Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Qupperneq 12
12
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 I »V
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aöstoöarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVlK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: httpY/www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Fyrirsjáanleg þögn
í stefnuræðu sinni í vikunni mælti forsætisráðherra
með stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs og
með ábyrgri stefhu í fiskveiðum íslendinga á úthafsmið-
um, svo sem á Flæmingjahatti. Hvort tveggja er mikil-
vægt utanríkismál, sem ástæða er til að taka undir.
Hins vegar gat forsætisráðherra ekki annarra utanrík-
ismála í stefnuræðunni, til dæmis ekki viðskipta okkar
við umheiminn, enn síður framvindu samstarfsins við
Evrópusambandið og allra sízt taldi hann ástæðu til að
ræða hugsanlega aðild íslands að sambandinu.
Þessi þögn sker í eyru, en kemur ekki á óvart. Það er
stefha ríkisstjómarinnar, að Evrópuaðild sé ekki á dag-
skrá, svo sem oft hefur verið ítrekað. Stefnuræðan stað-
festir, að staðan sé óbreytt og að ekki verði sinnt lágvær-
um óskum meðal stjómarsinna um steftiubreytingu.
Raunar má segja, að veigamesti þáttur stjórnarstefn-
unnar um þessar mundir sé, að undir engum kringum-
stæðum skuli ræða hugsanlega aðild íslands að efna-
hagssamstarfi annarra Evrópuríkja. Þessi stefna samein-
ar einangrunarsinna í ríkisstjóm og meðal kjósenda.
Samt eigum við brýn erindi í Evrópusambandinu,
einkum til að vinna brautargengi sjónarmiðum, sem
varða hagsmuni okkar. Við þurfum til dæmis að koma á
framfæri því sjónarmiði, að eins konar landbúnaðar-
rekstur sjávarútvegs sé öllum málsaðilum skaðlegur.
Næstþyngsti þáttur stjórnarstefnunnar er fremur að-
haldssöm fjármálastefna ríkisins, sem kemur fram í
hallalausu fjárlagafrumvarpi næsta árs. Það dregur þó
úr mikilvægi stefnunnar, að jafnvæginu á ekki að ná
nema að litlu leyti með spamaði í ríkisútgjöldum.
Jafnvægið á einkum að nást með auknum tekjum rík-
isins af aukinni veltu í þjóðfélaginu. Veltuaukningin
kemur mjög skýrt fram í auknum innflutningi, sem eyk-
ur ríkistekjur um leið, en veldur á hinn bóginn vand-
ræðum með því að sporðreisa viðskiptajöfnuðinn.
Ríkisstjómin mun fyrr eða síðar standa andspænis
því að þurfa að reyna að endurreisa viðskiptajöfnuðinn
gagnvart útlöndum, en fjárlagafrumvarpið ber þess ekki
merki, að slíkt sé í aðsigi. Við megum því meðal annars
búast við aukinni verðbólgu á næstu mánuðum.
Auðvitað mundi það hjálpa ríkisstjórninni í þeirri við-
leitni, ef stéttarfélögin í landinu vildu gera svo vel að
sýna svokallaða sanngirni og ábyrgð í kjarasamningum,
samkvæmt orðalagi forsætisráðherra. Það væri greið
leið til að halda verðbólgu í skefjum á næsta ári.
Hins vegar hafa stjórnvöld hagað málum á þann veg,
að launafólk telur sig hafa verið hlunnfarið. Engum
blöðum er um það að fletta, að stéttaskipting hefur auk-
izt. Hinir bezt settu, þar á meðal stjórnmálamenn, hafa
makað krókinn, meðan aðrir hafa ekki séð góðærið.
Auk Atlantshafsbandalags, Flæmingjahatts, fjárlaga-
frumvarps og kjarasamninga ræddi forsætisráðherra
einnig um frekari einkavæðingu ríkisstofnana. Það er
góðra gjalda vert, svo framarlega sem það verður ekki í
hinni gamalkunnu mynd einkavinavæðingarinnar.
Þær ríkisstjómir, sem forsætisráðherra hefur stjórnað
á undanfornum árum, hafa staðið skelfilega að einka-
væðingunni, svo sem sýná flest dæmi um hana. Stærsta
svindlið var afhending síldar- og fiskiverksmiðja ríkis-
ins í hendur einkavina í fáokunargeirum atvinnulífsins.
Þar með eru raktir málaflokkar, sem getið var í ræð-
unni. Vel fer á, að fátt sé í stefnuræðu íhaldssamrar
stjórnar, sem á fáu hefur áhuga öðru en eigin lífi.
Jónas Kristjánsson
Jeltsín tók loks af-
stöðu með Lebed
Boris Jeltsín forseti ávarpaði
rússnesku þjóðina í útvarpi í
fyrradag óif sjúkrahúsinu þar sem
hann liggur til undirbúnings
kransæðaaðgerð. Aðalerindi hans
með tölunni, en kunngert var að
fleiri fylgdu á eftir, var að full-
vissa landa sína um að hann héldi
um stjómvölinn þrátt fyrir heilsu-
brest.
En það sem mestum tíðindum
sætti í máli Jeltsíns var að hann
samsinnti í fyrsta skipti gerðum
Alexanders Lebeds, aðstoðar-
manns sins í öryggismálum, við
að koma á friöi í Tsétsníu. Fram
til þessa hefur Jeltsín rætt friðar-
gerðina með semingi og jafnvel
hnýtt í Lebed. Nú lýsti hann yfir
að mestu máli skipti að blóðsút-
hellingar hefðu stöðvast og kvað
Lebed njóta fulls traust síns til að
fylgja málinu eftir. Að út-
varpsávarpinu loknu kom Lebed
svo á fúnd Jeltsíns og er það í
fyrsta skipti í margar vikur sem
hann nær fundi forsetans.
Daginn áður en Jeltsín tók af
skarið um afstöðu sína til verka
Lebeds kom Dúman, neðri deild
Rússlandsþings, saman til funda
eftir sumarhlé. Þar bar það helst
til tíðinda að talsmenn þjóðernis-
sinna veittust að Lebed með
óbótaskömmum eftir að hann
flutti þingheimi skýrslu um
Tsétsníu. En þar fylgdu þeir í fót-
spor eins af ráðherrum i Rúss-
landsstjórn, Anatolí Kúlíkofs inn-
anríkisráðherra, sem líkti verki
Lebeds við foðurlandssvik vegna
eftirgjafar við aðskilnaðarsinna
Tsétsena. Á sínum tíma kvað
Lebed réttast að vikja Kúlíkof úr
embætti fyrir afglöp hans í stjórn
hernaðaraðgerða Rússa í
Tsétsníu.
Jeltsín sinnti ekki þeirri brýn-
ingu aðstoðarmanns sins, enda er
snar þáttur í stjórnunaraðferð
hans að hafa undir sér menn með
andstæð viðhorf, tefla þeim hverj-
r |
r | v
I /fi lu
i. Æ
| b- Æ
'i w
íi8SB^^SSSiiÍÍSésíSllSlS*Í™:„K*..
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
um gegn öðrum og taka síðan
sjálfur lokaákvarðanir sitt á hvað
eftir því hvað hann telur sér hent-
ugast pólitískt á hverjum tíma. Nú
telur forsetinn rétt að nálgast
Lebed og afstöðu hans af því að
eins og komið er yrði hershöfðing-
inn fyrrverandi stöðu forsetans
miklum mun skeinuhættari utan
stjómkerfisins en innan.
Þar að auki er greinilegt að
Jeltsín þykir um þessar mundir
Lebed veita þarft mótvægi við
Viktor Tsjemomyrdín forsætis-
ráðherra sem taka á við forseta-
valdi meðan forsetinn sjálfur ligg-
ur á skurðarborði og í þjrá mán-
uði fram að nýjum forsetakosning-
um verði honum ekki heilsu auö-
ið á ný.
Þetta sýndi sig eftir að Lebed
lýsti á sinn berorða hátt ástand-
inu í hemum af völdum fjársvelt-
is. Hermenn hafa verið sviknir
um mála sinn svo lengi að tekið er
að leggja jafnt foringja sem
óbreytta hermenn á sjúkrahús
vegna vannæringar. Sjálfsmorða-
faraldur gengur í hemum. Lebed
varaði við uppreisn í fylkingun-
um yröi ekki skjótt að gert.
Þá lét Lebed í það skína að rík-
isstjórn Tsjemomyrdíns hefði
gerst enn fastheldnari á fé en áður
við herinn eftir að Igor Ródínof
hershöfðingi tók við embætti land-
vamaráðherra, en það hlaut hann
einmitt fyrir tilstilli Lebeds sjálfs
eftir að Jeltsín tók hann í stjóm-
stöðu öryggismála til að styrkja
stöðu sína í síðari umferð forseta-
kosninganna í sumar.
Ródínof sjáifur gerði síst minna
en Lebed úr fjársvelti hersins á
fréttamannafundi en tók ekki und-
ir hættu á heruppreisn. Þá brá
Jeltsín við, kallaði Tsjernomyrdín
á sinn fund og fól honum að kalla
rikisstjórnina saman til sérstaks
fundar til að fjalla um neyðar-
ástand í hemum sökum dræmra
fjárgreiðslna. Einnig skipaði for-
setinn svo fyrir að nýmyndað
Landvarnaráð yrði hvatt saman
til fundar en þar er hann sjálfur í
forsæti.
Þessi athafnasemi Jeltsíns í vik-
unni bendir til að hann kunni að
vera eitthvað brattari en verið
hefur um skeið. Nú hefur vitnast
að það sem fyrst og fremst veldur
að hjartaaðgerð á honum dregst
svo vikum skiptir er að læknar
vilja komast fyrir orsök blóðleys-
is, sem stafar af óútskýrðum blæð-
ingum í innyflum og kallað hefur
á þó nokkrar blóðgjafir.
Alexander Lebed fór af fundi
Jeltsíns á fimmtudag beint til
fundar við Selímkhan Jandarbíjef,
leiðtoga Tsétsena sem kominn var
til Moskvu að ræða frekari fram-
kvæmd friðarsamkomulagsins.
Þar hefur staðið á fangaskiptum
og að haldið verði áfram brott-
flutningi rússneskra sveita frá
Tsétsniu. Lebed vill leysa þá
hnúta svo að Kúlíkof innanríkis-
ráðherra gefist ekki færi á að
framkvæma áform sitt um að
hefja stríðið á ný.
Alexander Lebed (t.v.) raeðir viö Grigorí Javlinski, foringja flokksins Jabloko, á fundi Dúmunnar á miövikudag.
roðanir annarra
Gegn rokkaraofbeldi
„Ofbeldi vélhjólagengja, með morðtilrauniun,
: sprengjutilræðum og flugskeytaárásum, er orðiö
; gífurlegt umfangs. Það er fyrir einskæra heppni að
fleiri saklausir vegfarendur eða nágrannar hafa
i ekki orðið fyrir barðinu á því. Það er eðlilegt að sí-
: fellt fleiri krefjist þess að gripið verði til ráðstafana
| til að stöðva þetta ófremdarástand. Það er skiljan-
legt að forsætisráöherrann boði þess vegna ráðstaf-
í anir gegn glæpum vélhjólagengjanna.“
Úr forustugrein Politiken 1. október.
Gæsluliðið stóð sig vel
„Senn líður að lokum árs samnings friðargæslu-
liðsins í Bosníu sem Bandaríkin voru meö í. Því
I verður ekki í móti mælt aö starf gæsluliðsins hefur
I verið farsælt innan þess ramma sem því var settur.
;; Við minnumst varnaðarorða um mannfall og mikl-
| ar ógöngur þegar stjórn Clintons kom liðinu á fót.
Það rættist ekki. Þess í stað hefur gæsluliðið séð til
þess að hernaðarhluti Dayton-samninganna væri
virtur og það hefur almennt haft hemil á ofbeldis-
verkum.“
Úr forustugrein Washington Post 1. október.
Betri Verkamanna-
flokkur
„Uppsveifla Verkamannaflokksins er fagnaðar-
efni. Hörð samkeppni er lýðræðinu jafn hressandi
og markaðinum. Endurskoðuð stefha Verkamanna-
flokksins þar sem hvatt er til sveigjanlegs forms af
einka- og ríkisrekstri og lýðræðislegri ákvarðana-
töku þjónar Bretlandi betur en stefnan sem hún
leysti af hólmi. Aðrar skoðanir Verkamannaflokks-
ins eru óljós en aðlaðandi kosningaslagorð sem öðl-
ast ekki raunverulega þýðingu nema flokkurinn
komist til valda.“
Úr forustugrein New York Times 3. október.