Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Síða 7
T
FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996
Fréttir
*
T
Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir:
Lyfsala dróst
saman um 10
til 14 prósent
- fyrstu 15 daga læknadeilunnar
„Fyrstu 15 daga eftir að heilsu-
gæslulæknar hættu störfum dróst
lyfsala saman á milli 10 og 15 pró-
sent að því er ég best veit. Undan-
farin ár hefur lyfsala aukist um 10
prósent frá ári til árs og því hefði
lyfsala þessa 15 daga átt að vera
meiri en sömu 15 daga í fyrra. Þess
vegna má segja að hér sé um all-
nokkum samdrátt að ræða. Hann
kemur ekki á óvart því fólk nær nú
síður í lækni en áður og ekki eru öll
lyf lífsnauðsynleg," sagði Matthías
Halldórsson aðstoðarlandlæknir í
séuntali við DV.
Hann var spurður hvort þetta
þýddi að á venjulegum tímum væri
fólk að fá lyf sem það hefði ekkert
við að gera.
„Ég vil ekki taka undir það. Á
þessu getur til að mynda verið sú
skýring að fólk hafi birgt sig upp af
lyfjum þegar það sá í hvað stefndi í
læknadeilunni en því miður hafa
ekki verið teknar saman tölur um
lyfsölu í júlímánuði til að kanna
- þetta. Svo munu þeir sem geta dreg-
ið við sig að endumýja lyf sín gera
það þegar fyrirhafnarsamt er að ná
í lækni,“ sagði Matthías.
Hann sagði að sérstakur hópur
kæmi saman á hverjum morgni og
færi yfir stöðu mála vegna lækna-
deilunnar. Reynt væri að stoppa í
götin þar sem ástandið væri verst
Ástandið versnar jafnt og þétt í heilsugæslumálunum vegna læknadeilunn-
ar. Þessi mynd var tekin í gær á endurkomudeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og
eins og sjá má er biðrööin löng og lengist dag frá degi. DV-mynd BG
til að koma í veg fyrir neyðará-
stand. Það hefði tekist en það væri
staðreynd að víða úti á landi væri
slæm staða. Hann nefndi sem dæmi
íbúa Vopnafjarðar. Þurfi þeir að
leita læknis verða þeir að fara til
Þórshafnar til þess.
„Þetta er því bæði erfitt og alvar-
legt ástand á nokkrum stöðum. Við
höfum beðið lækna að gegna ákveð-
inni neyðarþjónustu þannig að eng-
inn bíði varanlegt Ijón á heilsu
sinni eða týni lífinu vegna stöðunn-
ar I heilsugæslumálunum. Þeir hafa
orðið við því,“ sagði Matthías Hall-
dórsson.
Hann sagði að vandamál eldra
fólksins hafa aukist eftir því sem
lausn deilunnar hefur dregist á
langinn. Einnig væri farið að bera á
því að aðsókn til sérfræðinga ykist.
Þar væri fyrst og fremst um að
ræða bamalækna og augnlækna.
-S.dór
Alvarlegt ástand aö myndast vegna læknadeilunnar:
Hættuástand á
landsbyggðinni
- segir Ólafur F. Magnússon heimilislæknir
„Ég tel að það sé þegar skollið á
neyðarástand á landsbyggðinni
vegna kjaradeilu heilsugæslulækna
við fjármálaráðuneytið. Ég tel það
bara heppni að ekkert alvarlegt hef-
ur hlotist af og tel tímaspursmál
hvenær það gerist,“ sagði Ólafur F.
Magnússon, formaður Félags sjálf-
stætt starfandi heimilislækna, í sam-
tali við DV.
Hann segir að sjálfstætt starfandi
heimilislæknar hafi mjög orðið varir
við að fólk, sem ekki er á skrá hjá
þeim, leiti nú til þeirra. Þetta sé mik-
ið fólk utan af landi og eins skjól-
stæðingar heilsugæslustöðvanna á
höfuðborgarsvæðinu. Hann segir
þetta áberandi eftir síðustu helgi.
Það sé eins og fólk hafi setið á sér og
vonast til að deilan leystist en geti
nú ekki beðið lengur.
„Okkm- sjálfstætt starfandi heimil-
islæknum, sem erum 19 í Reykjavík,
er gert skylt, samkvæmt samningi,
að hafa 1750 manns á skrá hjá okkur.
Við höfúm því ekkert svigrúm til að
bæta við okkur sjúklingum. Ég játa
það líka að við erum í afar erfiðri að-
stöðu í þessari deilu. Það eru starfs-
systkin okkar sem eru að berjast fyr-
ir bættum kjörum og við viljum ekki
bæta sjúklingum á skrá hjá okkur
meðan þessi deila stendur yfir. Ég tel
að í Reykjavík sé svo fjölbreytt
læknaþjónusta rekin utan heilsu-
gæslustöðva, bæði hjá sjálfstætt
starfandi sérfræðingum og heimilis-
læknum, að sams konar neyðará-
stand og nú þegar ríkir úti á landi sé
miklu lengur að koma fram hér í
höfuðborginni. En þetta versnar dag
frá degi og manni lýst illa á þær
fréttir sem berast af deilunni að ekk-
ert sé að þokast í samkomulagsátt,"
sagði Ólafur F. Magnússon. -S.dór
Komur á Vog ’95:
Sex komu
fimm sinnum
í ársskýrslu SÁÁ eru birtar töl-
ur yfir þá sem koma oftar en einu
sinni á Vog. Alls komu 1.608 á Vog
á árinu og þar af 1.214 einu sinni.
Það sem vekur hins vegar athygli
er að 310 koma tvisvar, 58 þrisvar,
20 górum sinnum og 6 komu alls
fimm sinnum á Vog á árinu 1995.
Þetta sama ár komu 365 karl-
menn á Vog sem höfðu innritast
tvisvar sinnum eða oftar í endur-
hæfingarmeðferð. -sv
BILAhusið
SÆVARHÖFÐA 2 ® 525 8020 \ HÚSIINGVARS HELGASONAR
Úrval notaðra bíla á
góðum kjörum!
BMW 318iA ’92,4d.,ek. 32 þús.
km, ssk., álfelgur, dökkblár.
Verð 1.750.000
Subaru Legacy 1,8 DL4x4,
5 d., ek. 73 þús. km. 5 g., hvítur.
Verð 1.350.000
Nissan pickup 2WD '91,
2 d., ek. 69 þús. km, 5 g., hvítur.
Verö 590.000
Ford Econoliner 150 V-6,4x4, '91,
ek. 100 þús. km, ssk., blár.
Verö 1.450.000
Opel Astra 1,4 st. '96, ek. 2 þús. km, dökkgrænn, 5 g. Verð 1.260.000
Toyota Touring 1,6 Gli 4x4 '94, ek. 75 þús. km, grænn/silfur. Verð 1.340.000
Hyundai Sonata, V- 6 '92, ek. 59 þús. km, blár, ssk. Verð 1.450.000
Nissan Primera 2,0 SLX '96, ek. 13 þús. km, ssk., dökkgrænn. Verð 1.790.000
Nissan Sunny 1,6 SLX 4x4 station, '95, ek. 23 þús. km, silfur, 5 g. Verð 1.550.000
Toyota Carina E 2.0 GLi '93, ek. 89 þús. km, sóllúga o.fl. dökkgrár. Verö 1.480.000
Nissan Sunny 1,6 SLX 4x4 st. '93, ek. 58 þús. km, Ijósbl. 5 g. Verð 1.270.000
Renault Charmade 19 '92, ek. 70 þús. km, 5 g., hvítur. Verð 920.000
Toyota Corolla XLi Special Series '94, ek. 34 þús. km, 5 g., 5 d. Verð 1.140.000
Volvo 740 GL 2,3 '95, ek. 155 þús. km, 4 d., ssk., blár. Verð 580.000
MMC Galant 2,0 GLSi '89, ek. 139 þús. km, 5 g„ 4 d. Verð 790.000
MMC Lancer 1,5 GLX '91, ek. 56 þús. km, ssk., spoiler, geislasp. o.fl. Verð 810.000
Toyota Camry 2,2 GL '92, ek. 50 þús. km, ssk. Verð 1.450.000
Opel Vectra 1,7 TD '95, ek. 32 þús. km, 5 g., 4 d. Verð 1.520.000
Nissan Terrano 3,0 '91,5 d., ssk., ek. 97 þús. km. Verð 1.960.000
VW Caravelle 2,4 dísil, '95, ek. 29 þús. km, 9 farþega, ssk. Verð 1.960.000
Nissan Patrol 2,8 TD '96, ek. 10 þús. km, 5 g„ 5 d. Verð 3.700.000
Chrysler Voyager LE, AWD '91,7 manna, ssk., ek. 82 þús. km. Verð 1.950.000
Subaru SVX '93, ek. 2 þús. km, 230 hö, einn með möllu. ssk. Verð 3.650.000
Renault 19 TR '93,5 g., ek. 73 þús. km, 4 d. Verð 950.000
Ath.! Skuldabréf til allt að 60 mánaða.
Jafnvel engin útborgun.
Visa/Euroraögreiöslur
Op\ö
vitka
\augat'
.. . — . ...J-