Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1996, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1996, Síða 24
44 FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 1996 Kristinn Gunnarsson á hauk í horni. Alls ekki sá leiðinlegasti „Ef Kristinn Gunnarsson er með réttu leiðinlegasti maður þingsins - mikið rosalega hljóta hinir þá að vera skemmtilegir." Gunnlaugur M. Sigmundsson, í Al- þýðublaðinu. Halldór gerir Guðna út „Skyldi dómsmálaráðherrann trúa því nú að Guðni Ágústsson hefði verið gerður út af Halldóri Ásgrímssyni eða þingflokki Framsóknarflokksins. “ Jón Baldvin Hannibalsson, í DV. Ummæli Kannski of gamall „Þó ungur sé að árum, er Pét- ur Kr. Hafstein kannski of „gam- all“ tU að verða forseti." Birgir Hermannsson, í Alþýðublaðinu. Eru þeir komnir út úr skápnum? „Hafa þeir „siðferðilega" tapað öllum áttum? Megum við eiga von á að þeir sjálfir séu að koma út úr „skápnum". Daníel Þorsteinsson, í Morgunblaðinu, um afstöðu þingmanna til laga um samkynhneigð. Það er árlega keppt í því hver getur gert stærstu tyggjóblöðr- urnar. Tyggjó Allt frá fyrstu tíð hefur fólk japlað á laufum, jurtum og efn- um úr jurtaríkinu. Árið 1848 seldi J. Curtis grenikvoðu í fyrsta skipti í Maine í Bandaríkj- unum. Um 1860 sneru menn sér að balata, enda var auðveldara að blanda ýmsum bragðefnum við það, til dæmis myntu og anís. Sá sem seldi balata tyggigúmmí fyrstur manna var að öllum líkindum Bandaríkja- maðurinn T. Adams. Árið 1869 fékk William F. Semple í Ohio einkaleyfi á því sem hann kall- aði Chewing Gum en það var blanda af gúmmímassa, sætu- og bragðefnum í tilteknum hlutföll- um. Notkun tyggigúmmís breiddist skjótt út um víða ver- öld og um síðustu aldamót var þegar hafin stórframleiðsla á því. Blessuð veröldin Skoskt viskí Skoskt viskí er forn drykkur og fyrstu heimildir um áfengi úr áluðu og þurrkuðu byggi í Skotlandi eru frá árinu 1494 en þá eimaði munkurinn John Cor þennan síðar vinsæla en görótta drykk fyrir klaustur sitt. Orðið viskí er komið úr keltnesku. Léttskýjað í höfuðborginni Um 350 km suðsuðaustur af land- inu er 1000 mb lægð á hreyfingu austnorðaustur. Yfir Grænlandi og Grænlandshafi er víðáttumikið og vaxandi háþrýstisvæði. í dag verður áfram hæg norðaust- Veðrið í dag an- og síðan norðanátt. Á Norður- og Norðausturlandi verður dálítil slydda eða súld en bjartviðri sunn- an- og vestanlands. Hiti verður 1 til 8 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður austan- og norðaustangola í dag en norðangola og kaldi í nótt og fyrra- málið. Léttskýjað verður og hiti 1 til 6 stig. Sólarlag í Reykjavík: 21.37 Sólarupprás á morgun: 5.13 Síðdegisflóð í Reykjavík: 12.45 Árdegisflóð á morgun: 1.16 Veðrið kl. 6 í morgun: kureyri alskýjaö 6 Akurnes skýjaö 4 Bergsstaðir léttskýjaö 0 Bolungarvík ■ léttskýjaö 1 Egilsstaóir alskýjaö 1 Keflavikurflugv. léttskýjaó 2 Kirkjubkl. alskýjaó 4 Raufarhöfn skýaó 1 Reykjavik léttskýjað -1 Stórhöfói léttskýjaö 3 Helsinki alskýjað 0 Kaupmannah. þokumóöa 8 Ósló skýaö 6 Stokkhólmur rigningD 4 Þórshöfn rigning 6 Amsterdam skýjaö 10 Barcelona alskýjaö 14 Chicago alskýjaó 12 Frankfurt léttskýkja 6 Glasgow skýjaö 10 Hamborg rigning 8 London mistur 9 Los Angeles léttskýjaó 19 Lúxemborg heiöskírt 9 París heiöskírt 7 Róm þokumóöa 15 Mallorca súld á síó.kls. 14 New York alskýjaö 13 Nice alskýjaö 14 Nuuk slydda á síö.kls. 7 Orlando léttskýjaö 22 Vín rigning 12 Washington alskýjaó 20 Winnipeg heiðskírt -4 w 2 1 f 1 • ~ QO y W / CÍK 4o 1 • Veðrið kl. 6 í morgun Þórunn Sigurðardóttir, kosningastjóri Guðrúnar Pétursdóttur: Sterkasta vopnið er hún sjálf „Ég er að koma í bæinn úr frá- bæru ferðalagi með Guðrúnu um Norður- og Austurland þar sem við heimsóttum tugi vinnustaða og stofnana, spjölluðum við heimamenn og héldum opna kynn- ingarfundi á stærstu stöðunum og voru þeir mjög vel sóttir og skemmtilegir, sagði Þórunn Sig- urðardóttir, annar kosningastjóra Guðrúnar Pétursdóttur forseta- frambjóðanda. „Ég kem beint inn í undirbún- ing opnunar kosningamiðstöðvar- innar, sem er í Pósthússtræti 9 á efstu hæð, en búið verður að opna Maður dagsins hana með pomp og prakt og pönnukökum þegar þetta kemur á prent. Það er í mörg horn að líta í upphafi kosningabaráttu en ferða- lagið lagði okkur einmitt réttu upphafslínurnar því það er ómet- anlegt að heyra hvað fólkið í land- inu er að hugsa um þetta mikil- væga embætti." Þórunn sagði að á kynningar- Þórunn Sigurðardóttir. fundina hefðu komið fleiri en þeir sem voru ákveðnir að kjósa Guð- rúnu en í lok fundanna hefði ver- ið örtröð af fólki sem vildi láta vita að nú hefði það gert upp hug sinn. „Ég held að það sem gerði út- slagið sé hversu snjall ræðumaður Guðrún er, sú hlýja og húmor sem hún hefur í framsetningu á máli sínu og hversu gott hún á með að nálgast fólk. Okkar starf er að kynna hana sem best en hennar sterkasta vopn er hún sjálf. Guð- rún hefur mikla þekkingu á undir- stöðuatvinnuvegum landsins, það var gaman að heyra hana spjalla um fitusýrur í lambakjöti við kjöt- iðnaðarmenn á Akureyri og um gæftirnar á steinbítsveiðunum við trillukarlana á Djúpavogi. Síðustu nóttina gistum við á Hala í Suðursveit hjá vinum Guð- rúnar og hlógum okkur í svefn af sögum heimilisfólksins frá þeim tíma þegar Guðrún var matvinn- ungur þar á unglingsárunum. Á móti mér hér við skipulagn- inguna á kosningamiðstöðinni vinnur Bjarni Þórður Bjarnason verkfræðingur en mikill fjöldi af fólki er að koma til liðs við okkur. Við höfum einnig fengið öfluga samstarfsmenn á nokkrum stærstu stöðunum fyrir norðan og austan. Við eigum eftir að fara víðar, einkum um Suður- og Vest- urland, að ógleymdum Vestfjörð- um sem Guðrún ætlar að ferðast til þegar kosningum til sveitar- stjórnar lýkur þar í maí. Síðast en ekki síst er mikið starf fyrir hönd- um i Reykjavík og á Reykjanesi." Heldur vel á spöðunum Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki DV Handverkssýn- ing á Selfossi í sumarbyrjun voru opnaðar nokkrar listsýningar og meðal þeirra sem opnuðu sýningu var Snorri Snorrason. Hann sýnir í Set-salnum, Eyrarvegi 41 á Sel- fossi. Á sýningu Snorra eru myndir málaðar með pastel og olíu. Einnig eru myndir og skúlptúrar úr tré og íslensku móbergi. Sýning Snorra verður opin til 5. maí frá kl. 14-18 alla daga. Sýningar Níu verk á Ara í Ogri Veitingastaðurinn Ari í Ögri hefur víkkað út starfssvið sitt og mun vera með listsýningar á staðnum í bland við hinn hefð- bundna kaffihúsarekstur. Það var Bergur Thorberg sem reið á vaðið og sýnir hann á Ara í Ögri níu málverk sem öll eru unnin með olíu og akrýllitum á striga. Verkin byggjast á mörgum lita- lögum sem listamaðurinn flysjar síðan og flettir og skoðandinn á greiðari leið inn í verkin. Tónlistarkrossgáta Tónlistarkrossgáta nr. 109. Lausnir sendist til Ríkis-útvarpsins Rás 2, Efstaleiti 105 Rvk. Merkt Tónlistarkrossgátan. Bridge Er þetta ekki ein sérkennilegasta sagnsería sem sést hefur við græna borðið? Hún kom fyrir í „föstudags- bridge BSÍ“ 19. apríl. En þrátt fyrir brjálaðar sagnir leynist nokkurt vit í þeim. Þórður Sigfússon sendi þætt- inum þetta spil. Norður gefur og NS á hættu: 4 G V 632 + ÁKD9872 * Á3 4 K986543 «4 -- ♦ 1063 * D72 4 D102 * ÁKDG10875 4 G 4 8 Norður Austur Suður Vestur 14 3* 4g 64 74 pass 7» 74 7g dobl p/h Suður ákveður að spyrja um ása, haldandi á 8 öruggum slögum í hjarta og vestur, sem veit að þriggja laufa sögn austurs er hindrun, stekkur strax í 6 spaða með sjölitinn og þriggja spila stuðning í lauflitn- um. Vestur taldi að spaðaliturinn myndi nýtast verr í laufasamningi, auk þess sem 6 spaðasögnin hafði meira hindrunargildi (sá samning- ur fer aðeins 3 niður). Norður taldi að suður ætti varla fyrir ásaspurn- ingu án þess að eiga tvo sjálfur og greinilegt var af sögnum að suður átti góðan hjartalit. Með þriggja spila stuðning í litnum virtist eðli- legt að fara í sjö tígla. Líkurnar á því að félagi ætti tvo ása virtust aukast þegar vestur fór í 7 spaða og því sagði norður 7 grönd. Austur do- blaði en niðurstaða spilsins sýnir glöggt hve mikilvægt það er fyrir vörnina að ræða hvað sú sögn sýnir (annaðhvort „ég vil þinn lit út“ eða „ég vil minn lit út“). Það misskfldist reyndar í þessu tilviki og sagnhafi fékk alla slagina. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.