Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1996, Side 13
FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1996
13
Innbrot og þjófnaðir eru vax-
andi vandamál hér á landi. Ástæð-
ur og tilefni þessara afbrota ber að
með margvíslegum hætti. Afbrota-
mennirnir eru á öllum aldri þó
hlutfallslega margir séu á aldrin-
um 18-35 ára. Flestu, sem hægt er
að færa úr stað, er stolið. Brotist
er inn á lokaða og læsta staði.
Vamingi er stolið úr verslunum
og úr bílum, reiðhjólum er stolið á
almannafæri og svona mætti lengi
tleja. t fæstum tilvikum eru
þjófarnir að safna til elliáranna.
Þeir reyna að koma þýfinu um-
svifalaust í verð, annaðhvort í
skiptum fyrir annað, t.d. fjármuni
eða nota það sem gjaldmiðil í við-
skiptum.
Stundum eru kaupendurnir fyr-
irfram ákveðnir. Oft eru þeir líka
áður saklaust fólk, erlendir sjó-
Kjallarinn
Ómar Smári Ármannsson
aðstoðaryfiriögregluþjónn
„Auðvitað ætti að vera nóg að skírskota
til siðferðiskenndar fólks í þessum efnum,
en svo virðist sem sú kennd hafi því mið-
ur almennt farið heldur þverrandi á síð-
ari árum.“
menn, verslunaraðilar og aðrir
„viðskiptaaðilar". Dæmi eru og
um að þýfi hafi verið sent úr
landi. Segja má að sumir kaupi
þýfi vitandi vits, aðrir í einfeldni
sinni. Hollt er að hafa í huga að
kaupi fólk þýfi er veruleg hætta á
að góssið kunni að veða tekið bóta-
laust af'því aftur ef upp kemst.
„Reyfarakaup“
í hegningarlögunum er gert ráð
fyrir að hægt sé að refsa þeim,
sem í gáleysi kaupir eða tekur við
hlutum er fengnir hafa verið með
auðgunarglæp, með sektum eða
varðhaldi. Ef brot er ítrekað má
beita fangelsi allt að 6 mánuðum.
Ef um ásetning er að ræða getur
brotið varðað fangelsi allt að 4
árum.
Nauðsynlegt er að búa þannig
um hnútana að fólk standi raun-
verulega frammi fyrir þeim val-
kosti, áður en það kaupir þýfi, að
gera það upp við sig hvort
„reyfarakaupin" séu raunverulega
þess virði. Þetta er eðlilegt í ljósi
þess að flestir þjófar stela á meðan
einhver vill kaupa. Auðvitað ætti
að vera nóg að skírskota til sið-
ferðiskenndar fólks í þessum efn-
um, en svo virðist sem sú kennd
hafi því miður almennt farið held-
ur þverrandi á síðari árum.
Fjármögnun fíkniefna-
neyslu
Auk þess sem stolið er frá versl-
unar-, fyrirtækiseigendum og op-
inberum aðilum er almenningur
ekki síður líklegur til að verða
fórnarlömb þjófa. Því fleiri sem
kaupa þýfi því meiri líkur eru á
að þeir hinir sömu geti orðið
næsta fórnarlamb innbrotsþjófa.
Þá eykur það jafnframt líkur á að
þeir, sem eru að byrja afbrotaferil
Almenningur er ekki síður líklegur til að verða fórnarlömb þjófa en versl-
unar- og fyrirtækjaeigendur. - A vettvangi innbrotsstaðar í íbúðarhúsi.
á
sinn, haldi honum áfram.
Margir þjófar stela til að fjár-
magna fikniefnaneyslu sína. Með
því að kaupa þýfi af slíkum aðil-
um stuðlar fólk að aukinni neyslu
fikniefna með öllum þeim hörmu-
legu afleiðingum, sem því fylgja,
nokkuð sem allflestir eru sam-
mála um aö þurfi að koma í veg
fyrir.
Því fleiri sem segja NEI við
kaupum á þýfi, því minni ástæða
fyrir þjófa að stela. Fólk almennt
hefur því ekki hvað minnstan hag
að því að gera þjófa atvinnulausa.
Það getur fólk t.d. gert með því að
kaupa ekki varning sem það telur
að gæti verið þýfi. Næst þegar þér
bjóðast „kjarakaup", hugsaður þá
um mögulegar afleiðingar fyrir
þig og aðra.
Ómar Smári Ármannsson
Tómhyggja landlæknisins
Guðlausa góðmennið Ólafur
Ólafsson landlæknir færði fyrir
nokkru hér í DV sannfærandi og
sláandi rök fyrir samhengi ofbeld-
ismyndaáhorfs unglinga og fram-
kvæmds ofbeldis hjá þeim hinum
sömu. Rökrétt viðbrögð við því
eru auðvitað að draga
úr/banna/loka þeim fyrirtækjum
sem slíkan óþverra bera á borð
fyrir hinn óharnaða hluta þjóðar-
innar, eins og læknirinn reyndar
hvetur til í lok greinar sinnar. En
málið er bara ekki svo einfalt eins
og landlæknirinn vill vera láta.
Einangrun mála afkasta-
mest
Það eru einmitt hinar fordóma-
fullu skoðanir Ólafs sjálfs og lags-
bræðra hans um fjöldamörg atriði
tilverunnar sem vega miklu
þyngra í erfiðleikum æskunnar en
ofbeldismyndaáhorfið þótt afdrifa-
ríkt sé. En það eru kjarnaatriði
sem allir lifandi menn verða að fá
Kjallarinn
Magnús H. Skarphéðinsson
skólastjóri Sálarrannsóknarskól-
ans
að kynnast ef einbert rótleysið og
hamingjuleysið á ekki að heltaka
líf þeirra. Þetta eru atriði svo sem
eilífðarmálin, Guðshugtakið, lífið
eftir dauðann og tilgangur lífsins í
sinni víðustu merkingu.
Einangrun þessara mála frá
fjöldanum er flestu ef ekki öllu
öðru afkastamest í því að hrinda
siðmenningu Vesturlanda niður á
eitt versta barbarastigið sem um
getur í langan tíma í menningu
okkar. Svo mjög reyndar að haldi
þessi svikamylla menntastóðs
Vesturlanda áfram skilningavana
en eigi að síður skilvirku hlut-
verki sínu - þá verður sífellt
minni og að lokum nær engin for-
senda til kærleikslífs einstakling-
anna í heimi hér.
Það má því færa sannfærandi
rök fyrir því að skoðanir Ólafs og
annarra jafn glerharðra fulltrúa
vísindahyggjunar séu mun hættu-
legri afkomu barna okkar en allt
ofbeldismyndaáhorflð til samans.
Og reyndar líka þó allt fíkniefna-
sullið væri til viðbótar sett á vog-
arskálar ofbeldisáhorfsins.
Skoðanalögreglan
Skilaboðin sem við gefum ung-
viðinu á Vesturlöndum í dag sem
veganesti út í lífið í rándýra
menntakerfinu okkar eru vægast
sagt harla fátækleg til að bjarga
sér við í lífinu. Þau eru í aðalatrið-
um þessi: - 1. Guð er ekki til, - 2.
líf er ekki eftir dauðann, ,og - 3. líf-
ið á jörðinni kviknaði á sínum
tíma af algerri tilviljun, og hefur
því ekkert inntak né minnsta til-
gang.
Af þessum ömurlegu tóm-
hyggjuheimsmyndum vlsinda-
stóðsins (les: skoðanalögreglunn-
ar) leiðir því það að líf, tilgangur
og tilvist ungmennanna er bein-
línis rifið upp með rótum frá
flestu því sem vonir, tilgangur,
réttlæti eða mannúð gefur alla
jafna bjartsýnum og eða trúuðum
manni. Og hér erum við komin að
kjarnanum I allri ofbeldisdýrkun-
inni og öllu fíkniefnavandamál-
inu í þjóðfélögum Vesturlanda í
dag.
Skilgetið afkvæmi þessara
þriggja staðreynda er að þetta
unga fólk lærir það af mennta-
kerfinu og af lífinu að: - 1. Glæp-
ir borga sig, því miður þarf aldrei
að standa reikningsskil gerða
sinna sleppi maður undan jarð-
neska réttarkerfinu á annað borð
(sem æði götótt er fyrir duglegt
fólk og yfirgangssamt). - 2, Það
tekur því ekki að vera að byggja
upp siðmenningu með tilheyrandi
fyrirhöfn, því það er enginn til-
gangur með lífinu (Þess vegna
legg ég ekkert á mig fyrir heild-
ina). Landlæknir hr. Ólafur Ólafs-
son og hans skoðanalögreglulið á
svo sannarlega sinn þátt í að svo
er komið, hvort sem honum og
hans skoðanabræðrum líkar bet-
ur eða verr.
Magnús H. Skarphéðinsson
„Það má því færa sannfærandi rök fyrir
því að skoðanir Ólafs og annarra jafn
glerharðra fulltrúa yísindahyggjunnar séu
mun hættulegri afkomu barna okkar en
allt ofbeldismyndaáhorfið til samans.“
Með og á
móti
Samráð olíufélaganna um
verðlagningu
Fákeppni
tveggja
blokka
„Hvort um
óeðlilegt sam-
ráð milli olíu-
félaganna er
að ræða get ég
ekki sagt. Ég
hef ekki
möguleika á
að hlera sím-
ann hjá þeim.
Það vekur
hins vegar at-
hygli að verð
á bensínlítra er nákvæmlega
það sama hjá öllum oliufélögun-
um.
Það vekur einnig athygli að
Olís og Essó eru í verulegu sam-
starfi. Það vekur einnig athygli
að Orka er nátengd Skeljungi.
Það stefnir því í að á markaðn-
um séu tvær blokkir sem selja
vöru sína á nákvæmlega sama
verði. Þetta er afleiðing fá-
keppni.
Neytendasamtökunum var á
sínum tírna lofað að verð á bens-
íni myndi lækka vegna hagræð-
ingarinnar sem fengist með því
að taka 92 oktana bensín af
markaðnum. Neytendur standa
nú engu að síður frammi fyrir
að bensínið hækkar.
Þetta gerist allt á sama tíma
og kanadískur aðili ákveður að
hætta við áform um bensínsölu
hér á landi. Síðan verða neyt-
endur að velta því fyrir sér
hvort þetta er óeðlilegt samráð
eða ekki.“
Jóhannes Gunn-
arsson, formaður
Neytendasamtak-
anna.
Fáviska
eða talað
gegn
vitund
„Umræða
um verðbreyt-
ingar á bens-
íni síðustu
daga hefur
verið með ein-
dæmum ómál-
efnaleg og
klisjukennd.
Að VÍSU hefUT Kristinn Björnsson,
hún því sem forstjóri Skeljungs.
næst einskorð-
ast við fulltrúa Neytendasam-
taka og FÍB, auk þess sem
fréttamenn hafa teygt lopann.
Staðreynd málsins hefur
komið fram i fréttatilkynningu
frá Skeljungi þar sem greint er
frá því að meðalverð á 95 okt.
bensíni hefur hækkað á Rotter-
damverði úr 169 dölum í 220 dali
tonnið frá janúarbyrjun. Það
samsvarar hækkunarþörf frá
áramótum til dagsins í dag um
6,88 kr. en Skeljungur hefur
hækkað sitt verð um 3,50 kr. á
sama tíma.
Þegar forsvarsmenn samtaka
á borð við Neytendasamtök og
FÍB kjósa að tjá sig um hluti
sem gerast hlýtur sú krafa að
vera eðlileg að þeir kynni sér
hvers vegna þeir eru gerðir. Ég
verð að segja það sem mína
skoðun að málflutningur eins
og fram hefur komið, einkum af
hálfu FÍB í þessu tilviki, vekur
vissulega upp spurningar. Því
að annaðhvort er hér talað gegn
betri vitund eða þá af hreinni
fávisku um málið. Hvort tveggja
hlýtur að vekja hjá mönnum
efasemdir um að viðkomandi sé
heppilegui- talsmaöur samtaka á
borð við FÍB sem eiga aö njóta
trausts og virðingar í þjóðfélag-
inu.“