Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Side 51
I>"V LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996
Endurgerð á franskri klassík
Diabolique i Sambíóum:
Ráöabruggið í framkvæmd. Chazz Palminteri í hlutverki fórnarlambsins Guy
Barans.
Þeir sem ráða ferðinni í
Hollywood hafa verið iðnir á undan-
fornum árum við að leita fanga í
franskri kvikmyndagerð og hafa
margar þekktar og klassískar
franskar kvikmyndir verið gerðar
upp á ameriskan máta. Nýjasta dæ-
mið er Diabolique sem frumsýnd
var í Sam-bíóum í gærkvöld en hún
er gerð eftir Les Diaboliques sem
gerð var árið 1955 og leikstýrð af
Henri- Georges Clouzot og aðalhlut-
verkið léku Simone Signoret og
Vera Clouzot. Þetta er ekki i fyrsta
sinn sem þessi fræga franska saka-
málamynd er endurgerð. Árið 1974
leikstýrði John Badham sjónvarps-
myndinni Reflection of Murder sem
einnig var gerð eftir Les Di-
aboliques. I henni léku Tuesday
Weld, Joan Hackett og Sam Water-
stone aðalhlutverkin.
í Diabolique leika Sharon Stone
og Isabelle Adjani tvær ólikar kon-
ur, Nicole og Miu, sem eiga þó eitt
sameiginlegt, þær sofa báðar hjá
sama manninum, Guy Baran (Chazz
Palmintieri), og báðar eru orðnar
dauðþreyttar á því að láta hann
ráða yflr lífi þeirra. Nicole er hjá-
kona Guy og dróst að honum í
fyrstu eins og segull að stáli en er
orðin dauðþreytt á lygum hans og
yfirgangssemi. Mia er eiginkona
Guy. Hún er fyrrum nunna, hjart-
veik og á barmi örvæntingar vegna
ráðríkis eiginmannsins og það
hvernig hann niðurlægir hana en
þrátt fyrir fyrirlitninguna er það
eitthvað sem dregur hana að hon-
um og í návist hans er hún vilja-
laus.
Dag einn ákveða eiginkonan og
hjákonan að losa sig við Guy fyrir
fullt og allt. Nicole upphugsar ráö
til að framkvæma og þótt Mia sé
hrædd þá tekur hún þátt í leiknum.
Ráðabruggið heppnast og vinkon-
urnar eru hinar ánægðustu þar til
lögreglukona, sem Kathy Bates leik-
ur, fer að forvitnast hvað hafi orðið
um Guy og brátt fer ýmislegt að
koma upp á yfirborðið sem þær
stöllur reiknuðu ekki með og fer
það svo að sú spuming vaknar
hvort Guy sé í rauninni dáinn...
Leikstjóri Diabolique, Jeremy
Chechik, er best þekktur fyrir kvik-
mynd sína, Benny and Joon, en
hann er auk þess leikstjóri þekktrar
auglýsinga og tónlistarmyndbanda
sem unnið hafa til verðlauna.
Chechik er kanadískur og byrjaði
feril sinn sem ljósmyndari og list-
málari og vann hann á áttunda ára-
tugnum fyrir timaritið Vogue og
hafði aðsetur í Mílanó. Eftir að
hann flutti til Bandaríkjanna
snemma á níunda áratugnum hóf
hann fljótt að leikstýra auglýsing-
um og vann hann fyrir mörg stór-
fyrirtæki og hlaut öll þau verðlaun
sem auglýsingabransinn hýður upp
á. Hann leikstýrði fyrstu kvikmynd
sinni, National Lampoon’s
Christmas Vacation árið 1989, síðan
kom Benny and Joon, þá Tall Tale,
með Patrick Swayze, og nú Dia-
bolique.
-HK
Sharon Stone í Diabolique:
Neitaði að koma nakin fram
Kyntáknið Sharon Stone leikur aðalhlutverkið
í Diaboliques sem frumsýnd var í Sambíóunum í
gær. Um er að ræða endurgerð frönsku klassísku
kvikmyndarinnar Les Diaboliques.
Stone hefrn- upp á síðkastið verið að fikra sig
áfram í hlutverkavali og hefur prófað nokkrar
tegundir hlutverka frá því henni skaut upp á
stjömuhimininn í Basic Instinct. Fyrir stuttu
voru henni afhent Golden Globe verðlaunin fyrir
hlutverk sitt í kvikmynd Scorseses, Casino.
Hún var einnig tilnefnd til óskarsverðlauna
fyrir það hlutverk. Þar lék hún á móti stór-
leikurunum Robert De Niro og Joe Pesci.
Áður en hún lék í Diabolique lék hún
í Last Dance á móti Rob Morrow.
Sharon Stone er borin og bamfædd
I Meadville í Pennsylvaníu 10. mars
árið 1958. Hún stundaði nám í
Edinboro State University. Útlit
hennar varð til þess að hún
vann fegurðarsamkeppni og
komst á toppinn í fyrirsætuheim-
inum. Hún á að baki tvö hjóna-
bönd, með George Englund og
Michael Greenburg.
Stoltir foreldrar
Stone hefur til margra ára ver-
ið búsett í Los Angeles. íbúar Mea-
dville eru samt afar stoltir af henni
og hún var fengin til þess að halda
ræðu í gamla skólanum sínum.
Kvikmyndin Diabolique var tekin
upp í nágrenni við heimili foreldra
hennar og gátu þau komið og horft
á þegar tökur stóðu yfir á kvik-
myndinni og séð dóttur sína vinna.
Þau segjast afar stolt af henni í við-
tali sem birtist í Empire í júni.
Fyrsta myndin sem Sharon
Stone lék í var Stard-
ust Memories sem
Woody Allen leik-
stýrði en þá var hún
tuttugu og tveggja
ára. Næstu tíu árin
lék hún í myndum
eins og Bolero,
Police Amademy 4
og Action Jackson.
Fyrsta aðalhlut-
verkið hennar var í
Irreconcilable
Differences. Einnig
lék hún í King
Solomon’s Mines,
Allan Quatermain,
Lost City of Gold,
Above the Law,
Personal Choice,
Sharon Stone í hlutverki Nicole í Di-
abolique.
SÉÉSfe
Scissors, He Said, She Said, Where Sleeping Dogs
Lie, Year of the Gun og Diary of a Hitman.
Nektarmyndir í Playboy
Að því búnu lék hún eiginkonu Arnolds
Schwarzeneggers í Total Recall. Stone lék taka af
sér nektarmyndir í Playboy en það færði henni
hlutverk i Basic Instinct eins og frægt er orðið.
Eftir það lá heimurinn fyrir fótum hennar og
hún varð eitt umtalaðasta nafnið í Hollywood.
Stone fækkaði einnig fötum í Sliver en það
dugði ekki til þess að afla myndinni vin-
sælda. Hún lék í The Quick and the Dead
sem Sam Raimi leikstýrði. Einnig lék hún
á móti Sylvester Stallone í spennumynd-
inni The Specialist og Intersection á
móti Richard Gere.
Diabolique er tuttugasta og
fimmta kvikmynd Sharon Sto-
ne. Fyrsta hlutverk hennar var
blondínan í Stardust
Memories.
Samningur brotinn
í kvikmyndinni Diabolique neit-
ar hún að kom nakin fram í stuttri
ástarsenu sem hún leikur. Að eigin
sögn kom hún nakin fram þegar það
hentaði henni og passaði vel við þau
hlutverk sem hún lék. Það segir hún
ekki eiga við núna og hún gerir hlut-
ina eftir sínu höfði. Að sögn fram-
kvæmdastjóra Mogan Creek fyrirtæk-
isins, sem framleiðir myndina, var
það samningsbundið að
Stone sýndi bert
hold.
„Það var
mér mjög
mikill heiður
að mynda
svona fallegar
konur eins og
Stone og Isa-
belle Adjani,”
segir kvik-
myndatöku-
maðurinn
Peter James.
Hann segir
Stone vera
mjög mynd-
ræna og hún
komi vel út í
því ljósi sem
notað er við
myndatökur.
-em
kvikmyndir
Koepp
klikkar
Ein af mörgum síðsumarsmynd-
um sem hafa kolfallið upp á amer-
ískan máta er The Trigger Effect
en henni leikstýrir handritshöf-
undurinn David Koepp sem meðal
annars skrifaði handritin að Ju-
rassic Park og Mission: Impossi-
ble. Mynd þessi fjallar um hjón
sem lenda í klónum á geðveikum
manni. Myndin þótti fyrir fram
lofa góðu en eitthvað hefur klikk-
að því ekki vantar úrvalsleikara í
aðalhlutverkin, Elisabeth Shue og
Kyle MacLaglan leika hjónin og
Dermot Mulroney leikur þriðja að-
ilann í þríhyrningnum.
Meira um
Shue
Eftir góða frammistöðu sína í
Leaving Las Vegas hefur Elisabeth
Shue fengið mörg tilboð en hún
var ekki lengi að hugsa sig um
þegar Woody Allen bauð henni að
leika í nýjustu mynd hans sem
hann hefur ekki gefið nafn enn þá
en tökur eru að hefjast um þessar
mundir. Allen leikur sjálfur aðal-
hlutverkið, rithöfund sem rembist
við skriftir. Aðrir leikarar eru
Robin Williams, Judy Davis, Julia
Louis-Dreyfuss og Hazelle Goodm-
an.
Músaleitin
Þótt nokkuð sé um liðið síðan
The Birdcage var frumsýnd þá hef-
ur Nathan Lane ekki leikið í ann-
arri kvikmynd og er ástæðan sú að
hann var búinn að gera samning
um að leika eitt ár á Broadway í
leikritinu A Funny Thing Happ-
ened on the Way to the Forum. Nú
er árið liðið og Lane getur farið að
sinna þeim tilboöum sem honum
hafa borist og hefur hann sam-
þykkt að leika í Mousehunt sem
Draumasmiðja Spielbergs og fleiri
ætla að gera. Fjallar myndin um
tvo bræður sem erfa hús en kom-
ast fljótt að því að það er mús í
húsinu sem er mun klárari en
þeir. Leikstjóri er Gore Verbinski
sem kemur úr auglýsingabransan-
um og er þetta fyrsta myndin sem
hann leikstýrir.
Willis sem
málaliði
Um helgina verður frumsýnd
nýjasta kvikmynd Bruce Willis,
The Last Man Standing. Um er
ræða spennumynd þar sem Bruce
Willis leikur harðjaxl sem berst
fyrir borgun og lætur hann til sín
taka í stríði milli víngerðar-
manna. Mynd þessi er gerð eftir
hinni klassísku kvikmynd Akira
Kurosawa, Yojimbo, frá árinu
1961. Leikstjóri er hinn gamal-
reyndi spennumyndaleikstjóri,
Walter Hill.
Menn í
svörtu
Barry Sonnenfield, sem síðast
leikstýrði Get Shorty, er nú við
tökur á Men in Black sem hann
lýsir sem „gamansamri sakamála-
og ævintýramynd með litlum has-
ar“ og á hann þá við að „engin
mótorhjól keyra í gegnum rúðu-
gler með sprengingu í bakgnmnin-
um“. Aðalhlutverkin leika Will
Smith, Tommy Lee Jones og Linda
Fiorentino. Will Smith var ráðinn
á síðustu stundu þegar Keanu
Reeves sá sér ekki fært að efna lof-
orð sitt um að leika í myndinni.