Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 Viðskipti Ásókn í Síldarvinnsluna Baltasar Kor- mákur býður í Hvammsvík Óskar Bjartmarz, formaður Lögreglufé- lags Reykja- vikur. Stað- festi i samtali við DV að til- boð hefði borist frá Baltasar Kormáki leik- ara í jörðina Hvammsvík í Kjós sem félagið keypti árið 1991 á 39 milljónir króna af þrotabúi Laxalóns. Óskar vildi ekki segja hvað tilboðið hljóðaði upp á en samkvæmt heimildum DV er það á þriðja tug milljóna. Baltasar sagðist í samtali viö DV hafa áhuga á þessari jörð en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Lögreglufélagið rak Hvamms- vík fyrstu tvö árin en útivistar- aðstaðan þar hefur verið í leigu frá 1993. Golfvöllur er í Hvamms- vík, hestaleiga og veiði. Húsnæðisstofn- un semur við Kaupþing Húsnæðisstofnun ríkisins hef- ur gengið til samninga við Kaup- þing og Kaupþing Noröurlands um sölu á 1. og 2. flokki húsnæð- isbréfa á þriðja fjórðungi þessa árs. Bréfln eru til 24 og 42 ára. Sameiginlegt tilboð verðbréfafyr- irtækjanna þótti hagstæðast en efnt var til útboðs. Með samningnum tryggja Kaupþing og Kaupþing Norður- lands sölu á 1 milljarði í hús- næðisbréfum á tímabilinu júlí- september en alls er áformað að Húsnæöisstofnun afli sér 5 millj- arða króna lánsfjár með sölu skuldabréfanna í ár. Dressmann á íslandi Einhver stærsta verslanakeðja Norðurlanda með herraföt, Dressmann, opnar verslun að Laugavegi 18b í Reykjavík á morgun. Dressmann er eitt af fyrirtækjunum sem mynda Vamer-samsteypuna en hún er meðal stærstu klæðaframleið- enda i Evrópu. Innan sam- steypunnar eru 350 verslanir með 25 milljarða ársveltu. -bjb Atlantal-hópurinn endurskoðar álversáform á Keilisnesi: Áhugi fyrirtækjanna hefurvaknað á ný - segir fulltrúi Hoogovens í Hollandi „Við höfum sett í gang að nýju at- hugun á kostum og göllum þess að reisa þetta álver. Við vonumst eftir að fá niðurstöður í byrjun næsta árs. Fyrr verður ekki hægt að segja hvort af framkvæmdum verður eða ekki. En áhugi fyrirtækjanna hefur greinilega vaknað á ný,“ sagði Onno Dickmann, upplýsingafulltrúi Hoogovens í Hollandi, í samtali við DV en fyrirtækið er í Atlantal-hópn- um svokallaða ásamt álrisunum Gránges í Svíþjóð og Alumax í Bandaríkjunum sem áformað hafa byggingu álvers á Keilisnesi. Hópur- inn lagði niður öll slík áform fyrir fimm árum en málið hefur lifnað við að nýju. Onno sagði að fyrirtækin hefðu hist reglulega undanfarið ár en sem kunnugt er hittu fulltrúar íslenskra stjórnvalda Atlantal-hópinn á fundi í London nýlega. „Aðstæður á álmarkaðnum hafa sannarlega breyst frá því Atlantal hætti við árið 1991. Eitt af því sem við þurfum að kanna eru markaðs- horfur til langs tíma. Við sjáum að eftirspurn eftir áli hefur verið að aukast í bílaframleiðslu og sömu- leiðis í framleiðslu á flugvélum. En við þurfum að taka mið af fleiri at- riðum áður en stórar ákvarðanir verða teknar," sagði Onno Dick- mann. -bjb Vorfundur útflutningsráös Félags íslenskra stórkaupmanna var haldinn á Hótel Sögu í hádeginu í gær. Fundarefniö var fjárfestingar erlendra aöila i íslenskum sjávarútvegi. Framsögumenn voru Pétur Reimarsson, framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Árness í Þorlákshöfn, sem hér er í ræöustól, og nafni hans Blöndal alþingismaður. Fundar- sókn var góö og svöruöu nafnarnir fyrirspurnum í almennum umræöum að loknum erindum. í ræöu sinni sagöist Pétur m.a. vera sammala því aö erlendum fyrirtækjum yröi leyft aö fjárfesta í sjávarútvegi, á sama hátt og íslensk fyrirtæki gætu fjárfest erlendis. En fara þyrfti aö meö gát. Pá sagöi Pétur aö sér sýndist ólíklegt aö útlendir fjárfest- ar, sem vildu hámarka sinn arð, töldu íslenska hlutabréfamarkaöinn vænlegan. Pétur taldi nauðsynlegt aö auka frelsi í sjávarútvegi og minnka afskipti hins opinbera. -bjb/DV-mynd GS Hlutabréfaviðskipti í síðustu viku um Verðbréfaþing íslands og Opna tilboðsmarkaðinn námu heilum 158 milljónum króna. Nærri helmingur af þeim viðskiptum voru með bréf Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað, eða fyrir 74 milljónir. Þessi mikla sókn í Síldarvinnsluna kemur í kjöl- far útboðs í nýtt hlutafé í fyrirtæk- inu sem lauk nýlega. Önnur mestu viðskipti voru með hlutabréf Sláturfélags Suðurlands, eða fyrir rúmar 16 milljónir. Svip- uðu háttar með SS og Síldarvinnsl- una en hlutaíjárútboð fór þar fram á dögunum. Þriðju mestu viðskipti voru með Eimskipsbréfm eða fyrir tæpar 14 milljónir. Að öðru leyti voru viðskipti lífleg og bréf í mörgum félögum skiptu um eigendur. Hlutabréfaverð steig jafnt og þétt, ef marka má þingvísi- töluna sem komin var í 1888 stig á mánudag. Enda hefur gengi hluta- bréfa í stórum félögum eins og Eim- skip, Flugleiðum, Skeljungi og Granda hækkað nokkuð. Þá urðu töluverð viðskipti með bréf Marels og helst gengi þeirra enn í 10,0. Kopar felldi álið Staðgreiðsluverð áls á heims- markaði féll um miðja síðustu viku í kjölfar skyndilegrar lækkunar á koparverði. Verðið fór niður fyrir 1.500 dollara tonnið. Þegar viðskipti hófust í London í gærmorgun var verðið aftur komið yfir 1.500 dollara og að mati sérfræðinga horfur á stöðugleika næstu daga. Enginn togari landaði erlendis í síöustu viku, samkvæmt upplýsing- um Aflamiðlunar LÍÚ, en í gáma- sölu í Englandi seldust 423 tonn að verðmæti tæpra 57 milljóna króna. Verð er í meðallagi um þessar mundir á erlendum mörkuðum. -bjb Skipasölur 150 ÍOO Eimskip Olíufélagið PingvísiL hlutabr. 1888,52 1900 Þingvísit. húsbr. ;[pvl 1600 1550 1500 1450 Gámaþorskur 108.67 150 100 Dollar DV Vextir húsbréfa - flokkur 96/3 - 5,8 -j—----------.--- OS3H Húsbréfavextir á hraðri niðurleið Ávöxtunarkrafa húsbréfa hef- ur verið á hraðri niðurleið und- anfarnar vikur, ekki síst eftir að ljóst varð að 17 milljarðar króna í spariskírteinum yrðu lausir til innlausnar um næstu mánaða- mót. Húsbréfavextir hafa fylgt lækkun á vöxtum 20 ára spari- skírteina. Að öllu óbreyttu er reiknað með að vextir húsbréfa mjakist áfram niður á við næstu vikurnar. Á meðfylgjandi grafi má sjá þróunina frá 28. maí sl. Sjöföldun eigna lífeyrissjóðanna Eignir lífeyrissjóðanna nær sjöfölduðust á árunum 1980 til 1994, miðað við fast verðlag. Eignirnar jukust um 77% frá 1989 sem jafngildir um 12% raunaukningu á ári. Hrein eign lífeyrissjóða hefur vaxið sem hlutfall af peningalegum sparn- aði úr 22% í 45% á síðustu 15 árum. Á sama tíma hafa innlán og verðbréfaútgáfa innlánsstofn- ana, sem hlutfall af peningaleg- um sparnaði, farið úr 42% niður í 33%. Áætlað er að hrein eign lífeyrissjóðanna hafi numið 262 milljörðum króna í árslok 1995. Frá þessu er greint í nýjasta fréttabréfi SAL, Sambands al- mennra lífeyrissjóða. Reiknistofa bankanna kaupir nýja móðurtölvu Reiknistofa bankanna hefur undirritað samning við Nýherja um kaup á nýrri IBM-móður- tölvu. Tölvan er af nýrri kynslóð loftkældra IBM móðurtölva, CMOS, og er töluvert afkasta- meiri en núverandi tölva. Hér er á ferðinni afkastamesta tölva landsins sem tekur tveggja fer- metra gólfpláss og vegur 600 kg. Eldri tölvan hefur þurft 65 fer- metra pláss og vegur 20 tonn. Skipti á tölvubúnaðinum fara fram á næstunni. Myntkort frá Visa Visa-lsland hefur fengið nokk- ur myntkort til prufunotkunar hérlendis. Hér er á ferðinni ný tegund greiðslukorta sem inni- heldur örgjörva með ákveðinni peningaupphæð. Kortin koma í stað reiðufjár og ætluð til greiðslu smáupphæða og smávarnings, s.s. í söluturnum, ísbúðum, sjálfsölum og bílastæð- um. Kortin verða reynd á Ólymp- íuleikunum í Atlanta í sumar. Af því tilefni hefur Visa-fsland ákveðið að láta öllum fslenskum ólympíufórum í té kort með 50 dollara hleðslu. Rýrnandi gjald- eyrisstaða Gjaldeyrisstaða Seðlabankans rýrnaði um 7,6 milljarða í maí sl. Gjaldeyrisforðinn minnkaði um 6,7 mifljarða og erlendar skamm- tímaskuldir jukust um 900 millj- ónir. Rýrnun forðans stafaði að mestu af 5,8 milljarða greiðslum afborgana og vaxa af erlendum lánum ríkissjóðs. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.