Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Qupperneq 46
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 Loftur Þór Pétursson Loftur Þór Pétursson bólstrari, Fagrahjalla 82, Kópavogi, verður fertug- ur á morgun. Starfsferill Loftur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Kleppsholtinu til 1960 og í Hlíðunum til 1977. Hann stundaði barnaskólanám í ísaksskóla og Hlíða- skóla, var í Gagnfræða- skóla Austurbæjar, stundaði síðan nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk námi í húsgagnabólstrun 1978. Þá stundaði hann sveitastörf á sumrin fram á unglingsár á Helluvaði á Rangárvöllum. Loftur starfaði hjá Úlfari Guðjóns- syni hf. í Kópavogi 1973-77, starfaði hjá Bólstrun Guðmundar Þorbjörns- sonar 1977-80, hjá Z-húsgögn hf. 1981-83 en stofnaði þá eigið fyrir- tæki, Bólsturverk, sem hann hefur starfrækt síðan. Loftur hefur gegnt ýmsum trúnað- arstörfum fyrir bólstara, var ritari og formaður Félags nema í hús- gagnaiðn 1975-78, ritstjóri Iðnnem- ans 1976-77, formaður Sveinafélags bólstara 1978-84, formaður Meistara- félags bólstara 1987-96, hefur setið þau þing sem þessi félög hafa átt aðild að og setið í nokkrum nefndum á þeirra veg- um. Þá er hann varafor- maður Rangæingafélags- ins i Reykjavík frá 1992, formaður bridgedeildar Rangæingafélagsins frá 1988, varaformaður Al- þýðuflokksfélags Kópa- vogs frá 1994 og situr í íþróttaráði Kópavogs frá 1994. Fjölskylda Loftur kvæntist 10.11. 1979 Guð- rúnu Dröfn Eyjólfsdóttur, f. 19.9. 1957, bókara á lögmannsstofu. Hún er dóttir Eyjólfs Tómassonar bifvéla- virkjameistara og k.h., Elínborgar Guðmundsdóttur húsmóður sem bæði eru látin. Böm Lofts og Guðrúnar Drafnar eru Amar Már Loftsson, f. 28.6.1980, nemi; Ingunn Loftsdóttir, f. 29.3. 1983, nemi; Heiður Loftsdóttir, f. 21.4. 1987, nemi. Systkini Lofts; Oddur Vilberg Pét- ursson, f. 4.5.1944, d. 15.3.1995, lögg- iltur endurskoðandi í Reykjavík; Ingunn Sim, f. 16.6. 1947, banka- starfsmaður í Tacoma í Washington í Bandaríkjunum; Einar Pétursson, f. 3.11. 1949, húsasmíðameistari í Kópavogi; Linda Björg Pétursdóttir, f. 30.7.1961, kennari í Garðabæ. Foreldrar Lofts: Pétur Einarsson, f. 11.10. 1910, d. 12.1. 1985, verkamað- ur í Reykjavík, og k.h., Guðbjörg Oddsdóttir, f. 23.12. 1921, húsmóðir. Ætt Pétur var bróðir Lofts, föður Jóns skógræktarstjóra og Yngva arki- tekts. Pétur var sonur Einars, alþm. á Geldingalæk vestri á Rangárvöll- um, bróður Ingibjargar, móður Böð- vars Guðmundssonar, skógarvarðar á Suðurlandi. Einar var sonur Jóns, b. á Geldingalæk vestri, bróður Ingi- bjargar, ömmu Jóns Helgasonar, skálds og prófessors. Jón var sonur Lofts, b. á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, Guðmundssonar. Móöir Einars alþm. var Þuríður Einars- dóttir, b. í Gunnarsholti á Landi, bróður Magnúsar á Stokkalæk, afa Böðvars, hreppstjóra á Laugarvatni. Einar var sonur Guðmundar, b. í Króktúni. Móðir Þuríðar var Vigdís Jónsdóttir, systir Jóns, langafa Ólafs Túbals myndlistarmanns. Móðir Péturs var Ingunn Stefáns- dóttir, b. á Glúmsstöðum í Fljótsdal, Hallgrímssonar, b. í Hleinargarði og á Víðivöllum, Hallgrímssonar. Móð- ir Stefáns var Bergljót, dóttir Stef- áns, prófasts á Valþjófsdal, Þor- steinssonar og Sigríðar Vigfúsdótt- ur. Móðir Ingunnar var Guðfmna, systir Jóns, b. á Setbergi í Fellum, afa Hrafnkels, verkalýðsleiðtoga á Eskifirði. Guðfinna var dóttir Pét- urs, b. á Þorgerðarstöðum í Fljóts- dal, Sveinssonar, b. á Bessastöðum í Fljótsdal, Pálssonar. Guðbjörg er dóttir Odds, b. á Heiði á Rangárvöllum, Oddssonar, b. á Heiði, Péturssonar. Móðir Odds Oddssonar var Guðbjörg Filippus- dóttir. Móðir Guðbjargar Oddsdótt- ur var Helga, systir Jóhanns, föður Kjartans, framkvæmdastjóra EFTA. Helga var dóttir Þorsteins, b. á Berustöðum, Þorsteinssonar, hrepp- stjóra á Syðri-Rauðalæk í Holtum, Jónssonar. Móðir Þorsteins hrepp- stjóra var Guðlaug Helgadóttir, syst- ir Guðmundar, afa Nínu Sæmunds- son listmálara. Annar bróðir Guð- laugar var Bjarni, langafi Guð- bjama, föður Sigmundar, fyrrv. há- skólarektors. Móðir Þorsteins Þor- steinssonar var Arndís Helgadóttir, b. á Litlaparti, Einarssonar. Móðir Helgu var Ingigerður Runólfsdóttir, b. á Áshóli, Runólfssonar. Loftur Þór Pétursson. Þórir Friðgeirsson Þórir Friðgeirsson, rithöfundur, bókavörður og fyrrv. gjaldkeri Kaupfélags Þingeyinga, til heimilis að Hvammi á Húsavík, er níutíu og flmm ára í dag. Starfsferill Þórir fæddist að Finnsstöðum í Ljósavatnshreppi og ólst upp í Ljósa- vatnshreppnum. Hann stundaði gagnfræðanám og sjálfsnám á Húsa- vík. Þórir var starfsmaður Kauþfé- lags Þingeyinga í fjörutíu og fimm ár en þar af var hann gjaldkeri fé- lagsins í þrjátíu og átta ár. Þórir sat í bæjarstjóm Húsavíkur í tólf ár. Hann sat í fræðsluráði Húsavíkur um skeið, var bókavörð- ur Bókasafns Suður-Þingeyinga P 1953-83 en í fullu starfi 1973-82, var formaður Skógræktarfélags Húsa- víkur og formaður Starfsmannafé- lags Kaupfélags Þingeyinga í mörg ár. Þórir skrifaði bókina Á völtum fótum, sjálfsævisögu Árna Jakobssonar frá Víðaseli. Hann hefur skrifað nokkrar smásög- ur og þætti sem birst hafa í tímaritum og blöðum undir dulnefn- um. Þá hefur hann þýtt tvær skáldsögur, Römm er sú taug, eftir Sterling North, og Lottu Skottu, eftir Karen Michárles, en báðar sögurnar hafa verið lesnar í útvarp. Þórir hefur þýtt allmarg- ar smásögur sem birst hafa i blöðum og tímaritum og hann hefur skrifað þætti í Árbók Þingeyinga en þar sat hann í ritnefnd um alllangt skeið. Fjölskylda Þórir kvæntist 26.6. 1927 Amfríði Karlsdóttur, f. 26.6.1905, d. 1976, hús- freyju. Hún var dóttir Karls Einars- sonar, útvegsb. að Túnsbergi á Húsavík, og k.h., Önnu Maríu Árnadóttur hús- móður. Börn Þóris og Arnfríð- ar: stúlka er dó óskírð; Anna María, f. 24.10. 1929, þýðandi í Reykja- vík, gift Sigurði Sigfús- syni verkfræðingi og eiga þau þrjár dætur; Kristbjörg Hildur, f. 31.1. 1933, kennari í Reykja- vik, gift Inga Kristins- syni, fyrrv. skólastjóra Melaskólans, og eiga þau þrjú böm; Friðgeir Karl, f. 21.12. 1936, d. 22.7. 1938; Ragnheiður Gríma, f. 2.6. 1939, starfsmaður hjá Kaupfélagi Suðurnesja, gift Sigurði Friðrikssyni, starfsmanni hjá Flug- leiðum, og eiga þau tvær dætur; Ingiríður, f. 4.8. 1945, starfsmaður í Hvammi á Húsavík, gift Aðalsteini Jóhanni Skarphéðinssyni húsa- smíðameistara og eiga þau þrjú börn. Systkini Þóris: Karitas, f. 14.4. 1890, nú látin, húsfreyja á Þórodds- stað í Kinn, var gift Eiði Amgríms- syni bónda; Sigfríður Helga, f. 9.3. 1893, nú látin, húsfreyja á Ystafelli, var gift Jóni Sigurðssyni bónda þar; Hildur, f. 4.12. 1895, nú látin, hús- freyja á Ófeigsstöðum, var gift Baldri Baldurssyni bónda þar; Hólmfríður, f. 18.11. 1897, dó í bemsku; Einar Þórhallur, f. 15.9. 1903, nú látinn, bóndi í Engihlíð, var kvæntur Huldu Baldvinsdóttur hús- freyju; Kristján Ingimar, f. 8.10.1908, bóndi á Þóroddsstað; Árni, f. 19.5. 1913, lengst af ráðsmaður við MA á Akureyri, var kvæntur Kristínu Benediktsdóttur. Foreldrar Þóris voru Friðgeir Kristjánsson, f. 14.5. 1865, d. 8.11. 1933, b. að Þóroddsstöðum í Ljósa- vatnshreppi, og k.h., Kristbjörg Ein- arsdóttir, f. 17.8. 1868, d. 17.8. 1950, húsfreyja. Þórir Friðgeirsson. Til hamingju með afmælið 15. september 90 ára Jóhanna Þorsteinsdóttir, Dalbæ, Dalvík. 85 ára____________________ Una Bára Ólafsdóttir, Langholtsvegi 187, Reykjavík. Guðný Sigurðardóttir, Suðurgötu 26, Sauðárkróki. 80 ára Guðný Eiríksdóttir, Melhaga 5, Reykjavík. Sigriður Haraldsdóttir, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. 75 ára Kristín Jónasdóttir, Þverbrekku 2, Kópavogi. Ragna Erlendsdóttir, Kirkjubraut 5, Njarðvík. 70 ára Ebba Þorgeirsdóttir, Efstasundi 6, Reykjavík. Jakobina Elísabet Björnsdóttir, Úthlíð 8, Hafnarfirði. Skúli Marteinsson, Háaleitisbraut 18, Reykjavík. 60 ára Finnur Valdimarsson, Heiðarbakka 5, Keflavík. Héðinn Jónsson, Tómasarhaga 14, Reykjavík. Eygló Guðmunda Steinsdóttir, Haukshólum 1, Reykjavík. Margrét Óskarsdóttir, Tryggvagötu 28, Selfossi. 50 ára Finnbogi G. Kristjánsson, Skipholti 64, Reykjavík. Stefán Sveinbjömsson, Árholti 10, Húsavík. Erlingur Þorsteinsson, Stigahlíð 2, Reykjavík. Siguijón Þorkelsson, Fljótaseli 24, Reykjavík. Jón Jónsson, Yrsufelli 13, Reykjavík. Guðrún Arnardóttir, Trönuhjalla 3, Kópavogi. 40 ára_______________________ Jóna Ólafsdóttir, Eskiholti ll, Garðabæ. Guðfinna Sverrisdóttir, Einarsstöðum II, Reykdælahreppi. Anna Guðrún Björnsdóttir, Brekkulandi 4A, Mosfellsbæ. Guðný Erla Sigurðardóttir, Steinagerði 8, Reykjavík. Ingibjörg B. Jónmimdsdóttir, Austurgerði 6, Kópavogi. Lilja Ármannsdóttir, Austurgötu 11, Sandgerði. Ragnar Magnús Helgason Ragnar Magnús Helgason sjómaður, Grandargötu 18, Siglu- firði, er sjötugur í dag. Starfsferill Ragnar fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Hann stundaði sjó- mennsku á Siglufirði frá bamsaldri en síðustu árin hefur hann starfað hjá Síldarverksmiðju ríkisins, nú SR-mjöli á Siglufirði. Ragnar Magnús Helga- son. son frá því firði, og á hann þrjú böm; Ólafía Pálína, f. 6.9. 1961, búsett í Reykjavik, gift Björg- vini Sigurðssyni og eiga þau þrjú börn; Jó- hann Þór, f. 3.11. 1965, búsettur í Grundar- firði, kvæntur Hafdísi Fjólu Ólsen Bjamadótt- ur og eiga þau eina dóttur; Ragna, f. 24.2. 1969, búsett á Siglufirði, í sambúð með Guð- mundi Ólafi Einarssyni og eiga þau eina dóttur auk þess sem Ragna á áður; Gunnar Ásgrímur, lil hamingju með afmælið 14. september Fjölskylda Ragnar kvæntist 26.9. 1959 Soffiu Öddu Andersen, f. 3.7.1941, húsmóð- ur. Hún er dóttir Georgs Andersens rennismiðs og Margrétar Jónsdóttur húsmóður. Dóttir Soffiu og fósturdóttir Ragn- ars er Margrét Andersen Frímanns- dóttir, f. 2.7.1958, húsmóðir i Grand- arfirði, gift Bergi Garðarssyni og eiga þau fjórar dætur. Böm Ragnars og Sofílu eru Ge- org, f. 30.8. 1960, búsettur á Siglu- f. 13.1. 1986. Ragnar átti sex systkini. Látin eru Ásgrímur, Ólafia Pálína, Gunn- ar, Jóhann og Svavar. Á lífi er Þor- kell sem býr á dvalarheimili aldr- aðra á Siglufirði. Foreldrar Ragnars voru Helgi Ás- grímsson og Þóra Þorkelsdóttir. Ragnar og Soffia verða stödd hjá dóttur sinni í Reykjavík á afmælis- daginn. 90 ára_________________________ Margrét Sigurðardóttir, Vigdísarstöðum, Kirkjuhvamms- hreppi. 85 áxa_________________________ Auður Matthiasdóttir, Hrafnistu, Reykjavik. Jóhanna J. Kjerulf, Brekkugerði, Fljótsdalshreppi. 80 ára_________________________ Sigurgeir Sigurðsson, Hringbraut 50, Reykjavík. Jóhanna L. Pálsdóttir, Kópavogsbraut 1A, Kópavogi. 75 ára Adam Jónsson, Litlahvammi 5, Húsavík. 70 ára Magna Ólafsdóttir, Fellsmúla 16, Reykjavík. Katrín Brynjólfsdóttir, Kirkjuvegi 1, Vík í Mýrdal. Egill Jónasson, Brúnalandi 6, Reykjavík. Ríkarður Jóhannsson, Gröf, Dalabyggð. Áskell Torfi Bjamason, Reykjabraut 18, Þorlákshöfn. Eiginkona hans er Anna Guðný Jóhannsdóttir. Þau taka móti gestum í félags- heimili Þorláks- hafnar í kvöld frá kl. 19.30. 60 ára Hallfríður Hermannsdóttir, Gnoðarvogi 24, Reykjavík. Guðrún Karlsdóttir, Lindarbraut 25, Seltjarnarnesi. Halldóra Pálsdóttir, starfsmannahúsi, Bessastöðum, Bessastaðahreppi. 50 ára Sigrún Ingólfsdóttir, Hliðarvegi 59, Ólafsfirði. Sævar Helgason, Þórisstööum, Grímneshreppi. Guðrún Sigurðardóttir, Espilundi 12, Akureyri. Guðmxmdur Kristinn Jónsson, Vallholti 38, Selfossi. Bjarni L. Thorarensen, Miðbraut 4B, Hrísey. 40 ára Carl Gustav Bergmark, Lækjarbergi 42, Hafnarfirði. Sigríður Aradóttir, Norðurvöllum 2, Kefalvík. Smári Emilsson, Vesturási 30, Reykjavik. Björn Gunnlaugsson, Grænumörk 9, Hveragerði. Þórhildur Sigtryggsdóttir, Baldursgarði 11, Keflavík. Kristján Ásgeirsson, Réttarholtsvegi 95, Reykjavík. Anna Guðrún Bjarkadóttir, Hjallalundi 5 C, Akureyri. Rúnar Geir Sigurðsson, Háagerði 20, Reykjavík. Jakob Rúnar Guðmundsson, Drápuhlíð 9, Reykjavík. Jóhann Unnar Guðmundsson, Furabyggð 10, Mosfellsbæ. Guðmundxu- Eiríksson, Hlíðarhúsum, Hlíðarhreppi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.