Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Side 17
D V LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 17 „Fyrir mörgum árum fór ég aö kaupa og lesa skútublöö af hreinni tilviljun og svo keypti ég alltaf fleiri og fleiri blöö og mér fannst alltaf meira og meira af skemmtilegu lesefni í þeim. Á endanum fór ég aö hugsa um aö þaö væri gam- an að prófa skútusiglingar," segir Magnús. Hér er hann ásamt Ragnari Hilmarssyni, lengst til vinstri, og Inga Ágústs- syni í miöju. DV-mynd Pjetur hverjum degi síðustu dagana. Þrátt fyrir óveður og ýmis óhöpp segir Magnús þó að líf skipverjanna hafi aldrei verið í hættu. Skútan Elin kom til íslands að- faranótt 8. september og lagðist við ankeri í Straumsvík þvi að „við vildum koma inn í björtu og leyfa fólkinu að sjá okkur koma af hafi,“ segir Magnús. Eins og nærri má geta urðu miklir fagnaðarfundir þegar skútan kom í höfn. -GHS Elín er 20 ára gömul 44 feta skúta, byggö í Frakklandi og innréttuö í Englandi. Hún er ein stærsta skútan sem er í eigu íslendinga. DV-mynd Pjetur héldu áfram til Newberry Port. Þar skildi Magnús skútuna eftir í sex vikur í umsjá fyrrverandi skip- stjóra í bandarísku strandgæslunni og flaug heim. Magnús Jónsson hóf svo einn annan áfanga ferðarinnar frá Newberry Port 25. júní í sumar og sigldi til Sydney á Nova Scotia með viðkomu i Lunenburg, rétt utan við Halifax, og í Canso, austur með ströndinni. í Sydney geymdi hann bátinn aftur í sex vikur og flaug heim. Skipverji veiktist Þriðji áfangi ferðarinnar hófst svo í lok ágúst. Magnús og félagar hans, Ragnar og Ingi Ágústsson, lögðu af stað frá Sydney á hádegi 23. ágúst norður Atlantshafið til ís- lands. Þegar þeir höfðu siglt hálfa dagleið fram hjá suðurodda Ný- fundnalands veiktist einn skipverja og þeir sneru því aftur til Saint John’s. Veikindin voru sem betur fer ekki alvarleg þannig að þeir fóru út aftur eftir hádegi 27. ágúst eftir sólarhrings stopp. „Við settum stefnuna beint heim. Ferðin gekk vel að öðru leyti en því að við lentum í óveðri 3. september. Þá vorum við rúmar 500 milur suð- vestur af Garðskaga. Við vorum í ágætis veðri, 20-30 hnúta vindi, þeg- ar veðrið breyttist eins og hendi væri veifað. Vindurinn fór í 50 hnúta og hviðaði upp í 60 hnúta. Það stóð í tæpan sólarhring og eftir það gekk allt vel,“ segir Magnús. Elín átti eftir um fjögurra daga siglingu þegar forseglið rifnaði og urðu skipverjar að nota minna segl eftir það. Eftir það gekk ferðin ekki jafn hratt fyrir sig. Magnús segir að mikið hafi sést af viðardrumbum suðvestur af Grænlandi og einn hafi nuddað sér utan í skútuna með þeim afleiðingum að listi eftir endi- löngum bátnum brotnaði. Staðsetningartæki, sem þeir höfðu leigt af Flugbjörgunarsveit- inni í Reykjavík og átti að koma boðum til vina og ættingja um stað- setningu, virkaði aðeins fyrsta dag- inn en ekki eftir það. Skipverjum tókst að koma frá sér boðum til þeirra annan hvem dag gegnum Loftskeytastöðina í Gufunesi og á um nýja yfirburða- bvottavél frá Whirlpool Þessi nyja þvottavel fra Whirlpool skartar mörgum tækninýjungum og kostum sem þú skalt ekki láta fram hjá þér fara. - Lágt verð! - Stór hurð sem opnast 156' þér .til þæginda. -„Water lift system" sem eykur gæði þvottarins. - Ullarvagga. Vélin „vaggar“ þvottinum líkt og um handþvott væri að ræða. - Nýtt silkiprógram. - Barnalæsing. AWM254 500/800sn 56.950 kr.st AWM255 600/900sn 62.300 kr.stgr. AWM256 600/1 OOOsn 69.250 kr.stgr, 78.750 kr.stgr. AWM258 120/1200sn Heimilistæki hf SÆTUNI 8 SIMI 569 1500 Umboðsmenn um land allt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.