Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 Fréttir ___________________________________________________________________x>v Pólverjinn Witold Bresinski fann ekki aftur velgjörðamann sinn á íslandi: Bjargvætturinn Kristján var óvænt orðinn að Onnu - leitin bar fyrst árangur þegar vinur hans las um kynskipti Kristjáns í DV um helgina „Það var ekki furða þótt við fyndum ekki Kristján. Hann virtist gjörsamlega horfinn af yfirborði jarðar en svo þegar ég las DV nú um helgina rann upp fyrir mér ljós. Þama er vélstjórinn Kristján lif- andi kominn en heitir bara Anna og er orðinn kona,“ segir viðmæl- andi blaðsins sem í heilt ár var að aðstoða vin sinn, Pólverjann Witold Bresinski, að hafa uppi á velgjörðamanni sínum á íslandi. Witold kom til íslands árið 1981 með aðstoð Kristjáns Kristjánsson- ar, þá vélstjóra á Bakkafossi Eim- skipafélagsins. Kristján sigldi reglulega til Gdansk en Witold var vaktmaður við höfnina þar. Mikill órói var í Póllandi þetta ár og tók herinn völdin um haustið þegar við lá að Sovétmenn gerðu innrás. Witold ákvað að flýja og komst úr landi með aöstoð Kristjáns. Hann var án atvinnuleyfis þegar til íslands kom en Kristján gekk einnig í málið og hér fékk Witold vinnu í fiski í Vestmannaeyjum. Anna Kristjánsdóttir hét Kristján Kristjánsson árið 1981 og hjálpaði þá Witold Bresinski að flýja frá Póllandi til Island. Þegar Witold ætlaði að finna Kristján aftur var hann gufaðúr upp. Honum likaði svo vel að hann hélt áfram að koma næstu ár. Var Witold hér hálft árið en hálft heima þar til hann ákvað að hefja við- skipti sjálfur fyrir sjö árum og flyt- ur nú lýsi frá íslandi til Póllands. Týndur og tröllum gefinn í fyrra ákvað Witold svo að hafa uppi á velgjörðamanni sínum á fs- landi en fann hann ekki. Fékk hann kunningja sinn í lið með sér en leitin bar engan árangur. Þó benti margt til að Kristján hefði farið til Svíþjóðar en þar fannst enginn íslendingur með þessu nafni. Því varð vinurinn að til- kynna Witold að bjargvætturinn frá 1981 væri týndur og tröllum gef- inn. Það sem gerst hafði var þó að Kristján skipti um kyn í Svíþjóð í apríl á síðasta ári. Hann heitir eft- ir það Anna Kristjánsdóttir sem er flutt til íslands eins og fram kom í viðtalinu í DV um síöustu helgi. Anna man vel eftir Witold Bres- inski. Þeir hittust fyrst árið 1971. Þá var Kristján vélamaður á gamla Lagarfossi en Witold þegar orðinn vaktmaður við höfina í Gdansk. Það ár var, eins og áratug síðar, ólga í Póllandi og Lech Walesa, raf- virki í Lenínskipasmíðastöðinni, að verða heimsfrægur. Gomulka og Girek voru þá alkunn nöfn í frétt- unum. Misstu sambandið árið 1989 „Witold kunni bæði ensku og þýsku og þess vegna var hann vakt- maður við höfnina. Hann gat talað við erlendu sjómennina og því heppilegur í starfið. Við hittumst alltaf af og til næstu árin eða fram til 1989. Þá misstum við sambandið, mest vegna þess að ég var upptekin af öðrum hlutum,“ segir Anna. Witold fór alfarinn héðan árið 1989 með því fræga skipi Marianne Danielsen, sem strandað hafði við Grindavík og var dregið á flot og selt utan. Þótt Kristján Kristjánsson vél- stjóri sé nú fundinn sem Anna Kristjánsdóttir hefur samdand ekki komist á að nýju milli gömlu vin- anna en þess er skammt að bíða. -GK Flosi ÍS kominn á hliðina og skipverjar sjást á dekki búa sig undir að yfirgefa skipið. DV-mynd Sturla Þórðarson Flosi IS fór á hliðina á nokkrum sekúndum: Fata- og skólausir til Neskaupstaðar - því enginn tími gafst til að taka neitt með sér DV, Neskaupstað: „Þetta gerðist á örfáum sekúnd- um að báturinn fór á hliðina þannig að það gafst ekki öllum timi til að klæða sig í flotgalla áður en skipið var yfirgefið," sögðu skipveijar á Flosa ÍS, sem komu með Berki NK til Neskaupstaðar í gær. Skipveijar voru allir á dekki þegar óhappið varð og því skólausir þegar þeir komi til hafnar í gær. Það var því æði mikið um að vera í skóbúðinni í Neskaupstað síðdegis í gær þegar skipveijamir tíu voru að kaupa sér skó eftir volkið. Strax eftir að Flosi ÍS var kominn á hliðina var settur út björgunarbát- ur og menn stukku frá borði og komust allir um borð í björgunar- Þú getur svarað þessari spurningu með því að hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Ji 1 tM 2 Er sýnt of mikið frá EM í knattspyrnu í ríkissjónvarpinu? báta en ekki allir í flotgalla, eins og fyrr segir. Skipverjunum var síðan bjargað um borð í Börk NK. Það er samdóma álit skipverja að uppstilling í lest hafi gefið sig, síld- in runnið til yfir í aðra hliðina og þannig lagt skipið á hliðina. Börku NK hafði fengið svo stórt síldarkast rétt innan færeysku lög- sögunnar að hann gat ekki tekið alla síldina um borð og var aö gefa þeim á Flosa ÍS það sem eftir var. Verið var að dæla síldinni úr nót- inni um borð í Flosa ÍS þegar óhappið varð. Börkur NK hélt sjó við Flosa ÍS þar til varðskipið Týr kom á stað- inn og tók bátinn í tog. Búist er við að varðskipið komi með Flosa til hafiiar í dag. -HS/S.dór Skipverjar komnir til Neskaupstaðar á inniskóm sem þeir fengu lánaða áður en þeir komust í skóbúðina í Neskaupstað. DV-mynd HS Stuttar fréttir Ekki hljómgrunnur Hljómgrunnur er ekki fyrir þvi í ríkisstjórninni að flytja tilkynningaskyldu islenskra skipa frá Slysavamarfélaginu yfir til Landhelgisgæslunnar til dæmis. RÚV greindi frá þessu. Norrænt jafhrétti Jafnréttismálaráðherrar Norðurlanda stefha að því að stórauka jafnrétti kynjanna í norrænu samfélagi og samstarfi á næstu þremur árum, sam- kvæmt fregnum RÚV. Kosið i ráðhúsinu Kosið verður í Ráðhúsi Reykjavíkur í forsetakosningun- um. Borgarráð hefur ákveðið að fækka kjörstöðum í borginni úr 16 íll. Forseti án utannkisstefnu Gunnar G. Schram laga- prófessor heldur því fram að forseti íslands geti ekki rekið eigin utanrikisstefhu. Samkvæmt Stöð 2 tekur utanríkisráðherra undir þetta. Tíð axlakiemma Axlaklemma í fæðingu, sem getur valdið því að böm hljóti varanlegan taugaskaða, er tíöari hér en víða annars staðar. Samkvæmt Stöö 2 er unnið að rannsókn á umfangi þessa máls. Milljónir í súginn Hundruð milljóna króna hafa farið í súginn hjá landsmönnum í sprunguviðgerðir húsa með ónauðsynlegum sögunaraðferð- um. Samkvæmt Ríkissjónvarp- inu mælir Rannsóknarstofiiun byggingariðnaðarins frekar með ódýrum vatnsfælniefnum. Bjöm í ráðhúsið Vegna þrengsla í Náttúrugripasafhinu við Hlemm hefur uppstoppuðum hvítabirni verið komið fyrir um sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Samkvæmt Ríkissjónvarpinu er ísland eina landið á norðurhveli jarðar sem ekki er með boðlegt náttúrugripasafn. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.