Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1996, Blaðsíða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 ^ 17 - íþróttir íþróttir Guðmundur til Selfyssinga Guðmundur Karlsson verður næsti þjálfari 1. deildaf liðs Selfyss- inga í handknattleik og tekur við af Valdimar Grímssyni sem er kominn til Stjörnunnar. Guðmundur hefur þegar skrifað undir eins árs samn- ing. Guðmundur hefur þjálfað FH- inga undanfarin tvö ár og var áður aðstoðarþjálfari hjá Hafnarfjarðar- liðinu þannig að þetta verður fyrsta starf hans utan heimabæjarins. Selfyssingar voru sem kunnugt er búnir að gera munnlegt samkomu- lag við Michael Akbashev um þjálf- un liðsins en hann hætti síðan óvænt við. „Við sem störfum við handbolt- ann hér á Selfossi erum mjög ánægðir með að hafa fengið Guð- mund í þetta starf. Það ríkir almenn ánægja með þessa lendingu í mál- inu. Við höfum misst frá okkur reynda og sterka leikmenn og það verður því verk þeirra yngri að taka við og byggja upp handboltann. Enn þá eru hjá okkur reyndir menn á borð við Hallgrím Jónasson í markinu og Einar Guðmundsson auk Rússans. Við ætlum að keyra á þeim mannskap sem við eigum en í dag eigum við tvo leikmenn í flestar stöður. Það verður um fram allt stefnt að því að halda sætinu í 1. deild,“ sagði Hallur Halldórsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, í samtali við DV í gærkvöldi. -JKS-VS Knattspyrna í kvöld: Fjórir í 1. deild Fjórir af fimm leikjum í 4. umferð 1. deildarinnar í knattspyrnu fara fram í kvöld. ÍA og Valur mætast á Akranesi, ÍBV og Fylkir í Eyjum, Keflavík og Leiftur í Keflavík og KR mætir Breiðabliki í vesturbænum. Allir leikirnir heijast klukkan 20. Síðasti leikurinn, milli Stjörnunnar og Grindavíkur, fer fram í Garða- bænum annað kvöld á sama tíma. í 2. deild er einn leikur á dagskrá. Völsungur og Víkingur mætast á Húsavík klukkan 20. í 3. deild mæt- ast HK-Höttur, Þróttur N.-Ægir, Fjölnir-Grótta og Selfoss-Víðir og í mjólkurbikarkeppni kvenna leika Reynir S. og FH. VESTMANNAEYJAR Nýr umboðsmaöur DV SVANBJÖRG GÍSLADÓTTIR Búhamri 9 - Sími 481 2395 lýsa Evrópukeppninni í Fjölvarpi Stöðvar 2 Fimmtudagur 13. júní Föstudagur 14. júní Laugardagur 15. júní Sunnudagur 16. júní Þriðjudagur 18. júní kl. 18:00 kl. 15:15 kl. 13:45 kl. 16:30 kl. 15:15 Miðvikudagur 19. júní kl. 18:00 Laugardagur 22. júní Sunnudagur 23. júní Miðvikudagur 26. júní Sunnudagur 30. júní kl. 13:45 eða 17:00 kl. 13:45 eða kl. 14:30 kl. 17:30 Sviss - Holland Portúgal - Tyrkland England - Skotland Króatía - Danmörk Frakkland - Búlgaría Rúmenía - Spánn Rússland - Tékkland Ítalía - Þýskaland Leikur í átta liða úrslitum 17:00 Leikur í átta liða úrslitum Undanúrslit Úrslitaleikurinn BIW096 Entflitnd aaa PRIME™ Áskrift í síma: 515 61001 , Grænt númer: 800 6161 FJÖLVARP Við lánum þér loftnet ss ss ss ss ss ss ijr«g jHffff § |^ypg§fj|§f 9 0 4 - 5 0 0 0 Verð aðeins 39,90 mín. Þú þarft aðeins eitt símtal í Lottósíma DV til að fá nýjustu tölur í Lottó 5/38, Víkingalottó og Kínó t > LOTTOsIati 9 0 4 - 5 0 0 0 „ Tennis: Iris og Davíð voru sterkust íris Staub og Davíð Halldórs- son úr TFK urðu tvöfaldir sigur- vegarar í meistaraflokki á stór- móti Þróttar í tennis sem fram fór um síöustu helgi. íris sigraði í einliðaleik kvenna og í tvíliða- leik með Evu Hlín Dereksdóttur, TFK. Davíö sigraði í einliðaleik karla og í tvíliðaleik ásamt Jóni Axel Jónssyni, UMFB. Davíð lét þó ekki þar við sitja því hann sigraði einnig í drengjaflokki á mótinu. í öðlingaflokki urðu Guðný Ei- ríksdóttir, Christian Staub, Atli Arason, Þorleifur Magnússon og Sverrir Brynjólfsson, öll úr Þrótti, sigurvegarar. í barna- og unglingaflokkum sigruðu, auk Davíðs, þau Rebekka Pétursdótt- ir, Fjölni, Þórir Hannesson, Fjölni, Hafsteinn Kristjánsson, TFK, Freyr Pálsson, Víkingi, Þórunn Hannesdóttir, Fjölni, og Stefanía Stefánsdóttir, Þrótti. Golf: Kvennamót í Grafarholti Fyrsta opna mót sumarsins í Grafarholti fór fram á sunnudag- inn, opna Diletto-mótið, sem er kvennamót í þremur forgjcifar- flokkum. Þyrí Þorvaldsdóttir, GR, sigraði í A-flokki á 68 högg- um, Rut M. Héðinsdóttir, GKJ, í B-flokki á 63 höggum og Viktoría Kristjánsdóttir, GR, í C-flokki á 68 höggum. Besta skor mótsins átti Ólöf María Jónsdóttir, GK, 76 högg. Knattspyrna: Romario aftur til Spánar Romario, brasiliski knatt- spyrnusnillingurinn, er á leið til Spánar á ný eftir dvöl hjá Fla- mengo í heimalandi sínu. Rom- ario er búinn að handsala tveggja ára samning við Val- encia en hann lék með Barcelona þar til heimþráin varð of sterk. 3. deild: Jafntí toppslag Reynir úr Sandgerði og Dalvík gerðu jafntefli, 3-3, f leik tveggja efstu liðanna í 3. deild í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Jónas Gest- ur Jónasson skoraði tvö mörk fyrir Reyni og Amar Óskarsson eitt. Jón Örvar Eiríksson skor- aði tvö af mörkum Dalvíkinga og Grétar Steinþórsson eitt. Reynir er I efsta sætinu með 10 stig að loknum fjórum leikj- um og Dalvík hefur 8 stig einnig eftir fjóra leiki. -JKS Pierluigi Casiraghi fagnar innilega fyrra gær. Casiraghi skoraði síðan sigurmark marki sínu gegn Rússum á Anfield Road í ítala í síðari hálfleik. Reuter-mynd U t F A BIW096 m EinkunnaÉiöf Reuters 8 Zola, Italíu, Casiraghi, ftalíu, Mostovoi, Rússlandi, Tsymbalar, Rússlandi Bushmanov, Rússlandi, Mario Stanic, Króatíu Einungis einn leikmaður hefur fengið hæstu einkunn frá Reuter, eða 10, og var það enginn annar en Peter Schmeichel, markvörður Dana og leikmaður með Manchest- er Utd, sem þótti sýna stórleik gegn Portúgölum þrátt fyrir að hafa fengið mark á sig og á hann eflaust eftir að fá þær fleiri áður en mótinu lýkur. Sindri mætir Stjörnunni 4. deildar lið Sindra frá Homa- firði mætir 1. deild- ar liði Stjömunnar á heimavelli í 32 liða úrslitum Mjólkur- bikarkeppni KSÍ. Sindri lék á Fá- skrúðsfirði gegn Leikni í gærkvöld í 1. umferð keppninn- ar og bar sigur úr býtum, 1-3. -JKS Italir sýndu mikinn styrk gegn Rússum - Casiraghi skoraði bæði mörk ítala ítalir hófu keppni á Evrópumót- inu í gær með því að leggja erfiða andstæðinga að velli, sjálfa Rússa, á Anfield Road í Liverpool. Það mátti glöggt sjá í upphafi að þarna fóru mjög sterk lið og eftir fyrstu um- ferðina í C-riðli er ómögulegt að spá fyrir um hvaða þjóðir komast upp úr riðlinum. Þjóðverjar, sem leika í þessum sama riðli, geta bók- að mun meiri mótspyrnu en þeir fengu gegn Tékklendingum á sunnudaginn var. Rússar sýndu það í fyrri hálfleik að þeir hafa lið sem hefur alla burði til að ná langt í keppninni. Rússar léku þá mjög skemmtilega, samspil þeirra var fallegt og þeir sýndu flinkum ítölum enga miskunn. Rússar virtust ekki halda þennan leik út því í síðari hálíleik snerist dæmið við og ítalir fóru þá virki- lega að sýna mátt sinn og megin. Vörn ítalska liðsins var firna- sterk og komust Rússar ekkert áleiðis gegn henni. ítalir voru mun beittari í sóknaraðgerðum sínum og hefðu með smáheppni getað bætt við mörkum. Pierluigi Casiraghi skoraði bæði mörk ítaiska liðsins og tyllti sér þannig í efsta sætið yfir markaskor- ara á mótinu til þessa. Mjög vel var staðið að bæði mörkum ítala sem og einnig hjá Rússum sem Ilya Tsymbalar skoraði. Gianfranco Zola átti góðan leik hjá ítölum og einnig markaskorar- inn, Casiraghi. Fabrizio Ravanelli leysti Casiraghi af hólmi tíu mínút- um fyrir leikslok og fór mjög illa með tvö tækifæri á þeim stutta tíma sem hann var inn á. Rússa er óhætt að taka alvarlega Ef Rússar hefðu náð að leika af sama krafti allan leikinn er ekki víst að þeir hefðu tapað leiknum. Rússar eru með öflugt lið og hafa mannskap til að veita Þjóðverjum harða keppni. Rússneska liðið var óskrifað blað fyrir keppnina, fáir vissu hvar liðið stæði, en eftir þenn- an leik er óhætt að taka það alvar- lega. Sacchi hrósaði sínum mönnum Arrigo Sacchi hrósaði sínum mönnum í hástert á blaðamannafundi fyrir leikinn sem þeir sýndu í síðari hálfleiknum gegn Rússum. Sacci taldi þetta besta hálfleikinn sem ítalska liðið hefði sýnt undir hans stjórn. Sagði sagði sína þjóð mjög kröfuharða þegar knattspyrnan væri annars vegar. „Samvinna Casirraghi og Zola var frábær" „Það er tveir möguleikar í stöð- unni. Annars vegar að verða kysst- ur á skallann eða grýttur tómötum. Ég á fyrri kostinn í þetta sinn og tómatarnir bíða um sinn í ísskápn- um. Fyrri hálfleikinn lékum við illa og við hefðum sennilegast tapað leiknum ef við hefðum ekki breytt leik okkar í síðari hálfleik. Sam- vinna þeirra Zola og Casiraghi var frábær í leiknum," sagði Sacchi. Casiraghi var ánægður með úrslitin og sinn hlut í leiknum og sagði að samkeppnin um stöður í liðinu væri mjög hörð. Oleg Romantsev, þjálfari Rússa, sagði að ekkert lið gæti leyft sér það að sofa á verðinum gegn ítölum. „Baráttan og athyglin verður að vera fyrir hendi frá byrjun til enda. Á þessum þáttum brugðumst við í síðari hálfleik," sagði Roman eftir leikinn. -JKS »li Ítalía (1) 2 Rússland (1) 1 1- 0 Pierluigi Cashiragi (5.) með góðu skoti rétt utan vítateigs eftir misheppnað útspark markvarðar Rússa. 1-1 Ilia Tsymbalar (21.) komst i gegnum vörn ítala eftir þunga sókn og skoraði með hörkuskoti. 2- 1 Casiraghi skoraði aftur eftir glæsilega sókn Itala. Lið Ítalíu: Peruzzi - Mussi, Costacurta, Apolloni, Maldini - Di Livio (Fuser 62.), Albertini, Di Matteo, Dei Piero (Donadoni 46.) - Zola, Casiraghi (Ravanelli 80.). Lið Rússlands: Tsjertsjesov - Tetradze, Bushmanov (Kolyvanov 46.), Onopko, Kovtun - Kantsjelskis, Karpin (Kiryakov 63.), Mostovoi, Tsymhalar (Dobrovolsky 70.) - Kolyvanov, Radimov. Þýskaland 1 1 0 0 2-0 3 Ítalía 1 1 0 0 2-1 3 Rússland 10 0 11-2 0 Tékkland 10 0 10-2 0 Leikir sem eftir eru: 14.6. Tékkland-ltalía.......18.30 16.6. Rússland-Þýskaland....14.00 19.6. Rússland-Tékkland.....18.30 19.6. Ítalía-Þýskaland......18.30 „Framtíð mín er hjá Bayern" - segir Þjóöverjinn Jurgen Klinsmann Hinn geysisterki fyrirliði og framherji þýska landsliðsins, Jurgen Klinsmann, sagði blöðum í Englandi að hann myndi ekki spila i Englandi á næstu leiktíð en þær sögusagnir hafa gengið í Englandi undanfarnar vikur. „Framtíð mín er hjá Bayern Munchen. Ég vill vinna þýska meistaratitilinn og Evrópukeppni meistaraliða," sagði þessi fyrrum leikmaður Tottenham en þar blómstraði hann. Klinsmann hafði verið orðaður við Chelsea og einnig hafði Alex Ferguson hjá Manchester Utd. lýst yfir áhuga sínum á þessum markaskorara. „Ég verð að brosa út af þessum vanga- veltum," bætti hann við. ' Þó að hann hafi átt í útistöðum við Lothar Matthaeus, leikmann Bayern Munchen og fyrrum landsliðsfyrirliða, þá trúa fáir því að hann yfirgefi þennan Spánverjar undirbjuggu sig vel á æfingu í gær fyrir leikinn gegn Frökkum á laugardaginn kemur. Eftir æfinguna slöppuðu leikmenn vel af og ekki vék kvenlögreglukona sér frá leikmönnum þó fáklæddir væru. Öryggis liðanna í keppninni er gætt í hvívetna. Reuter-mynd Króatar björguðu sér fýrir horn - ollu miklum vonbrigðum ríkasta klúbb Þýskalands. Klinsmann var í banni í fyrsta leik Þjóðverja gegn Tékklandi þar sem lið hans sigraöi, 2-0. „Ég var miklu stress- aðri á áhorfendapöllunum heldur en ef ég væri á vellinum sjálfum því ég gat ekki haft nein áhrif á leikinn," sagði fyr- irliðinn. Hann er til í slaginn gegn liði Rússa á sunnudaginn kemur. Þjóðverjar eru í riðli með Rússum, ítölum og Tékkum og eru líkurnar á að þeir vinni keppnina enn þá 4-1 og er greinilegt að Þjóðverjar verða með eitt af efstu liðunum eins og endranær í stórmótum. Þegar Klinsmann var spurð- ur að því hvað gerðist ef Þjóðverjar kæmust ekki úr þessum „dauðariöli" sagði hann. „Það væri langbest ef við færum ekkert heim aftur.“ -JGG Það má með sanni segja að leikur Króata og Tyrkja hafi verið jafnleið- inlegur og leilcur ítala og Rússa var skemmtilegur. Leikmenn Króata voru á hælunum allan leikinn og áttu í mesta basli með baráttuglaða Tyrki sem voru hvattir áfram af 15.000 áhangendum þeirra sem hvöttu sína menn til dáða. Jafntefli hefði verið sanngjarnt í þessum leik en það' voru Króatar sem náðu að stela sigrinum á 86. mínútu með marki frá varamannin- um Goran Vlaovic sem stakk vörn Tyrkja af og skoraði laglega fram hjá markverðinum. Tyrkir voru meira með boltann i leiknum og sýndu oft á tíðum ágæt- an bolta en sóknir þeirra náðu ekki að klárast sem skyldi. Það er greini- legt að þetta lið er töluvert sterkara en liðið sem Islendingar töpuðu svo eftirminnilega fyrir í Istanbul. Tyrkir ætla greinilega ekki að láta sitt eftir liggja í þessari Evrópu- keppni og verður gaman að fylgjast með þeim í leikjunum sem eftir eru og er víst að þeir eiga nóg eftir. Króatar hins vegar ollu miklum vonbrigðum með lélegum leik, bit- lausum sóknum og lykilmennirnir, Davor Suker, Zvonimir Boban og Alen Boksic, náðu sér aldrei á strik og verða Króatar að teljast heppnir að hafa unnið þennan leik því þeir réðu í rauninni aldrei ferðinni. Ein- földustu hlutir voru að klikka hjá Skotar halda sér á jörðinni Þjálfari Skota, Craig Brown, vili ekki leyfa sér miklar vonir þrátt fyrir prýðisgóðan leik hjá sínum mönnum á þriðjudaginn var þegar þeir náðu markalausu jafntefli gegn Hollendingum. Þrátt fyrir að vera ánægður með stigið úr viðureigninni þá sagði hann að það væri margt hægt að laga hjá skoska liðinu. „Við ætlum ekki að missa einbeitinguna þrátt fyrir jafnteflið því við eigum tvo mikilvæga leiki eftir og ég veit að viö getum spilað betur,“ sagði Brown. „Samt held ég að önnur lið fari að hugsa um okkur sem lið sem eigi smámöguleika," bætti þjálfarinn við. Liðsandinn er mjög góður hjá Skotum eftir leikinn og eru menn spenntir fyrir leikinn gegn Eng- lendingum og er þetta í fyrsta sinn sem liðin mætast síðan þau mætt- ust á Wembley 1989. Brown hefur ekki miklar áhyggjur af því þó að hin liðin í riðlinum séu talin sig- urstranglegri, „Ég er mjög ánægð- ur ef fólk heldur það.“ -JGG þessu liði sem hefur marga sterka leikmenn innanborðs og enduðu gíf- urlega margar sendingar þeirra annaðhvort út af eða hjá Tyrkjum. Það var ekki fyrr en á síðustu tíu mínútunum að þeir sýndu smálit með nokkrum fínum færum en það var ekki fyrr en að Boksic var skipt út af fyrir Vlaovic að dæmið gekk upp hjá þeim. Það er greinilegt að Króatar verða að sýna sterkari leik á móti hinum bráðskemmtilegu Dönum og Portúgölum ef þeir ætla sér áfram í þessari keppni og eiga þeir erfitt verkefni fram undan., Fyrirliði Króata, Zvonimir Bob- an, er áhyggjufullur fyrir leikinn gegn Dönum á sunnudaginn kemur. „Ég á í erfiðleikum með hnéð á mér og ég er ekki viss um að ég spili með gegn Dönum. Þetta var ekki glæsilegt hjá okkur en við munum spila betur gegn Dönum,“ sagði Boban. „Það er ómögulegt að spila annan leik svona illa, þetta var ljótt en við unnum og það er það sem skiptir máli.“ Tyrkir mæta Portúgölum á fóstu- daginn og eru þeir til alls líklegir og aldrei að vita nema þeir nái að næla í nokkur stig. Vanmat annarra liða er þeirra stærsti kostur eins og sást í dag og er þetta svipað og gerðist í leik Hollendinga og Skota þar sem litla liöið náði að pirra stjörnurnar. -JGG Króatía (0) 1 Tyrkland (O) 0 1-0 Goran Vlaovic (86.) Lið Króatíu: Drazen Ladic-Robert Jarni, Igor Stimac, Slaven Bilic, Nikola Jerken-Aljosa Asanovic, Robert Prosinecki, Zvonomir Boban (Zvonimir Soldo 57.), Mario Stanic- Davor Suker (Dubravko Pavlicic 90.), Alen Boksic (Goran Vlaovic 73.) Lið Tyrklands: Rustu Rehber, Vedat Inceefe, Alpay Ozalan, Tugay Kerimoglu, Ogun Temizkanoglu- Rahim Zafer, Sergen Yalcin, Abdullah Ercan, Arif Erdem(Hami Mandirali 82.)- Tolunay Kafkas (Saffet Sancakli 89.) Hakam Suker. Króatía 110 0 1-0 3 Danmörk 10 10 1-1 1 Portúgal 10 10 1-1 1 Tyrkland 10 0 1 0-1 0 Leikir sem eftir eru: 14.6. Portúgal-Tyrkland...15.30 16.6. Króatía-Danmörk ....17.00 19.6. Króatía-Portúgal....15.30 19.6. Tyrkland-Danmörk....15.30 UtFA BUT096 Steve Howie úr leik Enska landsliðið varð enn fyrir áfalli í gær þegar i ljós kom að Steve Howie getur ekkert leikið með því í keppninni en hann meiddist á æfingu á sunnudag. Þar meö eru bara tveir miðverðir eftir i hópnum hjá Terry Venables, Tony Adams og Gareth Southgate. Enga sálfræði! Terry Venables, þjálfari Eng- lendinga, hafnaði sálfræðiaðstoð sem honum var boðið fyrir leik- inn gegn Skotum á laugardaginn kemur. Sálfræðingurinn Uri Geller, sem varð frægur fyrir að beygja hnífapör meö hugarorku einni saman, sagðist geta bætt liðsandann hjá Englendingum. Hann sagði að þeir ættu að ímynda sér sig vera að skora og að þeir ættu einnig að snerta boltann sem var notaður í úr- slitaleik HM 1966 þegar England vann. Venables sagði að leik- mennirnir væru nú þegar vel stemmdir fyrir leikinn og von- um við slíkt hið sama. Cantona hvað? Christophe Dugarry, marka- skorari franska landsliðsins, trú- ir því að lið þeirra hafi sannaö að þeir muni verða erfiðir viður- eignar í keppninni og þurfi hvorki Eric Cantona né David Ginola. „Við byrjuðum vel og sýndum það að við þurfum ekk- ert svona fýlupoka í liðið,“ sagði Dugarry. Veðbankarnir Nú hafa möguleikamir hjá Skotum og fleiri liðum breyst eftir úrslit vikunnar. Möguleikar Skota á að vinna keppnina eru núna 66-1 í stað 80-1. Líkur Hollendinga breyttust frá 11-2 í 6-1 og Frakkar eru núna 5-1 í stað 6-1 og Rúmenía datt i 50-1 úr 25-1. -JGG nr.12 KR - Breiðablik nr.13 Keflavík - Leiftur nr.14 ÍA-Valur nr.15 ÍBV - Fylkir SPILAÐU IV1EÐ ÞINU UDI ■CRAUMALIB DV l>ú færð' allar upplýsingar um stöðu þfna í leiknum og stöðu efstu iiðanna í síma 904 IOI5 Verð 39,90 mínútan Sami/iniiiilerlirLsiiilsýii ÍPRÓTTADEILD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.