Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Side 56
I. msmmgimr Vertu viðbúinl'nj vinningt 13 Hvalur sprengdur í loft upp á Faxaflóa - eina ráðið, segir Gæslan „Hann flaut bara þarna eins og eyja á flóanum og þar sem hann heföi getað reynst hættulegur minni bátunum urðum við að fjarlægja hann. Við máttum ekki fara með hræið í land til þess að hrenna það eða farga með öðrum hætti og eftir að við höfðum árangurslaust reynt að sökkva honum ákváðum við að reyna að sprengja hann í loft upp,“ segir Sigurður Ásgrímsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelg- isgæslunni, en Gæslan sprengdi hval í loft upp á Faxaflóanum í fyrradag. Sigurður segir að áður hafi verið rætt um að sprengja hval í loft upp. Hann segir að hvalurinn hafi verið á reki rétt utan við Hafnarfjörð og þeir farið með varðskipi út i hann. Hann segir hvalinn hafa verið 10-12 metra á lengd og auðvelt að fara út á hann til þess að koma sprengiefn- inu fyrir. „Landhelgisgæslunni ber skylda til að fjarlægja reköld af öllu tagi og nú vitum við að þessi aðferð gefst vel. Hvalimir fljóta alltaf upp annað slagið," segir Sigurður. ísaQörður: Tveir í gæslu Tveir menn voru í gær úrskurð- aðir í fjögurra daga gæsluvarðhald á ísafirði vegna gruns um fikniefna- misferli og innbrot. Mennirnir, sem hafa báðir oft komið við sögu lög- reglu, voru handteknir við húsleit á ísafirði í fyrradag. -RR ÍSHMDIEtlL-ASXÖ* \ 533-1000 Kvöld- og helgarþjónusta / NSK kúlulegur V*ouMsen Suöurlandsbraut 10 - Sími 568 6499 HVA£> SEGJA , GRÆNFRIÐUNGAR NU? KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 Fjárflutningarnir af Kjalarnesi: Kindurnar fluttar yfir á alfriðað svæði - málið litið mjög alvarlegum augum hjá viðkomandi yfirvöldum „Það má ekki sleppa neinu búfé á Reykjanesi, það er alger- lega friðað svæði fyrir öllu búfé. Ég hef hins vegar verið að finna þessar kindur í sumar, látið eig- enduma vita og þá hafa þeir kom- ið og sótt þær til mín. Hér er því um lögbrot að ræða og viðkom- andi yfirvöld að sjálfsögðu komin í málið sem er litið alvarlegum augum,“ sagði Hreinn Bjarnason, umsjónarmaður með skepnuhaldi í landi Hafnarfjarðar, í samtali við DV Eins og skýrt var frá í DV í gær flutti bóndinn á Hrafnshólum á Kjalarnesi fé bændanna á Hrísbrú í Mosfellssveit á bíl yfir á friðað svæði í Vatnsskarði í Krísuvík í sumar. Kindurnar höfðu komið inn á land hans. Hann sagðist í samtali við DV hafa gert þetta áður. Hreinn segir að það sé enn ekki vitað hve margar kindurnar voru sem fluttar voru í sumar en talið er að þær séu á milli 60 og 70 meö lömbum. Það kemur ekki í ljós fyrr en í haust hvort allar kind- umar, sem fluttar vora, skila sér. DV hefur heimildir fyrir því að eftir fyrra skiptið sem bóndinn á Hrafnshólum gerði þetta haíi Ólafur Dýrmundsson landnýting- arráðunautur ritað sveitarstjórn- inni á Kjalamesi bréf vegna máls- ins þar sem féð var flutt úr hreppnum og í gegnum sauðfjár- veikivarnargirðingu í friðað hólf. Þá rannsakar lögreglan málið vegna kæru bændanna á Hrísbrú, eigenda kindanna. Ekki náðist í Ólaf Dýrmunds- son í gær og heldur ekki sveitar- stjórann á Kjalarnesi. Starfsmað- ur á skrifstofu Kjalarneshrepps kannaðist hins vegar við þetta mál. -S.dór Starfsmenn Gufuneskirkjugarðar unnu að því höröum höndum í gær aö lagfæra skemmdirnar í garðinum. DV-mynd S Árekstrabylgja í gær: Lítið barn fékk skurð áhöfuð Mikil árekstrabylgja var í Reykja- vík í gær. Frá klukkan 8 í gærmorg- un og fram að kvöldmatarleyti var lögreglu tilkynnt um 17 árekstra í borginni. Harðasti og cdvarlegasti árekstur gærdagsins var á gatnamótum Skútuvogar og Kleppsmýrarvegar þar sem tveir bílar skullu saman. Fernt var flutt á slysadeild, þar af eins og hálfs árs gamalt barn. Bamið fékk áverka á höfuðið, þ. á m. stóran skurð. Sauma varð 18 spor í höfuð bamsins en það var í rannsókn i gærkvöld. Hin þrjú sem lentu í árekstrinum fengu að fara heim að skoðun lokinni en meiðsl þeirra voru ekki alvarleg. Bílarnir eru illa famir eftir áreksturinn. -RR Skemmdar- verk unnin í Gufunes- kirkjugarði Tveir 8 ára drengir voru staðnir að verki við skemmdarverk í Gufu- neskirkjugarði í fyrrakvöld. Skemmdu þeir mörg leiði, legsteina, ljósker og ýmislegt skraut sem er við leiðin í garðinum. „Þetta eru töluverðar skemmdir sem hafa verið unnar hér í garðin- um. Manni finnst mjög undarlegt að einhverjir skuli skemma svona stað og mér finnst enn verra að vita að þetta eru svona ungir drengir. Það er alvarlegt þegar svona nokkuð gerist," sagði Þórsteinn Ragnarsson, forstöðumaður kirkjugarðsins í Gufunesi, við DV vegna málsins. Málið er nú hjá lögreglu sem er að rannsaka hvort allar skemmdim- ar séu eftir drengina tvo. Þeir munu báðir hafa verið yfirheyrðir af lög- reglu. Starfsmenn kirkjugarðsinsmnnu hörðum höndum að því i gær að lag- færa skemmdimar í garðinum. -RR L O K I Veðrið á morgun: Hlýjast norðanlands Veðrið á mánudag: Suðaustanstinningskaldi Á morgun verður sunnan- og suðaustangola eða kaldi. Þokusúld verð- Á mánudaginn verður suðaustanstinningskaldi. Víða verður súld eða ur um sunnan- og vestanvert landið en annars þurrt að mestu. Víða verð- rigning um sunnan- og austanvert landið en annars þurrt að mestu. Hiti ur léttskýjað norðanlands. Hiti verður á bilinu 10 til 19 stig, hlýjast norð- verður á bilinu 11 til 19 stig, hlýjast um norðan- og norðvestanvert land- anlands. Veðrið í dag er á bls. 57. ið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.