Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Side 12
>2 erlend bóksjá
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 JLlV
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur:
1. Stephen Klng:
Coffey on the Mlle.
2. Nlcholas Evans:
The Horse Whlsperer.
3. Ken Follett:
A Place Called Freedom.
4. Patricla D. Cornwell:
From Potter's Fleld.
5. Danlelle Steel:
Llghtnlng.
6. Mlchael Crlchton:
The Lost World.
7. Stephen Klng:
Nlght Journey.
8. Pat Barker:
The Ghost Road.
9. Tom Sharpe:
Grantchester Grlnd.
10. Barbara Taylor Bradford:
Dangerous to Know.
I
Rit almenns eðlis:
1. Bill Bryson:
Notes from a Small Island.
2. Lorenzo Carcaterra:
Sleepers.
3. Paul Bruce:
The Nemesls Rle.
4. Margaret Forster:
Hldden Llves: A Famlly Memoir.
5. John Gray:
Men Are from Mars, Women Are
from Venus.
6. Nelson Mandela:
Long Walk to Freedom.
7. Jung Chang:
Wlld Swans.
8. Paul Theroux:
The Pillars of Hercules.
9. Erlc Lomax:
The Rallway Man.
10. Danlel Goleman:
Emotional Intelligence.
Innbundnar skáldsögur:
1. Ben Elton:
Popcorn.
2. Chrls Ryan:
Stand By, Stand By.
: 3. Kevln J. Anderson:
X-Flles 4: Rulns.
S4. John Grlsham:
The Runaway Jury.
5. Terry Pratchett:
Feet of Clay.
Innbundin rlt almenns eðlfs:
1. Dave Sobel:
Longltude.
12. Richard Holmes:
War Walks.
3. Antonia Fraser:
The Gunpowder Plot.
4. Wendy Beckett:
The Story of Palntlng.
5. Deepak Chopra:
Seven Splrltual Laws of Success.
(Byggt á The Sunday Times)
vísindi
Amado játar sig
sigraðan af ellinni
Þekktasti rithöfundur Brasilíu,
Jorge Amado, er nú að læknisráði
bundinn við heimili sitt í Salvador,
höfuðborg Bahiahéraðs, en hann er
orðinn 84 ára að aldri.
Heilsan er fyrir nokkru farin að
bila. Þannig fékk Amado hjartaáfall
fyrir þremur árum og í fyrra þurfti
hann að dvelja um hríð á sjúkra-
húsi í París, þar sem hann býr hálft
árið. í síðasta mánuði gat hann
heldur ekki verið viðstaddur frum-
sýningu nýrrar kvikmyndar sem
gerð var eftir einni af skáldsögum
hans (Tieta of the Wilds).
Þrjátíu og tvær bækur
Amado kveðst ekkert hafa skrifað
síðustu tvö árin og hafi engin áform
um frekari ritstörf. „Ég er orðinn
gamall maður,“ sagði hann í nýlegu
viðtali. „Þegar þú hefur náð 84 ára
aldri ertu orðinn gagnslaus."
Hann á langan og litríkan rithöf-
undarferil að baki. Á sextíu og
fimm árum skrifaði hann þrjátíu og
tvær bækur sem gert hafa hann að
þjóðskáldi í heimalandinu. Ritverk
hans hafa einnig hlotið viðurkenn-
ingu og vinsældir víða erlendis, ver-
ið þýdd á hátt í fimmtíu tungumál
og selst í ríflega tuttugu milljónum
eintaka.
Upphafið gaf ekki fyrirheit um
slíkan frama. Hann fæddist árið
1912 í smábænum Itabuna i suður-
hluta Bahia, þar sem margar sögur
hans gerast. Fimmtán ára að aldri
hóf hann störf sem blaðamaður i
Salvador og sendi fyrstu bókina frá
sér áður en hann varð tvítugur.
Amado varð sannfærður komm-
únist á unga aldri og þess gætti
mjög í fyrstu bókum hans, svo sem
Cocoa (1933) og Sweat (1934), en þær
fjalla um slæm kjör alþýðunnar í
Jorge Amado, kunnasti rithöfundur
Brasilíu, er orðinn 84 ára.
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
miðaldalegu einræðisþjóðfélagi
Brasilíu. Hann tók þátt í stjórnmál-
um og var kjörinn á þing, en settur
í fangelsi og síðan sendur í útlegð á
árum síðari heimsstyrjaldarinnar.
Þá ritaði hann að margra dómi
bestu sögur sínar, t.d The Violent
Land (1942).
Á sjötta áratugnum breytti hann
enn til og fór að skrifa skáldsögur
undir áhrifum frá Dickens og
Balzac. Þar fjallaði hann um brasil-
Iskt þjóðlíf með þeim hætti sem
þjóðin kunni að meta. Sögur eins og
Gabriela, Clove and Cinnamon
(1958), Home is the Sailor (1961),
Shepherds of the Night (1966) og
Donna Flora and Her Two Hus-
bands (1966) hlutu góðar viðtökur.
Kvikmyndir, sem gerðar hafa verið
eftir sumum þeirra, hafa notið vin-
sælda víða um lönd.
Töfraraunsæið
í heimabyggð Amados hefur mik-
ið verið um það rætt og ritað að
undanfómu hvort hann sé í raun
upphafsmaður hins svokallaða
töfraraunsæis í suðuramerískum
bókmenntum en ekki nóbelsskáldið
Gabriel Garcia Marquez. Tilefni
þeirrar umræðu var sú fullyrðing í
franska tímaritinu Le Point, að
töfraraunsæið væri að finna í skáld-
sögunni Gabriela, sem kom út tíu
árum áður en Hundrað ára ein-
semd.
Sjálfur gerir Amado lítið úr frægð
sinni. „Ég samdi bækur mínar af
því að mér var ómögulegt að skrifa
ekki,“ sagði hann í nýlegu viðtali.
„Það er hins vegar ógerlegt að segja
til um hvort bækurnar verða lesnar
á morgun. Ég get nefnt bækur sem
vom skrifaðar fyrir löngu og era
enn lesnar. En ég veit líka um marg-
ar bækur sem náðu mikilli hylli á
sinni tíð en hafa gjörsamlega horf-
ið.“
Amado býr nú með síðari konu
sinni, Zeliu Gattai, en þau giftust
árið 1978. Hann segist enn vera rót-
tækur. „Ég er fylgjandi sósíalisma
og á móti kapítalismanum. En það
er ekki hægt að vera hreinræktaður
sósíalisti i kapítalískum heimi.“
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. Stephen Klng:
The Green Mlle: Night Journey.
2. Sue Grafton:
I„L“ is for Lawless. \
3. Sldney Sheldon: \
Morning, Noon & Night.
4. Davld Guterson:
Snow Falllng on Cedars.
5. John Grisham:
A Tlme to Kill.
í 6. V.C. Andrews:
Melody.
7. Patrlcla Cornwell:
From Potter’s Reld.
8. Pat Conroy:
Beach Muslc.
9. Stephen King:
The Green Mlle: The Bad Death of
Eduard Delacrolz.
10. M.P. Kube-McDowell:
Shleld of Lles.
11. Danlelle Steel:
Llghtning.
12. Ken Follett:
A Place Called Freedom.
13. W.E.B. Griffin:
Behlnd the Lines.
14. Stephen Klng:
The Green Mile: The Two Dead
Glrls.
Í5. John Grisham:
The Rainmaker.
Rit almenns eðlis:
1. Mary Plpher:
Revlving Ophelia.
2. Mary Karr:
The Llar's Club.
3. J. Douglas & M. Olshaker:
Mindhunter.
4. Thomas Cahill:
How the Irlsh Saved Clvlllzatlon.
5. Colin L. Powell:
My Amerlcan Journey.
6. John Felnstein:
A Good Walk Spolled.
7. J.M. Masson & S. McCarthy:
When Elephants Weep.
8. Isabel Allende:
Paula.
9. M. Scott Peck:
The Road Less Traveled.
10. Jack Mlles:
God: A Blography.
11. B.J. Eadle & C. Taylor:
Embraced by the Llght.
12. Gall Sheehy:
New Passages.
13. Thomas Moore:
Care of the Soul.
14. D. Hays & D. Hays:
My Old Man and the Sea.
15. Andrew Well:
Spontaneous Heallng.
(Byggt á New York Times Book Review)
ii ii 'ii.fi'"í.n.i u.-iiTiBnwnín
DV
Varúð,
Ijósritunarvél
Ryk ur ljósritunarvélum getur
| valdið mjög alvarlegum lungna-
í sjúkdómum að því er Christine
| Armbruster og starfsbræður
hennar við háskólann í Vínar-
I borg segja í bréfi til læknablaðs-
■ ins Lancet.
I í bréfinu er sagt frá 39 ára
1 gömlum manni sem ekki reykir
| en hafði verið með þurran hósta
I f eitt ár. Rannsóknir á mannin-
j. um leiddu í ljós að sjúkdómur
| sem herjaði á lungu hans orsak-
I aðist af örsmáum málmögnum í
í prentdufti ljósritunarvéla.
1
Gufuhvolf
á tunglinu
js Bandarískir stjarnvísinda-
j menn tóku eftir því þegar þeir
I skoðuðu mynd sem tekin var af
1 tunglmyrkva að gufuhvolf er á
| þessum nágranna okkar í geimn-
| um. Hins vegar hverfur það jafn-
harðan og það myndast vegna
þess að þyngdarkraftur tunglsins
er ekki nægilega mikill til að
jf halda í þannig lofthjúp.
Lofthjúpur tunglsins sam-
f anstendur fyrst og fremst af natr-
I íumjónum. Þær þyrlast upp af yf-
I irborði tunglsins vegna sólar-
I ljóssins og verða um stund hluti
Ilofthjúpsins áður en þær hverfa
aftur. Lofthjúpurinn er svo þunn-
ur að hann sést ekki við venju-
f legar aðstæður.
Umsjón
Guðlaugur Bergmundsson
Auknar gafur tengdar vid
lágt sýrustig í heilanum
Visindamenn sem starfa í Bret-
landi hafa komist að því að greini-
leg tengsl era milli gáfnafars og
sýrastigs í heilanum. Uppgötvun
þessi, sem þeir römbuðu á fyrir al-
gjöra slysni, virðist koma heim og
saman við eldri rannsókn-
ir sem sýna að sýru-
jafnvægi hefur áhrif á
boð milli frama.
Lífefnafræðingur-
inn Caroline Rae
komst að því að því
basískari sem efnasam-
böndin í heilaberkin-
um reyndust, þeim
mun greindari var
viðkomandi einstakling-
ur, að minnsta kosti Síí j'
þegar drengir áttu í
hlut.
Rae og samverkamenn
hennar mældu pH-gildi,
eða sýrastig, í heilum 42 drengja
á aldrinum sex til þrettán ára.
Vísindamennirnir vora ekki að
leita að tengslum við gáfnafar, að
sögn Caroline Rae, heldur voru þeir
að gera tilraunir á drengjum með
Duchenne vöðvarýrnun. En mæl-
ingar á efnafræðilegri samsetningu
heila þessara drengja og í 42 heil-
brigðum drengjum voru mjög svo
athyglisverðar.
„Við komumst að ákveðinni
fylgni og hún var svo mikil að við
töldum okkur verða að segja öllum
frá því,“ segir Rae.
Greindarvísitala drengjanna var
á bilinu 63 til 138. Vísitala meðal-
greindar er upp á 100.
Rae segist hafa fundið 0,5 fylgni
milli pH-gilda og greindar. Fylgni
upp á 1,00 þýddi að pH-gildi gæti
alltaf sagt fyrir um greind
en engin fylgni mundi
IQ
aðeins sýna tengsl þar á
milli af handahófi.
Rae segir að eldri rann-
sóknir hafl sýnt tengsl milli
sýrustigs og heilastarfsemi.
„Sýnt var fram á að hraði á send-
ingu boða (milli heilafruma) var
háður pH-gildinu. Fíölmargir við-
takar í heilanum bregðast einnig
við pH- gildum," segir Rae.
Hún segir að uppgötvanir hennar
sýni ekki fram á hvort greind geri
heilann basískan, eða öfugt.
„Við gætum ekki mælt pH-gildi
drengs og sagt til um gáfnafar
hans,“ segir Rae.
Hún segir niðurstöður sínar leiða
til augljósrar spurningar, nefnilega
þeirrar hvemig fólk geti reynt að
breyta gáfnafari sínu. Þegar hafa
verið gerðar tilraunir með vítamín.
Hún segir að niðurtöðurnar gætu
haft víðtækt gildi. Fylgnin var til
dæmis miklu meiri þegar
málleg greind var mæld en
við mælingu greindar
sem tengist öðra en máli.
„Þetta kann að segja
okkur eitthvað um
hvernig heilinn vinn-
ur,“ segir Rae.
Ýmsir aðrir vísinda-
menn era aftur á móti
efins um niðurstöður
Rae og félaga. David
Attwell, lífeðlisfræðipró-
fessor við University Col-
lege í London, er þeirra á
meðal. Hann segir að pH-gildi heil-
ans geti verið með ýmsu móti á ein-
um og sama deginum. Hröð, grunn
öndun geti t.d. gert heilann basísk-
ari.
„Gagnleg viðbót við og framhald
þessarar rannsóknar væri kannski
að mæla greindarvísitölu einstakl-
ings á mismunandi tímum á sama
tíma og pH-gildi heila þeirra væri
breytt, t.d. með oföndun," segir Att-
well í viðtali við tímaritið New Sci-
entist.
Alpamaðurínn dó
hungraður
Rannsóknir a líki Alpamanns-
ins Ötzis sem fannst fyrir fjórum
árum uppi á jökli sýna að hann
hafl ekki átt mjög góða ævi. Ötzi
þessi dó fyrir 5300 árum í hríð í
ítölsku Ölpunum.
Ötzi mun hafa dáið hungraður
þar sem magi hans reyndist vera
tómur. Að vísu var einhver mat-
ur í þörmum hans. Þá var karl-
inn tæplega vel likamlega á sig
kominn. Vísindamenn fundu
m.a. ormasýkil í þörmunum og
þá var sveppasýking í lungum
hans.
Rannsóknir á beinum Ötzis
hafa leitt í ljós að hann svalt þeg-
ar hann var níu ára, fimmtán ára
og sextán ára.
Asma tengist
tíðahríng
Konur eru líklegri til að fá al-
varleg asmaköst rétt áður en
blæðingar byrja eða þá á meðan
á þeim stendur og virðist sem
sveifla í hormónabúskap líkam-
ans eigi þar sök á.
Niðurstöður þessar fengust úr
rannsókn sem gerð var á 182 kon-
um af vísindamönnum við
læknadeild háskólans í Pennsyl-
vaniu.
Tvisvar sinnum meiri líkur
voru á að konur færu á bráða-
móttöku sjúkrahúsa vegna
asmakasts við lok tíðahringsins
en á nokkrum öðrum tíma. Mikl-
ar sveiflur í estrógenmagni er
sennilega sökudólgurinn, segir í
grein í tímariti sem bandaríska
læknablaðið gefur út.