Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1996, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 11 DV Utlönd Mannskæö sprenging í verslunarmiöstöð í Sao Paulo: Gaslekí er senni- legasta orsökin Að minnsta kosti 37 manns hafa látist og yfir 200 eru alvar- lega særðir eftir að öflug sprengja sprakk í verslunar- miðstöð i stórborginni Sao Paulo í Brasilíu í gær. Sprengjan sprakk á mesta annatíma og varð sprengingin á veitingastað í miðstöðinni. Ekki er fullljóst hvað olli sprengingunni, en talið er líklegt að gasleki í pípum á veitingastaðnum hafi orsakað þessa mannskæðu sprengingu. Óvenjumikið var af fólki í verslunarmiðstöðinni þegar sprengingin varð, sérstaklega ungu fólki. Dagurinn í gær var síðasti verslunardagurinn fyrir „Dag elskendanna" í Brasilíu, þegar hefð er fyrir því að ástfang- ið fólk gefi hvað öðru gjafir. Af þeim sökum var svo mikið af Björgunarmenn leita að slösuðum eða látn- um í rústum verslunarmiðstöðvarinnar í borginni Sao Paulo í Brasilíu. Símamynd fólki á staðnum og talið að svo margir hafi slasast eða látist í sprengingunni. Tvær hæðir í verslunarmiðstöðinni hrundu við hina öflugu sprengingu og meirihluti látinna eða slasaðra virðist hafa kramist við það. Slæmar aðstæður á slysstað gerðu björgunarmönnum mjög erfitt fyrir og á tímabili varð að hætta björgunaraðgerðum vegna þess að hætta var á að fleiri hæð- ir hryndu. Ibúar í Brasilíu eru fullir óhug eftir þennan atburð, en þeir fengu að fylgjast með björgunaraðgerðum í beinni sjón- varpsútsendingu. Búist er við að tala látinna eigi eftir að hækka töluvert því að margir eru alvar- lega slasaðir og ekki er heldur búið að finna öll líkin í rústun- um. Reuter Vinsælasti grínleikari samtímans, Jim Carrey, kemur hér tii frumsýningar á nýjustu mynd sinni „Cable Guy“ í fylgd unnustu sinnar, Lauren Holly. Talið er að myndin eigi eftir að verða einn af sumarsmeilunum í ár. Símamynd Reuter Borís Jeltsín gerir játningar í kosningaræöu: Var hálfgerður vand- ræðagripur í skóla Borís Jeltsín Rússlandsforseti flutti tilfmningaþrungið ávarp til þjóðar sinnar i sjónvarpi í gær þar sem hann rifjaði m.a. upp hvernig hann varð ástfanginn af eiginkonu sinni, Naínu, og að hann hefði verið hálfgerður vandræðagripur í skóla. Forsetinn var í fráflakandi skyrtu og virtist afskaplega afslappaður í þessu síðasta ókeypis kosningaá- varpi sínu í rússneska almennings- sjónvarpinu. Þetta var í eina skiptið sem hann hefur komið fram í eigin persónu. „Ég kem úr nokkuð sterkri bændafjölskyldu. Ég átti aldrei í neinum vandræðum í skóla, nema hvað ég var dálítið baldinn," sagði Jeltsín, við dúndrandi píanóundir leik. . Forsetanum er mjög í mun að sannfæra rússneska kjósendur um að hann sé verður annars kjörtíma- bils á forsetastóli. Kosningarnar verða á sunnudag og er búist við hörkubaráttu milli Jeltsíns og Gennadís Zjúganovs, frambjóðanda kommúnista. „Einhvern tíma á öðru ári í há- skólanum hitti ég Naínu. Þegar við vorum um það bil að útskrifast ákváðum við að hittast eftir ná- kvæmlega eitt ár. Ef við bærum ein- hverjar tilfinningar hvort til annars þá væri það bara gott,“ sagði Jeltsín styrkri röddu, en þó eilítið daufri. „Við giftum okkur svo. Nema hvað ég var að vonast eftir dreng en hún ól mér dætur í bæði skiptin," sagði hann. Jeltsín minnti þó á það með stolti að eitt barnabarn hans væri skírt í höfuðið á honum. „Borís er eins og ég í skapinu. Hann er ekta leiðtogi. Hann á það til að lenda í slagsmál- um en ég álasa honum aldrei fyrir það,“ sagði Borís Jeltsín. Reuter Joensen mynd- ar nýja stjórn í Færeyjum Edmund Joensen, for- maður Sam- bandsflokks- ins, batt enda á vikulanga stjórnmálaó- vissu í gær þegar hann tilkynnti að hann hefði myndað nýja samsteypustjórn með Fólka- flokknum og Sjálfstjórnarflokkn- um, auk þess sem tveir fyrrum félagar í Verkamannafylking- unni eru með. Nýja landstjórnin nýtur stuðn- ings sautján af 32 þingmönnum lögþingsins. Um tíma var talið að boða þyrfti til kosninga eftir brott- hlaup jafnaðarmanna úr land- stjórninni í júníbyrjun. Reuter IteHMIJi 6VRÉMVWRM!l Samsung M-Ó235 er 17 lítra örbylgjuofn með 29 cm snúningsdiski, 800 W, 9 stillingum, sjálfvirkri stillingu fyrir þíðingu o.m.fi. Hann er einstaklega öfiugur og vandaður á ótrúlegu verði: Athugið! Viðveitum5áraábyrgð á magnetrónunni, sem er hjartað i ofnunum! B‘UБIRNAR Skiphotti 19 Grensásvegi 11 Sími: 552 9800 Sími: 5886 886 WVr7!>M>M 'A ■ V7-AJJ Netta?w, eldhús - bað - fataskápar Eigum fyrirliggjandi fallegu og vönduðu dönsku NETTO-line baðinnréttingarnar. Einnig margar stærðir fataskápa á frábæru verði. ÞESSI GLÆSILEGA BAÐINNRÉTTING, GERÐ „ROMANTIC", KOSTAR AÐEINS FYRSTA FLOKKS FRÁ /FOniX HÁTÚNI 6A REYKJAVlK SlMI 552 4420 Afmælistilboð 12.-15. júní Eitt ár er síðan við fluttum af Laugaveginum í Mörkina 6 Fyrír 17. jjúní Heilsárskápur með fóðri sem hægt er að hneppa frá, áður kr. 21.900, nú 15.900 Sumarkápur, áður kr. 19.900, nú kr. 9.900 Unglingajakkar, heilsárs, regnþéttir, áður kr. 15.900, nú kr. 7.900 Stuttkápur, áður kr. 12.900, nú kr. 7.900 Ullarjakkar, yfirstærðir, áður kr. 13.900, nú kr. 4.900 Sumarjakkar, áður kr. 16.900, nú kr. 4.900 Mörg önnur spennandi tilboð Sumartími: Opið laugardaga 10-14 Verið velkomin HW5ID Mörkinni 6 - Sími 588 5518 3<>i„n Stökktu til Benidorm 25. júní fyrir 29.932 í 2 vikur Við seljum nú síðustu sætin til Benidorm 25. júní og bjóðum þér einstakt ferðatilboð þar sem þú getur notið þess besta í yndislegu veðri á Benidorm í júní. Þannig gengur það fyrir sig: Við höfum tryggt okkur viðbótargistingu á frábærum kjörum. Þú bókar á mánudag eða á þriðjudag og tryggir þér sæti og gistingu og fimm dögum fyrir brottför hringjum við í þig og segjum þér hvar þú gistir í fríinu. HEIMSFERÐIR Verð kr. 29.932 M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, 2 vikur, skattar innifaldir. Verðkr.39.960 M.v. 2 fullorðna í íbúð, 25. júní, 2 vikur, skattar innifaldir. Austurstræti 17, 2. hæð, sími 562 4600 V/SA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.