Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Síða 30
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996
38
trimm
Syndir tvo kílómetra á hverjum morgni og lengra um helgar:
Byggi upp agann til
að mæta erli dagsins
- sundlaugin er minn heilsubrunnur þar sem ág endurfæðist daglega
„Ég syndi í 40 mínútur á hverjum
morgni fimm daga vikunnar en um
helgar, ef ég er í góðu skapi og vel
upp lagður, geta þetta orðið einar 60
mínútur." Það er Páll Ásgeir Ás-
geirsson sem hefur orðið en hann er
einn þeirra þúsunda landsmanna
sem ávallt hefja daginn með heim-
sókn í sundlaug en syndir þó vafa-
lítið lengra en flestir.
- En er þetta ekki alveg lifandi
skelflng leiðinlegt að svamla svona
fram og aftur á hverjum morgni ár
og síð? spyrjum við Pál.
„Nei, það er ekki leiðinlegt og
reyndar er það eitt markmiðið að
láta sér ekki finnast þetta leiðinlegt.
Á þessum 40 mínútum syndi ég um
2 kílómetra og með því tel ég mig
leysa tvískipt verkefni. í fyrsta lagi
er það hin góða hreyfing og vellíð-
anin sem henni fylgir. Það eitt er
ómetanleg undirstaða fyrir góðan
dag og ég lít á sundlaugina í Kópa-
vogi sem minn heilsubrunn. í öðru
lagi og ekki síður fæst út úr sund-
inu sú ögun sem ég tel mér nauð-
synlega. Hana nýti ég mér til þess
að takast á við verkefni dagsins og
líka til að hyggja mig andlega
þannig upp að ég sé sem hæfastur
til að takast á við líflð. Þennan aga
byggi ég upp með daglegu sundi. Ég
byggi hann upp með því að láta mér
ekki finnast það leiðinlegt heldur
nýta tímann, sem til þess fer, til að
skipuleggja verkefni dagsins og
velta ýmsu fyrir mér sem ofarlega
er í huganum. Ég hef synt svona um
nokkurra missera skeið. Byrjaði ró-
lega en hef um langt skeið synt í
mínar 40 mínútur. Snemma lærði
ég að best er að reyna aldrei að telja
ferðirnar.“
- Er þetta þá nokkurs konar hug-
leiðsla sem fram fer hjá þér á með-
an á sundinu stendur?
„Já, líklega má vel segja það. Ég
reyni að hugsa alls ekkert um sund-
ið sjálft heldur um allt annað, eins
og ég sagði.“
- En ertu ekki örþreyttur eftir að
vera búinn að synda eina 2 km? Er
nokkur kraftur eftir til að lifa af
vinnudaginn?
„Þegar ég kem upp úr lauginni er
ég fyrst tilbúinn að takast á við það
sem fram undan er. Eins og ég sagði
þá er sundlaugin minn heilsubrunn-
ur og ofan í hann skríð ég syfjaður
en kem upp úr honum hress og fjör-
ugur og reiðubúinn til hvers sem er.
- Hvemig var þetta í byrjun?
Hver var ástæðan fyrir því að þú
byrjaðir að synda reglulega og
svona mikið?
Málið á sér þá forsögu að fyrir
nokkmm árum skokkaði ég og hljóp
töluvert og reglulegk. Vegna hné-
meiðsla var mér ráðlagt að fara að
synda. Vegna hnésins syndi ég
skriðsund og svo sem eins og hver
annar alþýðutrimmari og -syndari
hér á landi komst ég ekki nema eina
eða tvær ferðir á skriðsundinu og
varla það. Þetta kom svo smátt og
smátt og nú syndi ég skriðsundið
daglega."
- Ertu þá hættur að hlaupa?
„Nei en ég hef dregið töluvert úr
því. Líklega fer ég um 20-25 km á
viku sem ekki þykir mikið í hópi
skokkara. Annað sem hefur líka
breyst hjá mér er að nú mæli ég
aldrei tímann þegar ég hleyp. Ég fer
þetta einungis ánægjunnar vegna.
Ég tek ekki lengur þátt í götuhlaup-
um og er í raun markvisst að losa
mig við keppnisþáttinn sem ég hafði
áður mjög gaman af.
Nú hleyp ég, syndi og hreyfi mig
eingöngu fyrir mig og ánægjunnar
vegna.“
- Af hverju byrjaðir þú að hlaupa,
Páll?
„Líklega af sömu ástæðu og flest-
ir, ég var of feitur, ég reykti eins og
strompur og ég komst ekki upp á
þriðju hæð án þess að blása eins og
flsibelgur."
- Páll Ásgeir, að lokum. Hvað
syntirðu langt i Kópavogssundinu
um síðustu helgi?
„Níu kílómetra.“
Metþátttaka í Kópavogssundi:
Langflestir syntu
1500 m
eða meira
Metþátttaka var í Kópavogs-
sundinu á sunnudaginn var og
alls syntu 725 manns í hinni
glæsilegu 50 metra laug þar.
Þetta var í þriðja sinn sem al-
menningi var boðið upp á að
keppa viö sjálfan sig og fá verð-
laun fyrir. Athyglisvert er að
rúmlega þrír fjórðu þeirra sem
þátt tóku í sundinu fengu gull-
verðlaun en til þess þurfti að
synda í það minnsta 1500 m.
Eins og í fyrra og hittifyrra
var það Ingólfur Steinar Mar-
geirsson sem fór manna lengst.
Að þessu sinni lagði hann að
baki heila 28 km. í fyrra voru
þeir 25 og þar áður 21 km. Að
meðaltali synti hver þátttak-
andi rétt rúma 2 km. Tveir
elstu þátttakendumir, þeir
Ólafúr H. Kristjánsson og Aðal-
steinn Gíslason, báðir á 84. ár-
inu, fóra ríflega meðaltalið eða
Ólafur 2500 m og Aðalsteinn
2100 m.
Guðmundur Harðarson, for-
stjóri Sundlaugar Kópavogs,
sagði að hægt og sígandi mundi
Kópavogssundið fara að skipa
svipaðan sess meöal syndandi
almennings og Reykjavíkur-
maraþonið skipaði meöal
skokkara. Fólki gæfist þama
tækifæri til að reyna sig og
setja sér takmark og jafnframt
uppgötvuðu fleiri og fleiri að
þegar á reyndi gætu þeir miklu
meira en þá grunaði.
Umsjón
Ólafur Geirsson
Missti tök á mataræðinu:
Fyrstu viðbrögðin
voru að
vigta sig
- mér reyndist nægilegt að sofa 4-5 tíma á
nóttu, segir Jón Ágúst, kerfisfræðingur og jóga-
„Að sumu leyti má segja að ég
hafi hrakist i að stunda jóga. Ég
missti alveg stjóm á mataræðinu,"
sagði Jón Ágúst, kerfisfræðingur og
jógakennari, í viðtali við DV. Fyrir
nokkru sagði hann okkur stuttlega
frá jóga, en orðið sjálft þýðir
sameining. Þá kannski sameining
líkama, hugar og anda. Jóga byggist
á 5000 ára gömlum indverskum
fræðum, sem síðan hafa á ýmsan
hátt verið samhæfð til nota fyrir
hinn stressaða vestræna mann.
En Jón Ágúst kerfisfræðingur,
sem í starfl sínu sem slíkur byggir
sem allra mest á rökrænni hugsun
og rökrænum lausnum verkefna,
var einn þeirra sem töpuðu sam-
bandi við líkama sinn. Mataræði
hans var komið í öngþveiti og þegar
á vigtina var stigið staðnæmdist
visirinn ekki fyrr en í rúmlega 120
kg. Viðbrögðin þá hjá rúmlega þrí-
tugum manninum með um það bil
35 kg yfirvigt voru dæmigerð. -
Hann hætti að vigta sig. Kaffi-
drykkjan hófst strax klukkan 7 á
morgnana og stóð fram á kvöíd.
Vinnan stóð myrkranna á milli og
vítahringur ofneyslu fæðu af lakara
taginu auk kaffidrykkju í óhófi
færðist stöðugt i aukana.
„Ég vissi að eitthvað varð að gera
í málunum. Ég kynntist jóga og
fann að þar var
eitthvað sem höfðaði
til mín. Áður hafði ég
nokkuð stundað lyftingar
og hlaup en jógað náði fljót-
lega yfirhöndinni."
Jón Ágúst aflaði sér
menntunar til að kenna jóga og
hefur stundað það að staðaldri
síðan árið 1990. Að vísu olli
bílslys sem hann lenti í
nokkrum þrálátum frátöfum.
Hann er þó ekki í nokkram
vafa um að í baráttunni við af-
leiðingar slyssins hefur jógað
hjálpað honum.
í dag er Jón Ágúst mættur
um klukkan sex á morgana nið-
ur í Heimsljós, þar sem hann
kennir. „Maður byrjar daginn
á því að byggja sig upp og
undirbúa sig og „hlaða" sig
orku. Ef þessa er gætt áttar
maður sig mun betur en ella
ef spenna fera að hlaðast upp
yfir daginn. Á þennan
hátt má eiginlega
segja að jafn-
vægi líkama,
hugar og anda
komi af sjáflu
sér.“
- Verður svefn-
þörfin þá ekki minni
en ella ef maður
hefur fundið
lausnina á
spennu dagsins?
- Þetta er lík-
lega eðlileg
spurning hins
hagsýna
stressaða nú-
tímamanns.
„Áður en ég
varð fyrir
slysinu og var
að staðaldri á
fullu í jóganu
reyndist mér
nægilegt að sofa
aðeins fjórar til
fimm klukku-
stundir á nóttu,"
sagði Jón Ágúst að
lokum.
Körfu-
bolti
og sipp
„Gamall körfuboltamaður"
hafði samband við okkur og
sagöist ekkert kannast við það
að körfuboltamenn, í það
minnsta íslenskir, sfrmduðu
sipp á æfingum. Hann sagðist
reyndar telja að íslenskir
íþróttamenn sveifluðu sippu-
bandinu lítið yfirleitt.
Við þökkum auðvitað ábend-
inguna og ef satt er aö íslenskir
körfuboltamenn sippi lítið sýn-
ir það aðeins eitt - að hjá þeim
býr ónotuð orka sem kæmi sér
vel í næstu landsleikjum. Að ís-
lenskir íþróttamenn sippi lítið
má vera rétt eða ekki rétt. Hins
vegar lét sá íslenskur íþrótta-
maður, sem lengst hefur náð á
alþjóðlegum vettvangi, VO-
hjálmur Einarsson, silfurmað-
ur frá Melboume, eftir sér hafa
að sippið hefði vafalaust verið
honum einna notadrýgst við að
auka stökkkraftinn í þrístökk-
inu.
j