Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Qupperneq 7
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 7 fréttir Bakarameistarinn Suöurveri stækkar viö sig: Keypti brauðsölu Myllunnar í Mjódd - nýjustu tölvutækni beitt við baksturinn BOMRG JARÐVEGSÞJÖPPUR Ýmsar stærðir, bensín eða dísil. Gæði á góðu verði. " Skutuvogi 12A, s. 581 2530 Eigendur Bakarameistarans Suð- urveri hafa keypt brauðsölu Myll- unnar í Mjódd og ætla að opna þar konditori og bakarí með fullkomn- ustu tækni næstkomandi mánudag undir merkjum Bakarameistarans. Bakarameistarinn verður einnig staðsettur í Suðurveri þannig að fyrirtækið, sem fagnar 20 ára af- mæli á næsta ári, er að færa út kví- arnar svo um munar. í dag starfa um 30 manns hjá Bakarameistaran- um og viðbúið að fjölga þurfi fólki vegna kaupanna í Mjódd. Bakarameistarinn sjálfur, Sigþór Sigurjónsson, sem rekið hefur fyrir- tækið ásamt fjölskyldu sinni, sagði í samtali við DV að bakaríið væri vel í stakk búið að stækka viö sig núna. „Við erum að gefa fleirum kost á að eiga viðskipti við okkur. Bakarí- ið í Suðurveri hefur skapað sér sér- stöðu, við erum með nýtt brauð dag- lega yfir borðið og stöndum ekki í að bjóða innpakkaðar eða dagsgaml- ar vörur með afslætti. Núna höfum við tekið í notkun fullkomnustu tölvutækni við baksturinn sem leyf- ir okkur að gera spennandi og öðru- vísi hluti en aðrir,“ sagði Sigþór. Tæknin felst m.a. í því að geta sett hefað brauð beint í bakstur úr snöggfrystingu. Með 20 mínútna fyr- Ingvar Helgason og Bílheimar: Stórsýning um helgina Það verður mikið um að vera hjá Ingvari Helgasyni ehf. og Bílheim- um ehf. við Sævarhöfðann um helg- ina en þá verður þar stórsýning á nýjum bílum. Hjá Ingvari gefur að líta 1997- ár- gerðimar af Nissan Primera, Al- mera og Terrano II, en þess má geta að Primera er frumsýnd hér á landi á undan öðrum Evrópulöndum því þar verður bíllinn ekki frumsýndur fyrr en í byrjun október. í tilefhi af sýningunni verður opið á .milli sýningarsala Ingvars Helgasonar og Bílheima þannig að þeir sem sækja þá heim geta skoðað í einu allt það sem er í boði hjá fyr- irtækjunum báðum, auk þess sem gengið er um söludeild notaðra bíla. Hjá Bílheimum gefur að líta nýjustu bilana frá Opel, þar á meðal Opel Omega V6 og Opel Vectra með 170 hestafla vél. Opel Astra með 1,6 lítra vél og Astra Family, ný lúxusútgáfa. Opið er bæði laugardag og sunnu- dag, frá klukkan 14 til 17, og boðið verður upp á veitingar. Nissan Primera frumsýnd hér á landi á undan öörum Evrópulönd- um. 1997 árgerðirnar af Opel veröa frumsýndir hjá Bílheimum um helg- ina, þar á meðal nýr Astra Family. irvara er hægt að fá slíkt brauð beint úr ofninum í stað 4 tíma áður með gömlu frystitækninni. „Við höfum bakað brauð af þessu tagi fyrir hótelin og fengið góð við- brögð. Þetta er það ný tækni að á síðasta ári vorum við í samstarfi við Iðntæknistofnun um þróun á þessu,“ sagði Sigþór. Bakarameistarinn Suðurveri hef- ur verið að velta um 100 milljónum á ári og með stækkuninni í Mjódd má gera ráð fyrir verulegri aukn- ingu. -bjb \ barbecooK GriU-strompurinn er stórkost- lega vel hannað á kolagrill! • Qmckstart®uppkveikiaðferöin: Enginn uppkveikilögur þarfur eða íkveikihætta við að sprauta honum á glóðina. • Ekkert gas eða hætta á gasleka. • Kolin tilbúin á innan við 15 mín. • Eftir grillun má losa öskuna í , neðri hluta strompsins, sem virkar ffj adems eins og öskubakki, en hann þarf . aðeins að tæma eftir allt aðl5 skipti • Stöðugur (göt á fæti til að bolta föst eða stinga tjaldhælum í) • Og þeir eru á kostnaðarverði núna! ... ..og eftl^ 15 mlnútur eru kolin tilbúin. TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA IKÍl RAOGREÍDSLUR tur, mí( vor oj M i i ...þá er kveikt í dagblöðunum í gegnum loftgatið... Skipholti 19 Sími: 552 9800 Grensásvegi 11 Sími: 5 886 886 AUK/Ð URVAL - BCTRA VCRÐ / ...síðan er grillkolunuin hellt í skálina... QUICKSTART® uppkveikiaðferðin Fyrst er tveimur dagblaðaopnunm stungið ofan í strompinn...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.