Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1996, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996
Útlönd
^ Borís Jeltsín mætti aftur til starfa í morgun:
Ibúar Grosní efins um að
vopnahlé Lebeds haldi
Skelfdir íbúar Grosní flýja borgina í gær en þá höfðu hershöfðingjar Rússa
lýst því yfir að þeir mundu sprengja borgina sundur og saman.
Símamynd Reuter
Borls Jeltsln Rússlandsforseti
kom til vinnu sinnar í Kreml í
morgun eftir tveggja daga frí í norð-
vesturhluta landsins. Var búist við
að forsetinn ynni við einhverja
pappíra í dag og mundi hitta þá sem
sækjast eftir ráðherrastöðum sem
enn eru lausar. Jeltsín hefur ein-
ungis sést einu sinni á almannafæri
síðan hann sigraði í forsetakosning-
unum í júlíbyrjun en það var við
innsetningu hans í embætti. Þá
þótti hann stirður og stífur sem gaf
vangaveltum um slælegt heilsufar
hans byr undir báða vængi.
En meðan Jeltsín kom sér fyrir á
skrifstofu sinni í Kreml biðu íbúar
Grosní, höfuðborgar Tsjetsjeníu,
milli vonar og ótta um hvort yfirlýst
vopnahlé mundi halda. Tiltölulega
hljótt var í borginni í nótt eftir
harðar stórskotaliðsárásir Rússa á
stöðvar skæruliða í gærdag.
íbúamir, þeir sem ekki höfðu
þegar flúið, horfðu kvíðnum augum
til dagsins í dag og vom fullir efa-
semda um að loforð Alexanders
Lebeds, öryggisfulltrúa Jeltsíns,
mundi halda. Hann hafði lofað að af-
stýra fyrirhugaðri stórárás á Grosní
sem rússneskir hershöfðingjar
sögðu að væri ætlað að svæla
skæruliða aðskilnaðarsinna út úr
borginni í eitt skipti fyrir öll.
Lebed sagði í gærkvöldi að hann
hefði samið um vopnahlé við yfir-
mann skæruliða en þeir náðu
Grosní á sitt vald fyrir tveimur vik-
um. En þar sem vopnahlé hafa ekki
haldið lengi í Tsjetsjeníu undan-
farna mánuði búast íbúarnir við
hinu versta.
Talsmenn rússneska hersins, sem
auömýktur var af skæruliðum við
yfirtöku borgarinnar, gáfu frekara
tilefni til efasemda um vopnahlés-
samninginn þegar þeir sögðu að
skæruliðar mundu einungis not-
færa sér ástandið til að styrkja
stöðu sína. I gær höfðu þeir gefið
íbuúm borgarinnar stuttan frest til
að yfirgefa hana því þeir mundu
sprengja hana sundur og saman.
Lebed sagði hótanir hershöfð-
ingja Rússa í Tsjetsjeníu marklaus-
ar og lofaði að engar stórárásir yrðu
gerðar á Grosní í framtíðinni. Að-
spurður um valdabaráttu milli hans
og hershöfðingjanna sagði Lebed að
enginn hefði gefið neinum vald til
ákvörðunar. Hann hefði einfaldlega
tekið sér slíkt vald i hendur. Boðaði
hann auk þess einfóldun boðleiða
varðandi málefni Tsjetsjeníu en
misvísandi yflrlýsingar háttsettra
aðila um aðgerðir þar hafa valdið
mikilli óvissu um hvert stefndi.
Reuter
Um 50 smáhvalir villtust upp að ströndum Ástralíu í gær. Unnu um 500 náttúruverndarsinnar aö björgun hvalanna og tókst að bjarga þeim flestum. Er þetta
í annaö sinn á skömmum tíma sem hvalir synda á land í Ástralíu en unnið var að björgun yfir 200 hvala á dögunum. Alls fórust fjórtán hvalir í þessum sér-
stæðu hamförum. Símamynd Reuter
Hóta að halda 48 daga
mótmælasvelti áfram
Fjármál drottn-
ingar flókin
í kjölfar yfirlýsinga Elísabetar
drottningar um róttækar breyt-
ingar á breska konungdæminu
beinast augu manna að flóknum
fjármálurn konungsfjölskyldunn-
ar.
Drottningin er talin ein ríkasta
kona heims og eru eignir hennar
skv. viðskiptahandbók metnar á
158 milljónir punda. Talsmaður
Buckinghamhallar segir hins veg-
ar að þessar tölur séu stórýktar.
Hann segir að þeir sem fái þessar
tölur reikni með hlutum sem ekki
eru í einkaeign drottningar, t.d.
skartgripum og húseignum , hlut-
um sem hún getur ekki selt.
Drottningin hefur fengið um-
talsverða fjármuni síðastliðin ár
til aö mæta kostnaði konungdæm-
isins en síðan 1992 hefur hún
greitt skatta af eigin tekjum.
Afrískir innflytjendur, sem berj-
ast fyrir áframhaldandi landvistar-
leyfi í Frakkalndi, hótuðu í gær að
þeir mundu halda áfram mótmæla-
svelti sínu, sem staðið hefur í 48
daga. Kom sú hótun þrátt fyrir lof-
orð frönsku ríkisstjórnarinnar um
að hæstiréttur Frakklands mundi
endurskoða mál margra þeirra.
Eftir fund með Jean-Louis Debre
innanríkisráðherra sagði talsmaður
innflytjendanna að hann hefði ekki
fallist á kröfur þeirra um að allir
300 mótmælendanna fengju land-
vistarleyfi i Frakklandi. Af þessum
300, sem hafast við í kirkju, eru 10 í
mótmælasvelti. Sagði talsmaðurinn
að mótmælasveltið mundi því halda
áfram. Stuðningsmenn innflytjend-
anna hafa myndað hring um kirkj-
una og meina lögreglunni þannig
inngöngu.
Ríkisstjórn Jaqcues Chiracs kom
saman til neyðarfundar vegna máls-
ins í gær og var þar rætt að endur-
skoða framkvæmd vissra ákvæða
innflytjendalaganna. En um leið var
boðað að um endurskoðun laganna í
heild yrði ekki að ræða. Áfram yrði
tekið á ólöglegum innflytjendum af
hörku.
Nokkur þúsund mótmælendur
gengu um götur Parísar í gær til
stuðnings innflytjendunum. Nokkr-
ir mótmælendanna hittu Debres að
máli og sagði hann að alvarlegustu
tilfellin meðal innflytjendanna yrðu
endurskoðuð.
Aðgerðir innflytjendanna hafa
komið ríkisstjórn Chiracs í klípu.
Skoðanakannanir sýna að franskur
almenningur hefur samúð með mál-
stað þeirra en þeir geta ekki farið
aftur til heimalands síns. En öfga-
sinnaðir hægrimenn hafa krafist
þess að innflytjendunum verði vísað
úr landi.
Mótmælendur í París halda því
fram að innflytjendurnir hafi fengið
landvistarleyfl en þau verið gerð
ógild með setningu svokallaðra Pas-
qua-laga sem fyrrum innanrikisráð-
herra Frakka, harðlínumaðurinn
Charles Pasqua, mælti fyrir. Reuter
Stuttar fréttir r»v
Keppa um athygli
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
undirritaði ný heilbrigðislög,
sem er liöur í að stöðva upp-
sveiflu keppinautarins Bob
Dole.
Vilja ná sáttum
Kínverjar vilja taka upp póli-
tískar viðræður við Taívan.
Þeim finnst kominn tími til að
þeir hætti að líta á sig sem
keppinauta.
Eldsneytistankur or-
sökin
Sérfræðingar telja að elds-
neytistankur hafi sprungið í
TWA- þotunni sem fórst við
Long Island þann 17. júli sl.
Skaðabætur
Utanríkis-
ráðherra
Breta vill að
Japanir horgi
Bretum sem
komust lífs af
úr vinnubúð-
um þeirra í
seinni heims-
styrjöldinni
skaðabætur.
Tonn af gulli
Joachim von Ribbentrop,
utanríkisráðherra í stjómartíð
Hitlers, kom undan 15 tonnum
af gulli áður en Berlín féll 1945.
Blóðtaka
Par var dæmt í Kína fyrir að
pína andlega veikan mann til að
selja þeim blóð sitt og ræna pen-
ingum frá honum.
Sjálfsmorð
Svissneskur læknir framdi
sjálfsmorð í flugvél í gær. Vélin
var nýlent er hann tók upp hníf
og stakk I hjartastað.
Arafat stjórnar
Yasser Ara-
fat hefur
ákveðið að
sfjórna örygg-
ismálum sjálf-
ur i kjölfar
dauða tveggja
manna á Vest-
urbakkanum.
Stóðst lygapróf
Richard Jewell, sem talið var
að hefði komið fyrir sprengj-
unni í Atlanta, er talinn saklaus.
Hann stóðst lygapróf í gær.
Karpov mætir heiminum
Heimsmeist-
arinn í skák,
Anatoly Kar-
pov, ætlar að
tefla við heim-
inn á Internet-
inu þann 26.
ágúst nk.
Slöngubit
Þriggja metra slanga beit
ófríska konu á hótelherbergi í
San Diego og vafði sig svo kring-
um hana og mann hennar. Björg-
unarmenn drápu slönguna.
Nýnasisti dæmdur
Dómstóll í Þýskalandi dæmdi
ýnasistann Gary Lock í fögurra
ára fangelsi fyrir kynþáttahatur.
Saksóknari fór fram á fimm ára
dóm.
Hjartveik
Móðir Ter-
esa gengur
ekki heil til
skógar þessa
dagana. Hún
liggur á spít-
ala vegna
hjartveiki.
Hvítflibbabrot
Lögreglumenn í Afríku end-
uöu í gær ráðstefnu þar sem
samþykkt var að reyna að
stemma stigu við hvítflibbabrot-
um í landinu.