Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Qupperneq 44
52
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 T>V
Keppni Anatolís Karpovs gegn
öllum heiminum á Intemetinu í lok
síðasta mánaðar rennir enn frekari
stoðum undir þá nýju möguleika
sem tölvutæknin hefur fært skák-
unnendum. Hér í eina tíð hefði hver
maður þótt fullsæmdur af því að fá
að etja kappi við heimsmeistarann á
þennan hátt. Keppnin fór þannig
fram að Karpov sat á hótelherbergi
sínu í Helsinki og svaraði leikjum
andstæðinga sinna hvaðanæva að
úr heiminum. Valinn var sá leikur
þeirra sem flestir mæltu með en alls
munu um eða yfir 50 þúsund manns
hafa stungið upp á leikjum í skák-
inni. Skákina alla til enda tefldu 250
manns en þúsundfalt fleiri gægðust
á heimasíðu keppninnar.
Karpov vann skákina léttilega og
nú kann einhverjum að virðast það
mikið afrek, enda ekki á hverjum
degi sem menn leggja heiminn aö
fótum sér. Ef betur er að gáð kemur
í ljós að varla hefði mátt búast viö
því að sá „meðaljón" sem raunveru-
lega tefldi skákina hefði eitthvað í
Karpov að gera.
Skáklistin ristir dýpra en flestir
gera sér grein fyrir og allra síst er
hægt aö búast við árangri með því
að velta fyrir sér einstökum leikj-
um. Stórmeistarinn gerir langtíma-
áætlun og hefur ákveðna „strateg-
íu“ í huga. Taflmennskan verður
þvi heilsteypt og hver leikur skref
að settu marki. Þetta vantaði aug-
ljóslega í hugsun mótherja Karpovs.
Tafl þeirra var því sundurlaust og
algjörlega misheppnað.
Með það veganesti að hafa sigrað
heiminn tefldi Karpov í Finnlands-
Smáauglýsinga
deild DV
er opin: *fj|
• virka daga kl. 9-22^
• laugardaga kl. 9-14
• sunnudaga kl. 16-22
Skilafrestur smáauglýsinga
er fyrir kl. 22 kvölaið fyrir
birtingu.
Afh. Smáauglýsing í
Helgarblað DV verður þó að
berast okkur fyrir kl. 17 á
föstudag.
Smáauglýsingar
[r»x*ai
550 5000
-en
heimsókn sinni klukkufjöltefli við
sex finnska landsliðsmenn. Hver
Finnanna hafði tvær klukkustundir
til umráða á skákina og Karpov
hafði sama umhugsunartíma á
hverju boröi en þess ber að geta að
klukka Karpovs gat því tifað sam-
tímis á mörgum borðum. Karpov
mætti finnska landsliðinu í áþekkri
keppni fyrir sjö árum og hafði þá
auðveldan sigur, fjórar vinnings-
skákir gegn tveimur jafnteflum. En
nú varð annað uppi á teningnum.
Skemmst er frá þvi að segja að
Finnar bitu í skjaldarrendur og
höfðu betur á tveimur borðum. Stór-
meistarinn góðkunni, Heikki West-
erinen, gaf tóninn með laglegri
vinningsskák á 1. borði. Maki tókst
einnig að leggja Karpov, jafntefli
gerðu Pyhala og Valkesalmi en
Raaste og Yijola töpuðu sínum
skákum. Úrslitin urðu því óvænt
jafntefli, 3-3.
Fróðlegt er að bera skákir Kar-
povs saman, annars vegar vinnings-
skákina gegn „heiminum" og hins
vegar skákina við Westerinen.
Finnski stórmeistarinn, sem orðinn
er 52 ára gamall, hefur gert mörgum
kappanum skráveifu um dagana.
Hann er þekktur fyrir frumlega
hugsun - á stundum svo að kemur
honum í kofl - en í skákinni við
Karpov tekst honum vel upp. Raun-
ar fær Karpov gott tafl eftir byrjun-
arleikina en ætlar sér svo of stóran
hlut. Westerinen byggir upp sóknar-
stöðu og þar er hann í essinu sínu.
Hvítt: „Heimurinn"
Svart: Anatolí Karpov
Caro-Kann vöm.
brídge
Úrslitin
Nú er lokið öllum leikjum í fjórð-
ungsúrslitum Bikarkeppni Bridge-
sambands íslands og ljóst hvaða
sveitir spila saman í undanúrslit-
um.
Úrslit í áttaliða úrslitum voru
þessi
Landsbréf 162 - Garðar Garðars-
son 51
Sparisjóður Þingeyinga 124 -
Hrafnhildur Skúlad. 27
Búlki hf. 135 - Jón Ág. Guð-
mundsson 77
Samvinnuferðir/Landsýn 85 -
VÍB67
Dregið var til undanúrslita og
spila saman sveitir Búlka hf. og
Landsbréfa annars vegar og hins
vegar sveitir Sparisjóðs Þingeyinga
og Samvinnuferða/Landsýnar.
Undanúrslitasveitimar unnu all-
ar nokkuð afgerandi sigra, nema
sveit Samvinnuferða/Landsýnar
gegn sveit VÍB. Fyrirfram var búist
við spennandi leik og sú varð raun-
in. Reyndar var leikurinn nokkuð
vel spilaður, þótt vissulega sæjust
tapaði fyrir Heikki Westerinen
1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4.
Rxe4 Rd7 5. Rf3 Rgf6 6. Bd3 Rxe4
7. Bxe4 Rf6 8. Bd3 Bg4 9. c3 e6 10.
0-0 Be7 11. h3 Bh5
Eftir uppskiptin á e4 hefur svart-
ur leyst byrjunarvandamál sín og
má nú vel við una.
12. Bf4 0-0 13. Hel Db6 14. Hbl
c5 15. dxc5?! Bxc5 16. Be3 Hfd8
17. Bxc5 Dxc5 18. De2?
Ómarkviss taflmennska heimsins
hefur gefið Karpov frumkvæðið á
silfurfati - takið eftir að hann hefur
komið mönnum sínum í leikinn
fyrr en hvítur sem má vissulega
gæta að sér. Síðasti leikur hvíts gef-
ur Karpov kost á beinum ávinningi
og hann er ekki seinn að grípa tæki-
færið.
18. - Dd5! 19. Bc4 Bxf3 20. gxf3
111 nauðsyn en nú er peðastaðan
ónýt kóngsmegin og ekki hlaupið að
því að eiga við illvíga drottningu og
riddara svarts.
20. - Dg5+ 21. Kh2 Dh4 22. Hgl
g6 23. Hbdl Df4+ 24. Khl Dh4
Örlítið hliðarspor til þess að sýna
hvítum fram á úrræðaleysið.
25. Kh2 Hxdl 26. Hxdl Rh5 27.
Hd4 Rf4 28. Dfl Hc8 29. b3 b5! 30.
Bxb5 Hxc3 31. Be2 Hc2 32. He4
Hcl!
- Og „heimurinn" lýsti sig sigrað-
an.
Hvítt: Heikki Westerinen
Svart: Anatolí Karpov
Caro-Kann vörn.
1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4.
Rxe4 Rd7 5. Bd3 Rdf6 6. Rg5 Bg4
7. Rlf3 e6 8. 0-0 Bh5 9. c3 h6 10.
Re4 Rxe4 11. Bxe4 Rf6 12. Bd3
Dd5 13. Be2 Bd6
Umsjón
JónLÁmason
Karpov má vel við una eftir byrj-
unarleikina, sbr. skákina að framan
- uppskipti á riddurum létta á stöðu
svarts, auk þess sem hvítreita-bisk-
up hans hefur sloppið undan þvi oki
sem því fylgir að þurfa að dvelja að
baki peða sinna.
14. Db3 0-0-0 15. Hel Df5?! 16.
c4 Bb8 17. Be3 Bxf3?! 18. Bxf4 g5
19. Hadl Hhe8 20. Da4 h5 21. b4!
Karpov vaknar nú upp við þann
vonda draum að sókn hvíts er mun
hættulegri en peðaframrás svarts á
kóngsvæng. Hann grípur því til ráð-
stafana til þess að koma kóngi sín-
um á brott frá átakasvæðum en nú
er frumkvæðið greinflega í höndum
hvíts.
21. - Hd7 22. b5 cxb5 23. cxb5
Kd8 24. d5!
Auðvitað freistar hvítur þess að
opna taflið og ná höggi á svarta
kónginum.
24. - e5 25. d6! He6 26. Bxa7
Bxd6 27. Bb6+ Ke7
28. Bc6! bxc6 29. bxc6 e4
Svartur kemst ekki hjá þvi að
missa hrókinn og vonast nú eftir
kraftaverki. En Westerinen heldur
áfram að tefla vel. Ef 29. - Hc7 30.
Hxd6!, eða 29. - Hd8 30. Da7+ Ke8 31.
Bxd8 o.s.frv.
30. cxd7 Rxd7 31. Bc7! Rc5 32.
Bxd6+ Hxd6 33. Da7+ Ke6 34.
Hxd6+ Kxd6 35. Db6+ Ke7 36.
Db5! Kf6 37. Hcl
- Og Karpov gafst upp.
-JLÁ
Bikarkeppni BSi:
ráðast um næstu helgi
einnig mistök.
Viö skulum skoða eitt skemmti-
legt spil frá leiknum.
S/0
* G1042
«4 KG54
♦ 102
* ÁK4
4 D98
4»
♦ K9
* 93
* G843
•4 G10532
4
* D875
í opna salnum sátu n-s Bjöm Ey-
steinsson og Karl Sigurhjartarson
en a-v Guðlaugur Jóhannsson og
Örn Amþórsson. N-s týndu spaða-
litnum:
Suður Vestur Norður Austur
1 tígull pass 1 hjarta pass
1 grand! pass 3 grönd pass
pass pass
Örn var í vandræðum með útspil-
ið. Það virtist ekki sigurstranglegt
að spila hjarta og raunar var gott
hjá honum að spila ekki spaða.
Hann valdi hins vegar rangan láglit
þegar hann spilaði út tígulfimmi því
laufútspil banar spilinu.
Karl setti lítið úr blindum og þeg-
ar gosinn kom frá Guðlaugi vom
Umsjón
Stefán Guðjohnsen
þrír tígiflslagir í húsi. Karl sótti síð-
an tvo spaðaslagi og tveir á lauf og
tveir á hjarta gerðu níu slagi.
„Þetta er eins impa tap,“ tilkynnti
Karl, því fjórir spaðar vinnast alltaf.
En er það nú alveg víst!
í lokaða salnum sátu n-s Matthías
Þorvaldsson og Ásmundur Pálsson
en a-v Guðmundur Sv. Hermanns-
son og Helgi Jóhannsson. Nú voru
sagnir ögn vísindalegri:
Suður Vestur Norður Austur
1 tígull pass 1 hjarta pass
1 spaði pass 2 lauf pass
2 hjörtu pass 4 spaðar pass
pass pass
Forstjóri Samvinnuferða/Land-
sýnar sýnir oft hugmyndaauðgi í
starfi og ekki síður við spilaborðið.
Hann ákvað að spila út hjartasexi,
með það í huga að gefa makker
stungu þegar hann kæmist inn á
trömpásinn.
Ásmundur var ef til vill of fljótur
á sér að láta lítið úr blindum, eins
og kom berlega í ljós í framhaldinu.
Nía austurs kostaði ásinn og Ás-
mundur sneri sér strax að
tromplitnum. En Helgi var fljótur að
fara upp með ásinn og spila hjarta-
þristi. Nú var eins víst að hann
hefði byrjað með tvispil og því drap
Ásmundur á kónginn. Þegar siðan
tígulsvíningin brást var spilið einn
niður og sveit Samvinnuferða
græddi 10 impa í stað þess að tapa
einum.
Stefán Guðjohnsen
4
•4 Á63
♦ D1063
* K75