Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1996, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 Pétur Kr. Hafstein virðist hafa næga útgeislun. Varla hæfur í flugvélum vegna utgeislunar „Þetta afsannar rækilega gam- ansögur um að ég hafi ekki út- geislun til að opna sjálfvirkar glerhurðir. Útgeislunin er slík að ég er nánast ekki hæfur í flug- vélum lengur." Pétur Kr. Hafstein, í Tímanum. Ummæli Áhugi íslendinga á að semja „Mér er lífsins ómögulegt að skilja þennan áhuga íslendinga á að semja við hina og þessa um allt mögulegt." Snorri Snorrason útgerðarmaöur, i OV. Leikið og sungið í gegnum trekt „Þreytandi uppmögnunar- tónninn hélt þeirri tilfínningu hlustandans vakandi til loka, að leikið og sungið væri í gegnum trekt.“ Ríkarður Ö. Pálsson, i Morgunblað- inu, um tónleika Heimskórsins. Tónlist Le Grand Tango Loftkastalinn, tónleikar og dans- sýning kl. 20.30. Ævintýrakvöld Kammersveit Reykjavíkur, Þjóð- Ieikhúsið kl. 20.00. Sviðslist Cirkus Ronaldo Hijómskálagarðurinn kl. 20.00. Sýningar Silfur í Þjoðminjasafni Þjóðminjasafn íslands. Austurrísk myndlist: Egon Schiele og Arnulf Rainer Listasafn íslands. Tolli Gallerí Regnboginn. Fjörvit Nýlistsafnið. Benedikt Gunnarsson Gallerí Stöðlakot. Náttúrusýn í íslenskri myndlist Kjarvalsstaðir. Húbert Nói Gallerí Sævars Karls. Kocheisen og Hullman Gangur Snagar Form Ísland/Gallerí Greip. Sigrfður Sigurjónsdóttir Loftkastalinn. William Morris og verk hans Þjóðarbókhlaðan Osvaldo Romberg Perlan. Eftirsóttir einfarar Gallerí Hornið. Jón Axel Björnsson Gallerí Borg. Páll á Húsafelli Listasafn Sigurjóns. Hreinn Friðfinnsson Sólon íslandus. Karl Kvaran Norræna húsið Carl Andre Önnur hæð. Pia Rakel Sverrisdóttir Norræna húsið, anddyri. Andres Serano Sjónarhóll. Dauðinn í íslenskum veruleika Mokka. Rachel Whiteread fslensk grafík Robert Shay Þykknar upp í kvöld Skammt suður af Jan Mayen er 996 mb. lægð sem hreyfíst norðaust- ur og minnkandi lægðardrag við suðurströndina. Á Grænlandshaft er hæðarhryggur sem hreyfist aust- Veðrið í dag ur um land. Skammt suður af Hvarfi er 998 mb. lægð sem þokast hægt norðaustur. í dag verður norðaustan gola og léttir heldur til vestanlands en skýj- að annars staðar í fyrstu. Síðdegis léttir til norðanlands og austan með suðvestan golu en í kvöld og nótt þykknar upp um landið vestanvert. Hiti á bilinu 2 til 12 stig, hlýjast sunnanlands fram eftir morgni en hlýnandi norðan- og austanlands síðdegis. Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg breytileg átt eða norðvestan gola og léttir heldur til í dag en þykknar upp með sunnangolu í kvöld og nótt. Hiti 7 tU 12 stig í dag en 4 tU 7 stig í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 23.57 Sólarupprás á morgun: 2.59 SíðdegisUóð í Reykjavík: 16.07 ÁrdegisUóð á morgun: 4.30 Veðrið kl. 6 i morgun: Akureyri skýjaö 3 Akurnes skýjað 7 Bergsstaöir súld 2 Bolungarvík heiöskírt 3 Egilsstaóir skýjaö 5 Keflavíkurflugv. skýjaö 7 Kirkjubkl. alskýjaö 9 Raufarhöfn súld 2 Reykjavík skýjaö 5 Stórhöfði hálfskýjaö 6 Helsinki alskýjað 16 Kaupmannah. skýjað 17 Ósló skýjaó 14 Stokkhólmur skúr 19 Þórshöfn rigning 9 Amsterdam skýjaó 16 Barcelona heiðskírtr 21 Chicago heiöksírt 12 Frankfurt heiöskirt 22 Glasgow úrkoma í grennd 10 Hamborg léttskýjaó 19 London skýjaö 14 Los Angeles heiöskírt 17 Lúxemborg þokumóóa 19 Madríd heiöskírt 19 París skýjaö 18 Róm þokumóóa 24 Valencia heiöskírt 18 New York heiöskírt 20 Nuuk alskýjaö 0 Vín heiöskírt 21 Washington alskýjaö 24 Winnipeg léttskýjaö 22 Önundur Björnsson, upplýsingafulltrúi hjá Ástþóri Magnússyni: Himinlifandi yfir hverju prósentu- broti sem bætist á okkur „Megináherslan er lögð á friðar- vökurnar. Við höfum ekki tekið þann þólinn í hæðina að vera með framboðsfundi heldur stefna fólki saman í friðarvökur þar sem mál- in eru rædd fram og til baka og Ástþór situr fýrir svörum. Helst höfum við viljað ljúka friðarvök- unum með friðarbænum í kirkjum landsins og með þátttöku sóknar- presta en það hefur verið allur gangur á því, sumir hafa neitað Maður dagsins okkur um aðgang að kirkjum sín- um,“ segir Önundur Björnsson, upplýsingafulltrúi hjá Ástþóri Magnússyni, forsetaframbjóðanda. Önundur sagði að þessar vökur hefðu heppnast mjög vel og marg- ir kunni aö meta þetta framtak: „En eins og ég sagði þá erum við ekki alveg sátt við suma sóknar- presta sem hafa viljað synja okkur um bæn fyrir friði í heiminum. Önundur Bjömsson. Þeirra rök eru að við séiun með áróður en ég hef svarað því til aö fari prestur um borð í togara og fiskiskip sem er á leiðinni á miðin og flytji þar bæn fyrir áhöfh og afla þá sé það enginn áróður og þessi afstaða er illskiljanleg þegar haft er í huga að kirkjan hefur alla tíð verið að biðja fyrir friði.“ Önundur sagði aðspurður að þau sem störfúðu á skrifstofunni fyndu fyrir miklum meðbyr: „Það er mikið hringt hingað, fólk er af- skaplega ánægt og greinilegur meöbyr er og við sem störfum að framboði Ástþórs erum himinlif- andi yfir hverju prósentubroti sem bætist á okkur. Ástþór hefur ekki eingöngu verið að tala um kjarnorkusprengjur heldur friðar- mál í víðara samhengi, til dæmis þann frið sem einstaklingurinn þarf á að halda sem skapast ekki öðruvísi en að menn eigi ofan í sig og sjái að þeir geti séð sér far- borða.“ Önundur segist hafa komið upp- haflega inn í starfið hjá Ástþóri sem nokkurs konar leigupenni: „Ég var fenginn til að skrifa frétta- bréf sem verktaki. Svo þegar kom til forsetaframboðs fór ég að starfa að framgangi Ástþórs og þar sem ég er guðfræðingur og prestur þá rennur mér blóðið til skyldunnar að styðja við allan friðarboðskap og bænir um frið.“ -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1533: Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Mynd þessi er frá viðureign KR og Vals, en bæði liðin verða í eld- línunni f kvöld. Fjórir leikir í 1. deildinni Hugur margra knattspyrnuá- hugamanna er á Evrópumeist- aramótinu sem fram fer í Eng- landi þessa dagana, en keppnin í 1. deild hér heima heldur sinu ^striki og þar er spennan einnig 'mikil. í kvöld verða fjórir leikir í fjórðu umferð. íslandsmeistar- ar ÍA, sem óvænt töpuðu leik íþróttir gegn Leifri í síðustu viku, taka á móti Valsmönnum og má búast við að róðurinn verði erfiður hjá Val. Það þætti saga til næsta bæjar ef ÍA tapaði tveimur leikj- um í röð. í Vestmannaeyjum leikur ÍBV gegn Fylki, í Keflavík leika heimamenn við Leiftur og KR-ingar taka á móti Blikum. Allir leikirnir hefjast kl. 20.00. Síðasti leikurinn í umferðinni fer fram annað kvöld, þá leika Stjaman og Grindavík í Garða- bæ. Fjórða umferðin í 2. deild hefst einnig í kvöld og er einn leikur á dagskrá, Víkingar fara norður yfir heiðar og leika gegn Völsungum á Húsavík kl. 20.00 í kvöld. Bridge Jón Þorvarðarson og Sverrir Kristinsson eru spilafélagar í Dan- mörku og hafa vakið athygli fyrir góða frammistöðu á mótum. Þeir fé- lagamir tóku þátt í Bikarkeppninni í Danmörku. Spilafélagar þeirra eru Eyvind Sveinbjornsson (afi hans var íslenskur) og Leif Johansen. í fýrstu þremur umferðunum mættu þeir léttum andstæðingum og unnu þá næsta auðveldlega, en í fjórðu umferð voru andstæöingarnir ein sterkasta sveitin í Danmörku, Team Novo Nordisk (Bernes, Shaffer, Nicolaisen, Adamsen), spilarar sem hafa verið i landsliði Dana. Jón og Sverrir gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn með 96 impum gegn 80. í þessu spili í leiknum úr síðustu lot- unni náðu Jón og Sverrir fallegri tígulslemmu á aðeins 20 virka punkta. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og allir á hættu: 4 ÁG6 V D10X84 ♦ K9X853 * 2 * KDX105 •» Á96X52 G4 * G7 ♦ 832 » -- ÁDX10762 * ÁD93 N V A S * 974 •» KGX73 ■♦ — * K10865X4 Suður Vestur Norður Austur Sverrir Nicol. Jón Adamsen 14- 24 Dobl 3» 4* 4» 44 pass 5* pass 54 pass 64 p/h Eins tígla opnun Sverris lofaði mest 15 punktum, en kröftugar hindmnarsagnir andstæðinganna hjálpuðu NS að endurmeta spilin sín og eftir spaðafýrirstöðusögn norðurs ákvað Sverrir að fara í slemmuna. Eins og spilin liggja kemst sagnhafi ekki hjá því að vinna slemmuna. Útspilið var spaðakóngur og úrspilið því ekki vandamál. Spilið stendur gegn hvaða útspili sem er, allar leiðir liggja til Rómar. Samningurinn var 5 tíglar á hinu borðinu og gróðinn 13 impar. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.