Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aóstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Stytting vinnutíma Hluti launa af landsframleiðslu er hinn sami hér og í Danmörku, 63%, og örlitlu hærri en gengur og gerist á Vesturlöndum, þar sem hann er að meðaltali 61%. At- hyglisvert er, að sneið launagreiðslna af þjóðarkökunni skuli vera svipuð í þessum margvíslegu löndum. Annaðhvort hafa samtök launamanna sýnt sama ár- angur með mismunandi aðferðum í mismunandi lönd- um eða þá, að hlutdeildin er líkari náttúrulögmáli, sem helzt óbreytt, þótt hagsmunaaðilar togist á um hana. Sennilega eiga báðar skýringarnar þátt í 61-63% niður- stöðunni. Hlutfallstölurnar nást sums staðar með háum krónu- tölum eða jafngildi þeirra í öðrum myntum, samfara meiri verðbólgu, og annars staðar með lágum krónutöl- um, samfara minni verðbólgu. Sums staðar nást þær með vinnufriði og annars staðar með verkföllum. Sums staðar nást hlutfallstölurnar með heildarsamn- ingum, sem ná meira eða minna til alls þjóðfélagsins eða I umtalsverðra geira þess. Annars staðar nást þær með samningum fámennra hópa, sem geta verið ólíkir inn- byrðis, annaðhvort fagfélög eða vinnustaðafélög. í allmörg ár hefur hér á landi ríkt skilningur á, að ein- hvers konar þak sé á þessari hlutdeild og að hákrónu- samningar fyrri áratuga hafi ekki gefið neitt í aðra hönd. Þessi skilningur hefur leitt til þess, að leitað hef- ur verið annarra leiða til að bæta lífskjör launafólks. Ein aðferðin felst í þjóðarsáttum aðila vinnumarkað- arins og ríkisvaldsins, þar sem síðastnefndi aðilinn legg- ur fram svonefndan félagsmálapakka, sem ætlað er að auka velferð fólksins og þar með bæta lífskjör þess, án þess að það komi fram í sjálfum launagreiðslunum. Önnur aðferð felst í að reyna að hækka meira laun þeirra, sem minna mega sín, en hinna, sem betur mega sín. Þetta hefur ekki tekizt sem skyldi, því að hálauna- hóparnir hafa lag á að fara í kringum þessar tilraunir. Mismunur hálauna og láglauna hefur ekki minnkað. Ekkert bendir til, að mismunur hálauna og láglauna sé annar hér en á Vesturlöndum almennt eða í Dan- mörku sérstaklega. En fróðlegt væri að fá eins greinar- góða skýrslu um það efni og við höfum nýlega fengið frá Þjóðhagsstofnun um lífskjör á íslandi og í Danmörku. Sú skýrsla bendir til þess, að samtök launafólks eigi að mestu ónotaða eina aðferð við að bæta lífskjörin án þess að ögra náttúrulögmálinu um 61-63% hlutdeild launa í landsframleiðslu. Það er aðferð, sem drepið hef- ur verið á í sumum kjaraviðræðum á allra síðustu árum. Aðferðin byggist á kenningunni um, að summa dag- legrar vinnu sé hin sama, hvort sem hún sé unnin í dag- vinnu eða með yfirvinnu að auki. Reynslan af ýmsum yf- irvinnubönnum hefur bent til þess, að svo sé. Spurning- in er, hvort unnt sé að afnema yfirvinnu að mestu. Atvinnurekendur eru að sjálfsögðu hræddir við að semja um, að yfirvinna færist inn í tímakaup, af því að þeir sjá ekki í hendi, hvernig framleiðni vinnustundar- innar muni aukast að sama skapi, þótt nefnd séu einstök dæmi um, að sú hafi einmitt orðið raunin. Lykillinn að styttingu vinnutíma að óbreyttu heildar- kaupi felst einmitt í, að báðir aðilar vinnumarkaðarins fái sama hlut og áður, en vinnutíminn hafi bara stytzt og að í því felist lífskjarabati, sem ekki reynir að raska náttúrulögmálinu um 61-63% hlutdeild launa í kökunni. Ekki er auðvelt að finna leiðir til að skapa trúnað málsaðila í kjarasamningum á gildi þessarar leiðar. Það gæti verið spennandi viðfangsefni á næstu árum. Jónas Kristjánsson „Fáir hópar hafa oröiö eins hart úti á sl. vetri vegna aögeröa ríkisstjórnarinnar og aldraðir og öryrkjar," segir Jó- hanna m.a. í greininni. Ríkisstjórnin heggur þar sem hlífa skyldi þegar fjármagnstekju- skattur yrði lagður á, þá myndi ríkisstjórnin falla frá því að láta vaxtatekjur, sem aldrað- ir og öryrkjar hafa af einhverri litils háttar inneign á sparisjóðsbók- um, skerða lífeyri þeirra. Nei, allt kom fyr- ir ekki. 10% vaxtaskatt- ur á fjármagnstekjur, sem samþykktur var í lok þingsins og taka á gildi um nk. áramót, leggst með fullum þunga á aldraða og ör- yrkja og aðra almenna sparifjáreigendur, án nokkurs frítekjumarks. Þrátt fyrir fjár- magnstekjuskattinn „Þrátt fyrir fjármagnstekju- skattinn kom ekki til greina af hálfu ríkisstjórnarinnar aö falla frá því sem sam- þykkt var fyrir jólin, að láta vaxtatekjur skerða lífeyri aldraðra og öryrkja.“ Kjallarinn Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaöur Fáir hópar hafa orðið eins hart úti á sl. vetri vegna að- gerða ríkisstjórnar- innar og aldraðir og öryrkjar. Skeröing á kjörum aldr- aöra og öryrkja Af mörgu er að taka: * Lækkun á líf- eyri - umönnunar- og lyfjauppbót. * Hækkað gjald fyrir læknisþjón- ustu og þrengdar reglur um endur- greiðslu á læknis- og lyfjakostnaöi. * Framlög til Framkvæmdasj óðs aldraðra og ör- yrkja skert. * Tengsl lífeyris- bóta við launaþró- un í landinu rofin. * Fækkun á bíla- styrkjum til hreyfi- hamlaðra. * Aftur tekin upp tvísköttun á lífeyri aldraðra. * Vaxtatekjur látnar skerða líf- eyri aldraðra og öryrkja. Þaö síðasttalda um að vaxtatekj- ur skerði lífeyri aldraðra og ör- yrkja var samþykkt fyrir jólin og á að koma til framkvæmda 1. sept- ember nk. Hart var þá deilt á rík- isstjórnina fyrir að byrja upptöku fjármagnstekjuskatts á lífeyris- þega. Flestir stóðu í þeirri trú að kom ekki til greina af hálfu ríkis- stjórnarinnar að falla frá því sem samþykkt var fyrir jólin, að láta vaxtatekjur skerða lífeyri aldraðra og öryrkja. Þannig er niðurstaðan eftir veturinn að aldraðir og ör- yrkjar eru nú tvískattaðir á tvenn- an hátt: 1. Greiða bæði skatt af launum sínum og elli- og örorkulifeyri, þannig eru tekjur þeirra tvískatt- aðar. 2. Greiða 10% skatt af vaxtatekj- um sem þeir fá af sparnaði sínum, auk þess sem þessar sömu vaxta- tekjur skerða einnig lifeyrisbætur þeirra. Þannig eru vaxtatekjur þeirra líka tvískattaðar. Þessi að- för að kjörum aldraðra og öryrkja er einn stærsti smánarbletturinn á störfum ríkisstjórnarinnar fyrsta starfsár hennar. Skattur á íbúðareigendur Ríkisstjórnin, sem lofaði að hækka ekki skatta á launafólk og aðstoða skuldug heimili úr greiðsluerfiðleikum, sveik þau lof- orð á síðustu dögum þingsins þeg- ar hún lækkaði endurgreiðslu á virðisaukaskatti til þeirra sem eru að koma sér upp þaki yfir höfuðið. í núgildandi lögum er kveðið á um að allur virðisaukaskattur sé end- urgreiddur, en ríkisstjórnin lækk- aði þessa endurgreiðslu um 40%, þannig að nú er aðeins endur- greiddur 60% af virðisaukaskatti. Með því að lækka endurgreiðslu á virðisaukaskatti til byggjenda íbúðarhúsnæðis hafa þeir haft af íbúðareigendum 440 milljónir króna á ári. Aíleiðingar þess að lækka virðisaukaskattinn koma einnig fram í því að mikil hætta verður á undanskotum frá skatti og að svört atvinnustarfsemi mun aukast. Er nema von að erfitt sé að botna í stuðningi fólks við þessa ríkisstjórn. Jóhanna Sigurðardóttir Skoðanir annarra Sárin óðum að gróa „Tvennt stendur uppúr þegar stjórnmálaályktun Þjóðvaka er gaumgæfð. Annarsvegar áhersla á sam- einingu jafnaðarmanna og hins vegar krafa um grundvallarbreytingar á stjómskipun landsins. Nú er ástæðulaust að rifja upp tilurð Þjóðvaka á haust- dögum 1994, enda vonandi aö sárin sem viðskilnað- ur Jóhönnu Sigurðardóttur og Alþýðuflokksins olli séu óðum að gróa. Á hitt ber að líta að liðsmenn Þjóðvaka eiga í öllum meginatriðum fullkomna mál- efnalega samleið meö Alþýðuflokknum." Úr forystugrein Alþýðublaðsins 11. júní. Einkennileg dagskrár- stefna „Hámark einkennilegrar dagskrárstefnu var þó sl. sunnudag, þegar nánast öllu venjulegu sjónvarpsefni var ýtt til hliðar og dagskrá seinkað vegna þriggja beinna útsendinga frá knattspyrnuleikjum erlendra liða í Evrópukeppni. Meðal þeirra dagskrárliða, sem ekki komust að á kristilegum tíma vegna knatt- spyrnuleikjanna, var fyrsti sameiginlegi kynningar- fundur forsetaframbjóðendanna í Ríkissjónvarpinu." Úr forystugrein Timans 11. júní. Samkeppnishæfni at- vinnulífsins „Árangur útílutningsgreina okkar ræðst ekki ein- ungis af gæðum þeirrar vöru sem við bjóðum, held- ur einnig af smkeppnishæfni atvinnulífsins og þar með möguleikum þess að keppa við erlenda fram- leiðslu. Þar skiptir aðgangur að mörkuðum miklu og þær leikreglur sem þjóðir setja sér í viðskiptum hverjar við aðra. Góðu heilli hafa sjónarmið frjálsræðis haft undir- tökin og hafa mikilvæg skref í þá átt verið stigin með gerð alþjóðasamninga...“ Guðni Níels Aðalsteinsson í Mbl. 11. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.