Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1996, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 15 Óhófleg dýrkun tækniundra, ógæfulegt áherslubrengl „Tölvuvædd samskiptatækni er eins og góður bíll sem getur flutt fólk milli staða," segir Jón m.a. í greininni. Stórstígar framfarir síðustu ára í tölvu- og fjarskiptatækni hafa valdið alvarlegu áherslubrengli. Fjöldi fólks hefur orðið svo hugfang- inn af tækninni og möguleikum henn- ar að verkefnin sem hún á að leysa hafa fallið að veru- legu leyti í skugg- ann. Ef við byggjum við svipað ástand varðandi byltingu þá sem varð í prentlist með upp- finningu Guten- bergs á sínum tíma væru fjölmiðlar yf- irfullir af lýsingum á nýjustu prentvél- unum og dýrlegri tækni þeirra. Rit- höfundar, skáld- verk og önnur hug- verk þættu á hinn bóginn vart til- efni til umfjöllunar. Hvað segðu menn um það að mæta í Norræna húsið til að hlusta á lýsingu á síð- ustu prentvélinni frá Heidelberg í stað þess að hlusta á upplestur úr verkum þekktra rithöfunda? Sem betur fer er þetta þveröfugt. Óhófleg dýrkun tækniundra og áhugaleysi um þau verkefni sem á aö leysa er ógæfulegt áherslu- brengl. Þótt ástæða sé til að við- halda lifandi áhuga manna á af- kastamikilli tækni ber að varast að láta slíkan áhuga afvegaleiða og lita alla umræðu og athafnir. Upplýsingar eða upplýsingatækni Eitt alvarlegasta brenglið er ofuráhersla á upplýsingatækni sam- anborið við upplýsing- arnar sjálfar. Þetta birt- ist meðal annars í fjár- austri sem tengist tækn- inni sjálfri en svelti annars sem huga þarf að. Dæmi um þetta er sáralítill áhugi á að kenna skólanemum upp- lýsingaöflun á meðan allar námskrár eru yfir- fullar af námskeiðum um tölvutækni. Enginn nær þó viðunandi ár- angri í að afla upplýs- inga ef hann kemur sér ekki upp góðri þekkingu á upplýs- ingaleit og uppsprettum upplýs- inganna. Tölvuvædd samskipta- tækni er eins og góður bíll sem getur flutt fólk milli staða. Sá sem veit á hinn bóginn ekki hvert hann ætlar eða þekkir ekki áfangastað- ina eyðir miklum tíma í ómarkvisst villuráf. Þetta er staða málsins í dag. Mikill fjöldi fólks, t.d. skóla- nema, eyðir mikl- um tíma í til- gangslaust alnets- flakk vegna þess að það hefur aldrei lært á við- eigandi leiðakort og umferðarregl- ur. í mörgum stofnunum og fyrir- tækjum er slíkt flakk mikill tíma- þjófúr sem veldur óþarfri vinnusó- un. Steypt utan um óljós hugarfóstur Ofdýrkun lausna á kostnað markmiða og árangurs svipar til þekkts innlends fyrirbæris en það eru stórfelldar fjárfestingar í stein- steypu þar sem lítið sem ekkert hefur verið hugað að því utan um hvaða starfsemi menn voru að steypa. Um land allt stendur því autt húsnæði sem byggt var á sín- um tíma með einhverjar óljósar hugmyndir um að láta það hýsa at- vinnustarfsemi. Að henni hefur á hinn bóginn ekki verið hugað fýrr en húsin voru komin upp. Miðað við þá aðferðafræði við iðnað- aruppbyggingu, sem ég lærði á sínum tíma á námsárum mínum, er þessi röðun nákvæmlega þver- öfug. Rétt aðferð er að skoða verk- efnin fyrst og þá einkum þörfina fyrir þau, það er „markaðinn", og huga svo að tækjum og húsnæði. Alger endaskipti hins islenska steinsteypufárs á réttri athafnaröð hefur steypt fjölda fólks í mikil vandræði og bundið fé þess í þarf- lausum íjárfestingum. Áhersla á markmiö Þau dæmi sem hér hafa verið rakin undirstrika hið augljósa sem mörgum virðist hulið með öllu. Vilji menn ná árangri verður ávallt að hafa mjög skýra hug- mynd um það að hverju er stefnt og hvaða verkefni á að vinna. Síð- an á að huga að lausnunum. Ef menn fara að á þennan hátt og sýna útsjónarsemi, kemur iðulega á daginn aö miklu betra er að beita lausnum sem byggjast á ein- foldum verkhyggindum. Lágtækni er þannig í sumum tilvikum af- kastameiri en hátækni. Þetta skynjar sá aldrei sem ræðst á öll viðfangsefni sín með hugsunar- lausri beitingu einhæfra lausna, svo sem flókinni hátækni. ítarleg- ur skilningur á verkefnunum verður alltaf að koma fyrst. Tækn- ina og lausnirnar ber að velja að því loknu. Kominn er tími til aö taka upp gerbreyttar áherslur í upplýsinga- málum hér á landi. Upplýsinga- tæknin er þjónn en ekki herra, tæki en ekki markmið. Upplýsing- arnar sjálfar, meðhöndlun og miðlun þeirra, er það sem skiptir máli. Þetta meginatriði verður ávallt að hafa að leiðarljósi. Jón Erlendsson Kjallarinn Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Upplýsingaþjónustu Háskólans „Kominn er tími til að taka upp gerbreyttar áherslur í upplýsingamálum hér á landi. Upplýsingatæknin er þjónn en ekki herra, tæki en ekki markmið. Upplýs- ingarnar sjálfar, meðhöndl- un og miðlun þeirra, er það sem máli skiptir.“ Hagsmunamál eldri borgara Fyrir 10 árum var farið aö efla samtök eldri borgara í landinu með stofnun sérstakra félaga þeirra. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni var stofnað 15. mars 1986 og hélt því upp á 10 ára afmæli félagsins með „Viku aldraðra“ þar sem saman fór kynning á málefnum aldraðra og alls konar skemmtanahald og um- ræðufundir. Var þetta gert til að kynna starf félagsins og til að efla samhug félaganna, en þeir eru 6000. Landssamband aldraðra var stofnað síðar þar sem hin ýmsu fé- lög, sem eru 43 víðs vegar á land- inu, starfa saman að hagsmuna- málum aldraðra. í Landssamband- inu eru nú um 13000 manns. Ellilífeyrisþegar eru nú um 26000 svo að við höfum nú hafið átak til að fjölga meðlimum í félög- unum og ná líka til fólks 60-70 ára. En hvers vegna fleiri félaga? Það er augljóst að afl og möguleik- ar til gæslu hagsmuna aldraðra verða meiri þvi fleiri sem fylkja þar liði. Ýmis tómstundastörf bjóða fé- lögin upp á til að þroska andlega og líkamlega fæmi félaganna og berjast á móti hrömun líkamans. Er mikil þátttaka í þessu starfi, enda sérstök þörf, þar sem menn fara nú ekki lengur á vinnu- stað. Versnandi hagur! Á liðnum árum hefur sífellt sótt í það að hagur aldraðra sé skertur. Marg- víslegar aðgerðir hafa hægt og bít- andi orðið til þess. Kemur þetta fram á ýmsan hátt, sérstaklega í heilbrigðiskerfínu, með lokun sjúkradeilda, öldrunardeilda , skertum framlögum til bygginga hjúkrunardeilda, sem allt leiðir til skertrar þjónustu og þá oftast fyr- ir þá sem verst eru settir. Langur biðtími eftir ýmsum skurðaðgerð- um, svo sem liðskiptum, eyðilegg- ur oft gagn af lengri ævi. Langur biðlisti eftir hjúkrunarplássi á höf- uðborgarsvæðinu er mörgum eldri „Á liðnum árum hefur sífellt sótt í það að hagur aldraðra sé skertur. Margvíslegar að- gerðir hafa hægt og bítandi orðið til þess.“ borgurum og aðstandendum þeirra mikil kvöl. Vissulega er mikið starf unnið að velferðarmál- um aldraöra, t.d. með heimilishjálp og heimilishjúkrun, sem hefur frestað sjúkra- vistun á stofnunum og stytt dvöl þar, en lengt í heimahúsum, sem flestir kjósa. Að- stoð skyldmenna er ómetanleg og ótrú- lega mikil oft á tíð- um. Lífeyris- tryggingar Það var mikið áfall fyrir aldraða þegar samtenging ákveðins launaflokks og upp- hæð ellilífeyris var rofin í vetur á Al- þingi. Þetta hafði ver- ið tengt í á 3ja áratug og skapað vissa festu og öryggi um afgreiðslu mála á fjárlögum hvers árs. Nú verður þetta til ráðstöfunar á Al- þingi árlega rétt fyrir jólin í önn- um þingsins. Afnám tvísköttunar með skattafrádrætti var líka af- numin svo nú eru lífeyrisgreiðsl- ur, sem menn greiddu 1987-1994 skattlagðar aftur en frádráttur hefði með réttu átt að gilda í 5 ár en ekki 1 ár. Það væri að æra óstöðugan að nefna allt sem fram hefur komið. En hvernig geta aldraðir tryggt fjárhaginn? Flestir hafa sennilega talið að vera þeirra í lífeyrissjóð stéttarfé- lags sins ásamt greiðslum frá Al- mannatryggingum væri góð fyrirhyggja og vissulega er hún það. En er þetta nóg? Ég myndi hvetja alla t.d. sem eru orðnir 60 ára að reikna út hvað þeir muni fá á mán- uði þegar þeir verða 70 ára. Ég held að flestmn bregði í brún og þó er ekki séð fyr- ir hvort ekki verður frekari skerðing á tryggingum. Ég held að tvennt sé þar til ráða: 1. Leggja fyrir í sparnaði á miðjum aldri í sértryggingu, kaupum rík- isskuldabréfa eða annarra álíkra fjármuna. Með reglulegum mánað- arlegum spamaði er hægt að bæta haginn verulega. 2. Efla félög aldraðra til dáða til vamar hagsmunum eldri borgara, svo og þeirra sem nálgast ellilífey- risaldurinn. Páll Gíslason Kjallarínn Páll Gíslason læknir og formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Með og á móti Er trjáúðun æskileg? Kröfur nú- tímamannsins Steinn Kárason garöyrkjufræó- ingur. „Á meðan ekki er búið að þróa lífvænar aðgerðir gegn meindýrum og gróðri og hvorki sérfræð- ingar né al- menningur hafa náð að til- einka sér þær aðferðir verður eiturefnum beitt gegn meindýr- um. Fólk sem lifir í nútímaþjóð- félagi, þjóðfélagi neyslu og hraða, lætur ekki margra ára ræktunar- starfsemi fara forgörðum á nokkrum dögum. Gróður er jú ræktaður mikið fyrir augað. Hins vegar er hægt að stýra eit- urefnanotkuninni með tegunda- vali og lífrænum ræktunarað- ferðum. Þangvökvi og hlandfor eru vel nothæf í gróðurrækt en þar til horfíð verður til fortíöar og teknar upp aðferðir Njáls á Bergþóruhvoli, sem ók skami á hóla, ásamt því að nýta hugvit nútímans, verður notkun eitur- efna í garðrækt enn við líði. Garðeigendur verða hins vegar að geta greint á milli þess þegar þarf að eitra og þegar þess er ekki þörf þó að treysta megi þeim sem í raun eru fagmenn í garðyrkju til að úða ekki að þarf- lausu.“ Lausn nátt- úrulausrar menningar „Ég tel að al- mennt eigi ekki að úða nein tré nema í undantekning- artilfellum og þá aðeins tíma- bundið. En alla jafna getur það ekki verið á neinn hátt boð- leg frambúðar- lausn mannskepnunnar að úða eitri á allan gróður í tíma og ótíma í þeim tilgangi einum að losna við lirfur flugnanna af þeim. Það sér hver heilvita mað- ur að það gengur ekki. Með fyrir- hyggju og útsjónarsemi er að mestu leyti hægt að leysa vanda- málið. Tré eru mjög misnæm fyr- ir ágangi lirfúnnar. Því er hægt að bægja bróðurparti þessa vandamáls frá með stýringu á því hvaða tré eru valin í garð- ana. Ég þekki þetta eftir ára- langa reynslu við þetta stúss á sumrin. Þegar garðar eru skipu- lagðir þarf fyrirhyggju sem alls ekki virðist vera til í huga þeirr- ar dýrategundar sem kallar sig landslagsarkitekta. Að miklu leyti má þakka þeim og skoðana- bræðrum þeirra hvernig komið er í eitrunarmálunum. Margir telja nefnilega að birkið og fleiri tegundir, sem miklu minna lús- sæknar eru, séu ekki nógu falleg eða ekki nógu fjölbreytt gróður- flóra fyrir skrúðgarðaarkitektúr- inn í heimi hér, svo grípa verði til hinna „veikari“ trjátegunda sem gjaman eru þau tré sem fljótsprottnust eru en að sama skapi flest hver lússæknari. En ég játa að það er auðveldara að segja það en gera að skipta um öll þau tré í göröum borgarinnar sem lússækin eru. Þar sem svo er telja sumir húseigendur sig nauðbeygða að eitra garðana hjá sér. í mínum garði hefur aldrei verið eitrað þá tvo áratugi sem ég hef haft forráð þar og verður það ekki gert, í þessu lífi a.m.k." -saa Magnús H. Skarp- hé&insson nátt- úruvemdarsinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.