Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Page 2
2 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 Fréttir Halaklettur hættir útgerð Hafrafellsins: Vélstjórafélagið hefur kverkatak á útgerðunum - segir Skafti Skúlason, skipstjóri og útgerðarmaður „Við vorum að reyna að hasla okkur völl í útgerð á íslandi sem all- ir segja að einhverjar örfáar ættir eigi og enginn nýr aöili geti komið inn í. Við vorum sannfærðir um aö þetta væri ekki rétt. Á íslandi séu menn frjálsir og þetta sé hægt. En það sem réð úrslitum að þetta tókst ekki voru vélstjórar sem ekki réðu við verkefni sin, menn sem kosta is- lenska fiskiskipaflotann tugi millj- óna árlega í ónauðsynleg útgjöld vegna þess að þeir eru ekki hæfir til að sinna því sem þeir eiga að sinna. Að sjálfsögðu eru til fyrsta flokks vélstjórar og það margir," segir Skafti Skúlason, skipstjóri Hafra- fellsins og einn eigenda útgerðarfé- lagsins Halakletts. Útgerðarfélagið Halaklettur á Breiðdalsvík, sem gert hefur út tog- arann Hafrafell til rækjuveiða á Flæmska hattinum, hefur hætt út- gerð skipsins vegna erfiðleika sem það hefur ratað í við að manna vél- stjórastöður skipsins. Fyrri eigend- ur Hafrafells, útgerðarfélagið Bása- fell á ísafirði, hefur yfirtekiö skipið á ný en Halaklettur keypti Hafra- fellið á sínum tíma af Básafelli. Vélstjórar sem ekkert kunnu Úthald Hafrafellsins á Flæmska hattinum hefur verið nokkuð í frétt- um undanfamar vikur en í júlímán- uði stungu, að sögn Skafta, þrír ung- ir reynslulitlir menn af skipinu í höfn í Harbour Grace á Nýfundna- landi. Auk þess hættu af öðrum ástæðum þrír aðrir skipverjar, þeirra á meðal báðir vélstjórar skipsins. Annar þeirra sagði í við- tali við Dag-Tímann 6. september sl. að skipið væri í hinu versta ólagi og Forsetamyndir: Ekki notaðar í opinberum tilgangi - segir Haraldur Blöndal jafnvel manndrápsfleyta, viðhald þess lélegt og fljótlegra að telja upp það sem væri í lagi en það sem væri 1 ólagi. Skafti segir þetta allt ósannindi. Vélar og vélbúnaður hafi verið end- urnýjað fyrir um 26 milljónir króna fyrir tveimur árum og allt viðhald verið eðlilegt síðan. „Vandinn var sá að vélstjórarnir kunnu ekki það sem þeir höfðu réttindi til að fást við.“ Skortur á hæfum vélstjórum Skafti segir að vandræði við út- hald skipsins verði að öllu leyti rak- in til þess að vélstjórar þeir sem út- gerðinni tókst að’ ráða á skipið, að undanskildum einum, hafi allir reynst óhæfir og alls ekki starfi sínu vaxnir. Á íslandi sé skortur á vélstjórum með réttindi og riánast ómögulegt að manna vélstjórastöður á minni skipunum. Þar við bætist að Vél- stjórafélag íslands hafi á útgerðun- um kverkatak vegna löggildingar starfsins og ákvæða um að aðeins megi ráða menn með íslensk vél- stjóraréttindi á íslensk fiskiskip nema með sérstökum undanþágum, þrátt fyrir að Islendingar hafi gerst aðilar að samkomulagi alþjóðlegu siglingamálastofnunarinnar, STCW, en án þess að ganga endanlega frá málinu á heimaslóðum. Rússarnir fengu ekki undanþágu Eftir að fyrmefndir sexmenning- ar höfðu yfirgefið skipið á Ný- fundnalandi réð Skafti fjóra Kanadamenn sem háseta og tvo Rússa sem vélstjóra. Hann sendi umsókn um lögskráningu allra mannanna til réttra aðila á íslandi eftir að hafa gengið úr skugga um, að hann taldi, að undanþága fengist vegna vélstjór- anna og hélt an til veiða á Flæmska hatt- inn á ný. Þegar Hafrafellið kom í höfn í Harbour Grace fyr- ir nokkrum dögum kom í ljós að undanþágan hafði ekki fyrir Rússana vegna ein- dreginnar andstöðu Vél- stjóra- lands. Þó höfðu við- kom- andi yfirvöld- um verið send gögn um skóla- göngu og . réttindi Rússanna ásamt STCW- skírteinum þeirra sem stað- festu að þeir hefðu báðir lokið því grunnnámi sem Al- Vélstjórafélagiö hefur kverkatak á útgerðunum í krafti löggildingar á störfum vélstjóra, segir Skafti Skúlason, skipstjóri á Hafrafellinu. DV-mynd GVA Aukin fikniefnaneysla á Litla-Hrauni „Þegar ég var 10 ára þá keypti ég myndir af Dean Martin, Frank Sinatra og Marilyn Monroe hjá manni niður við Lækjargötu. Þær voru áritaðar. Ef að forsetinn hef- ur geð í sér til að selja myndir áritaðar þá er það hans mál. Það er alveg ljóst að slíkar myndir eru ekki notaðar í opinberum til- gangi,“ sagði Haraldur Blöndal hæstaréttarlögmaður við DV þeg- ar hann var inntur álits á þeim árituðu myndum af forsetahjón- unum sem einstaklingum, fyrir- tækjum og stofriunum hafa verið boðnar til kaups til styrktar fram- boði forsetans. -bjb - verðum að beita „Við erum að reyna að stemma stigu við fíkniefnaneyslu í fangels- unum. Við reynum að láta þá sem neyta fikniefna í fangelsunum finna fyrir því að það er ekki liðið og verðum því að beita þá ýmsum refs- ingum. Fangelsisyfirvöld munu gera allt sem þau geta til að koma í veg fyrir fíkniefnasmygl inn í fang- elsin og fikniefnaneyslu þar,“ sagði Haraldur Johannessen fangelsis- málastjóri í samtali við DV. Haraldur segir að undanfarinn hálfan mánuð hafi fikniefnaneysla aukist töluvert á Litla-Hrauni. Þeir sem neyti fikniefna í fangelsum sé Þú getur svaraö þessari spurningu með því að hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mlnútan Já 1 Nei 2 Er rétt að selja áritaðar myndir af forsetahjónunum til styrktar framboði Ólafs Ragnars Grímssonar j rödd FOLKSINS 904 1600 ýmsum refsingum, segir fangelsismálastjóri yfirleitt lítill hópur og reynt er að halda honum aðskildum frá hinum föngunum eins og kostur er. „Við erum auðvitað bundnir laga- heimildum og höfum því ekki alveg frjálsar hendur hvemig við t.d. meg- um leita á heimsóknargestum. En við teljum að aðalfikniefnaleiðin inn í fangelsin sé einmitt í gegnum heimsóknargesti. Þeir fangar sem neyta fikniefna eiga það á hættu að vera sviptir heimsóknum, dagpeningagreiðslum og vinnulaunum. Ef brotin em stór- felld era þeir úrskurðir í strangari viðurlög, t.d. einangrunarvist o.fl. Við verðum að nota svona aðgerðir til að reyna að koma í veg fyrir þetta. Fangar hafa engan rétt til aö neyta fikniefha því fikniefni em ekki leyfileg á íslandi og það gilda sömu reglur hvort sem er innan eða utan fangelsismúranna. í gegnum árin hafa fangelsislækn- ar látið fanga hafa lyf sem þeir telja nauðsynleg fyrir viðkomandi, t.d. svefnlyf. Við getum auðvitað ekki skipt okkur af slíku því það er í valdi lækna að skrifa upp á þessi lyf. En ég tel okkur hafa nokkuð gott eftirlit með fíkniefnum í fang- elsum. Það eru gerðar rassíur og leitað jafnt og þétt í fangaklefum, sérstaklega hjá þeim föngum sem em þekktari fyrir að nota þau,“ sagði Haraldur. -RR Byssuleikur í aftursætinu - lögreglan leitaði bílsins Lögreglan í Reykjavík leitaði í fyrradag að hvítri Hondabifreið eft- ir að vegfarandi tilkynnti henni að farþegi í bílnum hefði ógnað vegfar- endum með skammbyssu. Meðal annars var farið heim til skráðs eig- anda bifreiðarinnar í Kópavogi en þá fannst hann ekki. Seinna um kvöldið hafði lögreglan í Kópavogi samband við eiginkonu skráðs eig- anda bifreiöarinnar og kannaöist hún við að hafa verið á bílnum þeg- ar nefndur atburður átti sér stað. Sagði konan aö börn hennar, fædd 1985 og 1988, hefðu verið í byssuleik í aftursætinu með talsverðum fyrir- gangi. -sv siglingamálastofiiunin telur þurfa til að keyra allt að 10-15 þúsund hestafla vélar. Boð um það að und- anþága heföi ekki fengist vora hins vegar aldrei send um borð í Hafra- fellið, hvorki í faxtækið um borð eöa með öðrum hætti heldur í ábyrgðarbréfi og svo aftur í faxi til umboðsmanns útgerðarinnar á Ný- fúndnalandi. Rússarnir kunnu sitt fag Skafti segir að hinir rússnesku vélstjórar, sem hafi margfalt við- tækari alþjóðleg réttindi heldur en íslenskir vélstjórar almennt, hafi reynst afbragðs vel og þess hafi orð- ið vart nánast um leið og þeir stigu um borð að allt það hafi komist í lag á svipstundu sem fyrirrennarar þeirra höfðu sagt handónýtt og ekki ráðið við að halda í horfinu. Varðandi ásakanir, sem fyrrver- andi vélstjóri hefur um haffæris- skírteini Hafrafellsins í blaðaviðtali nýlega, segir hann þær með öllu rangar. Haffærisskírteinið gildi frá 27. febrúar 1996 til 27. febrúar 1997 og er gefið út á ísafirði. „í þessu við- tali koma fram vanhugsaðar alvar- legar ásakanir á hendur Siglinga- málastofnun sem hinir rússnesku vélstjórar hafa afsannað. Siglinga- málastofnun er vönd að virðingu sinni enda mikil ábyrgð sem fylgir eftirliti skipa. Stofnunin hefur ekki vikist vmdan henni og ekki hikað við að stöðva skip ef þörf hefur kraf- ist,“ segir Skafti Skúlason að lok- um. -SÁ Stuttar fréttir Hlutabréf hins opin- bera í Skýrr seld Rikið og Reykjavíkurborg hafa ákveðið að selja hluti sína í Skýrr hf., 15% hvort. Framkvæmda- nefnd um einkavæðingu og Einkavæðingamefhd Reykjavík- ur, sem hefur verið falið að ann- ast sölunna, hafa boðið verðbréfa- fyrirtækjum að gera tilboð í verð- mat og umsjón með sölunni. Ofnasmiðjan 60 ára í dag heldur Ofnasmiðjan upp á 60 ára afmæli sitt og verður af- mælishátið milli kl. 13 og 18 með ýmiss konar tilboðum og veiting- um í boði Ofnasmiðjunnar. Heigarskákmót Taflfélag Reykjavíkur gengst fyrir helgarskákmóti um helgina. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monradkerfi. Öllum er heimil þátttaka. Mótið fer fram að Faxa- feni 12. Aukaferð Bændaferða tii Þýskalands Vegna mikillar eftirspurnar verður efnt til aukaferðar til Þýskalands. Flogið verður til Lúxemborgar 2. nóv. og heim 9. nóv. Gist verður hjá vínbændum í þorpinu Leiwen við Mósel. Sýning á Ijósmyndum Jóns Kaldals Vegna fádæma góðrar aðsókn- ar á yfirlitssýningu á ljósmynd- um Jóns Kaldals í Nýlistasafninu verður hún opin í kvöld. Henni lýkur á morgim. -saa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.