Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1996, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996
Fréttir
Þjóðarhagur heldur áfram að batna:
Greiðslujöfnuður
áfram hagstæður
- útflutningurinn meiri á fyrsta Qórðungi ársins en á sama tíma í fyrra
Greiðslujöfnuðurinn við útlönd
var hagstæður um 100 milljónir
króna á fyrsta ársfjórðungi þessa
árs samkvæmt bráöabirgðatölum
Seðlabankans. Á síðasta ári var
greiðslujöfnuðurinn hagstæður um
3,4 milljarða króna. Á fyrsta árs-
fjórðungi þessa árs er fjármagns-
jöfnuður að meðtöldum breytingum
á gjaldeyrisforða Seðlabankans já-
kvæður um 2,3 milljarða króna.
Tekjur af vörum og þjónustu o.fl.
jukust um 6,7% á fyrsta ársfjórðungi
þessa árs og gjaldeyrisverðmæti út-
flutningsins jókst um 10,6% frá sama
tíma í fyrra. Afgangur á vöruskipta-
jöfnuði er hins vegar minni nú vegna
aukins vöruinnflutnings um 18%. Út-
flutningur sjávarafurða, kísiljáms og
áls jókst mjög en úr öðrum útflutn-
ingi dró miðað við í fyrra. Ekki er þó
ailt sem sýnist því að í fyrra var flug-
vél seld úr landi sem skekkir mynd-
ina verulega. Að frátalinni söiu flug-
vélarinnar þá hefúr útflutningur það
sem af er þessu ári aukist um 12,5%
og hefúr útflutningurinn aukist
meira en innflutningurinn.
Breytt framsetning greiðslu-
jafnaðar
Seðiabankinn hefur breytt fram-
setningu á greiðslujöfnuði í sam-
ræmi við nýjan staðal Alþjóða gjald-
eyrissjóðsins og uppgjör þjóðhags-
reikninga. I hinni nýju framsetn-
ingu er viðskiptum við útlönd skipt
í fjóra meginþætti sem eru vöruvið-
skipti, þjónustuviðskipti, þáttatekj-
ur og rekstrarframlög og er við-
skiptajöfnuðurinn í meðfylgjandi
töflu samtala þessara þátta.
Til þáttatekna teljast laun, vextir
og arðgreiðslur sem áður flokkuð-
ust undir þjónustujöfnuö. Tekjur
innlendra aðila af viðskiptum við
vamarliðið vom áður sérstakur lið-
ur þjónustlijafnaðar, en skiptast nú
í launatekjur og önnur viöskipti.
Launatekjumar teljast til þátta-
tekna en önnur viðskipti em færð
undir ýmsar þjónustutekjur.
flðÚtföllt
- ársfjórðungslega frá janúar 1995 i milljörðum króna -
4
1. ársf. 2. ársf. 3. ársf. 4. ársf. 1. ársf.
•95 '95 '95 '95 '96
Rekstrarframlög eru einkanlega
framlög ríkissjóðs til alþjóðastofn-
ana og þróunaraðstoðar en einnig
hrein framlög einkaaðila vegna
gjafa, arfs eða happdrættisvinninga.
Áður vom rekstrarframlög ekki tal-
in með í viðskiptajöfnuði, en hann
sýnir nú þjóðhagslegan sparnað.
Fjármagnsjöfnuður í meðfylgj-
andi töflu er samtala þáttanna fjár-
framlög, fjármagnshreyfmgar, fjár-
magnshreyfmgar utan gjaideyrisf-
orða og loks gjaldeyrisforði og skýr-
ingin á því að aukning gjaldeyrisf-
orða er sýnd með mínusformerki í
töflunni er sú að formerki sýnir
hvort um ráðstöfun eða uppruna
fjármagnsins í fjármagnsjöfnuði er
að ræða. Erlendar lántökur og
lækkun eigna valda innstreymi fjár-
magns og era sýndar með jákvæðu
formerki, en eignaaukning og lækk-
un erlendra skuida er ráðstöfún
fjármagns og því fjármagnsút-
streymi með neikvæðu formerki.
-SÁ
Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaöarbankans, um vaxtaskattsbætur Landsbankans:
Munum ekki gera verr við okkar fólk en aðrir
- markaðurinn hlýtur aö ráða í vaxtamálum, segir Hallgrímur Jónsson sparisjóðsstjóri
„í fyrsta lagi vil ég benda á að
lögin um fjármagnstekjuskatt taka
ekki gildi fýrr en um næstu áramót.
Það þýðir að fjármagnstekjuskattur-
inn kemur ekki til greiðslu fyrr en í
árslok 1997. Við höfum því ærið
langan tíma til stefnu til að hugsa
okkar svar við leikfléttu Lands-
bankans. Við höfum ekki enn fjaliað
neitt um þetta í bankasfjóminni en
það er hins vegar alveg ömggt að
við munum ekki gera verr við okk-
ar fólk en aðrir,“ sagði Stefán Páls-
son, bankastjóri Búnaðarbankans,
aðspurður hvemig þeir Búnað-
arbankamenn ætluðu að svara lof-
orði Landsbankamanna um aö bæta
viðskiptavinum sínum upp skatt á
vaxtatekjur.
Sverrir Hermannsson, banka-
stjóri Landsbankans, segir að
sfjómendur bankans hafi ákveðið
að bæta viðskiptavinum sínum upp
fjármagnstekjuskattinn sem lagður
verður á vaxtatekjur frá næstu ára-
mótum. Þetta mun kosta bankann á
milli 200 og 300 milljónir króna.
„Við höfum verið á móti þessum
skatti en hann er orðinn staðreynd
og við höfúm nú 6 mánuði til að
finna leið til að bregðast við honum.
En þetta er hið versta mál. Hvort
við fömm sömu leið og Landsbanka-
menn segjast ætla að fara á eftir að
koma í ijós. En ég vil benda á að það
er markaðurinn sem ræður ferðinni
í vaxtamálum. Ef enginn lántakandi
fæst til að greiða þá vexti sem þarf
til að hækka innlánsvextina til að
bæta fólki fjármagnstekjuskattinn,
þá gefúr augaleið að dæmið gengur
ekki upp. Og ef reksturinn leyfir
ekki að spEuisjóðurinn taki þennan
10 prósenta vaxtaskatt á sig verðum
við að lækka vextina, svo einfait er
það. En það er of snemmt að segja
til um hvað við gerum," sagði Haii-
grímur Jónsson, sparisjóðsstjóri hjá
Sparisjóði vélstjóra, í samtali við
DV.
Benedikt Gunnarsson, aðstoðar-
sparisjóðsstjóri hjá SPRON, sagði
að engar ákvarðanir hefðu verið
teknar hjá stjómendum sparisjóðs-
ins en málið væri í athugun.
Ekki náðist í íslandsbankamenn
sem em á ferðalagi um Norðurland.
-S.dór
Dagfari
Bogdan sækir enn að Sigga
Fáir kappar hafa glatt lands-
menn meir um langt skeið en
landsliðskappinn í handbolta, Sig-
urður Sveinsson. Siggi er meistari
með knöttinn og getur látið hann
gera flest nema tala. Það er allt í
lagi því kappinn sjálfur er með
munninn fyrir neðan nefið og get-
ur því bæði talað fyrir sína hönd
og knattarins.
Siggi, sem nýlega hætti að klæð-
ast landsliðspeysunni, á farsæla
sögu sem keppnismaður - að þeim
tíma þó undanskildum þegar
pólski landsliðsþjálfarinn Bogdan
var með liðið. Bogdan þessi var
sagður hinn mesti skaphundur en
Siggi sprellikarl og spaugari. Þeir
áttu því ekki skap saman. Það varð
til þess að landsliðshetja okkar ís-
lendinga vermdi gjarnan bekkinn
hjá Bogdan.
Nú liggur knötturinn sjaldnar í
netinu eftir vinstri handar þrumu-
skot Sigga. Það þýðir þó ekki að
hann sé hættur að skreyta frétta-
síður blaðanna. í gær var þess get-
ið að kempan hefði lent í mann-
raunum á heiðum uppi. Siggi fór
með tíu félögum sínum i veiðiferð
á Skagaheiði en torfæra sú mun
vera milli Skagaíjarðar og
Húnaflóa. Þar gerðist það sem ekki
mátti gerast. Landsliðskempan
varð viðskila við félaga sína og
villtist.
Þess er ekki getið hvort veiðar
vom hafnar. Það er þó ólíklegt
talið því íþróttamaðurinn ráfaði
um heiðina í hálfan sólarhring og
virðist hafa verið svangur. Á þeim
tíma tapaði hann hvorki meira né
minna en fjórum kílóum. Sá var að
vísu ekki tilgangur Sigga en hann
taldi sig þola þetta. Sennilega hefur
hann bætt einhveiju á sig eftir að
Bogdan hætti að djöflast í honum.
Ástæða þess að svona fór fyrir
Sigga var að dimm þoka læddist að
honum þar sem hann ætlaði sér að
veiða við svonefnd Ketuvötn, aust-
anvert á Skaga. Siggi er ekki hag-
vanur á þessu slóðum. Eftir að þok-
an skall á leit þetta allt eins út; ótal
smávötn og hólar. Stefnan var því
ekki bein heldur í hringi. Enginn
var áttavitinn. Siggi kom því trekk
í trekk að sama steininum. Ástand-
ið var líkt og hann skyti stöðugt á
eigið mark. Það var þó alls ekki
stíll stórskyttunnar. Hann stimpl-
aði inn réttu megin.
Það vildi okkar manni til happs
að sumamótt var og hann því ekki
í iífshættu. Félagar hans voru þó
famir aö óttast um hann. Vegna
þess að kappinn var áttavitalaus
varð hann að grípa til örþrifaráða
til þess að rata. Hann notaði því
sinn þekkta vinstri handlegg og
teiknaði landakort á jörðina.
Landakort þetta var frumstætt og
hlutföll bjöguð en það varð þó til
þess að Siggi rataði aftur til veiði-
félaganna. Þar urðu að vonum
fagnaðarfundir.
Siggi, sem er sögumaður góður,
þarf því engu að ljúga um veiðisög-
una. Hún er nógu ótrúleg samt.
Ekki liggur óyggjandi fyrir hvað
gerðist þarna á heiðinni. Sigurður
er vel á sig kominn og manna karl-
marinlegastur. Hann átti því ekki
að geta týnst í hagagöngu þessari.
Veiðifélagar hans áttu ekki í nein-
um vandræðum og gátu haldið sig
við veiðamar. Skýringa hefur því
verið leitað á atburðarásinni.
Það sem þykir sennilegast er að
þama hafi Bogdan enn komið til
sögunnar. Siggi átti glæsilegan fer-
il með félagsliðum og landsliði eft-
ir að Bogdan hvarf frá landsliðinu.
Líklegt er að hann hafi aldrei sætt
sig við það og hafi því sært fram
þoku þessa og sent á Sigga. Siggi
var óviðbúinn og átti sér einskis
ills von. Hann var að mestu hættur
að hugsa um Bogdan og búinn að
fyrirgefa honum setuna á bekkn-
um. Bogdan er hins vegar lang-
minnugur og sá þama færi á Sigga.
Það verður þó að játast að þess-
ar kenningar eru ekki vísindalegar
og því erfitt að sanna þær. Best
færi á því að kanna máliö hjá Guð-
jóni Guðmundssyni, Gaupa,
íþróttafréttamanni Bylgjunnar og
Stöðvar 2. Hann var aðstoðarmað-
ur Bogdans á sínum tíma og lík-
lega sá eini sem skildi landsliðs-
þjálfarann. Gaupi talaði nefnilega
svokallaða bogdönsku.
Ef einhver getur sagt okkur
hvort Bogdan er svo göldróttur að
hann nái enn til Sigga, þá er það
Gaupi. Dagfari