Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1996, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 29 Kammersveit Reykjavíkur á aef- ingu fyrir tónleikana. Ævintýrakvöld í leik og tónum Kammersveit Reykjavíkur efhir til ævintýrakvölds í Þjóð- leikhúsinu í kvöld kl. 20.00. Þar verða flutt tvö verk í leik og tón- um, byggð á þekktum ævintýr- um. Fyrra verkið nefnist Brúðu- leikhús meistara Péturs og er tónlistin eftir Manuel de Falla við atriði úr sögunni um Don Klkóta. Tónlistin er leikin og sungin með brúðuleik í umsjón Katrínar Þorkelsdóttur. Ein- söngvarar eru Þóra Einarsdótt- ir, Jón Þorsteinsson og Bergþór Pálsson. Síðara verkið er Keisarinn og næturgalinn eftir John Speight, byggt á ævintýri eftir H.C. And- ersen. Verkiö verðm- frumflutt á þessum tónleikum og hefur Lára Stefánsdóttir samið dans við verkið sem hún dansar sjálf ásamt Jóhanni Frey Björgvins- syni og Sigrúnu Guðmundsdótt- ur. Tónlist Stjómandi Kammersveitar Reykjavíkur er ungm- hljóm- sveitarstjóri, Stefan Asbury, sem hefur og mun á næstunni stjóma viðurkenndum sinfóníu- hyómsveitum víða um heim. Den Danske Trio á Listasumri Den Danske Trio, sem lék á listahátið í gær, leikur í kvöld á Listasumri á Akureyri. Leikur það sömu dagskrá, þar sem með- al annars er að finna verk eftir Atla Heimi Sveinsson, í safiiað- arheimili Akm'eyrarkirkju í kvöld kl. 20.30 Björn og Bjami á Kringlukránni Bjöm Thoroddsen gítarleik- ari og Bjami Sveinbjömsson kontrabassaleikari leika djass á Kringlukránni í kvöld kl. 22.00 og er aögangur ókeypis. Gítartónleikar Þórólfúr Stefánsson gítarleik- ari verður með gítartónleika í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.00. Leikur hann verk eftir Jón Ásgeirsson, Mertz og Pi- azolla. Kynning á Cranio Sacral jofnun Kynningarfundur verður að Þemunesi 4, Garðabæ, í kvöld kl. 20.00. Em allir sem hafa áhuga á þessu einstaka meðferð- arformi velkomnir. Stærðfræðikennsla Dr. Elizabeth Fennema frá University of Wiscosin heldur fyrirlestur í dag kl. 15.00 í Kenn- araháskóla íslands, stofú 301. Samkomur rerðafélag íslands Skógræktarferð í Heiðmörk í kvöld kl. 20.00. Brottfor frá Um- ferðarmiðstöðinni og Mörkinni 6. Le Grand Tango í Loftkastalanum: Ástríðufull tangótónlist og þokkafullur tangódans í kvöld verður ástríðufúll tangótónlist ogJ)okka- fúllur tangódans í Loftkastalanum. Um tónlistiijá sér Le Grand Tango hópurinn, sem er lítil kammer- hljómsveit sem kemur saman í kringum bandone- onleikarann og tónskáldið Oliver Manoury, sem bú- settur er i París ásamt eiginkonu sinni, Eddu Er- lendsdóttur píanóleikara. Þau fá til liðs við sig virta íslenski tónlistarmenn og dansara og setur hópur- inn sér það markmið að endurvekja þá tegund tón- listar sem bæði er fallin til að hlusta á og dansa eft- ir. Auk þeirra hjóna eru í hljómsveitinni Auður Skemmtanir Hafsteinsdóttir, fiðla, Gréta Guðnadóttir, fiðla, Helga Þórarinsdóttir, lágfiðla, Bryndís Halla Gylfa- dóttir, selló, og Richard Kom, bassi. Þau sem sjá um aö dansa argentínskan tangó við leik Le Grand Tango eru Bryndís HaEdórsdóttir og Hany Hadaya, en þau hafa um árabil kennt og sýnt tangó í sjónvarpi og víðar. Sumarið 1995 sóttu þau tangónámskeiö í Lausanne í Sviss þar sem saman voru komnir margir af færustu kennunun og dönsurum frá Argentínu sem starfa í Evrópu. Le Grand Tango feikur tangótónlist eins og hún gerist best. Vegavinnuflokkar víða við lagfæringar Færð á vegum er yfirleitt góð. Vegavinnuflokkar eru víða á þjóð- vegum við lagfæringar. Má þar nefiia að unnið er við leiðina Varmahlíð-Norðvu-á, Hvera- gerði-Þjórsá, Þrastarlundur-Þing- Færð á vegum vellir og Heydalsvegur-Búðir. Á þessum leiðum og öðrum þar sem vegavinna er eru bílstjórar beðnir að sýna aðgát og draga úr hraðan- um. Búið er að leggja klæðningar á vegi, einkum á Suðausturlandi og í nágrenni Akureyrar. Nauðsynlegt er að ökumenn virði hraðatakmark- anir á þessum leiðum til að forðast skemmdir á bílum. Hálendisvegir eru enn þá flestir lokaðir. Tvíburar Ásdísar og Þorvalds Litlu stúlkumar á myndinni eru tviburar, sem fæddust á fæðing- ardeild Landspítalans 1. júní. Önn- ur fæddist kl. 18.03 og var hún 2739 Barn dagsins grömm að þyngd en hin fæddist 18.20 og var hún 2716 grömm að þyngd. Foreldrar tvíburanna eru Ásdís Þórðardóttir og Þorvaldur Skúlason. Eina systur eiga tví- buramir, Auði, sem er átta ára gömul. Geena Davis leikur Morgan Ad- ams, dóttur sjóræningjaforingja sem tekur við veldi föður síns. Dauðsmanns- eyja Dauösmannseyja (Cutthroat Island) er ósvikin sjóræningja- mynd sem gerist á 17. öld og fjall- ar um svaðilfarir kvensjóræn- ingjaforingjans Morgan sem tek- ur við af föður sínum og baráttu hennar við keppinaut sinn á haf- inu, Dawg Brown sem er foður- bróðir hennar. Morgan hefur undir höndum kort af Dauðs- mannseyju sem vísar á mikinn fjársjóð, en því miður fyrir hana er textinn á latínu og því þarf hún á hjálp að halda. Hana fmn- ur hún hjá hinum menntaða William Shaw, sem er svindlari og þjófur og hefur veriö dæmdur Kvikmyndir í fangelsi. Morgan frelsar hann og fær hann til liðs við sig. Það er Geena Davis sem leikur Morgan, Matthew Modine leikur William Shaw og Frank Langella leikur Dawg Brown. Leikstjór- inn Renny Harlin, sem er finnsk- ur að uppruna, hefur sérhæft sig í dýrum spennumyndum og á að baki Die Hard 2: Die Harder og Clifihanger. Nýjar myndir Háskólabíó: Fuglabúrið Laugarásbíó: Köld eru kvenna- ráð Saga-bíó: Allir í boltanum Bíóhöllin: Fuglabúrið Bíóborgin: Trainspotting Regnboginn: Skítseiði jarðar Stjörnubíó: Dauðsmannseyja Gengið Almennt gengi Ll nr. 117 12. júní 199% kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Toltyengi Doilat . 67,270 '67,610 67,990 Pund' 103,360 103,890- 102,760 Kan. dollar 49,230 49,540 49,490- Dönsk kr. 113440. 11,4040 .11,3860 Norsk kr. 10,2450 .10,3020 - 10,2800. Sænsk kr. 10,0400 10,0950 . 93710’ fi. mark 14,3370 14,4210 14,2690 - Fra. franki 12,9160 12,9900 13,0010 Belg. franki 2,1271 2,1399 2,1398 Sviss. franki 53,1000 53,4000 53,5000 Holl. gyllini 39,0900 39,3200 39,3100 Þýskt mark 43,8000 44,0200 43,9600 ít lira 0,04338 0,04364 0,04368 Aust sch. 6,2170 6,2560 6,2510 Port. escudo 0,4246 0,4272 0,4287 Spá. peseti 0,5194 ■ 0,5226 0,5283 Jap. yen 0,61470 0,61840 0,62670 írskt pund 106,030 106,690 105,990 SDR/t 96,96000 97,14000 97,60000 ECU/t 82,8300 83,3300 83,2100 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Krossgátan T~ T~ ’J L 1 mmm 4 10 11 mmm IZ rr w 'S ii 1 ,T J 18 \°t ÍP J " Lárétt: 1 vald, 6 óhreinindi, 8 gruna, 10 viður, 11 vísa, 13 tekjur, 15 kyrrð 17 kjáni, 18 venju, 19 vegalengd, 20 púk- inn, 21 kusk. Lóðrétt: 1 fjarlægastir, 2 gamall, 3 skárum, 4 upphaf, 5 snemma, 7 minnk- aði, 9 hindra, 12 ökumaður, 14 kven- mannsnafn, 16 hræðist, 18 greindi. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 upplag, 8 már, 9 ofur, 10 slíkt, 11 má, 12 næla, 14 ami, 16 úr, 17 afnam, 20 askinn, 22 látúns. Lóðrétt: 1 umsnúnar, 2 pál, 3 príla, 4 loka, 5 aftann, 6 gum, 7 þrái, 13 ærsl,' 15 mann, 18 fit, 19 más, 21 ká._.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.