Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1996, Side 30
42
MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 1996
Afmæli
Erla Hrönn Snorradóttir
Erla Hrönn Snorradóttir húsmóð-
ir, Dverghamri 17, Vestmannaeyju,
varð fimmtug í gær.
Fjölskylda
Erla Hronn fæddist í Akurseli í
Öxarflrði og ólst upp við Öxarfjörð.
Eiginmaður hennar er Guðjón
Weihe, f. 4.6. 1945, rafvirki. Hann er
sonur Johans E. Weihe, sjómanns
og verkamanns frá Purkeri, Færeyj-
um, og Guðlínar G. Guðjónsdóttur,
húsmóður frá Vestmannaeyjum.
Böm Erlu Hrannar og Guðjóns
eru Jóhanna Guðný Guðjónsdóttir,
f. 9.10. 1964, húsmóðir og starfs-
stúlka á barnaheimili í Reykjavík
en maður hennar er Ás-
geir Sigurðsson sölumað-
ur og eru börn þeirra
Erla Hrönn Ásgeirsdótt-
ir, f. 11.8. 1987, og Bjarki
Ásgeirsson, f. 11.4. 1989;
Hrafnhildur Bára Guð-
jónsdóttir, f. 13.5. 1966,
húsmóðir og skrifstofu-
maður í Reykjavík, gift
Bimi Axelssyni sjúkra-
þjálfara og eru synir
þeirra Birkir Björnsson,
f. 23.9. 1993, og Sindri
Bjömsson, f. 29.3. 1995;
Haukur Weihe, f. 6.10. 1977, nemi.
Systkini Erlu Hrannar eru Hauk-
Erla Hrönn
dóttir.
ur Öxar Snorrason, f.
17.3. 1945, d. 1969; Sig-
mundur Jónas Snorra-
son, f. 8.11. 1947, verka-
maður á Nesjavöllum;
Hrafnhildur Snorradóttir,
f. 27.1. 1949, húsmóðir í
Reykjavík; Bryndís
Snorradóttir, f. 28.2. 1954,
húsmóðir Reykjavík; Ás-
dís Snorradóttir, f. 22.12.
1955, húsmóðir í Reykja-
vík; Karólína Birna
Snorradóttir, f. 7.8. 1958,
húsfreyja að Hrafnagili í
Eyjafirði; Snorri Birgir Snorrason,
f. 21.8. 1963, matreiðslumeistari.
Snorra-
Foreldrar Erlu Hrannar eru
Snorri Guðmundsson, f. 29.11. 1914,
bóndi í Akurseli í Öxarfirði og síðar
vélgæslumaður, og Kristín Jónas-
dóttir, f. 15.9. 1921, húsfreyja.
Ætt
Snorri var sonur Guðmundar
Jónassonar, b. á Hróarsstöðum og
Ferjubakka í Öxarfirði, og Gunn-
ólfsvík á Langanesi, og k.h., Sig-
mundu Jónsdóttur.
Kristín var dóttir Jónasar Páls
Ámasonar, bakara í Reykjavík, og
k.h., Fanzisku Karólínu Sigurjóns-
dóttur.
Steingrímur Guðjónsson
Steingrímur Guðjóns-
son vélvirki, Vesturgötu
73, Akranesi, er fertugur í
dag.
Starfsferill
Steingrímur fæddist í
Reykjavík og ólst þar upp.
Hann lauk gagnfræðprófi
frá Hagaskólanum 1973 og
sveinsprófí í vélvirkjun
frá Iðnskólanum í Reykja-
vík og Vélsmiðjunni
Héðni hf 1977.
Steingrímur Guð-
jónsson.
Steingrímur starfaði í
Vélsmiðjunni Héðni hf
1973-80, flutti á Akranes
og starfaði hjá Útgerðar-
félaginu Vesturlandi -
Krossavík á Akranesi
1980^81 en hefur starfað
hjá Islenska járnblendi-
félaginu frá 1981.
Steingrímur hefur
leikið og starfað fyrir
Skagaleikflokkinn s.l.
tólf ár og verið formaður
hans.
Fjölskylda
Fyrri kona Steingríms var Bríet
Einarsdóttir, f. 12.2. 1957. Þau
skildu.
Seinni kona Steingríms var Mar-
ía Björg Hreinsdóttir, f. 4.4. 1960.
Þau skildu.
Dóttir Steingríms og Bríetar er
Ásdís Steingrímsdóttir, f. 22.11.1977,
nemi.
Börn Steingríms og Maríu Bjarg-
ar eru Silja Eyrún Steingrímsdóttir,
f.7.2.1982; Davíð Reynir Steingríms-
son, f. 10.11. 1984; Sindri Freyr
Steingrímsson, f. 30.5. 1991.
Systkini Steingríms eru Sigurður
Guðjónsson, f. 7.2. 1952, vélvirki að
Sjávarborg í Skagafirði; Sigrún
Guðjónsdóttir, f. 17.7. 1953, hár-
greiðslukona í Reykjavík.
Foreldrar Steingríms: Guðjón
Jónsson, f. 4.11.1913, d. 5.4.1992, bif-
reiðastjóri í Reykjavík, og Ásdís
Steingrímsdóttir, f. 29.1. 1931, sjúkr-
aliði.
Unnar Leifsson
Unnar Leifsson sjómaður, Háarifi
69, Rifi, Snæfellsbæ, er fertugur í
dag.
Starfsferill
Unnar fæddist í Ólafsvík en ólst
upp á Rifi. Hann lauk gagnfræða-
prófi, fór ungur til sjós og hefur
lengst af stundað sjómennsku.
Unnar var Skarðsvík SH frá Rifi
1976-80, á Matthildi SH frá Ólafsvík
1980, á Rifsnesi SH frá Rifi, 1980-84,
á grásleppuveiðum á Andra SH
1982-96, á Hamrasvani SH frá Rifi
1984-91 en hefur verið matsveinn á
Tjaldi SH frá Rifi frá 1992.
Unnar hefur starfað mikið fyrir
slysavarnarfélagið Björg á Helliss-
andi og verið formaður þess.
Fjölskylda
Eiginkona Unnars er Guðrún
Gísladóttir, f. 10.11. 1957, verkstjóri
hjá Sjávariðjunni á Rifi. Hún er
dóttir Gísla Kristjánsson-
ar skipstjóra, og Lilju
Finnbogadóttur húsmóð-
ur.
Börn Unnars og Guð-
rúnar eru Sigrún
Kapitóla Bjarnþórsdóttir,
f. 1977 (fósturdóttir); Hall-
dóra Kristín Unnarsdótt-
ir, f. 1982; Rebekka Unn-
arsdóttir, f. 1986.
Systkini Unnars eru
Sigríður Karlsdóttir;
Kristján Karlsson; Krist-
ín Karlsdóttir; Eyrún
Leifsdóttir; Hafldóra
Leifsdóttir sem lést 1982.
Foreldrar ■ Unnars eru
Leifur Jónsson, f. 5.7.
1921, hafnarvörður og
grásleppúsjómaður á
Rifi, og Ingibjörg Kristín
Kristjánsdóttir, f. 18.5.
1923, húsmóðir.
Unnar Leifsson.
Menning
Híf opp á listahátíð
Síðastliðið miðvikudagskvöld
hélt „Híf opp-hópurinn“, Tríó
Björns Thoroddsens og Egill
Ólafsson, tónleika í Loftkastal-
anum sem voru liður í yfirstand-
andi listahátíð. Sjálfsagt er
mörgum farið eins og mér, að
frasinn „híf opp“ leiðir hugann
að karlinum í brúnni, en Egill
gerði áheyrendum á skemmtileg-
an hátt grein fyrir því að titifl-
inn er fenginn annars staðar frá,
og merkingin þar hefur ekkert
með sjómennsku að gera. Tón-
listin var einnig finlegri en svo
að tenging við æpandi skipstjóra
væri viðeigandi, Björn var með
kassagítarinn, Gunnar Hrafns-
son með kontrabassann og Ás-
geir Óskarsson við trommusett-
ið auk Egils sem söng og þandi
dragspil nettlega til skreytingar
öðru hverju. Meistari Björn
byrjaði einn, og leiddi inn lag Egils, „Bara að
nóttin kæmi“, og gutl Ásgeirs í skúringaföt-
unni var langt því frá að minna á stórsjó og
brim. Megnið af efnisskrá kvöldsins var vita-
skuld af „Hif opp“, nýlega útkominni
geislapötu þeirra. Egill á heiðurinn af flestum
lagasmíðunum og voru þau nýju yfirleitt í ljóð-
rænni kantinum, ballöður (Tíminn hlær og
Bara að nóttin kæmi) eða með latnesku yfir-
bragði, en auk þeirra fluttu þeir tvö endur-
hönnuð lög Egils frá fyrri tíð í Spilverki og
Þursaflokki. Björn átti fjögur lög og lágu tón-
Tríó Björns Thoroddsens og Egill Ólafsson, Híf opp-hópurinn.
Djass
Ársæll Másson
smíðar hans flestar nær djasshefðinni,
fusionættar. „Impromtu 1“ gæti Pat Metheny
einhvern tima hafa látið frá sér; einfaldur
hljómagangur og lag af hendi Björns, og Egill
kom inn með textalaust söngl ofan á hryninn.
Titillaginu „Híf opp“ skeyttu þeir aftan við Nú-
tímann sem Spilverk þjóðanna
flutti á sinum tímá, en „Híf
opp“ hófst á rólegum inngangi í
þægilegri gítartóntegund, en
sjálft lagið var með fremur
hröðum latneskum hryn. En
auk laganna á „Híf opp“ flutu
með tvær af perlum djassbók-
menntanna, „Birdland" eftir
austurríska hljómborðsleikar-
ann Joe Zavinul og svo lag
Chick Corea sem þeir Bjöm og
Gunnar fluttu með Philip
Catherine sl. haust, „Spain“.
Miðað við fyrri kynni mín af
tríói Bjöms er greinilegt að Eg-
ifl hefur mikil áhrif á tónlist-
ina. Ef ég stæði frammi fyrir
þeirri erfiðu spurningu að
þurfa að svara því hvers konar
tónlist þetta er, þá vildi ég
einna helst snúa mig út úr því
með því að nefna hana ljóða-
djass, sem segir reyndar lítið. Viðbrögð áheyr-
enda voru önnur en á djasstónleikum, t.d. var
yfirleitt ekki klappað á eftir sólóum, svo ég
hugsa að fáir myndu nefna hana djass þótt mik-
ið sé spunnið. En hvað sem menn kalla tónlist-
ina þá er það klárt að fagmannlega er farið að
hlutunum, enda valinn maður í hverju rúmi.
Enda var greinilegt á viðbrögðum áheyrenda
að þeir kunnu vel að meta það sem að þeim var
rétt, og Gershwin og Ellington áttu aukanúmer-
in, „It Ain't Necessarily so“ og „Mood Indigo".
Til hamingju
með afmælið
10. júní
90 ára
Ólafur Þórðarson,
Hlíðarenda, Ölfúshreppi.
85 ára
Gunnþórunn Egilsdóttir,
Borgarási 10, Garðabæ.
80 ára
Hjalti Gestsson,
Reynivöllum 10, Selfossi.
75 ára
Herdís Torfadóttir,
Víkurgötu 4, Stykkishólmi.
Sveinn Gíslason,
Víðigrund 28, Sauðárkróki.
Þorlákur Þórðarson,
Stóragerði 20, Reykjavík.
Halldór Baldvinsson,
Álfaskeiði 36, Hafnarfirði.
70 ára
Sigríður Jóhannesdóttir,
Gunnarsstöðum I,
Svalbarðshreppi.
Guðmunda Jónína
Guðmundsdóttir,
Gerðhömrum, Mýrahreppi.
Steina Finnsdóttir,
Vogatungu 37, Kópavogi.
Matthías Einarsson,
Þórunnarstræti 117,
Akureyri.
Svanhildur Jóhannesdóttir,
Álftamýri 8, Reykjavik.
60 ára
Óskar Guðjónsson,
Bæjartúni 4, Kópavogi.
Steinar Antonsson,
Fornhaga 26, Reykjavík.
Guðmundur Sigurðsson,
Helgugötu 13, Borgarbyggð.
Marteinn G. Karlsson,
Engihlíð 10, Snæfellsbæ.
Sigrún Guðmundsdóttir,
Grashaga 24, Selfossi.
50 ára
Málfríður H.
Halldórsdóttir,
Keldulandi 3, Reykjavík.
Sædis Vigfúsdóttir,
Sæviðarsundi 56, Reykjavík.
Ingibjörg Jónatansdóttir,
Suöurhvammi 2, Hafnarfirði.
Birgir Siguijónsson,
Starmýri 15, Neskaupstað.
Ólafur Magnússon,
Reynigrund 12, Akranesi.
Sigurborg Hilmarsdóttir,
Drafnarstíg 2, Reykjavík.
Páll Róbert Óskarsson,
Strembugötu 10,
Vestmannaeyjum.
40 ára
Davið Geir Gunnarsson,
Veghúsum 15, Reykjavík.
Lilja Hafdís Óladóttir,
Merki, Jökuldalshreppi.
Sigurbjörg Snorradóttir,
Krossum II, Árskógshreppi.
Steingrímur Guðjónsson,
Vesturgötu 73, Akranesi.
Guðný Bóel
Guðbjartsdóttir,
Bröttugötu 26,
Vestmannaeyjum.
Björn Eggert Kjartansson,
Hringbraut 52, Keflavík.
Komína Björg
Óskarsdóttir,
Björgum, Ljósavatnshreppi.
Jóhanna Ósk
Halldórsdóttir,
Erluhólum I, Reykjavík.
Kristinn H. Þorsteinsson,
Stararima 67, Reykjavík.
Páll Þór Engilbjartsson,
Heiðarbrún 68, Hveragerði.
Guðlaug Eygló Elliðadóttir,
. Álfheimum 50, Reykjavík.