Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Síða 43
JL> V LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996
Heimasíður nemendafélaga í Háskólans
á vefnum
- mikið af auðfengnum upplýsingum
Nú er kennsla hafinn í flestum
deildum Háskóla íslands og því ekki
úr vegi að líta örlítið í kringum sig
á þeim heimasíðum sem nemandafé-
lög Háskólans hafa komið sér upp.
Allflestar þessara síðna hafa verið
settar upp með stuðningi Lands-
banka íslands. Oftar en ekki eru það
snjallir tölvunarfræðinemar sem
hafa tekið slík verkefni að sér gegn
vægu gjaldi en þó kemur það fyrir
að aðrir nemendur reyna fyrir sér í
heimasíðugerð fyrir félög sín.
Einfaldar og aðgengilegar
Fæstum dettur sennilega í hug að
tengja saman nám í íslensku og rúss-
nesku við afrek á netinu. Hallgrímur
Indriðason íslensku- og rússnesku-
nemi er þó á kafi þessa dagana við
að ljúka við að gera heimasíðu Mím-
is, félags íslenskunema.
Hallgrímur segir það mikilvægt
að hafa síður nemendafélaga einfald-
ar og aðgengilegar. „Yfírbragðið á
síðunni má ekki vera of yfirþyrm-
andi. Það má til dæmis ekki gerast
að upplýsingar di-ukkni í grafik.
Samt verður eitthvað að vera til
staðar fyrir augað. Það er í þessu
sem öðru að það borgar sig að fmna
einhvern meðalveg. Þetta er allt ann-
að en að búa til persónulega heima-
síðu,“ segir Hallgrímur. Hann telur
að yfirleitt takist höfundum heima-
síðna nemendafélaga nokkuð vel að
gera síðumar hæfilega léttar.
Hallgrímur segir mikilvægast að
heimasíður nemendafélaga sé gagn-
legar fyrir notendur. „Þeir eiga að
geta komist hratt og örugglega yfir
síðuna. Það er til dæmis þægilegt
fyrir fólk að geta sloppið við að fletta
í gegnum þykkar kennsluskrár þeg-
ar þeir eru að kynna sér reglur sem
gilda um BA-ritgerðir eða lesa um
hvað sé kennt í námskeiðum. Með
því að nota netið er hægt að ganga
beint að þessum upplýsingum," seg-
ir Hallgrímur. Hann segir líka tilval-
ið fyrir þá sem hafa áhuga á námi í
Háskólanum að skoða sig um á
heimasíðum viðkomandi nemenda-
félaga til þess að fá tilfinningu fyrir
því hvernig viðkomandi háskóla-
nám henti þeim. Hallgrímur er þó
ögn efins um að nemendur i heim-
uppfæra síðurnar og halda þeim við.
Fátt er meira svekkjandi við verald-
arvefinn en heimasíður sem hefur
greinilega dagað uppi og innihalda
fátt annað en úreltar upplýsingar.
-JHÞ
Nágrannar
Hver man ekki eftir áströlsku
sápuóperunni Nágrönnum?
Þessir þættir nutu gífurlegra
vinsælda og nú geta áhugasam-
ir vefflakkarar rifjað upp sælu-
stundimar fyrir framan skjáinn
á síðunni http: //homepa-
ges.enterprise.net/peterlaw-
son/neighbor.html Á þessari
síðu má finna alla leikarana í
þáttunum frá upphafi og einnig
má fylgjast með gangi mála í
nýjustu þáttunum um grann-
ana. Allra nýjustu fréttirnar
mun vera að finna á síðunni
http:
//www.sofcom.com.au/TV/Mel-
boume.html en þai- er að finna
sjónvarpsvísi þeirra Ástrala.
Albert Einstein
Það er mikið til af efhi á Net-
inu um þennan mikla snilling.
Á slóðinni http://www.sas.u-
penn.edu/~smfriedm/ein-
stein.html er að finna gríðar-
lega mikið safn tenginga inn á
heimasíður sem em helgaöar
Einstein og störfum hans í þágu
vísindanna. Síðumar em sum-
ar hverjar frá Norðurlöndum og
verður að teljast nokkuð merki-
legt að rekast á vefsíður sem
ekki eru á ensku. Þar er einnig
að finna safn tilvitnana i hann.
Madonna
Hin umdeilda og hljómfagra
Madonna á víst von á bami og
því er kannski rétt að benda að-
dáendum hennar á síður sem
má nálgast á slóðinni
http://www.zo.com/us-
er/boopers/madonna.html Þar
er einnig hægt að skoða alla
texta sem hún hefur samið um
dagana. Einnig er eitthvað fyrir
aödáendur söngkonunnar blóð-
heitu á slóðinni http: //webl.stl-
net.com/madonna/ Þar geta
menn stungið upp á nafni á
frumburð Madonnu.
Volkswagen bjöllurnar eiga
sér marga aðdáendur og þeir
geta fundið margt við sitt hæfi á
slóðinni http: //www.power-
tech.no/~jornhaug/vw-
indexl.htm
Leitarvál
Webcrawler er ein af leitar-
vélunum sem hægt er að nýta
sér á Netinu. Nóg er að slá inn
Webcrwler.com og þá er hægt
að láta leita að leitarorðum um
allt milli himins og jarðar.
Umsjón
Jón Heiflar Þorsteinsson
Óskar G. Óskarsson, Hallgrímur Indriöason og Þórður Örlygsson starfa allir aö gerð heimasíöna fyrir nemendafélög
í Háskóla ísland. Óskar og Þórður geröu heimasíðu Orators en Hallgrímur hefur unnið að gerð heimasíðu Mímis, fé-
lags íslenskunema.
formann félagsins enda ekki ánægð-
ir með að félagið hefði enga síðu,“
segir Óskar. Þeir Óskar og Þórður
segja að á síðu eins og þessari þurfi
að koma fram lög félagsins, listi yfir
stjómarmeðlimi, það sem sé á döf-
inni í það og það skiptið og auðvitað
tengingar á aðrar síður um lögfræði
erlendis og hér heima. Það síðast-
nefnda telur Óskar að sé helst notað.
„Símaskrá laganema, sem kemur
bráðlega inn á heimasíðu Orators,
verður ábyggilega mjög vinsæl," seg-
ir Óskar.
Nýtist við nám
Þórður hætir því við að á síðunni
geti laganemar nálgast mikið af
góðu erlendu efni um lögfræði og ef-
laust geti þeir notað eitthvað af því í
sínu námi. Óskar segir að mesta
málið sé að setja niður fyrir sér
skipulag og útlit síðunnar en að
öðm leyti sé ekki erfitt að setja upp
heimasíðu eins og síðu Orators.
Hann leggur líka áherslu á að það sé
mikilvægt að halda slikum síðum
stöðugt við. „Annars daga þær uppi
og verða fljótt úreltar. Því miður er
það regla frekar en undantekning,"
segir Öskar. Þórður segir að þeir
hafi notið aðstoðar 14 ára drengs við
grafikvinnslu á síðunni. „Hann hef-
ur mikið gert af mjög góðri grafík á
aðrar heimasíður og því var alveg
kjörið að fá hann til þess að búa til
grafík á þessa síðu okkar. Það má í
raun að segja að þessir ungu strákar
séu langbestir á netið,“ segir Þórður
að lokum.
Heimasíða Orators er á slóðinni
www.hi.is/-orator
Gagnlegar síður
Nálgast má allar síður nemendafé-
laga í Háskóla íslands á slóðinni
http: //www.rhi.hi.is/HI/Stud/nem-
endafelog.html
í fljótu bragði má segja um flest-
allar síður nemendafélaga í Háskól-
anum að tengingamar, sem eru þar
á erlendu síðurnar, séu það gagnleg-
asta við flestar þessar siður. Þá er
miðað við þá sem ekki eru skráðir í
Háskólann. Fyrir nemendur bætast
við hagnýtar upplýsingar um tilhög-
un náms og viðburði i félagslífi nem-
anda. Oftar en ekki vantar upp á að
umsjónarmenn heimasíðna nem-
andafélaga séu nægilega iðnir við að
Heimasíða Hvarfs er á slóðinni http://www.rhi.hi.is/~gkth/hvarf/ Hvarf er fé-
lag efna-, lífefna- og efnaverkfræðinema í Háskóia íslands. Höfundur síð-
unnar er Jón G. Stefánsson tölvunarfræðinemi.
Frá heimasíöu eðlis- og stærðfræðinema er auövelt að komast inn á ýmsar
síöur sem tengjast geimrannsóknum. Myndin hér að ofan er frá heimasíðu
Kennedy Space Center. Slóðin þangaö er http://www.spaceportusa.com/
Lagakrókar
spekideild noti sér heimasíður nem-
endafélaga þar. „Margir þar halda
að netið sé bara fyrir einhverja
tölvugúrúa," segir Hallgrímur að
lokum.
Heimasíða Mímis verður fljótlega
sett á vefinn en einungis er beðið eft-
ir þvi að félagið kjósi sér nýja stjórn.
Laganemarnir Þórður Örlygsson
og Óskar G. Óskarsson eru höfundar
heimasíðu Orators en þeir hafa unn-
ið að henni frá því snemma í ágúst.
„Við vissum að Orator var ekki með
heimasíðu og höfðum samband við
HVARF Iniematicnaf pólkið Námió Annaó
Opi:or.s
Velkomin á heimasiftn Hvarfs
k
vgfe
Hvarf er féíag og tfftwtrkftft&mtMÍ í HfekóU blands Mwuvmvn
$0 tolrii»
FVrtr þ* *ét« vttaK sfí?. áw&fttog* Wh tt i w fceM i rfv'iSM ’Hátvái
ArnVNns«von &WHí» m fímví *lHí íKVivaft áhttf Mwt m* Jxir haWt Wtvtr* * 'M I
i \ {m.áawr ftiww. örjwmsal*,,hfimwiftw {wwao.n, o.ft.
: IÓL&SZ2SSZ
gk Landsbanki fslands
Æm..................
Skartgripir
Því ekki að skreyta sig aðeins?
http://www. tradenets.com/tn-
mall.htm
Laxar
Það sem menn gera ekki til að
klófesta einn slíkan http:
//metro.net/~go/fis-
hfact/Salmon.html
R.E.M.
Voru að gefa út frábæran disk
http://www.sys.uea.ac.uk/cgi-
bin/rem.pl
Farsímar
Allir með þá, út um allt.
http://www.mobiles.co.uk/
Gæsir
Alla vega fullt af fólki sem er
að reyna að skjóta þær http:
//www.geocities.com/At-
hens/3599/index.html
Michael Jackson
iandi fer förðunin ekki af
honum í nýhafinni tónleikaférð
' tp;//www.hig.no/~oey-
otne/mjj.html
Hestakerrur
Frekar gamaldags tæki. http:
//www.ag.ohio-
state.edu/amish/