Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1996, Side 24
MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996
Kathleen
Turner
er illfygli
Kathleen Turner hemr tekiö
að sér hlutverk illgjarnrar álfa-
drottningar, sem reynir að sölsa
undir sig alla óskalista veraldar-
innar, í myndinni Einfaldri ósk.
Þar leikur hún m.a. á móti þeim
stuttvaxna en stórfyndna leikara
Martin Short. Short leikur góða
álfadrottningu sem reynir að
uppfylla ósk lítillar stúlku en
Kathleen reynir að koma í veg
fyrir það, óhræsis illfyglið.
Miðvikudaginn 26. júní mun veglegt
aukablað um ferðir innanlands fylgja DV.
Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni:
Hestaferðir, hjólreiðar innanlands, veiði,
spennandi staðir og möguleikar, gönguleiðir,
handhæg kort o.fl.
Þeir auglýsendur sem áhuga hafa á að auglýsa í
þessu blaði er bent á að hafa samband við Sehnu
Rut Magnúsdóttur í síma 550 5720 eða Guðna
Geir Einarsson í síma 550 5722 hið fyrsta.
Vinsamlegast athugið aó síbasti skiladagur
auglýsinga er fimmtudagurinn 20. júní.
Auglýsingar
Sími 550 5000, bréfasími 550-5727.
Kynbomban og leikkonan Raquel Welch stillir sér upp viö frægöarstjörnuna sína sem hún fékk á gangstéttina góðu
í Hoilywood um helgina. Raquel varö fræg fyrir aö koma fram í loðfeldsbíkini.
Ómerkileg auglýsingabrella, eða hvað:
Playboy vill sýna
Fergie kviknakta
Fergie nakin á síðum Playboy?
Hver veit. Karlaritið fræga hefur að
minnsta kostið boðið hertogaynj-
unni af Jórvík, fyrrum tengdadóttur
Elísabetar Englandsdrottningar,
sem svarar eitt hundrað milljónum
króna fyrir að fletta sig klæðum
frammi fyrir myndavélunum.
„Við höfum ekki sett tilboðinu
nein tímamörk og við erum tilbúnir
að sýna biðlund. Það er aldrei að
vita hvað framtíðin ber í skauti sér,
ef hún hefur ekki áhuga núna,“ seg-
ir háttsettur starfsmaður tímarits-
ins í viðtali við blaðiö Sunday Mir-
ror.
Playboy-menn vita sem er að
kviknakin Fergie I miðopnunni
mundi vekja gífurlega athygli og
þess vegna eru þeir meira en svo
fúsir að greiða fúlgur fjár fyrir for-
réttindin að birta slíka mynd.
Fergie fengi að velja sér ljós-
myndara úr hópi þeirra bestu í
heimi.
„Við erum að tala um smekkleg-
ar, listrænar myndir en ekki mynd-
ir þar sem allt er til sýnis,“ segir
heimildarmaðurinn.
Þeir sem þekkja til hertogaynj-
unnar segja að hún muni aldrei
nokkurn tímann fallast á tilboð sem
þetta. Það sé því í rauninni ekki
annað en ómerkileg auglýsinga-
brella.
Fergie, nakin eða ekki?
En aðrar frægar konur hafa látið
sannfærast um að sitja fyrir á Evu-
klæðunum. Jerry Hall, eiginkona
Micks Jaggers, er ein þeirra og
munu myndir af henni birtast í
kvennaritinu Vogue.
Eigum fjaðrir í
eftirtalda jeppa:
Framfjaörir
Suzuki Fox
Afturfjaðrir
Suzuki Fox
Framfjaðrir
Daihatsu Rocky
Afturfjaðrir
Daihatsu Rocky
Afturfjaðrir
Mitsubishi Pajero (langur)
Nissan Patrol
Mazda B-2000 paiibiiL
Mazda B-2600 paiibm
Toyota Litace
Einnig eigum viö dráttar-
beisli fyrir fólksbíla og
jeppa frá hinu viöur-
kennda Monoflex-
fyrirtæki í Svíþjóö.
Upplýsingar í sfmum
567 8757 og 587 3720
FJAÐRABÚÐIN PARTUR HF.
Eldshöföa 10,112 Reykjavfk
Á HEHDSQLyi/ERÐl
Kryddlegið lamba
og svínakjöt
4 nautahambonxarar
með brauði
Kr. 198.-
ffíÍBÆSr Vjjfnjýnyni
SENDUM í P0STKR0FU m 0 feSMS
FRAMTÍÐAR
M'ARKAÐURINN
hflXflhtNI 10 • SIIVII 533 Z 533
Sviðsljós
Yoko Ono, ekkja Johns Lennons, orðin 63 ára og ekki dauð úr öllum æðum enn:
Kætir gagnrýnendur
en áheyrendur vantar
Yoko Ono man þá tíð þegar henni var úthúðað
um allt Bretlandi sem konunni sem eyðilagði
Bítlana. Hún átti sér formælendur fáa. Nú virðist
það vera að breytast, að minnsta kosti hefur
nýjasta platan hennar, Rising, sem hún tók upp í
samvinnu við son sinn, Sean Ono Lennon, og
hljómsveit hans, fengið lofsamlega dóma gagn-
rýnenda. Það kom henni á óvart.
„Það hvarflaði aldrei að mér að þeir mundu
skipta um skoðun," segir Ono, sem mátti þola
háðsglósur blaðamanna og gagnrýnenda um ára-
bil.
En þótt gagnrýnendur séu kátir með hina 63
ára gömlu Yoko, á hún enn nokkuð langt í land
með að sannfæra hinn almenna tónlistarneyt-
anda um ágæti sitt. Það komu jú aðeins fimmtíu
hræður á síðustu tónleika hennar í Mílanó á ítal-
íu. Hún er þó bjartsýn á framhaldið.
„Ég held að þessi kynslóð sé á höttunum eftir
mjög svo róttækri framúrstefnurokktónlist. Hún
veit upp á hár hvað var að gerast á sjöunda ára-
tugnum og tónlistarsmekkurinn þá og nú skar-
ast,“ segir Yoko.
Gamlir Bítlaaðdáendur milduðu mjög svo tón-
inn í garð Yoko í fyrra þegar hún afhenti þre-
menningunum sem eftir lifa gamlar upptökur
með John sem hún átti í fórum sínum. Lögin
komu síðan út á plötu Bítlanna og vöktu mikla
hrifningu. Þótt Yoko vilji ekkert láta uppi um
hvort hún láti fleiri upptökur af hendi, fer hún
ekki leynt með að hún lumar enn á nokkrum slík-
um.
Um tónlist sína segir Yoko að hún sé undir
áhrifum eins konar aldarlokadrunga. „Mér finnst
heimurinn heltekinn af áhyggjum yfir því að árið
2000 er að nálgast og við höfum ekki náð mark-
miðum okkar um að bæta heiminn og hreinsa
upp mengunina," segir Yoko Ono.