Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Síða 25
JL?\ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996
25
Samantha fæddist ellefu vikum fyrir tímann og var svo lítil að hún var köll-
uð Þumalína á sjúkrahúsinu. Móðir hennar, Helen, keypti litla brúðu í leik-
fangabúð og klæddi Samönthu í fötin af henni. Samantha verður stærri og
sterkari með hverjum deginum sem líður heima í Englandi hjá mömmu sinni
og pabba, Tim.
Helen og Tim Fudge eignuðust stúlku 11 vikum fyrir tímann:
Var kölluð
Þumalína
á fæðingar-
deildinni
Kraftaverkin gerast enn! Það geta
hjónin Helen og Tim Fudge vottað.
EYrir rúmu ári eignuðust þau dótt-
ur, ellefu vikum fyrir tímann.
Dóttirin litla vó aðeins um 400
grömm þegar hún fæddist og missti
þyngd strax eftir fæðingu. Um tíma
fór hún niður í tæp 370 grömm og
var tengd við öndunarvél um nokk-
urt skeið. Litla stelpan virtist hins
vegar hafa lífsvilja úr jámi. Hún
barðist fyrir lífi sínu af miklum
krafti og hafði sigur, fékk að fara
heim eftir nokkra mánuði, tæplega
þrjú kíló að þyngd.
„Við fórum nýlega með Samönt-
hu í heimsókn á sjúkrahúsið og
sáum foreldra sem höfðu lent í
sömu sporum og við en misst bam
sitt. Það var þá fyrst sem við gerð-
um okkur grein fyrir því hvað við
höfðum gengið í gegnum og verið
heppin,“ segir Helen.
Vandræðin hjá Helen og Tim hóf-
ust þegar meðgangan með Samönt-
hu litlu var tæplega hálfnuð. Þá
kom í ljós að of mikið prótein var í
blóði móðurinnar og talin hætta á
að Helen myndi hafa of háan blóð-
þrýsting síðar á meðgöngunni.
Helen var send í sónar í 28. viku
meðgöngu og þá kom í ljós að bam-
ið stækkaði ekki eðlilega þar sem
legkakan hleypti ekki nægu súrefni
til bamsins. Litla stúlkan var því
tekin með keisaraskurði og vart
hugað líf.
„Hún leit út eins og nýfædd kan-
ína. Hjúkmnarkonumar kölluðu
hana Þumalínu þvi að þær sögðu að
svona lítið grey þyrfti langt nafn,“
segir Helen.
Læknamir flýttu sér svo mikið
burt með Samönthu eftir fæðinguna
að Helen varð að spyija hjúkranar-
konumar hvort hún hefði eignast
dreng eða stúlku. Hún fékk ekki að
sjá stúlkuna strax og því tók Tim
mynd af henni til að sýna Helen.
Þegar Samantha var tveggja vikna
gömul var hún margvafin inn í
teppi og þá fengu foreldrar hennar
að halda á henni i fyrsta skipti.
Þar sem Samantha var óvenjulít-
ill fýrirburi fékk mamma hennar
ekki á hana nein almennileg föt og
neyddist því til að fara í leikfanga-
verslun og kaupa brúðu í bleikum
kjól með húfu. Samantha litla var
svo klædd i fötin af brúðunni fyrstu
vikumar.
Samantha er nú orðin 14 mánaða
gömul og verður stærri og sterkari
með hverjum deginum sem líður.
Hún fær nú að leika sér að litlu
dúkkunni og klæða hana i og úr föt-
unum sem hún klæddist sjálf fyrstu
vikur ævinnar.
15% staögreiöslu-
og greiöslukortaafsláttur
°g stighœkkandi
birtingarafsláttur
^hesteefíetá.
^
3-1-1
H Húsgögn
S íöii
W herbergi
V hússins í
3000 fermetro
sýninaorsol
TM - HUSGOGN
Síöumúla 30 - sími 568-68-22
Oplð mánudaga tll föstudaga 9-18 §
laugardaga 10-16 - sunnud. 14-16 §
6"
30
Vegna góðrar sölu AKAI
á íslandi, verðlauna framleiðendur okkur
með ríflegum afslætti af tveimur samstæðum.
Þennan afslátt færðu beint hjá okkur...
þad
munar
um
minna
SSil
WMMMRV
mmm
• Stafrænt FM/MW/LW útvarp með 30 minnum
• Þriggja diska gelslaspllari meö 30 minnum
• Innstunga fyrir heyrnatól og hljóðnema
• Tónjafnari með 6 forstillingum
• Tvöfalt Oolby segulband
• Tímastillari og vekjari
• FuHkomin fjarstýring
• 1011 watta magnari
mswM®
wamm
mmm
AKAI rx-3urj
i
Kr. 34.900 stgr.
Var áður kr. 44.900 stgr.
• Stafrænt FM/MW/LW útvarp meö 30 minnum
• Þriggja diska geislaspilari meö 30 minnum
• Innstunga fyrir heyrnatól og hljóðnema
• Tvöfalt Dolby segulband m. síspllun
•lónjafnari með 6forstillingum
•Tímastillari og vekjari
• Fullkomin fjarstyring
• Surround hljóðkerfi
^ j— , ... i t % a»ai f tfft;
i -1 --- I -
V 1 •' - -T- ’ ■ | «KAI &
|, . L. » \ (
AKAI TX-5DD
Kr. 44.900 stgr.
Vaiáflurki. 54.900 slgr.
Sjónvarpsmiðstöðin
UmliDðsnenn w W alltVESTUBLAND: Hljómsýa Aktanesi. Kauplélag Borpflrainga. Boigamesi. Blnstmtilii. Hellissmdi. Euðni Hallwimssoa trandarliifli. VESIflHÐIR: Halbúð Jóoasar Mrs, Msllrii. Póllinn. Isafiili. NOBBURLAIID: II Steingriiosljafllar. Hélusik.
IF V Húnveminga, Hvammslanga. If Húnvelnmga, Blnnduósl. Sltaglirðingabúð. Sauðarkiótri. IIA. Gahrik. Hljóner. Akureyn Dryggi. Húsavik. Uið. Haufarhötn. ADSIURLAND: IF Héraðsbúa. Egilsslöðum. II VwnfirðingaVopnaflrði. II Héraðsbúa. Seyðisflrðí. II láskrúðsljarðar.
Fáskrúðslirði IASK. Djúpavogi IASK. Hötn Hnalirli. SUÐUBIAND: II Amesinga .Hvnlsvelli. Uoslelí Hellu. teiistzkni. Sellossí Rariinrás. SeDnssi. (I Arnesrnga. SeKossi. Rás. borlákshöfn. Brimnes. Veslmannaevium. RIYKJANES: Rafborg. Srínriavík. Ralmæní. Halnarfirðí.
Pmnill