILANO 52.970 kr. MARSEILLE 47.170 kr. ROME 51.000 kr. MADRID 49.070 kr. KEFLAVIK HANOVER 43.800 kr. AMSTERDAM Fra 3 jum til 30. september VARSJA 49.500 kr 1996 verbum vib meb tvö flug 1 viku milli Keflavíkur og Amsterdam. Lægsta verb á markabnum, 24.870 kr. á mann. Pantib tímalega. BRUSSEL 35.010 kr. VINARBORG 47.730 kr. FRANKFURT 37.760 kr. PARIS 36.140 kr BUDAPEST 37.870 kr Trcmsaviu Tengifluq um AMSTERDAM Einnig bjobum vib tengiflug frá Amsterdam til ýmissa borga víba um heim. Öll uppgefin verb mibast vib flug frá Keflavík. ISTRAVEL Gnoöarvogi 44, Simi: 568 6255 FAX: 568 8518. Skattar eru ekki innifaldir en flugveröin eru miðuð við gengi i dag og breytast viö gengisbreytingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.