Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 Spurningin Hvað er efst á baugi þessa dagana í þínu lífi? Guðlaug Svansdóttlr: Fjölskyldan er númer eitt, tvö og þrjú. Símon Þór Jónsson laganemi: Út- skriftin mín frá Háskólanum. Gunnar Gunnarsson kennari, býr erlendis: Sumarfriið á íslandi. Bera Pálsdóttir eðlisfræðingur, býr líka erlendis: Fríið með Gunn- ari. Gylfi Þór Valdimarsson mat- reiðslunemi: Að njóta lífsins sem best. Lesendur dv Víðtæk reynsla af störfum í þágu þjóðarinnar Ingibjörg Stefánsdóttir skrifar: Stuðningsmenn Péturs Kr. Haf- stein hafa lýst því yfir að baráttan standi milli hans og Ólafs Ragnars Grimssonar í forsetakjörinu, vegna þess að engri konu sé fært að feta í fótspor Vigdísar Finnbogadóttur. Rökin, ef rök má kalla, eru þau að þjóðin treysti engri konu til taka sæti Vigdísar. Reyndar hafði ég heyrt þessa skoðun áður, en þá frá stuðningsmanni Ólafs Ragnars. Ekki hafa þessir herramenn komið með nein rök fyrir því að karlmað- ur ætti eitthvað auðveldara með að feta í fótspor Vigdísar. Skyldu rökin vera þau að í kjölfar vinsæls forseta eigi að koma forseti sem er eins ólikur honum og hægt er? Þessi málflutningur lýsir ekki ein- göngu einstökum skorti á rökhugs- im, heldur líka djúpri kvenfyrirlitn- ingu. Síðan hvenær eru islenskar konur sérstakur þjóðflokkur, þar sem setja má alla einstaklinga á sama bás? Þær tvær konur, sem í framboði eru til forseta íslands, eru báðar glæsilegir fulltrúar íslensku þjóðarinnar. Báðar eru þær vel menntaðar á sviði vísinda, en að öðru leyti hafa þær mjög ólíkan bak- grunn. Starfsreynsla þeirra er að auki mjög ólík ferli Vigdísar Finn- bogadóttur, sem starfaði sem leik- hússtjóri og frönskukennari áður en hún varð forseti. Það er því engin leið að setja þessar þijár konur und- ir sama hatt, fremur en þá þrjá karla Hildur skrifar: Lítilsvirðing stuöningsmanns Péturs Kr. Hafstein í garð íslenskra kvenna er hneyksli. Vonast var til að stuðningsmenn forsetaframbjóð- enda bæru virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og létu ekkert frá sér fara í ræðu eða riti nema það sem þeir væru fullsæmdir af. Því miður brást sú von og ekki er hægt að Magnús Hafsteinsson skrifar: í kosningabaráttunni til embættis forseta íslands eru tveir frambjóð- enda áberandi líkir um flest, þeir Ástþór Magnússon og Pétur Haf- stein. Þeir eiga það sameiginlegt að kynna sig sem vammlausa, friðel- skandi menn sem aldrei hefur fallið skuggi á. Báðir telja þeir sig geta keypt embætti forseta íslands fyrir peninga. Fortíð þeirra er þjóðinni gjörsamlega hulin. Þeir hafa hvor um sig ráðist í auglýsingar sem kosta tugi milljóna tfl að skapa af sér glansmynd. Það er ekki tU sá strætisvagn, flettiskUti, strætóskýli, dagblaö eða sjónvarpsstöð að ekki séu þar fok- sem í framboði eru tU forseta íslands. Guðrún Agnarsdóttir læknir, veitir Krabbameinsfélaginu for- stöðu auk þess sem hún er umsjón- armaður Neyðarmóttöku vegna nauðgana, þar sem hún hefur unnið merkUegt brautryðjandastarf. Hún hefur starfað á Alþingi og unnið að víkjast undan því að mótmæla því sem umræddur stuðningsmaður Péturs sagði við fréttamann Stöðvar 2 á kosningasamkomu norðanlands um konur. Þar sagði hann enga konu færa um að taka við embætti forseta af Vigdísi Finnbogadóttur, konur væru aUs ófærar um að gegna embættinu á eftir Vigdísi, það gætu aðeins karlmenn gert. dýrar auglýsingar þeirra félaga. Ástþór segir Frið 2000 borga og reikna ég þá með því að að þar sitji við stjómvölinn lýðræðislega kjörin stjóm sem hafi ákveðið að Ástþór sé eina von friðelskandi manna um víða veröld. Síðan er það Pétur Kr. Hafstein „traustsins verður“. Hvaða „sam- tök“ ætli Pétur hafi aö baki sér sem greiða áróðurskostnað hans? Fyrir þjóðavettvangi. Að öðrum frambjóðendum ólöst- uðum tel ég aö Guðrún Agnarsdótt- ir hafi þá reynslu og mannkosti, sem forseti íslands þarf aö búa yfír. Hún hefur víðtæka reynslu af störf- um í þágu þjóðarinnar og ég treysti henni fyllilega til þess að taka við forsetaembættinu. Störf Vigdísar í embætti forseta íslands sýna einmitt og sanna hversu mjög konur era hæfar til að gegna hvaða embætti sem er ekkert síður en karlar. Því er harðlega mótmælt að slíkum fordómum í garð íslenskra kvenna sé sjónvarp- aö yfir alþjóð. skömmu sagði Pétur að Wathne- auðkýfingamir borguðu ekki í kosningasjóðinn, þó færi það eftir lögmæti slíkra greiðslna. Nú segir hann að hann hvorki viti né vilji vita hverjir borga í sjóðinn. Stuðningsmenn sumra frambjóð- enda hafa stofnað félög um fram- boðsmálin, félög með opinbera kennitölu, öllum opin og öll gögn liggja frammi. Af hverju ekki þú, Bannaðar myndir Kristjana hringdi: Ég er alveg gáttuð á því að Stöð 2 sendir út klukkan tvö á daginn myndir sem era strang- lega bannaðar bömum. Böm era oft ein heima á daginn og geta eftirlitslaust horft á þessar myndir. Ég er að hugsa um bamabörnin mín og finnst ekki gott að vita til þess að þau séu að horfa á slíkar myndir. DV hafði samband við Stöð 2 vegna þessa. Þar fengust þær upplýsingar að töluvert væri kvartað yfir þessum útsending- um. Því væri hins vegar til að svara að verið væri að koma til móts við vaktavinnufólk. Einnig væri auðvelt að læsa mynd- lyklunum þegar fullorðnir væra ekki heima. Fundargerðirn- ar ókomnar Carl J. Eiríksson skrifar: Síöasta þing Skotsambands ís- lands var haldið í ágúst 1995. Samkvæmt reglum sambandsins er skylt að skila fundargerðum þings í síðasta lagi þrem mánuð- um eftir þing. Fundargerðimar era enn ókomnar til félaga nú, rúmum níu mánuðum eftir þing- ið. íþróttamenn og félög þurfa að fá fundargerðimar sem fyrst til þess að kynna sér nýjar reglur samþykktar á íþróttaþingum. Munnlegar upplýsingar STÍ um reglur hafa nefhilega stundum reynst rangar. Skil fundargerða STÍ hafa jafnan verið allt of sein. T.d. var fundargerðum þingsins í maí 1993 ekki skilað fyrr en sautján mánuðum eftir þingið. Allir eiginleikar góðs fórseta Svandís Sigurðardóttir skrifar: Guðrún Pétursdóttir forseta- frambjóðandi hefur alla þá eigin- leika sem góðan forseta mega prýða. Hún er til dæmis afburða vel gefin, hámenntuð, mælsk og ritfær. Hún hefur einnig einlæg- an áhuga á fólki og hrífur alla með geislandi ffamkomu sinni og lífskrafti. Þetta stendur í rauninni allt skrifað utan á henni og ætti þvi að koma enn betur í ljós næstu vikumar þegar ffambjóöendum- ir verða sýnilegri. Ég mæli með að við horfum og hlustum vel á Guðrúnu Pétursdóttur og vönd- um valið. Börnin valsa um Guðrún hringdi: Ég varð ekki hissa þegar ég heyrði um slysið á baminu sem var að leika sér í rúllustiganum í Kringlunni um helgina. Ég sé böm allt of oft að leik í þessum stigum, allt niður í fjögurra ára gömul. Það er annars alveg furðulegt hvað böm fá að valsa um hér á landi, það hlýtur eitt- hvað að skorta á uppeldi þeirra. Öryrkjar fá ekki afslátt Öryrki hringdi: Mér fixmst ansi hart að aldrað- ir fá afslátt af vöra og þjónustu sem öryrkjar fá ekki. Ég, sem er öryrki með ungling á ffamfæri, var stödd í blómabúð nýlega að kaupa eina rós. Við Iflið mér stóð ellilífeyrisþegi sem fékk af- slátt. Ég spurði hvort ég fengi hann ekki líka en svarið var nei vegna þess að okkar samtök hefðu ekki leitað eftir samning- um um það. Hjá Öryrkjabanda- laginu fengust þær upplýsingar að einstaka verslun veitti öryrkj- um afslátt en miklu færri en öldraðum. Kraftar starfsmanna bandalagsins hefðu mest farið í að mótmæla skerðingum hins opinbera í garð öryrkja. ffiðar- og mannréttindamálum á al- Bréfritari treystir Guðrúnu Agnarsdóttur fyllilega til að taka við af Vigdísi. Fordómar sem konum er ætlað að kyngja Hvaðan koma peningar Péturs og Astþórs? Ástþór Magnússon og Pétur Hafstein eru áberandi likir um flest, að mati bréfritara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.